Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.01.2009, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 24.01.2009, Qupperneq 70
42 24. janúar 2009 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1588 Stuðningsmenn Maxim- ilíans 3. eru sigraðir af stuðningsmönnum Sig- mundar Vasa í orrustunni við Byczyna í Póllandi. 1855 Kirkjan á Hvanneyri í Siglufirði fýkur af grunnin- um og hafnar á hliðinni í kirkjugarðinum. 1908 Fjórar konur eru kjörn- ar í bæjarstjórn í Reykja- vík. Þetta er í fyrsta sinn sem konur hafa almenn- an kosningarétt í sveitar- stjórnarkosningum. 1962 Brian Epstein tekur að sér umboð Bítlanna. 1984 Fyrsta Apple Macintosh- tölvan kemur í verslanir. 1985 Jón Páll Sigmarsson vinn- ur titilinn „sterkasti maður heims“ í fyrsta sinn, þá 25 ára gamall. Rússneska borgin Sankti Pétursborg var nefnd Leníngrad þennan dag 1924 og hélt því nafni til 1991 er Sovétríkin liðuðust í sundur. Borgin var upphaflega mynduð árið 1703 af Pétri mikla sem ríkti yfir Rússlandi frá 1682 til dauðadags 1725 og gerði það að evrópsku stórveldi. Hann gerði Pétursborg að höfuðborg Rússlands og því hlut- verki gegndi hún þar til í októberbyltingunni 1917. En þegar hinn kommúníski byltingarsinni Lenín, sem var fyrsti leiðtogi Sovétríkjanna, var nýlátinn (21. janúar 1924) þótti tilhlýðilegt að heiðra hann með því að nefna þessa stórborg eftir honum enda hafði hann búið þar frá árinu 1893. Sankti Pétursborg stendur á Kirjálaeiðinu við ósa árinnar Nevu þar sem hún rennur út í Kirjála- botn í Norðvestur-Rússlandi. Héraðið umhverfis borgina heitir enn Leningrad Oblast. ÞETTA GERÐIST: 24. JANÚAR 1924 St. Pétursborg nefnd Leníngrad WINSTON CHURCHILL, FORSÆTIS- RÁÐHERRA BRETLANDS LÉST ÞENN- AN DAG ÁRIÐ 1965 „Ég er hrifinn af svínum. Hundar líta upp til okkar. Kettir líta niður á okkur. En svín koma fram við okkur eins og jafningja.“ Winston Churchill var forsætis- ráðherra Bretlands á tímum síð- ari heimsstyrjaldarinnar. Hann var líka þekktur rithöfundur og hlaut bókmenntaverðlaun Nób- els árið 1953. AFMÆLI RÓBERT MELAX, STOFNANDI LYFJU, ER FJÖRUTÍU OG NÍU ÁRA Í DAG. HRÓLFUR JÓNSSON, FV. SLÖKKVILIÐS- STJÓRI, ER FIMMTÍU OG FJÖGURRA ÁRA Í DAG. VALDIMAR LEIFSSON KVIKMYNDA- GERÐAR- MAÐUR ER FIMMTÍU OG SEX ÁRA Í DAG. GÍSLI ALFREÐSSON, FV. ÞJÓÐLEIK- HÚSSTJÓRI, ER SJÖTÍU OG SEX ÁRA Í DAG. „Þetta er nú bara eins og hver annar dagur,“ segir Hilmir Snær Guðnason leikari, sem stendur á fertugu í dag. „Ætli ég fari ekki bara á hestbak? Ég ætla að minnsta kosti að sleppa því að halda veislu enda er hálfgerð kreppa hjá mér,“ segir hann og kveðst ekki mikið afmælisbarn í sér. Viðurkenn- ir þó að hafa kunnað að meta afmælið þegar hann var barn. „Það voru hald- in pulsupartí í gamla daga, ekki vant- aði það,“ rifjar hann upp. „Fertugur fullþroskaður“ stend- ur í gamalli vísu. Telur hann þá full- yrðingu eiga við sig? „Verður maður nokkurn tíma fullþroskaður?“ spyr hann á móti. Segir aldurinn fara vel í sig en hefur orð á óréttlætinu í að hér á landi sé talað um fimmtugsaldurinn um leið og skriðið er yfir fertugt. „Það er miklu betra að segja liðlega fertug- ur,“ bendir hann á hlæjandi. Hilmir Snær er uppalinn í Reykja- vík. Eiginlega úti um allan bæ að eigin sögn. „Foreldrar mínir, Guðni Kolbeinsson og Lilja Bergsteinsdóttir, voru talsvert að flytja á sínum yngri árum,“ útskýrir hann. „Mest vorum við samt í Vesturbænum og miðbænum og enn er ég að alast upp í miðbænum!“ segir hann glaðlega. Hilmir Snær hefur lengi verið einn af vinsælustu leikurum landsins bæði á sviði og hvíta tjaldinu. Síðustu mán- uði hefur hann þó látið lítið fyrir sér fara. „Ég tók mér frí frá leiklistinni og hef ekki stigið á svið í átta mán- uði,“ segir hann og kveðst meðal ann- ars hafa skroppið á sjóinn í haust en skolað á land þegar reyndari menn buðust. Fannst honum ekki skrít- ið að standa utan sviðsins? „Jú, allt í einu átti maður eitthvert líf á kvöld- in,“ segir Hilmir Snær sem er kominn í Þjóðleikhúsið aftur því hann leikur í Fridu sem frumsýnd verður í apríl. En skyldi hann fara í leikhús til að lyfta sér upp? „Nei, ég hef hvílt mig alveg á því líka en verð að fara að kíkja á það sem hinir eru að gera og læra bæði af þeim ungu og hinum sem eldri eru. Nú getur maður farið að segja „læra af unga fólkinu“ þegar maður er orðinn mið- aldra leikari!“ gun@frettabladid.is HILMIR SNÆR GUÐNASON LEIKARI: ER FERTUGUR Í DAG Það voru haldin pulsupartí í gamla daga, ekki vantaði það MEÐ SÍNUM FERFÆTTU VINUM „Ég á góða hesta enda þýðir ekkert annað þegar maður er í hestamennsku á annað borð,“ segir Hilmir Snær, sem ætlar að halda upp á afmælið með útreiðartúr. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 90 ára afmæli Margfaldar þakkir til fjölskyldu, vina og sveitunga sem glöddu mig með símtölum og skeytasendingum á 90 ára afmæli mínu 31. desember sl. svo og þeim mörgu sem mættu í afmælisfagnað hjá mér 10. janúar í Árbliki. Einnig hjartans þakkir til kvenfélagsins „Fjóla“ sem sá um veitingar þar. Óska ég ykkur öllum alls hins besta á komandi tið. Lifi ð heil. Hjörtur Einarsson frá Neðri-Hundadal, Dalasýslu. Hugheilar þakkir færum við öllum þeim sem heiðrað hafa minningu ástkærrar móður okkar, dóttur, systur og stjúpmóður, Margrétar Oddsdóttur sem lést á heimili sínu, Birkigrund 39, Kópavogi, 9. janúar sl. Þökkum innilega hlýhug og samúðarkveðj- ur við andlát hennar og útför. Sérstakar þakkir til starfsfólks LSH við Hringbraut. Oddur Björn Jónsson Sigurður Árni Jónsson Oddur Pétursson Magdalena M. Sigurðardóttir Elías Oddsson Ingibjörg Svavarsdóttir Ólöf Björk Oddsdóttir Valdimar J. Halldórsson Haukur Oddsson Margrét Gunnarsdóttir Jóhanna Oddsdóttir Jón Ólafur Sigurðsson Pétur Oddsson Sigurlín G. Pétursdóttir Sigurður Oddsson Erla Helga Sveinbjörnsdóttir Sigríður Jónsdóttir Hallsteinn Magnússon Þorgrímur Darri Jónsson. Helgi Hálfdanarson frá Sauðárkróki, Máshólum 19, Reykjavík, lézt þriðjudaginn 20. janúar. Útför verður ekki auglýst. Að ósk hans eru blóm, kransar og umfram allt hvers konar eftirmæli vinsamlega afþökkuð. Vandamenn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar hjartkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, Jóhönnu Ingvarsdóttur Norðfjörð til heimilis að Hrafnistu, áður Kleppsvegi 62, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar H1 Hrafnistu Reykjavík fyrir frábæra umönnun og hlýju. Ingibjörg Skarphéðinsdóttir Ingi S. Guðmundsson Sverrir Skarphéðinsson Hólmfríður Þóhallsdóttir Heiðdís Norðfjörð Gunnar Jóhannsson Jón Halldór Norðfjörð Ólafía Kristín Guðjónsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við fráfall ömmu minnar, móður okkar og tengdamóður, Sigrúnar Sigtryggsdóttur áður að Byggðavegi 84, Akureyri, síðast á Heilbrigðisstofnuninni Hvammstanga. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki öldrunardeildar Heilbrigðisstofnunarinnar Hvammstanga, fyrir einstaka umhyggju og hlýja nánd. Sigrún Einarsdóttir Eggert Pálsson Þórunn Bergþórsdóttir Stefán F. Bergþórsson Anna Sigríður Tebbetts David Tebbetts Hildur Bergþórsdóttir Magnús H. Ólafsson og aðrir aðstandendur. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.