Fréttablaðið - 24.01.2009, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 24.01.2009, Blaðsíða 82
54 24. janúar 2009 LAUGARDAGUR Íslenskir listamenn átu og drukku í boði Fransescu von Habsburg á veit- ingastaðnum Við Tjörnina um svipað leyti og táragassprengjum var varpað á Austurvelli. „Þetta var auðvitað fjarstæðukennt. En það er svo sem fullt af fjarstæðukenndum og súrreal- ískum atburðum að eiga sér stað á Íslandi í dag,“ segir Hrafn Björgvinsson, betur þekktur sem Krummi í Mínus, en hann var meðal gesta bar- ónessunnar. Elítan úr íslensku listalífi át og drakk í boði barónessunnar og Íslandsvinkonunnar, Franses- cu af Habsburg, á miðvikudagskvöld á veitinga- staðnum Við Tjörnina sem er í Templarasundi. Hún sötraði kampavín og vodka á meðan mót- mælendur og lögregla slógust á Austurvelli með þeim afleiðingum að táragassprengjur voru not- aðar til að sundra hópnum. Meðal þeirra sem nutu gestrisni barónessunnar þá um kvöldið voru Jónsi úr Sigur Rós og fjöllistamaðurinn Ragnar Kjartansson en þeir hafa verið áberandi í mótmælunum á Austurvelli að undanförnu. Auk þeirra var listakonan Gabríela Friðriks- dóttir meðal gesta sem og hönnuðurinn Hrafn- hildur Hólmgeirsdóttir. Heimildir Fréttablaðs- ins herma að reikningurinn hafi hljóðað upp á tæp 350 þúsund. „Jú, jú, auðvitað er eitthvað fáránlegt við þetta, drekka í boði barónessu á meðan eldar loga í Reykjavík. Svona getur þetta bara stundum verið. Ísland er undarlegt land um þessar mundir,“ segir Krummi. Krumma til málsvarnar má taka fram að hann hafði staðið vaktina fyrir utan Alþingis- húsið allan miðvikudaginn ásamt unnustu sinni og barið bumbur. Öskrað sig hásan með slag- orðinu „Vanhæf ríkisstjórn“. „Svo var manni bara orðið kalt og þegar hópnum var tvístrað í annað sinn af lögreglunni þá leist okkur ekkert á blikuna. Barónessan er ágætis vinkona mín og ég vissi af þessu boði þarna á veitingastaðn- um. Hún borðar þarna alltaf þegar hún kemur hingað,“ útskýrir Krummi og bætir því við að barónessan hafi flogið hingað sérstaklega til að verða vitni að þeim miklu breytingum sem eiga sér stað á Íslandi um þessar mundir. Útsýnið frá Við Tjörnina er ansi gott og þegar Krummi sá af svölum veitingastaðarins sjúkra- liða bera lögreglumann burt á börum fékk hann mikla ónotatilfinningu. „Ég vissi það þá að hlut- irnir væru að fara úr böndunum,“ segir Krummi og það varð raunin. Táragaslyktin barst inn á staðinn og menn komust í mikið uppnám. En svo róuðust menn eftir nokkurn tíma enda ekki á hverjum degi sem Íslendingar finna táragaslykt inni á fínum veitingastöðum. Krummi segir að listamenn landsins muni áfram standa í fremstu víglínu þessarar byltingar og menn séu í mikl- um ham. „Enda á þetta ástand eflaust eftir að veita mörgum innblástur á næstu misserum.“ freyrgigja@frettabladid.is Andlit leikkonunnar Cate Blanchett mun prýða ný frímerki sem framleidd verða í heimalandi hennar, Ástralíu. „Ég er bæði undrandi og auðmjúk yfir því að ég sé orðin að frímerki. Millj- ónir Ástralíubúa eiga eftir að sleikja mig og ég get ekki beðið eftir því,“ sagði Blanchett. „Þetta sýnir einnig fram á gildi listar- innar í Ástralíu og færir hana í átt til almennrar neyslu. Ef ég er orðin hluti af því þá er ég virki- lega stolt.“ Blanchett er ein þekktasta leikkona Ástralíu. Nýjasta mynd hennar, The Curious Case of Benjamin Button, var nýverið tilnefnd til þrettán Óskarsverð- launa. Blanchett á frímerki CATE BLANCHETT Andlitt leikkonunnar prýðir ný frímerki í heimalandi hennar, Ástralíu. Orðrómur er uppi um að Mickey Rourke hafi verið boðnir 250 þús- und dollarar, eða um 32 milljónir króna fyrir að leika í framhaldi hasarmyndarinnar Iron Man. Þetta þykja ekki miklir peningar þegar milljarðaborgin Hollywood er annars vegar. Svo virðist sem framleiðslufyrirtæki séu farin að draga verulega saman seglin í alþjóðlegu fjármálakreppunni og er tilboðið til Rourkes í góðum takti við það. Rourke hefur átt frábæra endur- komu í kvikmyndaheiminn að und- anförnu. Hann vann Golden Globe- verðlaun fyrir hlutverk sitt í The Wrestler og var einnig tilnefndur til Óskarsins. Þykir hann líkleg- astur til að hreppa styttuna eftir- sóttu ásamt Sean Penn fyrir hlut- verk sitt í Milk. Smáaurar fyrir Iron Man MICKEY ROURKE Rourke í hlutverki útbrunnins fjölbragðaglímukappa í myndinni The Wrestler. Alex James, bassaleikari Blur, missti af tækifæri til að fá hljóm- sveitina Coldplay til að semja við útgáfufyrirtæki sitt. James fór ásamt öðrum stjórn- endum fyrirtækisins á tónleika með Coldplay áður en hún varð fræg en ákvað að semja ekki við sveitina vegna þess að þeim fannst hún of „venjuleg“. „Okkur fannst þeir vera venju- legir og höfðum ekki áhuga á að semja við þá. Ég held að allir hafi verið á sömu skoðun og við nema Parlophone. Þetta er það sama og gerðist með Bítlana og Blur,“ sagði James. Hann segist ekkert sjá eftir því að hafa ekki samið við Coldplay þrátt fyrir að sveit- in sé ein vin- sælasta hljóm- sveit heims og hafi selt millj- ónir platna. „Mér finnst Coldplay enn þá frekar venju- leg hljómsveit þótt söngvarinn sé reyndar góður. Það er frekar erfitt að búa til eftir- minnilegt þriggja og hálfrar mín- útu popplag.“ Blur er að und- irbúa nýja plötu eftir margra ára hlé og orðrómur er uppi um að hún spili á Glastonbury- hátíðinni í sumar. Hafnaði Coldplay MISSTI AF FEITUM BITA Alex James hafði ekki áhuga á að semja við Coldplay. CHRIS MARTIN Alex James fannst Coldplay of „venjuleg“ hljóm- sveit þegar hún var að hefja feril sinn. Elítan drakk kampavín í boði barónessu ELÍTA Í BOÐI BARÓNESSU Fransesca von Habsburg bauð listaelít- unni að borða með sér á veitingastaðn- um Við Tjörnina. Þeirra á meðal voru Krummi úr Mínus, Ragnar Kjartansson, Gabríela Friðriksdóttir og Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir. Á meðan hún gæddi sér á vodka og kampavíni slógust óeirðaseggir og lögregla af slíkri hörku að yfirvöld neyddust til að beita táragassprengjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.