Fréttablaðið - 24.01.2009, Side 64

Fréttablaðið - 24.01.2009, Side 64
36 24. janúar 2009 LAUGARDAGUR Taktu lýsi og borðaðu fisk. Sólarljós er uppspretta hins bráðnauðsynlega D-vítamíns en þar sem það er af skornum skammti á þessum árstíma er um að gera að taka inn hið meinholla og D- vítamínríka lýsi og borða nóg af fiski. Fiskur er líka svo holl- ur, ríkur af omega-3 fitusýrum sem sýnt hefur verið fram á að lækka blóðþrýsting. Jákvæð áhrif fiskneyslu eru enn fremur minni líkur á hjartaáfalli, þunglyndi og andlegri hrörnun með hækkandi aldri. Stundaðu vetraríþróttir. Fyrir þá sem ekki hafa áhuga á að skíða niður brekkur eru margir aðrir möguleikar í boði þegar kemur að vetraríþróttum. Gönguskíði eru til dæmis frábær íþrótt sem að mörgu leyti er auð- veldara að stunda en svigskíði því ekki þarf að reiða sig á skíðasvæði, sérstaklega ekki ef utanbrautarskíði eru notuð. Skautar eru svo sígild skemmtun, ísklifur er spennandi fyrir þá ævintýragjörnu og langar gönguferðir bæta hressa og kæta. Íslensku ferðafélögin, Ferðafélag Íslands, Útivist, Íslenskir fjallaleið- sögumenn og Alpaklúbburinn standa öll fyrir skipulögðum ferðum og námskeiðum sem geta hjálpað til við að opna heim sem gerir veturinn að eftirsóknarverðri árstíð. MasterCard Mundu ferðaávísunina! Alicante Farðu út að ganga. Tíu mínútna göngutúr á hverjum degi hefur jákvæð áhrif á líkama og sál. Líkamsrækt á ekki að vera uppspretta kvíða og samviskubits eins og margir þekkja sem eiga ónotað líkamsræktarkort í fórum sínum. Röskur göngutúr í tíu mínútur krefst ekki ferðalags í ræktina, upp- hafs- og lokapunktur getur til dæmis verið vinnustaðurinn þinn enda tilvalið að brjóta upp daginn með smá útiveru í dagsbirtunni. Sofðu í að minnsta kosti sjö tíma. Það er hægt að svindla á svefnin- um á sumrin þegar birtan veitir manni kraft til vökunátta. Á veturna er það bara heimskulegt. Því er ágætis ráð að klæða sig alltaf í náttfötin klukkan tíu og vera farinn að sofa klukkan ellefu. Þá er jafnvel hægt að ná átta tíma svefni sem er dásamlegt að vetrarlagi. Láttu þér líða vel Kuldahroll setur að hraustasta fólki þegar janúarstormar belja. Og þó að sé tekið að birta er dagurinn enn í styttra lagi. En ekki dugir að draga sængina yfir höfuð, það eru ótal ráð til þess fallin að auka kraft og þrek á útmánuðum. Sigríður Björg Tómasdóttir tók saman heilsubætandi ráð. Skoðaðu myndir af vinum og fjölskyldu. Allt milli himins og jarðar hefur verið rannsakað og meðal annars jákvæð áhrif þess að sitja og skoða myndir af þeim sem þér þykir vænt um. Dragðu fram gömlu myndaalbúmin með fyndnum partímyndum eða skoðaðu albúmin í tölvunni, það er hressandi að rifja upp skemmtilegar stundir og staðfesta að maður hefur jafnvel fríkkað með árunum. Skrifaðu niður hugmyndir og hugleiðingar þínar. Á hverjum degi dettur okkur eitthvað sniðugt í hug en flestu gleymum við um leið. Ef minnisbók er ávallt við höndina, hvort sem er gam- aldags eða stafræn þá er hægt að skrifa hugmyndirn- ar niður strax og dást svo að eigin hugmyndaflugi síðar meir. Líkurnar aukast því einnig á því að þær komist til framkvæmda ef þær eru til á blaði. Minnkaðu stressandi og tíma- frekar keyrslur með fjölskyldu- meðlimi bæjarenda á milli. Reyndu að finna afþreyingu í hverfinu sem börnin geta sjálf komið sér í, stúderaðu strætó- leiðir og kenndu þeim eldri að taka strætó í tónlistartímann eða hvað svo sem það er sem að börnin þín vilja stunda utan skóla. Ef skutl er óhjákvæmilegt athugaðu hvort aðrir foreldrar eru í svipaðri stöðu, þá er hægt að skiptast á með tilheyrandi tíma- og bensínsparnaði. Góð vika fyrir … …formann. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var himinlifandi með að Höskuldur Þórhallsson væri orðinn formaður Framsóknarflokks- ins. Enn meira him- inlifandi varð hann vitanlega nokkr- um mínútum síðar þegar hann sjálfur var orðinn formað- ur Framsóknarflokks- ins. Sigmundur, sem vakti fyrst athygli sem fréttamaður á RÚV, og síðan sem skorinortur álitsgjafi um skipulagsmál, þykir efnilegur og sumir ganga jafnvel svo langt að líkja honum við Obama. Hin ævagamla Framsókn nýtur góðs af skiptunum, rauk í það minnsta upp í fyrstu skoðanakönnun eftir formannsskiptin, fór í rúm 17 pró- sent úr fimm prósentum. …stjórnmálafræðinga. Fyrir nokkrum vikum áttu hagfræðingar sviðið en nú er komið að stjórnmála- fræðingum. Stjórnmálafræð- ingar eins og Gunnar Helgi Kristinsson hafa haft nóg að gera í vikunni við að kryfja málin í fjölmiðlum. Hrottaleg óróleikatíð eins og nú geisar er sem sé gósentíð stjórn- málafræðinga. …súlukóng. Geiri í Goldfinger hefur verið hreinsaður bæði and- lega og líkamlega, og er hreinlega sem nýr maður eftir detox-með- ferðina í Póllandi. Eins og Fréttablaðið greindi frá fór merkilegt manna- val með Jónínu Ben í meðferðina, auk Geira meðal annars þau Hera Björk, Friðrik Ómar, Árni John- sen og Gunnar í Krossinum. Sam- tals fuku 140 kíló af Íslendingun- um, þar af heil tíu af Geira. Slæm vika fyrir … …talningamann. Ein af ráðgátum Íslands- sögunnar hlýtur að vera sú hvernig Haukur Ingibergs- son, formaður kjör- nefndar hjá Fram- sóknarflokknum, gat klikkað svo herfilega í að telja tæplega 800 atkvæði að hann lýsti vitlausan mann sigurvegara kosninganna. Þetta hljóta að telj- ast fáránlegustu mistök vikunnar, ef ekki ársins. Kannski eins gott að Framsóknarflokkurinn komi sem minnst nálægt milljarðasúp- um íslensku bankanna fyrst hann ræður ekki við annað eins smotterí og þetta. …fjölmiðlahjón. Sigmundur Ernir og Elín Sveinsdóttir voru rekin af Stöð 2 eftir hálfrar aldar sameigin- leg störf. Þar að auki fuku þrír fréttamenn af Kompási. Fólk- ið mun vera fórnarlömb „fituniðurskurðar“ á Stöð 2. Sigmundur er að sögn guðsfeginn að vera laus úr „krumlu auðjöfra“. Ef hann hefði vitað um þessi starfslok fyrirfram hefði hann örugglega ekki verið svona fúll yfir brunnu sjónvarpsköplunum í Krydd- síldinni. …varaformann. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformað- ur Samfylkingarinn- ar, var sveittur og titrandi þegar hann sagðist vilja kosn- ingar í vor. Þar fór ungi maðurinn full geyst fram á móti Fídel Ingibjörgu, sem er að sögn ekki par hrifin af framhleypninni, enda er hún, og aðeins hún, bæði flokkurinn og þjóðin. Aðsend grein Óskars Magn- ússonar í Mogganum var óvenju hart diss: „Það er í raun ágætt að þetta ómerkilega innræti (Ágústs) komi svo fljótt fram“, skrifaði hann Ingibjörgu til varnar. - drg GÓÐ VIKA / SLÆM VIKA Slökktu á sjónvarp- inu. Ef fjölskyldan ákveður að minnka glápið um tvo tíma á degi hverjum eru komnir fjórtán tímar í vikunni sem hægt er að nota í eitthvað uppibyggilegt. Planaðu ferðalög, Tilbreyting er nauð- synleg og þó að ferðir til útlanda verði kannski síður á dagskránni hjá fólki í ár en undanfarin ár þá er af nógu að taka í ferðamöguleikunum innanlands. Helgarferð í sumarbústað brýtur upp gráan vetrarhversdagsleikann. Öll stétt- arfélög eiga bústaði og margir þeirra eru í útleigu á veturna, hægt er að skoða möguleikana á heimasíðum félaganna. Farðu á listviðburði. Listin göfgar andann og góð listupplifun er heilsubætandi. Á veturna blómstrar menningarlífið, það eru tónleikar með tónlist af öllu tagi, leikhúsin sýna hvert verkið á fætur öðru, gæðakvikmyndir eru til sýnis í kvikmyndahúsum og listsýningar fjölmargar. Komdu sjálfum þér á óvart og farðu á öðruvísi listviðburð en vanalega, þú gætir átt meiriháttar upplifun í vændum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.