Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.01.2009, Qupperneq 94

Fréttablaðið - 24.01.2009, Qupperneq 94
66 24. janúar 2009 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. málhelti, 6. í röð, 8. líða vel, 9. því næst, 11. númer, 12. stafir, 14. gim- steinn, 16. tónlistarmaður, 17. sjáðu, 18. stansa, 20. 999, 21. glufa. LÓÐRÉTT 1. gáski, 3. í röð, 4. annir, 5. blóð- hlaup, 7. þurrkuð plóma, 10. munda, 13. þakbrún, 15. brennt vín, 16. náinn, 19. tvíhljóði. LAUSN LÁRÉTT: 2. stam, 6. rs, 8. una, 9. svo, 11. nr, 12. letur, 14. safír, 16. kk, 17. sko, 18. æja, 20. im, 21. rauf. LÓÐRÉTT: 1. ærsl, 3. tu, 4. annríki, 5. mar, 7. sveskja, 10. ota, 13. ufs, 15. romm, 16. kær, 19. au. Árni Rúnar Hlöðversson Aldur: 26 ára. Starf: Tónlistarmaður. Stjörnumerki: Vatnsberinn. Búseta: 101 Reykjavík. Fjölskylda: Býr með unnustu sinni, Lóu Hjálmtýsdóttur, söngkonu FM Belfast. Árni plúseinn í hljómsveitinni FM Belfast varð fyrir lögreglubíl þegar hann stóð í friðsömum mótmælum á miðvikudaginn. Auk þess lamdi lögreglan hann í bakið. „Við veltum því auðvitað fyrir okkur hvort þetta væri heppi- leg hátíð fyrir Íslendinga. En við getum ekki látið smá milliríkja- deilu stöðva okkur,“ segir Einar Skúlason, formaður Edinborg- arfélagsins, en félagið stendur fyrir 31. Burns Supper-hátíðinni í Kiwanis-húsinu við Engjateig í kvöld. Burns Supper er hálfgerður þjóðhátíðardagur Skota en þá minnast þeir og vinir þjóðarinn- ar fæðingardags þjóðarskálds- ins, Roberts Burns og halda á lofti skoskri menningu. Ástæð- an fyrir því að menn voru tvístíg- andi með hátíðina var einfaldlega sú að Gordon Brown, forsætis- ráðherra Breta, er Skoti og til að bæta gráu ofan á svart þá er kjör- dæmi Alistairs Darling fjármála- ráðherra í Edinborg. Menn hafi þó ákveðið að líta fram hjá því. En þá var komið að öðru vandamáli. Lágt gengi krónunnar gerði það að verkum að kostnaður við að flytja inn hið skoska haggis var gríðarleg- ur. „Við leituðum til kjötvinnslu- manna og skoðuðum hvort þeir gætu gert haggis eftir uppskrift en þeir treystu sér ekki til þess,“ útskýrir Einar og varla var hægt að bjóða upp á íslenska lifrarpylsu enda haggisið bragðmeira. Þannig að fimmtíu kíló af ekta skosku haggis voru flutt inn sérstaklega fyrir kvöldið. Einar segist vera mikill aðdáandi haggis, það sé bragðmeira en íslenska lifrapyls- an enda unnið á allt annan hátt. „Innyflin eru soðin áður en þau eru sett í keppina og kryddjurtum bætt við,“ bætir Einar við. Hann segir jafnframt að áhugasamir skuli vera tímanlega því síðast þurfti að vísa fólki frá. Hátíðin hefst stundvíslega klukkan sjö. - fgg Flytja inn 50 kíló af haggis EINAR SKÚLASON Um tíma stóð tæpt að hægt væri að bjóða upp á skoskt haggis á hátíð Edinborgarfélagsins en það hafðist fyrir rest. Kári Sturluson tónleikahaldari vakti athygli á dögunum fyrir að biðjast opinberlega afsökunar á að hafa kosið Samfylkinguna. Kannski ekki síst fyrir þá skuld að systir hans er Oddný, borgarfulltrúi flokksins. Kári er sjálfum sér samkvæmur en strax í kjölfar tíðinda- mikils blaðamanna- fundar Geirs H. Haarde í gær þar sem hann boðaði kosningar 9. maí skrifaði Kári á Facebook-síðu sína: „hjúkkit. Eurovision er 16. maí.“ Kvikmyndagerðarmaðurinn Ólafur Jóhannesson situr ekki með hend- ur í skauti frekar en fyrri daginn. Hann er með fjögur ný verkefni í vinnslu um þessar mundir, á milli þess sem hann planleggur frumsýn- ingu á Stóra planinu á kvikmynda- hátíðinni í Rotterdam nú um helgina. Þess utan hefur hann gengið frá sjónvarpsþáttaröð upp úr Stóra planinu. Um er að ræða fimm hálftíma þætti sem ráðgert er að sýndir verði í íslensku sjónvarpi á þessu ári. Viðtal Sigmars Guðmundssonar við bljúgan Bjarna Ármannsson í Kastljósi er mörgum enn í fersku minni. Mikið hefur verið skrafað um viðtalið á kaffistofum og bloggsíðum landsmanna og sitt sýnist hverjum. Flestir geta þó verið sammála um að Bjarni kom vel fyrir og talaði af mikilli yfirvegun. Þær sögur berast nú ofan úr Borgarleikhúsi að Bjarni hafi fengið leiðsögn fyrir viðtalið; að Glitnisforstjórinn fyrr- verandi hafi leigt sér bæði leikara og leikstjóra til að skóla sig í réttri framkomu. Ekki fylgir sögunni hvaða leikhúsmenn voru þessa heiðurs aðnjótandi. -jbg, hdm FRÉTTIR AF FÓLKI „Þetta mál er fyrsta sinnar teg- undar á Íslandi. Prófmál og engin furða að þessir menn séu að míga á sig. Hætt að sýna Kompás og allt enda þeir búnir að kúka upp á bak þessir pappakassar,“ segir Benjamín Þór Þorgrímsson – betur þekktur sem Benni Ólsari. Lögmaður Benna, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hefur lagt fram stefnu og krefst tíu milljóna króna, greiðslu málskostnaðar og vaxta vegna Kompásþáttar sem sýnd- ur var í mars árið 2008. Stefn- an er stíluð á Kristin Hrafnsson, Jóhannes Kr. Kristjánsson og Ara Edwald, forstjóra 365. Lögmaður 365, Einar Þór Sverrisson, vinnur nú að greinargerð þar sem stefn- unni verður svarað áður en hún er lögð fram. Stefna Benna er upp á tíu síður og er fjallað ítarlega um það þegar fréttaþátturinn Komp- ás tók upp með földum myndavél- um viðskipti Benna og Ragnars Magnússonar sem enduðu með því að Benni gekk í skrokk á Ragnari. Þátturinn fjallaði um handrukkun og bar yfirskriftina „Hnefaréttur“. Í kærunni er farið nokkrum orðum um fjölmiðlavald, sagt að 365 hafi beitt öllu sínu fjölmiðlaafli til að auglýsa þáttinn sem hafi verið brot á frið- helgi Benna. „Þessari fjárkröfu er mjög í hóf stillt,“ segir Vilhjálm- ur en í stefnunni segir meðal annars að stefn- andi eigi ekki að þurfa að þola að vera „tekinn af lífi án dóms og laga í fjölmiðl- um stefndu.“ Mál þetta kemur upp á sérkennileg- um tíma því í gær [fimmtu- d a g ] v a r þeim Kristni og Jóhannesi sagt upp störfum og Kompásþátturinn sleginn af. Benni grætur Kompás ekki og vandar umsjónarmönnum reynd- ar ekki kveðjurnar. „Þeir skutu sig í fótinn með að vera með glæpa- mann sem píslarvott. Af hverju notuðu þeir ekki Palla saklausa úr Grafarvoginum frekar en stilla glæpamanni dauðans upp gegn mér? Ég veit ekki hvað þeir þykjast vera þessir karlar, vitn- andi í 60 minutes og þykjast vera einhverjir voðalegir rann- sóknarblaðamenn – þessir snillingar,“ segir Benni. Hann telur aðspurður stefnu sína reynd- ar ekki tengjast því að þátturinn hafi verið sleg- inn af. „Ég náttúru- lega fagna því að Benjamí n hafi fundið leið siðmenntaðra réttarúrræða telji hann á sér brotið. Og leggi nú fróma hönd á lögbók fremur en að kreppa hnefann,“ segir Kristinn Hrafnsson. Hann segir stefnu Vilhjálms ótrúlegt skemmtiefni og broslega lesningu: „Að Benni krefjist frið- helgi einkalífs til að geta lúskrað á manni á Hafnarvoginni í Hafn- arfirði fyrir allra augum. Menn mæta þessu náttúrulega með yfir- vegun í réttarsal en óneitanlega sætir það furðu að maðurinn sem telur alla anga hins „illa“ veldis 365 hafa tekið sig af lífi og skuli svo glaðbeittur ætla að spranga inn á gólf hjá skemmtikröftum stöðvarinnar til að lyfta sér á stall sem hinn geðþekki handrukkari sem hann hefur viðurkennt að vera í samtölum við mig,“ segir Krist- inn. En til stóð að Auddi og Sveppi væru með Benna sem sinn fyrsta gest í nýjum frétta- og skemmti- þætti sínum en flautuðu það af á síðustu stundu. jakob@frettabladid.is VILHJÁLMUR H. VILHJÁLMSSON: FJÁRKRÖFU MJÖG Í HÓF STILLT Benni Ólsari vill tíu milljónir BENNI ÓLSARI Hann grætur Kompás ekki og vandar umsjónarmönnum ekki kveðj- urnar en hann vill tíu milljónir í skaðabætur vegna þáttar um handrukkun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KOMPÁS Kristinn Hrafnsson segir stefnuna broslega lesningu en fagnar því að Benni leggi nú fróma hönd á lögbók fremur en að kreppa hnefann. w w w .t h is .i s /k ro s s g a tu r w w w .t h is .i s /k ro s s g a tu r 250 ÓKEYPIS KROSSGÁTUR NÝ GÁTA Í HVERRI VIKU „Ég tók smá kast á netinu. Á til að vera gífuryrtur. Var svo hand- tekinn og yfirheyrður því ég þótti ógn við ráðamenn,“ segir Þorri Jóhannsson, skáld með meiru. Í gærmorgun bönkuðu tveir lögregluþjónar upp á hjá Þorra og höfðu hann með sér til yfir- heyrslu. Tilefnið var tölvupóst- ur sem Þorri hafði reynt að birta á athugasemdakerfi á bloggsíðu Friðriks Þórs Guðmundsson- ar – lillo.blog.is, en þegar það ekki tókst sendi hann skrif sín í tölvupósti. Friðriki var brugðið og gerði Stefáni Eiríkssyni lög- reglustjóra viðvart. „Ég leit svo á að þarna væru hótanir í garð einstaklinga og stofnana í sam- félaginu auk þess sem ég taldi skrifin beinast gegn mér,“ segir Friðrik sem fól Stefáni að meta hvort ástæða væri til að aðhaf- ast í málinu. Skrifin eru ógnandi en Friðrik birtir þau á síðu sinni: „StóriðjuÖssur fær ekki að lifa til vors …“ og svo framvegis. Forvitn- um er bent á síðu Friðriks. Þorri segir þetta upplifun og dregur ekki úr því að hafa verið heitt í hamsi enda umbrotatímar. Hann segist hafa lesið síðu Frið- riks, „þessa grunnhyggna snáps úr Samfylkingunni sem taldi allt batna með að ríkisstjórnin færi. Alltaf verið að blása upp að steinum sé hent í lögguna eins og ekki sé neinn aðdragandi,“ segir anarkistinn Þorri. Sem var lát- inn dúsa í klefa í tvo tíma án þess að fá að fara á salerni né fá vott eða þurrt. „Svo ræddi ég við lög- regluna, sagði þetta spámannleg- an texta og vísaði í söguna þar sem byltingin getur orðið blóðug. Þetta er þroskaferli í sögu þjóð- arinnar eftir siðleysi og efnis- hyggju.“ Þorri rambar á milli þess að vera upp með sér, segist aldrei hafa áður fengið slík viðbrögð við skrifum sínum og að vera tættur eftir yfirheyrsluna þaðan sem honum var sleppt við svo búið. Og óljóst á þessari stundu hvar málið endar. - jbg Yfirheyrður af lögreglu vegna tölvupósts ÞORRI JÓHANNSSON Eftir því sem næst verður komist er hann fyrstur til að vera handtekinn og yfirheyrður vegna netskrifa.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.