Fréttablaðið - 24.01.2009, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 24.01.2009, Blaðsíða 26
26 24. janúar 2009 LAUGARDAGUR R únar Gunnars- son syngur „það er svo undarlegt með unga menn“ þegar blaðamað- ur gengur inn á kaffihúsið sem er í gömlu húsi á horni Klapparstígs og Laugavegar, þar sem áður var kaffi Hljómalind. „Má bjóða þér vöfflu?“ spyr Valdimar. Sigrún, kona hans, er að borða vöfflu og mælir með þeim, fyrirheit um holl- ara mataræði verða að engu, auð- vitað er ekki hægt að segja nei við vöfflum með rjóma. Andrúmsloftið á kaffihúsinu er heimilislegt, húsgögnin eru sam- tíningur, keypt í Góða hirðin- um og flest til sölu. Hér og hvar má líka sjá hluti sem eru til sölu. „Við fáum alls konar hugmyndir, sjáðu til dæmis, þetta er dós til að halda bjórflöskum köldum,“ segja þau og benda mér á nokk- urs konar krukku úr frauðplasti með Íslandsmynd á. „Passar utan um bjórflöskur, útlendingar hafa keypt þetta aðallega,“ segja þau en einungis nokkur stykki eru eftir af 200 stykkja upplagi sem var pantað upp á grín. Laglegasta hjól hangir einnig uppi við, smíð- að í Kína eftir óskum Valdimars og samstarfsfélaga sem þurfti að panta 100 eintök til að pöntun hans yrði afgreidd. „Hann spurði mig hvort hann ætti að slá til og ég sagði já,“ segir Sigrún og hlær. „Ég fékk bara yfirdrátt fyrir pönt- uninni, sem hefur reyndar borgað sig upp núna,“ segir Valdimar. Saman á fæðingardeildinni Sigrún og Valdimar hafa verið saman í átta ár. Mæður þeirra lágu reyndar saman á fæðingardeildinni, einungis þrír dagar skilja á milli hjónanna, Valdimar er fæddur 7. maí 1980 og Sigrún þremur dögum síðar. „Ég sá honum síðan bregða fyrir í MH,“ segir Sigrún. „Ég hef aldrei verið neitt rosalega fyrir að sitja á skólabekk,“ segir Valdimar. „Ég var með svona 60% raunmæt- ingu í grunnskóla, ég var svo mikið í félagslífinu.“ Frá sextán ára aldri hefur hann unnið við smíðar með reglulegum hléum. „Ég hef hætt til þess að fara í skóla og ferðast og svo hætti ég að vinna síðasta vor til að setja þetta kaffihús í gang.“ Sigrún lauk námi í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands en verk- efni sem hún vann þar nýttist einmitt til undirbúnings verslun- arinnar Lykkjufall sem hefur sér- hæft sig í fatnaði fyrir mæður með barn á brjósti. „Hugmyndin kvikn- aði samt fyrr, rétt eftir tvítugt var ein vinkona mín með nýfætt barn og fílaði alls ekki að gefa brjóst í venjulegum peysum sem annað- hvort þarf að lyfta upp eða teygja til. Þegar ég var í skólanum sótti ég um styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna til þess að gera könn- un á heilsugæslustöðvum í Reykja- vík hjá barnshafandi konum og konum með barn á brjósti og sá að áhuginn var mikill.“ Heimsreisa með praktísku ívafi Sigrún prófaði sig strax áfram með hönnun á flíkum sem eru flottar, klæðilegar og smart en henta vel til brjóstagjafa. „Ég saumaði nokkrar gerðir og sýndi á sýningunni Hönnun og heim- ili og þeim var vel tekið. Mark- miðið var að hanna flottar flíkur, sem hægt væri að vera í eftir að brjóstagjafatímabilinu lýkur, það er svo stutt þannig séð.“ En áður en hugmyndin var tekin lengra ákváðu þau hjónin að skella sér í eitt stykki heimsreisu, með örlít- ið praktísku ívafi. „Við skoðuðum ótal verksmiðjur, hvert sem við fórum þá leituðum við uppi verk- smiðjur. Stundum var okkur mein- aður aðgangur, því við vorum ekki klædd eins og bissnessfólk, bara eins og bakpokaferðalangar,“ segja þau hlæjandi og rifja upp kostu- lega ferð í fataverksmiðju á Fiji- eyjum þar sem gaf að líta jakka- föt í tugþúsundatali. Og svo góðan fund með forsvarsmönnum fata- verksmiðju í Sjanghæ. „Við brut- um öll viðskiptalögmál í Kína, þau hlógu eiginlega að okkur allan tím- ann.“ Sá fundur reyndist annars árangursríkur en verksmiðjan hefur séð um framleiðslu á fötum Sigrúnar síðan hún opnaði verslun- ina, haustið 2006. Eftir að hafa gert víðreist um Asíu, Ástralíu og Suður-Amer- íku uppgötvaðist það í Brasilíu að laumufarþegi var kominn í hópinn, Sigrún var barnshafandi. Ferðin var því stytt og eftir stutt stopp í Bandaríkjunum lá leiðin aftur til Reykjavíkur og þá var allt sett á fullt til að opna búðina. „Við opn- uðum nokkrum dögum áður en Hedí Sólbjört, dóttir okkar, kom í heiminn. Pöntunin frá Kína náði líka rétt að skila sér í hús áður en verslunin var opnuð.“ Brjóstagjafaflíkur hitta í mark Viðtökurnar voru góðar og segist Sigrún hafa komið sér upp fasta- kúnnum. En hana langaði að flytja búðina á Laugaveginn og síðasta sumar fannst hentugt húsnæði. „Ég fékk það afhent í september og við opnuðum í október, þegar kreppan var byrjuð,“ segir Sigrún en þau Valdimar eru ekkert að láta kreppuna stoppa sig í að gera það sem þau langar. „Það er kannski bara ágætt að byrja þegar allt er á botninum, þá er bara hægt að fara upp, við höfum líka það mottó að hafa alla umgjörð mjög einfalda og ódýra,“ segir Valdimar. „Við klikk- uðum alveg á flatskjánum í góðær- inu,“ segir Sigrún. „Já, við höfum lítið eytt í dýra hluti, meira bara í svona vitleysu eins og ferðalög,“ bætir Valdimar við. Umbúnaðurinn í kringum verk- efnin þeirra er líka fjarri því að vera flókinn. „Hér geri ég bókhaldið, ég var með skrifstofu uppi en ég sat bara aldrei þar,“ segir Valdimar og á við hornið þar sem við sitjum. „Ég er með aðstöðu í búðinni,“ segir Sig- rún en þess má geta að þau hjón- in tóku sig til og sögðu upp net- áskriftinni heima hjá sér til þess að kvöldin færu ekki alveg í setur við tölvuna. Kaffihúsið reka þau Sigrún í félagi við vinahjón sín, Hermann Fannar Valgarðsson og Söru Ósk- arsdóttur. „Síðasta vor var húsið autt og búið að rífa allt innan úr því enda átti að rífa það eða gera upp, þær framkvæmdir voru sett- ar í bið og eigandinn var til í að láta það aftur undir kaffihúsa- starfsemi,“ segir Valdimar sem sagði upp vinnunni sinni og fór að innrétta kaffihúsið. „Það voru svo aðallega útlendingar sem sóttu það síðasta sumar og haust en svo var eins og Íslendingar uppgötvuðu það í nóvember og nú sækja þeir það mikið.“ Ferðaþjónusta fyrir auralitla bak- pokaferðalanga Auk kaffihússins vinna félagarn- ir Valdimar og Hermann að því að koma gistiheimili á laggirnar fyrir bakpokaferðalanga, þar sem ódýrt er að gista en gaman að vera. „Þessi hugmynd varð eiginlega til í heimsreisunni, okkur langaði til að setja á laggirnar ferðaþjónustu fyrir ferðamenn sem eru á lág- marks „budget“, svoleiðis hefur verið í lágmarki hér á landi. Við gistum reyndar líka á svona gisti- heimilum í Ástralíu til dæmis.“ Ýmislegt fleira er á döfinni. „Okkur langar til að opna sauma- stofu þannig að það þurfi ekki að senda flíkurnar fram og til baka til Sjanghæ,“ segir Sigrún. „Ég væri líka mikið til í að geta fram- leitt þær alveg hér á landi.“ Hún hefur fært út kvíarnar und- anfarið, selur vörur sínar í Dan- mörku, Svíþjóð og Noregi auk Íslands. Úrvalið í búðinni er líka orðið meira, þar fást nú barnaföt hönnuð af henni og peysur sem eru ekki hannaðar með brjósta- gjöf í huga. Þar fyrir utan er ýmis- legt annað sniðugt til sölu. „Ég er alltaf með augun opin, þegar ég var stödd á Sauðfjársetrinu á Ströndum síðasta sumar þá rak ég til dæmis augun í Lambalúlla, íslenskt tuskudýr gert af konu sem býr þar í grenndinni, Lilju Sigrúnu Jónsdóttur, hann rokseldist fyrir jólin. Mér finnst mjög gaman að taka inn svona vörur.“ Ekkert andleysi Sigrún og Valdimar búa í göngu- færi við miðbæinn í gamla Vest- urbænum, eru þau sannkallaðar miðbæjarrottur? „Miðbæjarsvanir vil ég segja, ekki rottur, ég er alin upp í Þingholtunum já,“ segir Sig- rún en Valdimar verður að játa á sig búsetu í Kópavogi fyrstu sex ár ævinnar, áður en fjölskyldan flutti í Kringluna. Þau eru ánægð með lífið við Laugaveginn og heimilis- haldið á Sólvallagötunni þar sem smíðahæfileikar húsbóndans fengu að njóta sín þegar íbúðin var gerð upp. Eruð þið svo stöðugt að kasta á milli ykkar hugmyndum? „Já, það má segja það, það koma líka mjög margar slæmar hugmyndir, en þetta er eins og hjá ljósmyndar- anum, ef hann tekur nógu margar myndir þá hlýtur að koma ein góð,“ segir Valdimar. Sigrún bætir við að heimilislífið hafi orðið aðeins notalegra eftir að þau sögðu upp netáskriftinni. „Við vorum ann- ars alltaf hvort í sinni tölvunni á kvöldin að svara tölvupóstum og vinna eitthvað.“ En hvað skyldi vera besta hug- myndin sem Valdimar hefur feng- ið að þínu mati, Sigrún? „Hmm, ég veit það ekki, ætli það sé ekki bara að kýla á það og opna þetta kaffi- hús.“ Valdimar er fljótur til svars við sömu spurningu: „Ég held að besta hugmyndin hennar Sigrúnar hafi verið að segja já þegar ég bað hennar,“ segir hann og hlær. Hugmyndaríkir miðbæjarsvanir Sigrún Baldursdóttir og Valdimar Geir Halldórsson eru hugmyndarík ung hjón. Þau reka verslunina Lykkjufall, eru í kaffihúsarekstri ásamt vinum sínum og eru þar fyrir utan með ýmislegt spennandi á prjónunum. Sigríður Björg Tómasdóttir ræddi við þau um flóknar og einfaldar hugmyndir sem hafa verið framkvæmdar í góðæri og kreppu. Uppáhald Sigrúnar Platan: Ég get hlustað á nánast allt. Kvikmyndin: Góð spenna eða gott grín er nóg fyrir mig. Liturinn: Á erfitt með að gera upp á milli lita. Hönnuðurinn: Mamma, Kristín Reynisdóttir, er frábær listamað- ur. Síðan eru einnig margir aðrir í uppáhaldi. Drykkurinn: Vatn Landið: Ástralía Vikudagurinn: Miðvikudagur, því þá er svo stutt í helgina. Maturinn: Lambalæri og eplakaka með ís í eftirmat hjá mömmu og Gísla. VALDIMAR GEIR HALLDÓRSSON OG SIGRÚN BALDURSDÓTTIR Heimilislegt í horninu á Nýlenduvöruverslun Hemma og Valda þar sem Valdimar sinnir jafnframt skrifstofustörfum. Trékarlarnir ofan á hillunni eru handverk Valdimars. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Uppáhald Valdimars Platan: Finnst þægilegast að hlusta á góðan gamlan djass. Kvikmyndin: City of God hefur alltaf setið föst í mér eftir ég sá hana. Afar hugljúf en sýnir okkar verstu hliðar um leið. Liturinn: Stundum rauður annars blár. Hönnuðurinn: Þegar nýting og notagildi eru í fyrirrúmi þá er ég ánægður. Drykkurinn: Kaffi og d´Arenberg rauðvínið frá Vín og matur. Landið: Ísland, þótt framandi slóð- ir og lönd heilli í fjarlægð. Vikudagurinn: Miðvikudagur. Maturinn: Grjónagrauturinn henn- ar Sigrúnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.