Fréttablaðið - 24.01.2009, Side 48

Fréttablaðið - 24.01.2009, Side 48
● heimili&hönnun Fagaðilum á sviði hönnunar og arkitektúrs á Norðurlöndunum er boðin þátttaka í Forum Aid-hönn- unarsamkeppninni og undanfar- in ár hefur verið keppt í þremur flokkum: arkitektúr, innanhússhönnun og vöruhönnun. Í ár var fjórða flokkn- um bætt við, Besta nemendaverk- ið, og á Ísland fulltrúa í öllum flokkum. Í flokknum Besti arkitektúr 2008 eru Kurtogpí Arkitektar tilnefndir fyrir einbýlishús í Perlukór, í inn- anhússhönnun er Katrín Ólína Pét- ursdóttir tilnefnd fyrir Cristal bar, PK Arkitektar fyrir Reykjavik city administration og KRADS Arki- tektar fyrir Skin, bar & clinic. Katrín Ólína er einnig tilnefnd í vöruhönnunarflokki fyrir Mesta- bekk og Sruli Recht fyrir Ísbjörn. Í nýja flokknum, Besta nemenda- verkið, er Friðgerður Guðmunds- dóttir tilnefnd fyrir Stuðla, út- skriftarverkefni sitt síðastliðið vor frá vöruhönnunardeild LHÍ. Alþjóðleg dómnefnd mun velja úr verkum og kynna úrslit hinn 3. febrúar með viðhöfn og veislu í Rival-leikhúsinu í Stokkhólmi. Dómnefndina skipa meðal a n n a rs M a rcus Fairs, hönnuður og blaðamaður, sem er jafn- framt einn af stofnend- um tímaritsins Icon Magazine og ritstjóri vefritsins Dez- een, og belgíski hönnuðurinn Dirk Wynants, eigandi stofunnar Extremis. - rat Íslendingar tilnefndir ● Sænska hönnunartímaritið Forum Aid efnir til hönnunarsamkeppni áttunda árið í röð. Keppt er í fjórum flokkum og eiga íslenskir hönnuðir fulltrúa í öllum flokkum. PK Arkitektar eru tilnefndir í innanhúss- hönnun fyrir skrifstofubyggingu undir stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Kurtogpí Arkitektar eru tilnefndir í flokknum Besti arkitektúr fyrir einbýlishús í Perlukór. MYND/KURTOGPÍ Friðgerður Guðmundsdóttir er tilnefnd fyrir Stuðla, útskriftarverkefni sitt úr vöruhönnunardeild LHÍ, í nýjum flokki sem kallast Besta nemendaverkið. MYND/FRIÐGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR Katrín Ólína Pétursdóttir er tilnefnd í tveimur flokkum; í flokknum Besta innanhúss- hönnunin fyrir Cristal bar og Besta vöruhönnunin fyrir Mestabekk sem hún vann í samvinnu við steypusmiðjuna Mest í Hafnarfirði. MYND/KATRÍN ÓLÍNA Vöruhönnuður- inn Sruli Recht er tilnefndur fyrir verk sitt Ísbjörn í flokknum Besta vöruhönnunin. MYND/SRULI RECHT M YN D /P K .A RK IT EK TA R S ýning á plastsleða Dags Óskarssonar vöruhönnuðar verður opnuð á torgi Þjóðminjasafnsins í dag klukkan 14. Sleðinn er meistaraprófsverkefni hans og hugmyndin er sótt í gamla sleða sem eru þekktir víða. Dagur, sem er frá Dalvík, ólst upp við notkun slíkra sleða meðal annars eins eftir langafa sinn. „Mig langaði að elta uppi þetta gamla útlit, láta viðaræðarnar og naglahausana sjást og hafa sleðann veðraðan,“ segir hönnuðurinn sem lætur búa til sleðana í sinni heimabyggð. „Þeir baka þá fyrir mig í Promens á Dalvík. Það er gamla Sæplast,“ segir hann og útskýrir nánar: „Í framleiðslunni eru sleðarnir bakaðir eins og kaka. Efninu er hellt í mót og bakað. Litar- efnið er í plastinu og gefur endalausa möguleika.“ Hann kveðst hafa haft kjálkana ívið breiðari en á fyrirmyndinni svo þeir renni betur. „Þá gagnast þeir í ólíkri færð.“ - gun Bakaðir eins og kaka Sleðarnir eru framleiddir í þremur litum eins og er. Til hægri er faðir Dags, Óskar Pálmason, á sínum yngri árum við fyrirmyndina að plastsleðanum. Mótun, leir og tengd efni er nýleg námsbraut við Myndlistaskólann í Reykjavík í samstarfi við Tækni- skólann þar sem nemendur vinna með leir og keramik og læra að hugsa og móta í gegnum efnið. Um er að ræða tveggja ára diplómanám sem getur leitt til BA-gráðu ef nemendur bæta við sig þriðja árinu í erlendum lista- háskóla. Í náminu gefst nemendum kost- ur á að kanna hagnýta möguleika leirs við framleiðslu einstakra gripa, fjöldaframleiðslu sem og annarra skapandi verka. Lögð er áhersla á að tengja gamla og nýja þekkingu auk þess sem námið er hugsað sem tilraunastofa með ís- lensk jarðefni og vettvangur fyrir skapandi hugmyndir um nýtingu þeirra. „Í náminu er bæði unnið með myndlist og hönnun að leiðarljósi. Það er að mestu verklegt en þó með fræðilegu ívafi,“ segir Ólöf Erla Bjarnadóttir, deildarstjóri keramikdeildar skólans. - ve Hugsað og mótað í leir Námið er meðal annars hugsað sem tilraunastofa með íslensk jarðefni. MYND/MYNDLISTASKÓLINN Í REYKJAVÍK FATASKÁPAR ÞVOTTAHÚS ELDAVÉLAR - INNBYGGINGAROFNAR - HELLUBORÐ - VIFTUR - HÁFAR - UPPÞVOTTAVÉLAR - KÆLISKÁPAR - FRYSTISKÁPAR Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • www.friform.is Mán. - föst.kl. 10-18 Laugardaga kl. 11-16 OPIÐ 25% AFSLÁTTUR AF RAFTÆKJUM, ÞEGAR ÞAU ERU KEYPT MEÐ INNRÉTTINGU ! Við sníðum innréttingar að þínum óskum ELD HÚS EINS OG ÞÚ VILT HAFA ÞAÐ PISA höldulaust hvítt háglans Val um 32 hurðagerðir Birki Duo BAÐINNRÉTTINGARNAR byggjast á einingakerfi 30, 40, 60 og 80 cm breiðra eininga. Ótæmandi uppröðunarmöguleikar. Við hönnum og teiknum fyrir þig. Heilsteyptu vaskborðin eru vinsæl! Breiddir: 60, 80, 90, 120,140, 160, 180 cm PISA höldulaust háglans Askur Facet BETRA BAÐ BETRI LAUSNIR - MEIRA ÚRVAL NÚ BJÓÐUM VIÐ ÁKVEÐNAR GERÐIR ELDHÚS, BAÐ - OG ÞVOTTA- HÚSINNRÉTTINGA, EINNIG FATASKÁPA TIL AFGREIÐSLU AF LAGER ( MEÐAN BIRGÐIR ENDAST) MEÐ 25% AFSLÆTTI. AF LAGER Á LÆGRA VERÐI 25% Vegna breytinga á vöruvali seljum við nú einnig nokkrar sýningainnréttingar með 60% afslætti. SÝNINGAINNRÉTTINGAR MEÐ 60% AFSLÆTTI 24. JANÚAR 2009 LAUGARDAGUR4

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.