Fréttablaðið - 24.01.2009, Blaðsíða 4
4 24. janúar 2009 LAUGARDAGUR
Óvissa í stjórnmálum og kosningar framundan
VEÐURSPÁ
Kaupmannahöfn
Billund
Ósló
Stokkhólmur
Gautaborg
London
París
Frankfurt
Friedrichshafen
Berlín
Alicante
Mallorca
Basel
Eindhoven
Las Palmas
New York
Orlando
San Francisco
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
5°
5°
1°
3°
5°
6°
4°
3°
2°
3°
18°
15°
8°
5°
19°
3°
22°
13°
Á MORGUN
Stíf NA-átt NV-til,
annars hæg breytileg.
MÁNUDAGUR
Hæg suðlæg átt.
5
4
2
4
3
4
4
6
5
6
2
8
14
15
11
9
13
10
15
8
13
7
1 2
2
3
3 2
0
-2
-1
2
VINDUR OG
VÆTA Í dag verður
allhvasst norðvest-
anlands en mun
hægara syðra.Það
lægir til morg-
uns og má búast
við fl ottu veðri
suðvestanlands og
í höfuðborginni en
dálítil úrkoma ann-
ars staðar. Þurrt að
mestu á mánudag
en hvessir SV-til
um kvöldið.
Elísabet
Margeirsdóttir
Veður-
fréttamaður
„Það er minnsta málið að boða til
kosninga, en meira mál að takast
á við aðkallandi verkefni sem við
verðum að sinna, hvort sem okkur
líkar betur eða verr,“ segir Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir, formaður
Samfylkingarinnar.
Ekki er víst á þessari stundu
hvort ríkisstjórnin starfar áfram
fram að kosningum, segir Ingi-
björg. Ótímabært sé að fullyrða
um það fyrr en hún hafi rætt við
Geir H. Haarde forsætisráðherra.
Þau munu ræða saman í dag og
fara yfir stöðuna.
„Það sem við munum gera er að
sjá til þess að það sé stjórn í land-
inu, þó að óróleikinn sé mikill og
óvissan getur staðan orðið mikið
verri ef það er ekki starfandi rík-
isstjórn í landinu fram að kosning-
um,“ segir Ingibjörg.
Hún segir að ekkert óafturkræft
hafi gerst sem komi í veg fyrir að
Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylk-
ingin geti starfað saman, ef flokk-
arnir séu sammála um þau verk-
efni sem þurfi að sinna.
Margir í grasrót Samfylking-
arinnar hafa lýst sig andsnúna
áframhaldandi stjórnarsam-
starfi. Ingibjörg segir mikilvægt
að hlusta á grasrótina, en hún hafi
verið kosin til að tala, vinna og
hafa skoðanir.
Geir sagði í yfirlýsingu í gær
að þingflokkur Sjálfstæðisflokks-
ins vilji að gengið verði til alþing-
iskosninga 9. maí næstkomandi.
Ingibjörg segir þá dagsetningu
vel koma til greina. Þetta sé hug-
mynd sem fara verði betur yfir.
Ræða þurfi málið við formenn
hinna stjórnmálaflokkanna.
Verði það niðurstaðan að kosið
verði í vor verður landsfundi Sam-
fylkingarinnar flýtt, og hann hald-
inn nokkru fyrir kosningar, segir
Ingibjörg Sólrún.
Ingibjörg kom til landsins seinni-
part dags í gær, eftir að hafa und-
irgengist læknismeðferð í Svíþjóð.
Hún fékk þær fréttir í gærmorgun
að mein í höfði hennar sé allt góð-
kynja og hún muni því líklega ná
sér að fullu.
Ingibjörg segir ótrúlegt að upp-
lifa það að fá í gærmorgun ein-
hver þau bestu tíðindi sem hún
hafi fengið af eigin veikindum, og
fá svo skömmu síðar þau ótíðindi
af heilsufari Geirs að hann hafi
greinst með illkynja krabbamein
í vélinda.
„Mér er til efs, og ég segi það
hvorki mér eða Geir til lofs eða
lasts, að nokkrir tveir forystu-
menn í ríkisstjórn hafi áður setið
með fangið svona fullt, bæði af
verkefnum í landsmálunum og í
sínu persónulega lífi,“ segir Ingi-
björg Sólrún.
Ingibjörg mun verða frá vinnu
eitthvað áfram vegna veikinda
sinna, en mun ekki þurfa að leggj-
ast inn á sjúkrahús eins og áður
var talið nauðsynlegt.
brjann@frettabladid.is
Ekki víst að stjórnin
haldi segir Ingibjörg
Ótímabært er að tala um hvort núverandi ríkisstjórn starfi áfram fram að kosn-
ingum í vor segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Formenn flokkanna ræða fram-
haldið í dag. Til greina kemur að kjósa 9. maí en ræða þarf dagsetninguna.
GÓÐAR OG SLÆMAR FRÉTTIR Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kom til landsins í gær. Hún fékk góðar fréttir af eigin veikindum í gær,
en sama dag fékk hún slæmar fréttir af heilsu Geirs H. Haarde forsætisráðherra. MYND/VÍKURFRÉTTIR
Erfitt gæti verið fyrir
Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu
að starfa áfram saman í ríkis-
stjórn, segir
Kristján Þór
Júlíusson, þing-
maður Sjálf-
stæðisflokks-
ins.
Stjórnar-
samstarf verð-
ur að byggja
á trausti milli
flokkanna, og
ekki er víst að
það sé til staðar
eftir yfirlýsingu varaformanns
Samfylkingarinnar um að hann
telji stjórnarsamstarfið búið, og
eftir yfirlýsingar grasrótarinnar,
segir Kristján Þór.
Útspil Samfylkingarinnar eru
einfaldlega ekki traustvekjandi,
sem kallar á breytt vinnubrögð
ætli flokkarnir sér að vinna
saman fram að kosningum í vor,
segir Kristján Þór. - bj
Samstarf gæti verið erfitt:
Útspilin ekki
traustvekjandi
Ármann Kr. Ólafsson, þingmað-
ur Sjálfstæðisflokksins, segir að
í ljósi allra aðstæðna hafi frestun
landsfundar og tillaga um kosn-
ingar 9. maí verið það eina rétta.
Yfirlýsingar Samfylkingar-
manna upp á síðkastið hafi þrengt
kostina enda
virðist Sam-
fylkingin þrír
flokkar en ekki
einn og erfitt sé
að starfa í fjög-
urra flokka rík-
isstjórn.
„Innan Sam-
fylkingarinn-
ar starfa græni
armurinn, gamla
Alþýðubandalagið og svo hægri
kratarnir,“ segir Ármann.
Þinglið Sjálfstæðisflokksins sé
hins vegar samhent. „Við stönd-
um þétt saman eins og ábyrgur
flokkur þarf að gera á stundum
sem þessari. Við hlaupum ekki
frá erfiðum verkefnum og þess
vegna er skynsamlegast að láta
þennan tíma líða fram að kosn-
ingum. En það er háð því að hægt
sé að ganga í þau verkefni sem
fram undan eru og Sjálfstæðis-
flokkurinn setur á oddinn.“
Spurður hvað verði ef Samfylk-
ingin gangist ekki inn á að kjósa
9. maí segir Ármann að þá sé hún
að hlaupast undan ábyrgð. „Við
gerum það hins vegar ekki.“ - bþs
Þingmaður Sjálfstæðisflokks:
Fjögurra flokka
stjórn erfið
ÁRMANN KR.
ÓLAFSSON
KRISTJÁN ÞÓR
JÚLÍUSSON
Landsfundur Vinstri grænna
verður haldinn í mars, en hann
hefði átt að vera í haust. Formað-
ur og varaformaður reikna með
að gefa kost á sér áfram.
„Þau eru mörg verkin sem þarf
að vinna núna og því flýttum við
fundi. Við hefðum viljað kjósa
í apríl því það þarf að skýrast
sem fyrst hvernig stjórn landsins
verður háttað. Það er engan bil-
bug á mér að finna ef stemning-
in er þannig í okkar herbúðum,“
segir Steingrímur J. Sigfússon
um áframhaldandi formennsku.
Katrín Jakobsdóttir, varafor-
maður, segist ekki hafa leitt hug-
ann að framboði sínu. Hún sjái þó
ekki fram á róttækar breytingar
hjá sér. - kóp
Vg flýtir landsfundi sínum:
Landsfundur Vg
verður í mars
FORYSTAN Steingrímur hefur verið
formaður frá stofnun Vg, en flokkurinn
á 10 ára afmæli í febrúar. Katrín varð
varaformaður á landsfundi 2005.
FRÉTTABLAÐIÐ/E. ÓL
„Mörg ríki hafa farið í gegnum
kosningar og sum hafa jafnvel
skipt um ríkisstjórn á meðan
unnið er eftir áætlun Sjóðsins, án
þess að áætlunin truflist mikið,“
segir Mark Flanagan, yfirmaður
áætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins gagnvart Íslandi, í tölvupósti
til Fréttablaðsins, aðspurður
hvort kosningar eða breytt rík-
isstjórn myndi hafa áhrif á sam-
starfið við sjóðinn.
„Áætlanir Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins styðja góðar stefnur og
eins lengi og viðeigandi stefna er
við lýði á Íslandi mun áætlunin
halda áfram.“ - ss
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn:
Styður stefnu
en ekki flokka
Sextándi laugardagurinn
Raddir fólksins boða til mótmæla á
Austurvelli í dag, sextánda laugar-
daginn í röð. Kröfur hópsins eru að
ríkisstjórnin víki, svo og stjórnendur
Fjármálaeftirlits og Seðlabanka, og að
kosið verði svo fljótt sem unnt er.
MÓTMÆLI