Fréttablaðið - 24.01.2009, Page 8

Fréttablaðið - 24.01.2009, Page 8
8 24. janúar 2009 LAUGARDAGUR „Það er skýrt af okkar hálfu að við hefðum viljað kjósa fyrr, helst síðustu helgi fyrir páska. En nú verða formenn flokka að hittast og ræða fyrirkomulag kosninga og fleira þess háttar,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. Hann segir ótrúlegt að þær aðstæður komi upp að formenn beggja stjórnarflokkanna séu veikir á sama tíma. „Það virðist ekki eiga af okkur að ganga með ótíðindi af þessu tagi. Ég sendi Geir og fjölskyldu hans allar mínar bestu óskir og vona að honum farnist vel í þessari glímu. Hann tekur skynsamlega ákvörðun að draga sig í hlé og hlúa að heilsu sinni.“ - kóp „Við reglubundna læknisskoð- un á Landsspítalanum í síðustu viku kom í ljós hjá mér lítið æxli í vélinda. Síðastliðinn þriðjudag var mér greint frá því að rann- sóknir hefðu leitt í ljós að æxlið er illkynja.“ Á þessum orðum hófst yfirlýs- ing sem Geir H. Haarde, forsætis- ráðherra og formaður Sjálfstæðis- flokksins, flutti blaðamönnum í beinni útsendingu útvarps og sjón- varps í Valhöll í hádeginu í gær. Óhætt er að segja að fram að því hafi menn búist við öllu öðru. Ólga í pólitík og þjóðlífinu almennt síðustu daga kallaði á við- brögð forystumanna í stjórnmálum. Að morgni fimmtudags var ákveð- ið að miðstjórn Sjálfstæðisflokks- ins skyldi funda í hádeginu daginn eftir. Eftir ríkisstjórnarfund í gær- morgun sagðist Geir ætla að ræða við blaðamenn klukkan hálf eitt. Reiknað var með að hann myndi flytja pólitísk tíðindi. Sem hann gerði. En þau féllu í skugga fregna af veikindunum. Geir upplýsti að hann muni gang- ast undir aðgerð erlendis um eða skömmu eftir næstu mánaðamót. Hann kvaðst bjartsýnn á að sigrast á veikindunum enda segðu læknar batahorfur ágætar og að hann gæti vænst þess að halda fullri starfs- orku á næstu mánuðum. Þó væri ekki hægt að útiloka að mál þróuð- ust til verri vegar. Geir kvaðst hafa ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins og sagði það auðvelda ákvörðun- ina að flokkurinn ætti úr breiðum hópi mikilhæfra forystumanna að velja. Greindi hann frá því að þing- flokkur Sjálfstæðisflokksins vildi að gengið yrði til alþingiskosninga 9. maí. „Ég legg áherslu á að ríkis- stjórnin vinni áfram ótrauð fram að kosningum að þeim verkefnum sem brýnust eru til bjargar heim- ilum og fyrirtækjum í landinu,“ sagði Geir. Jafnframt upplýsti hann að landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins verði dagana 26.-29. mars. Geir hyggst gegna embætti for- sætisráðherra þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, mennta- málaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, mun gegna embætti hans á meðan hann gengst undir aðgerðina. Þegar ný ríkis- stjórn tekur við, lýkur pólitískum ferli Geirs H. Haarde. bjorn@frettabladid.is Óvissa í stjórnmálum og kosningar framundan Iðnaðarráðuneyti auglýsir eftir umsóknum um styrki úr verkefninu Átaki til atvinnusköpunar. Átak til atvinnusköpunar veitir styrki til nýsköpunarverkefna og markaðsaðgerða starfandi frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtækja. Markmið verkefnisins  Að styðja við þróun nýsköpunarhugmynda á fyrri stigum sem hlot- ið gætu frekari fjármögnun sjóða og fjárfesta.  Að styðja við undirbúning og framkvæmd markaðsaðgerða í frumkvöðla- og sprotafyrirtækum. Í umsókn þarf að koma fram  Skýr lýsing á verkefninu í heild og ætluðum árangri þess  Greining á nýnæmi verkefnisins  Greinargóðar kostnaðar- og verkáætlanir  Ýtarleg lýsing á þeim verkþáttum sem sótt er um styrk til, s.s. þró- unarvinnu og markaðsstarfs. Styrkir geta að hámarki numið 50% af heildarkostnaði verkefnisins. Ekki eru veittir styrkir til fjárfestinga s.s. í tækjum og búnaði. Rafræn umsóknareyðublöð eru á www.impra.is. Beiðni um upplýsingar og aðstoð má senda á netfangið hb@nmi.is. Umsóknarfrestur er til 17. febrúar n.k. Impra á Nýsköpunarmiðstöð Íslands Keldnaholti, 112 Reykjavík Á markað með snjöll nýsköpunarverkefni? Átak til atvinnusköpunar: „Ég tel þörf á því að forystumenn allra flokka verði nú kallaðir saman hið fyrsta,“ segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. „Það þarf að ákveða hvaða mál á að fara með í gegnum þingið áður en því verður slitið og menn hefja sína kosningabaráttu. Síðan þætti mér eðlilegt að við fengjum einhverja áfangaskýrslu frá sann- leiksnefnd áður en gengið er til kosninga jafnvel þótt hún eigi ekki að skila fyrr en í nóvember.“ Síðan vék hann að veikindum forsætisráðherra. „En mér er eins og mörgum öðrum mjög brugðið og ég óska þess að allt fari á besta veg hjá Geir H. Haarde.“ - jse Spyr um þinghald GUÐJÓN ARNAR KRISTJÁNSSON „Ég var á aukafundi með þingflokknum og þar var mönn- um náttúrulega brugðið vegna fregnanna um Geir og við sendum honum bestu kveðjur og ósk um skjótan bata,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Fram- sóknarflokksins, í gær. „En niðurstaðan var sú að tilboð okkar stendur enn um að verja minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna þrátt fyrir að það stefni í kosningar í vor. Við teljum að það verði afar erfitt fyrir núverandi ríkisstjórn að vinna áfram, sérstaklega í ljósi álita sem komið hafa fram á undanförn- um dögum og vitna um mikla óeiningu þar á bæ.“ - jse Tilboðið stendur SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON TÍÐINDIN FLUTT Geir H. Haarde upplýsti um veikindi sín og brotthvarf úr stjórnmálum á fundi með blaðamönnum í Valhöll í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Vélindað tengir saman kokið og magann. Krabbamein í vélinda er fremur sjaldgæft hér á landi en að meðaltali greinast tíu ný tilfelli á ári hjá körlum og helmingi færri hjá konum. Samkvæmt upplýsingum frá Krabbameinsskrá eru horfur sjúklinga með vélindakrabbamein almennt ekki góðar þar sem það er tiltölulega sjaldgæft að hægt sé að fjarlægja allan æxlisvefinn í aðgerð. „Horfurnar fara alveg eftir því á hvaða stigi krabbameinið er þegar það greinist,“ segir Agnes Smáradóttir, krabbameinslæknir á Landspítalanum. „Þannig að ef það greinist snemma þá eru horfurnar miklu betri heldur en þegar það greinist seint.“ Skurðaðgerðir við vélindakrabba- meini eru gerðar hér á landi. „Þetta eru með stærri aðgerðum sem gerðar eru og í einstaka tilfell- um þarf að beita aðferðum sem tækjabúnaður hér á landi býður ekki upp á og þá leitum við út fyrir landsteinana.“ Hún segir það ekki hafa verið sannað vísindalega að streita sé orsakavaldur krabbameina. VÉLINDAKRABBAMEIN ER SJALDGÆFT Geir hættir í stjórnmálum Geir H. Haarde lætur af embætti formanns Sjálf- stæðisflokksins á landsfundi í lok mars. Hann gengst undir læknisaðgerð í útlöndum innan nokkurra daga. Geir vill alþingiskosningar 9. maí og leggur áherslu á að ríkisstjórnin starfi fram að þeim. Geir H. Haarde er fæddur 8. apríl 1951. Hann tók stúdentspróf frá MR og lærði hagfræði og alþjóðastjórn- mál í Bandaríkjunum. Geir vann í alþjóðadeild Seðla- bankans 1977-1983 og var næstu fjögur ár aðstoðarmaður fjármála- ráðherranna Gunnars Thoroddsen og Þorsteins Pálssonar. Árið 1987 var hann kjörinn á þing og situr nú sitt sjötta kjörímabil. Hann var þing- flokksformaður Sjálfstæðisflokksins 1991-1998. Geir var formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna 1981-1985, varaformaður flokksins 1999-2005 og hefur verið formaður síðan 2005. Hann var fjármálaráðherra 1998- 2005, utanríkisráðherra 2005-2006 og varð forsætisráðherra 2006. TÆP 30 ÁR Í ELDLÍNU STJÓRNMÁLANNA STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Hefði viljað kjósa fyrr

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.