Fréttablaðið - 24.01.2009, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 24.01.2009, Blaðsíða 46
Fagráð vöruþróunarverkefnisins Hönnun í útflutning hefur nú valið sex tillögur af 65 tillögum hönnuða sem bárust. Enn á eftir að velja til- lögu fyrir fyrirtækið JS Gull. Sess- elja Thorberg vöruhönnuður var einn þeirra hönnuða sem valdir voru til samstarfs við fyrirtæki í verkefninu og hannaði hún fyrir Villimey ehf. „Sjö fyrirtæki voru valin til að taka þátt en hvert fyrirtæki fær styrk sem nemur 550 þúsund krón- um frá Útflutningsráði til að setja í hönnunarvinnuna en fyrirtækin leggja út jafnháa upphæð á móti. Markmiðið er að leiða saman fyr- irtæki og hönnuði til að hanna og framleiða nýja vöru til útflutn- ings,“ segir Sesselja og bætir við að mismunandi hafi verið hverju fyrirtækin vildu ná fram með sam- keppninni. „Villimey vildi fá nýjar umbúðir fyrir sínar vörur sem eru náttúru- leg krem og smyrsl úr handtíndum jurtum á Vestfjörðum. Sú hugmynd heillaði mig mest. Var það meðal annars vegna þess að mér fannst kominn tími til að gera eitthvað rót- tækt með þeirra umbúðir sem eru svolítið barn síns tíma. Mér fannst því mesta áskorunin í því fólgin,“ útskýrir Sesselja áhugasöm. „Ég tók í raun mikla áhættu. Vörur í þessum flokki eru oft frekar ljúf- ar og notalegar í útliti en ég fór þá leið að einblína frekar á stemning- una og birtuna á Vestfjörðum og var þá með svartnættið og norður- ljósin í huga. Nöfnin á kremunum tengjast göldrum og gekk ég út frá því.“ Í ljós kom að fyrirtækið vildi fara í miklar breytingar og höfðaði tillagan til þeirra. „Þrátt fyrir að þetta hafi verið vinningstillagan þá hefst nú langt og strangt þróunar- ferli þannig að óvíst er að lokanið- urstaðan verði eins og í dag,“ segir hún og brosir. Að mati Sesselju er mikill heið- ur að vera valin úr hópi hæfileika- ríkra hönnuða. „Svo er alltaf mik- ils virði að verða sér úti um nýja reynslu. Villimey er stórkostlegt fyrirtæki og sé ég þar mikla vaxt- armöguleika,“ segir hún. Afrakst- ur samstarfsins verður kynntur á sýningu í maí. - hs HEIMILISHALD RAGNHEIÐUR TRYGGVADÓTTIR ● Forsíðumynd: Mynd úr einkasafni Friðgerðar Guð- mundsdóttur Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Roald Eyvinds- son roald@frettabladid.is, Emilía Örlygsdóttir emilia@ frettabladid.is Auglýsingar: Hlynur Þór Steingrímsson s. 512 5439 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@ frettabladid.is. Heiður að vera valin ● Sesselja Thorberg vöruhönnuður er einn þeirra hönnuða sem áttu vinningstillögu í vöru- þróunarverkefninu Hönnun í útflutning en hún hannaði umbúðir fyrir Villimey ehf. S kjótt skipast veður í lofti. Nú þykir ekki töff að eiga flat- skjá eða veggfóðra baðherbergið í svörtu, slíkir hlutir heyra sögunni til. Sjónvarpsþættir sem byggðust á innliti inn í vel stílíseruð heimili hafa verið teknir af dagskrá og aðrar áhersl- ur ráða ferðinni. Fólk staldrar við og veltir fyrir sér hvað það er sem raunverulega gerir heimili að heimili. Eru það gljásprautaðar innrétt- ingar og gegnheil eik eða eitthvað allt annað? Heimilið er griðastaður fjölskyldunnar innan fjögurra veggja og ef við getum sinnt okkar grunnþörfum og okkur líður vel þarf ekki meira. Auðvitað er alltaf gaman að hafa fallega hluti í kringum sig en hugsanlega skiptir þó sagan bak við hlutinn meira máli en hvar hann var keyptur. Slitinn stóll úr búi ömmu og afa getur gefið stofukrókn- um jafn mikið gildi og frægur stóll sem kost- aði mikið. Það er spurning fyrir hvern við stillum stólnum upp, er það fyrir okkur sjálf eða fyrir þá sem koma í heimsókn? Fólk safnar gjarnan að sér frægum hlut- um úr hönnunarsögunni og má líta á það sem fjárfestingu eins og að fjárfesta í myndlist. Margir virtust þó ekkert vita um hlutinn eða um höfund þess hlutar sem þeir sýndu stoltir í innlitsþáttum. Þá var jafnvel hægt að efast um að nokkuð annað lægi að baki kaupunum en sýndarmennska og löngun til að tilheyra ákveðnum hópi. Á bak við hvern hlut liggur hugmyndafræði hönnuðarins og það er það sem gerir hann áhugaverðan. Sagan af því hvernig hann varð til, úr hvaða umhverfi hann spratt og hvaða tilgangi hann þjónar. Hverjir aðrir en þú eiga hann eða hvað hann kostar skiptir engu máli. Á tímabili blómstruðu verslan- ir sem seldu eftirlíkingar af frægri hönnun, en tilgangurinn með því að kaupa eftirlíkingu getur ekki verið neinn annar en löngunin til að sýnast eiga eitthvað. Virðingin fyrir hlutnum er enginn né skilningur á því hvað liggur að baki honum. Nú sjáum við í gegnum sýndar- mennskuna og metum aðra þætti. Hvað býr að baki Á bak við hvern hlut liggur hugmynda- fræði hönnuðarins og það er það sem gerir hann áhugaverðan. Sagan af því hvernig hann varð til, úr hvaða umhverfi hann spratt og hvaða tilgangi hann þjónar. Sesselja hrósar þeim fyrirtækjum sem þora að leggja út í samkeppni á borð við Hönnun í útflutning og prófa eitthvað nýtt með íslenskum hönnuðum. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /V A LL I ● heimili&hönnun ● RUSL Í NÝJU LJÓSI Frakkinn Gilles Eichenbaum tekur gamla úr sér gengna hluti, sérstaklega gömul eldhúsáhöld og -tæki, og breytir þeim í hreinustu listaverk. Hann hannar undir nafninu Garbage, eða Rusl. Með því að bora smá göt í ýmsum mynstrum í yfirborð hluta á borð við gamla katla, járn- fötur og bala, verður rusl að fínasta heimilisstássi. Hann breytir gömlum brauðristum og hakkavélum í fínustu lampa. www.garbage-vpot.com. 24. JANÚAR 2009 LAUGARDAGUR2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.