Fréttablaðið - 24.01.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.01.2009, Blaðsíða 6
6 24. janúar 2009 LAUGARDAGUR Óvissa í stjórnmálum og kosningar framundan Ef þið eruð atvinnulausir Hafið samband við skrifstofuna eða skoðið vefinn rafis.is og athugið hvaða úrræði eru í boði. Eins og öðrum var Þorgerði Katr- ínu Gunnarsdóttur, menntamála- ráðherra og varaformanni Sjálf- stæðisflokksins, brugðið eftir tíðindin sem Geir H. Haarde færði samflokksmönnum sínum í Valhöll í gær. „Ég er slegin yfir þessum tíðindum og get ekki hugsað um annað að svo stöddu,“ sagði Þor- gerður við fréttamenn í Valhöll í gær. Í samtali við Fréttablaðið sagði hún að í ljósi stöðunnar væri óum- flýjanlegt að kjósa í vor. Hins vegar væri það ekki besti kostur- inn með tilliti til efnahagsástands- ins. Benti hún á að fræðimenn teldu að vegna kosninga hefði kreppan í Finnlandi á fyrrihluta tíunda áratugarins lengst um tvö ár. Svíar hefðu á hinn bóginn kom- ist fyrr en ella út úr sínum efna- hagsþrengingum þar sem ekki var gengið til kosninga. Þorgerður segir að nú bíði for- manna stjórnarflokkanna; Geirs og Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur utanríkisráðherra, að ræða framhaldið. „Þau fara yfir málin á morgun [í dag]. Þau hafa bæði sýnt mikla ábyrgð og gera sér grein fyrir erfiðri stöðu efna- hagsmálanna og að taka þurfi erf- iðar ákvarðanir sem þola ekki bið fram yfir kosningar.“ Þær ákvarð- anir snúi að samskiptum og eftir- fylgni vegna samkomulagsins við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og ríkis- fjármálunum. Þorgerður kveðst búast við að Samfylkingin fallist á kosningar 9. maí en formennirnir eigi eftir að ná um það sátt. Dagsetningin gæti þó hnikast eitthvað til. Þorgerður var kjörin varafor- maður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi 2005, þegar Geir varð formaður. Hún segist ætla að velta því fyrir sér í rólegheitum hvort hún muni sækjast eftir formanns- embættinu á landsfundinum í lok mars. „Ég tel eðlilegt að varafor- maður íhugi að leita eftir því að verða formaður en ætla að fara yfir það með mínu fólki.“ Spurð hvort ástandið í samfélag- inu muni róast við að Sjálfstæð- isflokkurinn lýsi yfir vilja til að kjósa í maí, kveðst Þorgerður telja það. „Að mörgu leyti er komið til móts við kröfur fólks um kosning- ar og ég held að þetta kæli samfé- lagið aðeins. En það er aldrei hægt að taka ákvarðanir sem róa alla,“ segir Þorgerður. bjorn@frettabladid.is Kosningar geta lengt kreppuna um tvö ár Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir að úr því sem komið var sé nauðsyn- legt að kjósa í vor. Engu að síður kunni að lengja í kreppunni vegna kosninga. Ríkisstjórnar bíði erfiðar ákvarðanir. Hún veltir formannsframboði fyrir sér. AÐ MIÐSTJÓRNARFUNDI LOKNUM Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var slegin eftir tíðindin sem Geir færði samstarfsfólki sínu í Sjálfstæðisflokknum á fundi miðstjórnar í Valhöll í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Það var mun eðlilegra áður fyrr að stjórnir sætu ekki út kjörtímabil- ið. Fyrir 1988 er það eig- inlega bara Viðreisnar- stjórnin sem svo gerir,“ segir Guðni Th. Jóhann- esson sagnfræðingur. Árið 1988 sprakk ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks, undir for- sæti Þorsteins Pálssonar. Árið 1983 hefðu kosningar með réttu átt að vera í desember. Ákveðið var þó að flýta þeim og voru þær haldnar í apríl það ár. Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen, sem þá sat, var orðin mjög veik, en hafði nægan þing- styrk til að verjast vantrausti. Árið 1979 sprakk ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar, formanns Framsóknarflokksins, með látum, þegar Alþýðuflokkurinn hætti stuðningi við hana. Ólafur rauf þó ekki þing, heldur kom það í hlut Benedikts Gröndal, for- manns Alþýðuflokksins, sem var í forsvari minni- hlutastjórnar sem sat fram að kosningum í desember. Fyrri ríkisstjórn Ólafs sprakk einnig árið 1974. „Það varð sögulegt að því leyti að þegar líf henn- ar var alveg á enda var búið að leggja fram van- trauststillögu á stjórnina og meirihluti var fyrir því. Ólaf- ur varð hins vegar fyrri til og rauf þing og því kom vantraust ekki til atkvæða,“ segir Guðni. Stjórn Hermanns Jónassonar fór frá völdum árið 1958, tveimur árum eftir stofnun. Stjórnin hafði tekið við af stjórn Ólafs Thors, en hann hafði boðað til kosninga ári áður en kjörtímabili lauk. Að lokum má nefna að Stefanía, stjórn undir forsæti Stefáns Jóhanns Stef- ánssonar formanns Alþýðuflokks- ins, sat frá 1947 til 1949. - kóp Sjö ríkisstjórnir hafa sprungið frá lýðveldisstofnun: Stjórnarslit voru tíð GUÐNI TH. JÓHANNESSON „Þetta eru óskemmtileg tíðindi. Geir á alla mína samúð,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um veikindi Geirs Haarde. Gylfi segist fagna þeirri ákvörðun að boða til kosn- inga í maí. „Ég hafði sjálf- ur komist að þeirri niður- stöðu að þetta væri eina færa leiðin. Við töld- um að ekki væri hægt að halda áfram viðræðum um endurskoð- un kjarasamninga við ríkis- stjórn sem er nánast umboðslaus. Þó er áhyggjuefni að fyrirtæki og heimili standa frammi fyrir vandamálum í dag. Hvað sem öðru líður munum við halda áfram að þýsta á ríkisstjórn- ina að teknar verði ákvarðanir strax,“ segir Gylfi. - kg Forseti ASÍ: Fagnar boðun kosninga í maí „Kosningar voru svo sem komn- ar á sjónarsviðið með einum eða öðrum hætti. Aðalatriðið er að út úr því ferli öllu komi einhver vilji og geta til að taka framtíðar- ákvarðanir, sem skila þjóð- inni áfram en ekki aftur á bak,“ segir Vilhjálm- ur Egilsson, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins. Vilhjálmur segist sleginn yfir fregnum af veikindum Geirs Haarde. „Þetta er mjög slæmt og ég vona inni- lega að hann nái sér af þessum veikindum. En verkefni ríkis- stjórnarinnar er að halda áfram að vinna. Það þarf að taka marg- ar ákvarðanir því mörg mál sem snerta fjármálakerfið í landinu eru ókláruð,“ segir Vilhjálmur. - kg Framkvæmdastjóri SA: Mörg mál eru enn ókláruð GYLFI ARNBJÖRNSSON VILHJÁLMUR EGILSSON Margir líta formannssæti í Sjálfstæðisflokknum hýru auga, nú þegar Geir H. Haarde hefur lýst því yfir að hann hyggist ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður á landsfundi í mars. Staðan er algerlega breytt eftir tíðindi gærdagsins, enda var fram að því reiknað með að Geir myndi sækjast áfram eftir embættinu. Heimildarmenn Fréttablaðsins segja líklegt að Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður flokksins, muni sækjast eftir formannssætinu. Hún hefur þó ekki tilkynnt opinberlega hvort hún sækist eftir embættinu. Aðrir sem taldir eru líklegir til að bjóða sig fram til formanns eru þingmennirnir Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson og Guð- laugur Þór Þórðarson heilbrigðis- ráðherra. Enginn þeirra vildi í gær stað- festa að þeir sæktust eftir emb- ættinu, en enginn útilokaði það heldur. Tæpar átta vikur eru í landsfund Sjálfstæðisflokksins og því ljóst að þeir sem sækjast eftir æðstu embættum flokksins hafa skamman tíma til að gera upp hug sinn og hefja baráttu. Sumir heimild- armanna Fréttablaðsins telja líklegt að Sjálfstæðisfólk utan þingflokksins muni sækjast eftir æðstu metorðum á landsfundi í vor. Margir nefndu nafn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra í því sambandi. Ekki náðist í Hönnu Birnu vegna málsins í gær. - bj Gjörbreytt staða í Sjálfstæðisflokknum við brotthvarf Geirs H. Haarde: Stefnir í átök um formannsembættið BJARNI BENEDIKTSSON HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.