Fréttablaðið - 24.01.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.01.2009, Blaðsíða 2
2 24. janúar 2009 LAUGARDAGUR Guðjón, er leitun að annarri eins bók? „Það má lengi leita.“ Jógakennarinn og rithöfundurinn Guðjón Bergmann vinnur nú hörðum höndum að nýrri skáldsögu á ensku sem kallast The Search, eða Leitin. Bókin fjallar um leitina að tilganginum í lífinu. FÓLK „Við höfum ekki enn fundið Ingólf, en höfum fengið fjöldann allan af vísbendingum frá fólki sem telur sig hafa séð hann,“ segir Phillip Krah, eigandi katt- arins Ingólfs sem týndist þegar íbúð sem Phillip bjó í ásamt unn- ustu sinni og vini varð eldi að bráð í byrjun mánaðarins. Að sögn Phillips skilja eigend- urnir daglega eftir mat handa Ingólfi hjá íbúðinni sem þau bjuggu í. Maturinn er alltaf étinn, en þau vita ekki hvort Ingólfur sé þar á ferð eða aðrir kettir. Þremenningarnir búa enn á gistiheimili Hjálpræðishersins og eru að leita sér að íbúð á leigu. Þau biðja alla sem gætu gefið upplýsingar um Ingólf að hafa samband í síma 862-9498. - kg Týndu ketti í eldsvoða: Ingólfur köttur enn ófundinn INGÓLFUR Kötturinn er svartur með hvítar loppur og með hvítan blett á hálsinum. Hann er ómerktur. HJÁLPARSTARF „Yfirleitt líður mér óskaplega vel inni á Gasa og fólkið þar er gott,“ segir Pálína Ásgeirs- dóttir, sendifulltrúi Alþjóða Rauða krossins í Palestínu. Mikil sam- kennd sé meðal Gasabúa, sem taki erlendum hjálparstarfsmönn- um fagnandi. Pálína hefur yfirumsjón með samskiptum við heilbrigðisstjórn- völd í Palestínu, bæði á Gasasvæð- inu og á Vesturbakkanum. Hún heimsótti Gasa áður en Ísraels- menn hurfu þaðan fyrr í mánuð- inum og lenti meðal annars í sól- arhringslangri árás þeirra. Þá gisti 120 manna stórfjölskylda hjá Rauða krossinum um nóttina. „En fólkið á Gasa er ýmsu vant og ótrúlega útsjón- arsamt að bjarga sér. En það verður að segjast eins og er að það er ansi hart í ári,“ segir hún. Eymdin hafi ekki hafist með þriggja vikna stríðinu, því þar á undan hafi Ísraelsmenn lokað landamærum í eina 20 mánuði. „Það var ekkert eðlilegt líf hérna fyrir, því það var lítið til af vörum, nema algjörar nauð- þurftir,“ segir hún. Sem dæmi um útsjónarsemi fólksins segir hún að þegar bílarnir urðu eldsneyt- islausir hafi þeim verið breytt og þeir gangi nú fyrir gasi. Verðlítil smámynt sé brædd niður og nýtt þar sem vantar málma. Nú hafi sum hverfin verið lögð í rúst og ýmsir innviðir samfélags- ins skemmst, svo sem rafmagn, vatnsleiðslur og skolpræsi. „Gasabúar eru að horfast í augu við það sem hefur gerst, bæði að missa ástvini og heimili. Forsend- an fyrir uppbyggingarstarfi er að landamærin opnist fyrir bygging- arefni, mat og aðrar vörur, en for- gangsatriði okkar er að styðja við um 50.000 manns sem eiga ekki þak yfir höfuðið og geta ekki fætt sig og klætt,“ segir hún. Rauði krossinn starfi mikið með palestínska Rauða hálfmánanum, en sjúkrahús þeirra og sjúkrabíl- ar urðu fyrir sprengjum Ísraela í árásunum, og skemmdust mikið. klemens@frettabladid.is Pálína kann vel við sig á Gasasvæðinu Pálína Ásgeirsdóttir er á vegum Rauða krossins í Palestínu og segir að sér líði yfirleitt óskaplega vel á Gasasvæðinu, þar sem fólkið sé afar vingjarnlegt og út- sjónarsamt. Ansi hart sé í ári og Ísraelar verði að opna leiðir fyrir nauðþurftir. BELGÍA, AP Geðbilaður maður vopnaður hnífi óð inn á barnadagheimili í flæmskum bæ í gær og stakk þar alla sem á vegi hans urðu. Tvö ungbörn dóu og ein fóstra. Tíu börn til viðbótar liggja mismikið særð á sjúkrahúsi. Meiðsli sumra þeirra kváðu vera alvar- leg. Christian Du Four, saksóknari í umdæminu sem dagheimilið Fabeltjesland í bænum Dendermonde tilheyrir, segir að í ringulreiðinni sem berserks- gangur hans olli gekk árásarmaðurinn út, settist upp á reiðhjól sitt og hélt sína leið. Hann var handtekinn í nærliggjandi matvöruverslun skömmu síðar. „Við erum öll í algeru áfalli,“ sagði Leene Du Bois, talsmaður fylkisstjórnar Flandurs. „Enginn hefði getað ímyndað sér að nokkur maður væri fær um að gera annað eins. Við erum öll harmi slegin.“ Hún bætti við að árásarmaðurinn hefði engin tengsl við dagheimilið. Samkvæmt upplýsingum fjölmiðla er maðurinn geðsjúkur. Bæjaryfirvöld opnuðu áfallahjálparmiðstöð þar sem fórnarlömbum árásarinnar og vitnum að henni bauðst sálfræðiaðstoð. - aa Geðbilaður maður ræðst með hníf á lofti inn á dagheimili í Belgíu: Stakk á annan tug ungbarna HARMUR Tvö ungbörn dóu og ein fóstra þegar maðurinn réðst inn á barnaheimilið. Tíu ungbörn eru mikið særð. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Flaug út af veginum Ökumaður missti stjórn á bíl sínum á veginum yfir Fjarðarheiði, milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða, á fimmtudagsmorguninn með þeim afleiðingum að bíllinn flaug 25 metra út af veginum. Maðurinn var fluttur á sjúkrahúsið á Egilsstöðum. Meiðsl hans eru ekki talin alvarleg. LÖGREGLUFRÉTTIR PÁLÍNA ÁSGEIRS- DÓTTIR Íslendingar gengu lengra, pólitískt séð, en Norðmenn vegna árásar Ísraela á Gasasvæðið, eftir því sem Össur Skarphéðinsson, starfandi utanríkisráð- herra, segir. Norðmenn hafa í gegnum tíðina gengið Norðurlandaþjóða lengst í friðar- ferlinu í Mið-Asturlöndum og stundum gegn vilja Ísraelsmanna. Össur segir að í þessum málum fylgi Íslendingar „rauðgrænu stjórninni“ í Noregi, en hafi gengið lengra í þetta skiptið. „[Norðmenn] tóku örugglega vel á móti [menntamálaráðherra Ísraels],“ segir Össur, sem afþakkaði fyrr í mánuðinum heimsókn ráðherrans, sem fór til landa sem Ísraelsmenn töldu hafa fengið „brenglaða mynd“ af árásunum. Norðmenn og Svíar fordæmdu mjög árásirnar á Gasa og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra gerði það einnig. GENGUM LENGRA EN NORÐMENN Á GASA Pálína segir fólkið á Gasa vera ýmsu vant og ótrúlega útsjónarsamt að bjarga sér. NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI Kaup stjórnar Glitnis á bréfum Bjarna Ármannssonar, fyrrverandi forstjóra, á yfirverði, voru dæmd ólögleg í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Stjórnin hafði keypt bréfin á genginu 29, en markaðsvirði þeirra kaupdaginn var 26,66. Vilhjálmur Bjarnason, einn hlutahafa Glitnis, kærði kaupin. Hann byggði bótakröfu sína á því að honum hefði ekki boðist að selja bréfin á sama gengi og Bjarni. Héraðsdómur tók undir rökstuðn- ing Vilhjálms og komst að þeirri niðurstöðu að stjórnin hefði hvorki gætt hagsmuna bankans né hlut- hafa við söluna. „Það var gengið að öllum mínum kröfum. Sigurinn í málinu bygg- ist á einfaldleikanum, þetta voru bara einföld lagarök sem dómari staðfesti,“ segir Vilhjálmur. Hann segist eiga von á því að staðfesti Hæstiréttur niðurstöðuna fylgi fleiri málaferli í kjölfarið. Ef Hæstiréttur staðfesti ekki dóm- inn ríki tvenn lög í landinu. „Já þetta kallar á mun fleiri málaferli, en ætti svo sem ekki að breyta miklu. Það er ekki verið að breyta lögum, heldur verið að framfylgja lögum sem hafa verið fótum troðin.“ Fyrrverandi stjórnarmenn Glitnis sendu frá sér yfirlýsingu í gær. Þar kom fram að dómnum yrði áfrýjað til Hæstaréttar, enda væri hann rangur. - kóp Vilhjálmur segir úrskurð héraðsdóms kalla á fleiri málaferli: Kaup á bréfum Bjarna ólögleg VILHJÁLMUR BJARNASON Hann á von á því að mun fleiri málaferli komi í kjölfar- ið. FRÉTTABLAÐIÐ/E. ÓL EFNAHAGSMÁL Horfur eru enn nei- kvæðar hér á landi, samkvæmt árlegu mati alþjóðlega matsfyrir- tækisins Moody‘s á stöðu ríkis- sjóðs. Lánshæfiseinkunn stendur áfram í Baa1. Þá segir Moody‘s nokkra óvissu um stöðu efnahags- mála sem geti breyst fyrirvaralít- ið. Fyrirtækið hefur lækkað láns- hæfiseinkunnir landsins tvívegis eftir bankahrunið. Moody‘s segir að þrátt fyrir skugga gríðarlegrar skuldabyrði sé staðan ágæt til lengri tíma litið þar sem menntunarstig sé hátt og vinnumarkaðurinn sveigjanlegur. Það geti hjálpað til við endurreisn þjóðarskútunnar. - jab Staðfestar neikvæðar horfur: Jákvæð merki í svartnættinu VIÐSKIPTI Nýherji tapaði 1,2 millj- örðum króna á síðasta ári. Til samanburðar hagnaðist fyrirtæk- ið um 420 milljónir króna 2007. Haft er eftir Sverri Þórðar- syni, forstjóra Nýherja, að upp- gjörið beri merki skyndilegra sviptinga í rekstarumhverfi fyr- irtækja hér eftir fall bankanna og stórfellda lækkun á gengi krónu á seinni hluta árs. Hremmingarnar endurspeglast í tapi Nýherja upp á 507 milljón- ir króna á síðasta fjórðungi árs- ins samanborið við 117 milljóna króna hagnað árið á undan. - jab Sviptingar í afkomu Nýherja: Tapaði rúmum milljarði króna SAMFÉLAGSMÁL Hátt í þrjú hundr- uð tilnefningar hafa borist vegna samfélagsverðlauna Fréttablaðs- ins sem veitt verða þann 5. mars. Steinunn Stefánsdóttir, aðstoð- arritstjóri Fréttablaðsins og for- maður dómnefndar, hvetur alla til að nota helgina í að tilnefna verðuga einstaklinga eða hópa. „Ég minni sérstaklega á flokkana frá kynslóð til kynslóðar og til atlögu gegn fordómum. Á þessum sviðum er fólk að vinna ómetan- legt starf sem gaman er að vekja athygli á.“ Frestur til að skila inn tilnefn- ingum rennur út á mánudag. - hhs Samfélagsverðlaunin veitt: Þrjú hundruð verið tilnefnd VERÐLAUNAHAFAR 2008 Samfélagsverð- laun Fréttablaðsins verða veitt í fjórða sinn þann 5. mars. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.