Tíminn - 20.11.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 20.11.1982, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1982 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1982 10 11 fréttafrásögn fréttafrásögn ■ Það var glatt á hjalla í hópnum sem kominn var saman sér til fróðleiks og greinilega skemmtunar í leiðinni í Ölfusborgum nú fyrir nokkru. En þar var þá haldið helgarnámskeið starfsmanna dagvistunar- stofnana á Suðurlandi, sem sótt var af um 80 konum víðs vegar að úr héraðinu. „Pað hlakka allir til að fá þessi námskeið á haustin. Hér eru fóstrur og stasrfsstúlkur úr Hveragerði, Þorlákshöfn, Eyrarbakka, Selfossi, Hellu, Laugarvatni og líklega fleiri stöðum að ógleymdum þeim frá ■ Ólíha Geirsdóttir, föndurkennari gaf fóstrum og starfsstúlkum mörg góð ráð og leiðbeiningar sem að gagni mega koma. Nokkrar úr hópnum niðursokknar við að búa til myndir úr silkipappír. ■ Mörg listaverk urðu til þessa helgi í Ölfusborgum. ■ Þessar ungu stúlkur sögðust heita (frá vinstri): Margrét, Vigdís, Þuríður, Anna, Ragga og Linda. 77 ALUR HLAKKA TIL AÐ Rætt við Ernu Valdimarsdóttur um helgarnámskeið starfsmanna dagvistarstofnana á Suðurlandi Vestmannaeyjum - sem eru mjög duglegar í þessu, tóku Herjólf upp og rétt náðu í tæka tíð áður en námskeiðið byrjaði“, sagði Erna Valdimarsdóttir, forstöðukona leik- skólans í Hveragerði sem við á Tímanum náðum tali af. Erna kvað þetta a.m.k. í annað sinn sem slíkt námskeið er haldið og hugmyndin sé að það verði árlegur viðburður hér eftir. Það var fyrir frumkvæði fóstr- anna sjálfra að námskeiðin voru tekin upp. Þau eru haldin í frítíma kvennanna, - laugardag og sunnudag - sem einnig greiða sjálfar kostnað við uppihaldið, en sveitarfélögin hafa greitt fyrir þær sjálft nám - skeiðsgj aldið. Um 80 manns á slíku námskeiði hlýtur þó að þýða mjög góða mæt- ingu? „Frá okkur vantaði t.d. aðeins eina stúlku af ellefu og ætli það sé ekki svipað frá mörgum öðrum stöðurn", sagði Erna. Aðalverkefni laugardagsins sagði hún vera ýmiss- konar föndur sem fram fór undir handleiðslu Ólínu Geirsdóttur, fönd- urkennara Fósturskóla íslands og Bergljótar Aradóttur, kennara í tveim hópum. Síðdegis kom formað- ur Fóstrufélagsins og hélt fund með fóstrum á Suðurlandi um kjaramál þeirra og réttindamál. Starfsstúlk- urnar skiptust einnig á skoðunum m.a. um hvaða kjara og réttinda þær nytu á hinum og þessum stöðum og kom í ljós að þar var nokkur munur á. Að fundi loknum hélt allur hópurinn í mat austur að Selfossi. En þaðan var aftur haldið í Ölfusborgir þar sem efnt var til kvöldvöku. „Þar komum við fram með skemmtiatriði frá hverju barnaheimili og síðan sungu allir fullum rómi. Þetta var ákaflega gaman“, sagði Erna. Á sunnudeginum var hafist handa kl. 10 um morguninn og byrjað á leikrænni tjáningu sem Hlíf Agnars- dóttir leiðbeindi við. | En að hvaða notum kemur nám- skeið sem þetta í starfi, t.d. leikræn tjáning? „T.d. þegar brjálað veður er úti, börnin búin að vera inni allan daginn og orðin pirruð þá förum við kannski og leikum vindinn, rigningu, blóm og svo framvegis. Eins þegar maður syngur og leikur með, þá er það raunverulega leikræn tjáning. Börn- um finnst þreytandi til lengdar að sitja grafkyrr og hlusta á sögur, en að fara í eitthvað það sem þau geta fengið að leika og tjá sig hefur mjög róandi og góð áhrif á þau. Föndrið sem við lærðum kemur okkur líka til góða í starfinu með þeim. Auk þess gefa svona námskeið fóstrum tæki- færi til að bera sig saman, t.d. um hinar og þessar starfsaðferðir, sem þær hafa hver um sig prófað. Þriðji kosturinn er sá að það er mjög gaman að koma svona saman og lífga mann upp fyrir veturinn, bæði félags- lega og á annan hátt,“ sagði Erna. Hún var svo áhugasöm og ánægð að okkur grunar að hún sé þegar farin að hlakka svolítið til næsta náms- keiðs. -HEI ■ Sannkölluð blómarós - gerð úr sUki- pappir. Myndir Sigurður S. N AMSKEIÐIN 77 VINNUEFTIRLIT RÍKISINS Síðumúla 13,105 Reykjavik. Simi 82970 Laus staða BYGGINGATÆKNIFRÆÐINGS eða BYGGINGAFRÆÐINGS Verkefni eru einkum á sviöi húsnæöismála vinnustaða og öryggismála byggingaiðnaöar. Nánari upplýsingar um starfiö eru veittar í síma 82970 millikl. 8.00 og 16.00. launakerfi opinberra Laun samkvæmt starfsmanna. Umsóknir sendist Vinnueftirliti ríkisins, Síöumúla 13, Reykjavík, fyrir 15. desember nk. á eyöublöðum sem þar fást. Allir landsmenn geta orðið þátttakendur í áskriftargetraun Tímans Næst drögum við 2. des., ’82 um 50,000 kr. vinning SHARP myndband og SHARP litsjónvarp. Adeins skuldlausir áskrif endur getatekiðþátt í getrauninni, Getraunaseðlarnir birtast laugardagsblöðunum REYKJAVIK - SIMI 86300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.