Tíminn - 20.11.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.11.1982, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1982 iUmsjón: B.St. og K.L. — segir Dorth fyrirsæta ■ - Mér þykir spennandi að vinna sem fyrirsæta, segir Dorthe Rasmussen, 19 ára stúlka í Árósum, en ef ég ætti að komast langt og vinna fyrir mér eingöngu með fyrirsætustörfum, þá þyrfti ég að flytjast til Kaupmannahafnar, og það vinn ég ekki til. Kaupmannahafn- arbúar þykja mér vera snobbaðir og kuldalegir, - einkum og sér í lagi kvenfólkið. Það gerir samkeppnin í þessari grein. Dorthe gerir því ráð fyrir, að hún þurfi að vinna eitthvað annað en sem fyrirsæta. - Ég er alveg ánægð með það, og nú er ég í námi sem sjúkraliði. Ég býst við að það verði aðalstarf mitt í framtíðinni, sagði Dorthe við blaðamann, sem vildi forvitnast framtíðaráætlanir hennar. um ■ Larry Hagman sagði óvænt og ruddalega upp sínum gamla ráðgjafa og umboðsmanni - og nú á Maj, kona hans (sem sést líka á myndinni) að sjá um viðskiptin. Er Larry Hag- man farinn að draga dám af hinum pen- R. í Dallas? Amanda Lear varð að af lýsa ■ Hefur fólk ekki lengur ráð á því að fara á hljómleika, eða vill það heldur kaupa hljóm- plötur fyrir sömu peninga og það kostar að kaupa sig inn til að hlusta á listafólkið? Plötuna má alltaf spila aftur og aftur, en kvöldstundin líður fljótt. Nýlega var skrifað um það í dönsku blaði, að óvenjulega mikið hefði verið um -það að undanfömu þar í landi, að þekktir listamenn hefði orðið að aflýsa skemmtunum vegna þess að miðarnir hreinfega seldust ekki. Þar var fyrst nefnd hin þekkta poppsöng- kona Amanda Lear, sem ætl- aði að halda nokkrar söng- skemmtanir, en þeim var aflýst þegar kom í Ijós að það var engin eftirsókn í miða á þær. Breska hljómsveitin Bucks Fizz, sem vann í Eurovision söngkeppninni á síðasta ári með iaginu „Makin Your Mind Up“, hafði ákveðið að koma til Danmerkur og halda nokkra hljómleika, en þeim var öllum aflýst. Aftur á móti hefur selst ágætlega á skemmtanir Victors Borge, sem hefur skemmt Dönum að undanförnu. Amanda Lear var mjög von- svikin yfir því að hætta við Danmerkurferðina. „Ég hélt að ég ætti tryggan hóp aðdá- enda í Danmörku, en mér finnst þeir heldur betur hafa svikið mig“, sagði söngkonan er hún tilkynnti að ekkert yrði af hljómleikinum. ■ Amanda Lear finnst sem aðdáendurnir hafi svikið sig. ■ Það er engu líkara en J.R. sé farinn að vaða uppi í leikaranum Larry Hagman, sem hefur leikið hinn leiða J.R. í mörg ár. Nú nýlega rak Larry bæði umboðsmann sinn og einkaritara, sem hefur unn- ið fyrir hann árum saman, frá því að tímarnir voru erfiðir hjá leikaranum, og þá vann um- boðsmaðurinn af krafti að því að koma fótunum undir hann. Nú ætlar Larry Hagman að láta hina sænsku konu sína, Maj Hagman, sjá um öll sín mál. Maj verður þar með fyrsti sænski agentinn í Hollywood. Hún hannar og selur setböð með vatnsnuddkerfi, og gengur bissnessinn vel hjá henni. Hagman hefði reyndar vel ráð á því að sleppa því að hafa umboðsmann, því hann hefur grætt svo mikið á leik sínum i DALLAS, að þegar/ef sjón- varpsþættirnir hætta, þyrfti hann ekkert að fara að leita sér að vinnu, því að hann veður í peningum og hefur verið dug- legur við að ávaxta sitt fé, að hann ætti að geta lifað í allsnægtum til dauðadags.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.