Tíminn - 20.11.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 20.11.1982, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1982 SAMVINNU TRYGGINGAR ÁRMÚLA3 SÍMI81411 Tilboð óskast 'í eftirtaldar bifreiðar sem skemmst hafa i umferðar- óhöppum. Datsun Sunny árg. '81 Daihatsu Charade Run About árg. '79 Datsun 120Y árg. 76 Galant 1600 árg. ’80 Lada árg. 79 Datsun Cherry árg. '80 Datsun 220e Diesel árg. 79 Simca 1508 g.t. árg. 78 Mini 1000 árg. 78 Lada1500 árg. '80 Trabant árg. 78 V.W. 1300 árg. 73 Bifreiðarnar verða til sýnis á mánudaginn 22/11 1982 kl. 12-17. Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga f. kl. 17 23/11 ’82. Alfa-Laval styrkurinn Sænska fyrirtækið Alfa-Laval AB, bauð árið 1980 að veita þeim sem vinna að mjólkurframleiðslu eða í mjólkuriðnaði, styrk einu sinni á ári næstu fimm ár. Styrknum skal varið til þess að afla aukinnar menntunar eða fræðslu á þessu sviði. Upphæð styrksins er sænskar kr. 10.000.- hvert ár. Þeir sem til greina koma við úthlutun Alfa-Laval styrksins eru: 1. Búfræðikandidatar 2. Mjólkurfræðingar 3. Bændur, sem náð hafa athyglisverðum árangri í mjólkurframleiðslu 4. Aðrir aðilar, sem vinna að verkefnum á sviði mjólkurframleiðslu og mjólkuriðnaðar, eða hyggjast afla sér menntunar á því sviði Umsóknir með ýtarlegum upplýsingum um fyrri störf, svo og hvernig styrkþegi hyggst nota styrkinn þurfa að berast undirrituðum fyrir 23. desember. Úthlutunverðurtilkynnt31.desember. Samband Isl. Samvinnufélaga Véladeild Ármúla3 105 Reykjavík Sími38900 Dráttarvélar h.f. Suðurlandsbraut32 105 Reykjavík Sími86500 Lögtök Eftir kröfu Tollstjórans I Reykjavík og að undangengnum úrskurði verða lögtök látin fram fara án frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda, en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Söluskatti fyrir júlí, ágúst og sept. 1982, svo og söluskattshækkunum, álögðum 19. ágúst 1982 - 16. nóv. 1982; vörugjaldi af innlendri framleiðslu fyrir júlí, ágúst og sept. 1982; mælagjaldi, gjaldföllnu 11. júní og 11. okt. 1982; skemmtanaskatti fyrir maí, júní, júlí, ágúst, sept. og okt. 1982. Borgarfógetaembættið f Reykjavík 16. nóv. 1982 GLUGGAR 0G HURÐIR Vönduð vinna á hagstœðu verði Leitið tilboða. ÚTIHURÐIR Dalshrauni 9. Hf. S. 54595. bækurj 555 gátur ■ Bókaútgáfan Vaka hefur sent frá sér nýja gátubók. 555 gátur er eins konar framhald af 444 gátum, sem kom út í fyrra. Sigurveig Jónsdóttir þýddi og staðfærði, eins og fyrri bókina. 555 gátur er fjórða bókin í bókaflokknum Tóm- stundabækurnar. f upphafsútgáfu bókarinnar var valið úr nær 30.000 gátum alls staðar að úr heiminum. Nú hefur íslenskum úrvals- gátum verið bætt í safnið. Þá prýða teikningar í hundraðatali bókina. Á bókarkápu segir, að viðtökurnar, sem 444 gátur fékk í fyrra, sýni svo ekki verði um villst, að hér á landi sé geysilegur gátuáhugi. í þessari nýju bók er útvalið enn meira og ættu allir að finna gátur við sitt hæfi. 3C'/HJ/iW y FROST A FRON'f „Frost á fróni“ ■ Út er komin hjá Iðunni þriðja bókin í teiknimyndaflokknum um Samma. Nefnist hún Frost á fróni. Höfundar þessara bóka eru Berck og Cauvin. Aðalpersónur þessa flokks eru Sammi og vinur hans, Kobbi sem taka sér fyrir hendur að leysa ýmis erfið verkefni. Um efni þessarar bókar segir á kápubaki: „Grímsi er merkilegur vísindamaður, en einn daginn verður óþægilega heitt á honum. Sammi og Kobbi taka að sér, fyrir góða borgun, að fylgja Grímsa burtu á kaldan stað, svo að ekkert komi fyrir hann. Þetta er ekki vandalaust því að glæpamannaflokkur er jafnan á hælunum á Grímsa og margar aðrar hættur liggja í leyni.“ Frost á fróni er 46 blaðsíður. Bókin er gefin út í samvinnu við Interpresse í Danmörku. Jón Gunn- arsson þýddi texta bókarinnar sem prentuð er á Ítalíu. Hefur df Það^Öf bjargaðjÍpSr þér ||XF FERÐAR IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK MEISTARANÁM fyrir húsasmiði, múrara og pípulagningarmenn hefst fyrir nýja nemendur eftir áramót. KVÖLDDEILD í TÆKNITEIKNUN hefst fyrir nýja nemendur eftir áramót jafnhliða dagdeild. FORNÁM hefst um áramót. Nemendur endurtaka eingöngu nám í fall- greinum (einkunn 0—4, D eða E) á grunnskólaprófi. Þeir geta jafnhliða haldið áfram námi í öðrum almennum greinum. FORNÁMSNEMENDUR sem Ijúka námi um jól 1982 eiga kost á framhaidsnámi í al- mennum greinum eftir áramót. MÁLMIÐNADEILD Nýir nemendur verða teknir í grunndeild málmiðna um næstu áramót. Umsóknarfrestur um skólavist á vorönn er til 30. nóv. n. k. Kennsla hefst 10. jan. 1983 samkvæmt stundaskrá. IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Ódýrar bókahillur Stærð: 184x80x30 Fást í furu, eik og bæsaðar. Verð kr. 1.760.- án hurða Tré- og glerhurðir fáanlegar Húsgögn og Suðuriandsbraut 18 innréttingar símisesoo RIKISSPITALARNIR lausar stödur LANDSPITALINN AÐSTOÐARLÆKNIR óskast viö Kvennadeild til eins árs frá 1. janúar 1983 að telja. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu ríkisspítalanna fyrir 17. desember n.k. Upplýsingar veita yfirlæknar Kvennadeildar í síma 29000. AÐSTOÐARLÆKNIR óskast til eins árs frá 1. janúar 1983 á Rannsóknastofu Háskólans v/Barónsstíg. Mögulegt er aö framlengja ráðningu um eitt ár skv. umsókn og nánara samkomulagi. Um er aö ræða námsstöðu í almennri líffærameinafræði. Jafnframt gefst kostur á að leggja sérstaka áherslu á eitt eða fleiri sérsvið, svo sem barnameinafræði, réttarlæknisfræði, frumumeinafræði, rafeindasmásjár- rannsóknir og fleira. Gert er ráð fyrir, að viðkomandi aðstoðarlæknir taki þátt í rannsóknarverkefnum samhliða öðrum störfum. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu ríkisspítalanna fyrir 17. desember n.k. Upplýsingar veitir forstöðumaður Rannsóknastofu Háskólans í síma 29000. AÐSTOÐARLÆKNIR óskast á taugalækningadeild til 6 mánaða frá 1. janúar 1983. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu ríkisspítal- anna fyrir 17. desember n.k. Upplýsingar veitir yfirlæknir taugalækningadeildar í síma 29000. RÍKISSPITALAR Reykjavík, 21. nóvember 1982.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.