Tíminn - 20.11.1982, Blaðsíða 1
:-----------— 'J
Helgarnámskeið starfsmanna dagvistarstofnana - bls. 10-11
Blað 1 Tvö blöð í dag
Helgin 20.-21. nóvember 1982 265. tölublað - 66. árgangur
erlent yfirlit:
mm
Smyglad hefurverid til landsins ÍO þús.ólöglegum myndböndum:
RÍKISSJÚÐUR TAPAÐ A
Mfí 22 MILUÓNUM KR.
— vegna vangoldins innflutningsgjalds, söluskatts og vörugjalds
kistan
— bls. 5
■ „Við fullyrðum að a.m.k. eru 10
þúsund myndbönd hér á landi, sem eru
hingað komin með ólöglegum hætti,
en alls eru myndbönd hér um 20 til 25
þúsund. Sú staðreynd að þessum
myndböndum hefur verið smyglað inn
í landið, hefur þær afleiðingar í för
með sér að ríkisstjóður hefur tapað um
16.8 milljónum króna frá því að byrjað
var að smygla þeim inn, og um 5.7
milljónum króna á ári að auki, sem er
missirinn á söluskatti,“ sagði Gunnar
Guðmundsson hdl., í viðtali við Tím-
ann en Gunnar hefur nú verið ráðinn
framkvæmdastjórí nýstofnaðra sam-
taka, sem nefnast Samtök rétthafa
myndbanda á Islandi.
Sagði Gunnar að tap ríkissjóðs væri
í því fólgið að heildsöluverð á mynd-
bandi til dreifingaraðila hér á landi
væri nú 2.615 krónur, en innkaupsverð
væri 798 krónur, þannig að hlutur
ríkisins af hverju innfluttu bandi væri
1681 króna, en sú upphæð skiptist í
flutningsgjald, söluskatt, toll og vöru-
gjald. Það væri því einfalt reiknings-
dæmi að margfalda með 10 þúsund
tapið af hverri spólu, til þess að fá út
heildartapið, að söluskatti á útleigu
undanskildum.
„Baráttumál okkar á næstunni verða
þau,“ sagði Gunnar, „að koma því í
kring að ólögmæt sýning og hotkun
myndbanda verði meðhöndluð innan
dómskerfisins, sem hvert annað brot á
hegningarlögum, og hyggjumst við í
því sambandi leggja tillögur okkar
fyrir Alþingi, og höfum reyndar nú
þegar rætt við alþingismenn, sem hafa
tekið vel í málaleitan okkar. Auk þess
munum við reyna að fá hið opinbera,
til að falla frá hluta af hinum óheyri-
legu gjöldum sem lögð eru á
myndbönd. Við nefnum í því sam-
bandi, sem dæmi söluskattinn — hann
leggst fyrst á innkeypta spólu, og síðan
aftur á útleiguna. Þá eru innflutnings-
gjöldin nánast háð geðþóttaákvörðun
tollyfirvalda og því viljum við fá
breytt, og að matið verði eðlilegt.“
Gunnar sagði jafnframt að ef sam-
tökunum tækist að koma baráttumál-
um sínum fram, þá myndi það fljótlega
hafa í för með sér verulega lækkun á
myndabandaefni til neytenda.
—AB
■ Nýtt dvalarheimili aldraöra mun í
framtíöinni rísa í Seljahverfinu í
Brciðholti. Var þetta samþykkt á
fundi Framkvæmdanefndar stofnana í
þágu aldraðra í gær, og jafnframt
ákveðið að á sama svæði verði byggðar
um 50 söluíbúðir fyrir aldraða.
- Þetta er mjög stefnumarkandi
samþykkt, sagði Gylfi Guðjónsson,
arkitekt sem sæti á í Framkvæmda-
nefndinni í samtali við Tímann. Sagði
Gylfi að á fundinum hefði verið
samþykkt samhljóða að ráðast aðeins
í byggingu dvalarheimilisins og sölu-
íbúðanna til að byrja með, en fyrri
tillögur höfðu gert ráð fyrir að byggt
yrði mun stærra heimili, sem einnig
væri hjúkrunarheimili, sjúkradeild og
heilsugæslustöð.
- Þessum áformum var frestað með
samþykktinni, en hugmyndin er sú að
í framtíðinni verði leitað að lóðum
undir þessa starfsemi í nágrenni dval-
arheimilisins, sagði Gylfi Guðjónsson.
Samkvæmt uplýsingum Gylfa Guðj-
ónssonar var einnig ákveðið að leita
hófanna um lóðir undir söluíbúðir á
fleiri stöðum í borginni. Hafa í því
; sambandi einkum Öskjuhlíðin, svæðið
vestan Glæsibæjar og Eiðsgrandinn
verið nefnd. Varðandi byggingu dval-
arheimilisins er það að segja að stefnt
verður að því að byggingarfram-
kvæmdir hefjist á miðju næsta ári.
- ESE
Dvalarheimili
fyrir aldrada:
BYGGTÍ
SEUfl-
HVERFI
— auk 50 sölu-
fbúða fyrir
aldraða
. ,.V..— -
„Annar
dansinn”
— bls. 19
■ Bjami Guðmundsson hefur hér sloppið í gegnum þýsku vömina í landsleiknum gegn Vestur-Þjóðverjum í gærkvöldi j
og skorar. En það dugði skammt, því Vestur-Þjóðverjar sigroðu 17-15 í hörkuleik. Nánar á bls. 11 í Helgarblaði.
Tímamynd: Ella.
Hagman
líkur JR?
— bls. 2
Átjánda
flokks-
þingið
— bls. 6-7