Tíminn - 20.11.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.11.1982, Blaðsíða 7
usta hafa nú afgerandi þýðingu til hærri aldurs. Framsóknarflokkurinn setur það fram sem markmið sitt í öldrunarmálum að aldraðir eigi jafnan völ á þeirri heilbrigð- is- og félagslegu þjónustu, sem eðlilegast og hagkvæmast er, miðað við þörf og ástand þess aldraða. Áríðandi er, að þessi þjónusta sé veitt án tillits til efnahags eða búsetu og að allir eigi svipaðan kost á að njóta hennar. Sérstaka áherslu ber að leggja á, að öldruðum sé gert kleift að búa á eigin heimilum og í umhverfi sínu eins lengi og heilsa og kraftar leyfa, en fái jafnframt notið nauðsynlegrar þjónustu á stofnunum, þegar hennar er þörf. Þá ber einnig að hafa að leiðarljósi þau grundvallarmannréttindi aldraðra, sem og annarra einstaklinga í lýðræðis- þjóðfélagi, réttinn til sjálfsákvörðunar, áhrifa og þátttöku. Helstu þættir í málefnum aldraðra 1. Hlutverk ríkisins - hlutverk sveitar- félaga - stjórnun og samræming. 2. Lífeyris- og tryggingamál. 3. Húsnæðis- og skipulagsmál. 4. Þjónusta utan stofnana. 5. Atvinnumál. 6. Samtök aldraðra. 7. Heilbrigðismál. Hlutverk ríkisins Hiutverk ríkisins skal vera að annast yfírstjórn öldrunarmála, tryggja nauð- synlega samræmingu, vinna að stefnu- mótun og áætlanagerð og sjá um að fjármagn til þess málaflokks verði aukið. Framkvæmdasjóður aldraðra verði efldur. Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið annist þessa yfirstjóm. Komið verði á fót samstarfsnefnd um málefni aldraðra, sem hafí það hlutverk að annast umsjón með þessum málaflokki og gera tillögur til ráðuneytisins varðandi hann. Samstarfsnefndin verði skipuð fulltrúum frá sveitarfélögum, frá Öldrunarráði íslands og frá heilbrígðisþjónustunni. Forðast skal of mikil ríkisafskipti af þessum málaflokki, og koma í veg fyrir miðstýringu, sem draga mundi úr frum- kvæði og áhuga sveitarfélaga, félaga- samtaka og einstaklinga á þessu sviði. Hlutverk sveitarfélaga Hlutverk sveitarfélaga skal vera að annast uppbyggingu og rekstur dvalar- stofnana fyrir aldraða og að annast heimaþjónustu fyrir þá. Þau skulu annast stjórn öldrunarmála hvert á sínu svæði eða í samvinnu við önnur sveitar- félög eftir því sem við á. Þau skulu tryggja nauðsynlegt samráð starfsfólks heilsugæslustöðva, annarra heilbrigðis- stofnana og starfsfólks félagslegrar þjón- ustu sveitarfélaga um málefni aldraðra á viðkomandi svæði. Þau skulu gefa félagasamtökum áhugamanna svigrúm til að vinna að málefnum aldraðra og veita slíkum samtökum stjórnunaraðild að dvalarstofnunum aldraðra, þar sem þáttur þeirra er verulegur í uppbyggingu stofnananna. Sveitarfélögin skulu taka þátt í fjár- mögnun við uppbyggingu dvalarstofn- ana fyrir aldraða enda séu þeim tryggðir tekjustofnar svo að þau geti valdið þessu verkefni. Lífeyris- og tryggingamál Framsóknarflokkurinn vill að átak verði gert til úrbóta á lífeyris- og tryggingamálum aldraðs fólks sem taki mið af því, að sem mestur jöfnuður ríki í lífeyrisgreiðslum. Óverjandi er að halda því misrétti og misræmi, sem nú viðgengst í trygginga- málum aldraðra þ.e.a.s. annarsvegar þeirra sem njóta aðeins lífeyris frá Tryggingastofnun ríkisins og hinsvegar þeirra, sem að auki fá lífeyri úr einum eða fleiri lffeyrissjóðum. Þjónusta utan stofnana Helstu leiðir til að aldraðir geti búið í eins eðlilegu umhverfi og við eins eðlilegar aðstæður og verða má, eru m.a. þessar: 1. Koma ber á fót öflugri heimaþjónustu í öllum sveitarfélögum. 2. Efla þarf heimahjúkrun verulega. Koma þarf á kvöld-, nætur- og helgidagaþjónustu varðandi þessa þjónustuþætti og samræma stjórnun þeirra. 3. Heimsending matar og/eða sameigin- legt mötuneyti. Síðari kosturinn hef- ur það umfram hinn fyrri, að hann stuðlar að auknum tengslum fólks, kynningu og tilbreytingu. 4. Litlar og hentugar íbúðir og aðstoð við viðhald fasteigna. 5. Ivilnanir og eftirgjöf á greiðslum fyrir ýmiss konar þjónustu og á gjöldum til ríkis- og sveitarfélaga. 6. Öflugt og fjölþætt tómstundastarf er einhver sterkasta vöm gegn ein- angrun, kvíða og tómleika. 7. Árlegt heilsufarseftirlit 75 ára og eldri. 8. Sálusorgun - húsvitjanir presta og annarra starfsmanna kirkjunnar. 9. Mikilvægi áhugamannafélaga í sjálf- boðaliðastarfi t.d. skipulögð heim- sóknarþjónusta. Atvmnumál Það er álit flestra, að gefa þurfi því meiri gaum í framtíðinni, hvemig verkalokum einstaklingsins er háttað. Umskiptin mega ekki verða of snögg. Vinna verður skipulega að undir- búningi og aðlögun þess að hætta störfum. Því þarf að koma til meiri sveigjanleiki en nú er, fólk eigi kost á hlutastörfum síðustu vinnuárin, ef það óskar þess. Lögð er á það þung áhersla, að allir eigi kost á einhvers konarviðfangs- efnum við hin almennu starfslok. Aðstaða þarf að vera fyrir hendi til að sinna margvíslegum áhugamálum, nokkurs konar smiðja, sem hver og einn getur sótt í að vild. Framsóknarflokknum er það mikið kappsmál að kannað verði rækilega, hvort ekki megi nýta reynslu og þekkingu aldraðra t.d. í ráðgjöf í atvinnulífinu almennt og við fjölþætt uppeldisstörf m.a. á yngri stigum skólanna, dagvistunarheimilum og víðar. Samtök aldraðra Framsóknarflokkurinn vill forðast of mikil ríkisafskipti, miðstýringu og stofnanaveldi í öldrunarmálum sem og í öðrum þáttum þjóðmála. Vænleg leið til almennrar virkni og þátttöku fjöldans í uppbyggingu öldrunarþjónustu er að efla og virkja samtök aldraðra sjálfra og annars áhugafólks um framgang þessa mála- flokks. Heilbrigðísmál Efla ber heimilislækningar, heima- hjúkrun og endurhæfingu í heima- húsum, samfara ýmiss konar félags- legum aðgerðum og aðstoð sem stuðlað gæti að bættu heilsufari þessa fólks. Þá telur flokkurinn að tryggja beri aðgengi aldraðra að göngudeildar- þjónustu og heilsurækt í tengslum við sjúkrahús- og/eða heilsugæslustöðvar sem víðast um landið. Sömuleiðis að gert verði stórátak í byggingu hjúkr- unarheimila og sjúkradeilda þar sem algjört neyðarástand ríkir nú varð- andi þann þjónustuþátt í málefnum aldraðra. Húsnæðis- og skipu- lagsmál Framsóknarflokkurinn vill stuðla að því, að aldrað fólk geti búið sem lengst á heimilum sínum og í því umhverfi, sem það best þekkir og er því kærast. Lögð verði megináhersla á fjölþætt úrræði í húsnæðismálum aldraðra. Bent er á, að með bættri hönnun og auknu eftirliti með byggingu almenns íbúðarhúsnæðis í landinu, er unnt að reisa vandaðar íbúðir, sem taka verulega mið af sérþörfum aldraðra umfram það, sem hingað til hefur viðgengist. Þannig er líklegt að í mörgum tilvikum sé hægt að lengja dvalartíma aldraðra á eigin heimil- um. Þá skal á það minnt, að þýðingar - mikið er, að sveitarfélög sjái um að ætíð sé nægilegt framboð aðgengi- legra smáíbúða í almennum íbúðar- hverfum, sem m.a. gætu hentað öldruðu fólki, sem vill minnka við sig húsnæði. Húsnæðislöggjöfin veiti hágstæð lán til slíkra bygginga og leiguíbúða fyrir aldraða með hlutafjárþátttöku eigenda. Slíkar íbúðir gætu ýmist verið í eigu sveitarfélaga, einstak- linga eða samtaka aldraðra. Nauð- synlegt er að jafnan sé þess gætt að aðstoð sé fyrir sameiginlega þjón- ustu í slíkum byggingum. Framtak vmissa hópa og samtaka aldraðra nú á síðustu árum (samvinnubygging- ar) er áhugaverður og æskilegur kostur í húsnæðismálum aldraðra. Framsóknarflokkurinn fagnar og styður heilshugar hina miklu og stórhuga uppbyggingu í öldrunar- þjónustu víða um land á síðustu árum, og treystir því að hér sé aðeins um upphaf að öflugri sókn í málefnum aldraðra að ræða. Lokaorð En fyrst og síðast er það einstaklingur- inn sjálfur, sem taka skal mið af í stefnumótun í málefnum aldraðra. Nauðsynlegt er samkvæmt framan- sögðu að styðja aldraða og hjálpa þeim, en aldrei má lama sjálfsbjargarviðleitni þeirra. Einstaklingurinn skal ávallt njóta virðingar og jafnframt eiga kost á því að vera virkur og sjálfstæður. Öldrunar- þjónsuta má aldrei fá á sig ölmusubrag. Þetta er aðeins mannréttindi sem bíða okkar allra. Fjölskyldupólitík 18. flokksþing Framsóknarflokksins leggur áherslu á samræmda fjölskyldu-, pólitík, m.a. þannig að vinnumarkað- urinn taki tillit til þarfa fjölskyldunnar, en ekki öfugt. Fjölskyldupólitíkin felur í sér nýtt viðhorf þar sem meginmarkmið- ið er að skapa skilyrði fyrir gott uppeldi barna og unglinga og félagslegt öryggi fjölskyldna með böm. Þingið leggur áherslu á að fjölskyldan verði áfram mikilvægur kjami þjóðlífsins, þrátt fyrir breytta þjóðfélagshætti. í því skyni telur þingið brýnt að endurskoða og endur- meta vinnutilhögun og þjónustu. Þetta felur einnig í sér að ekki verði hvikað frá kröfunum um jafnrétti karla og kvenna og þar með jafnrétti allra manna. Mikilvægur þáttur fjölskyldu- vemdar er einmitt að stuðla að jafnri aðstöðu allra án tillits til kynferðis, stöðu, efnahags og búsetu. Hér þarf margt að koma til og má nefna þann málaflokk fjölskyldupólitík, fjölskylduvernd eða fjölskyldumál hlið- stætt því að efnahagsmál er samheiti þeirra mörgu málefna sem þann mála- flokk fylla. Flokksþingið leggur áhcrslu á eftirfar- andi: — Vinnumarkaðurínn viðurkenni for- cldrahlutverkið. — Vinnutími verði sveigjanlegri, eftir því sem við verður komið til þess að samrxma þarfir vinnumarkaðarins einkahögum fólks. — Dregið verði úr vinnuálagi með því að bæta dagvinnukjör, en minnka eftirvinnu. — Stefna þannig að því að stytta vinnutíma foreldra barna utan heimilis. — Unnið verði markvisst gegn hefð- bundinni verkaskiptingu kynjanna á vinnumarkaðinum og stuðla með því að eðiilegri verkaskiptingu karla og kvenna utan og innan heimilis. Jafnframt er brýnt að endurmeta til launa hefðbundin kvennastsörf. — Þjónustustofnanir verði færðar í það horf sem henti fjölskyldulífi nútím- ans. — Kennsla í uppeldis-, fjölskyldu- og heimilisfræðum verði aukin. Fari hún fram í skólum, námsflokkum og i tengslum við heilsugæslustöðvar. Námsefni verði í samrxmi við þörf- ina á ólíkum aldursskeiðum. — Lög um fæðingarorlof verði endur- skoðuð þannig að þau tryggi öllum foreldrum sömu greiðslu hjá Trygg- ingarstofnun ríkisins án tillits til atvinnuþátttöku. Jafnframt verði stefnt að lengingu fxðingarorlofs í áföngum. — Unnið verði að því að ungt fjöl- skyldufólk búi við öryggi í húsnæðis- málum hvað varðar leigukjör og lánskjör við kaup á húsnæði. — Tekið verði tillit til mismunandi Ijölskyldugeröa við hönnun húsnæð- is, t.d. stórfjölskyldunnar þar sem þrír ættliðir búa saman. Með því væri fjölskyidunum auðveldað að sjá um aldraða og fatlaða í heimahúsum, enda taki þjóðfélagið tillit til þessa með auknum skattaívilnunum og opin- berum styrkjum. — Tryggt verði öryggi og vellíðan bama meðan foreldrar vinna úti, með byggingu og rekstrí dagvistarheimila. Þau eiga að vera foreldrum til aðstoðar og eðlileg viðbót við upp- eldi bama á eigin heimilum. Æskilegt er að dvöl á dagvistarheimili fari ekki yfir sex tíma á dag. — Unnið verði að því að skólatími verði samfelldur og börn fái málsverð í skólanum. Sérstakt átak verði gert í mötuneytismálum framhaldsskól- anna, á þann veg að í öllum framhaldsskólum verði til staðar mötuneyti og að launakostnaður verði greiddur af opinbcrum aðilum. — Sóraukið verði samstarf heimila og skóla. — Á væntanlegu umferðarárí 1983 beiti Framsóknarflokkurinn sér fyrir því að fjármagni verði veitt til að stórátak megi hefjast gegn þeim ógnvaldi fjölskyldunnar sem umferð- arslysin eru. — Efldur verði stuðningur við tóm- stundaiðkanir sem stuðla að samveru Qölskyldunnar, t.d. iþróttagreina, sem eru vel til þess fallnar. 18. flokksþing Framsóknarflokksins .leggur áherslu á að innan fjölskyldunnar fer fram sá hluti uppeldisins sem hvað mestu máli skiptir. Framsóknarflokkur- inn telur að það verði best gert með umbótastefnu sem skapar aðstæður fyrir fjölskyldpna að lifa í samræmi við nýtt lífsviðhorf og breytt gildismat. ■ Margt var rætt manna á milli og eru þeir hér á tali Sigurður Óli Brynjólfsson, Jón Kristinsson og Guðmundur Bjarnason. Að baki þeim grillir í Stefán Jasonarson hressan að vanda. Tímamynd EUa II íhuguUr Akumesingar hlusta með athygli. Við borðið sitja Bent Jónsson, Andrés Ólafsson, Guðmundur Bjömsson, Ólafur Guðbrandsson og Danícl Ágústsson Tímamynd Róbert FELAGSMÁL Tveir Vestlendingar á flokksþingi, Alexander Stefánsson og Kristján Jóhannes-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.