Tíminn - 20.11.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.11.1982, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1982 3 fréttir Iðntæknistofnun kannar íslenskar og innfluttar pizzur: llTLENDA PIZZAN LÍT- IDANNAOEN 80TNINN MErlendu pizzurnar eru ekki sam- keppnis- færarM - segir Hrafn Bachmann í Kjötmið- stöðinni ■ „Erlendu pizzurnar cru ekki samkeppnis- færar lengur. Bæði hafa miklar gengisbreyt- ingar hækkað verð þeirra mjög mikið og cinnig hefur eftirlit neytenda á vörunum batnað verulega, sem betur fer. Fólk kaupir ekki sumar af þessum erlendu pizzum nema einu sinni", sagði Hrafn Bakkmann, kaup- maður í Kjötmiðstöðinni, en hann er einn þeirra sem töluvert hefur auglýst pizzur undanfarna mánuði. Hrafn selur bæði íslenskar og erlendar (amerískar nú að undanförnu) pizzur og er verð þeirra nokkuð mismunandi eftir tegund- um. Fljótt á litið virðist verð þeirra íslensku og amerísku nokkuð svipað, auk þess sem ætla má að ostur, kjöt og annað góðmeti sé meira í íslensku framleiðslunni, samkvæmt könnun þeirri sem sagt er frá hér á síðunni. Telur Hrafn því líklegt að erlendu pizzurnar hverfi af markaðinum sjálfkrafa. Sölu á pizzum sem öðrum hraðréttum sagði Hrafn sífellt vera að aukast, og framleiðendum þeirra hér innanlands að fjölga. T.d. kvað hann nýjan framleiðenda bætast á markaðinn nú í næstu viku. hvers framleiðsla virtist lofa mjög góðu. -HEI ■ Mikill mismunur er á innihaldi innfluttra pizza og þeirra sem framleiddar eru hér heima, samkvæmt könnun sem framkvæmd var hjá Iðntæknistofnun á 4 tegundum crlcndra pizza er mikið voru auglýstar hér á landi í sumar og einni íslenskri til samanburð- ar. Kom m.a. í Ijós að botninn (hveitikakan) er um 2/3 hlutar af heildarþunga þeirra crlcndu eða 62.5% til 65.2% í þrem þeirra en 54.9% í einni á móti aðeins 30.4% í innlendu pizzunni. Aftur á móti reyndist ostur vera um þrefalt meiri í íslensku pizzunni, eða 38.5% á móti 10,1% til 15,5% í þeim erlendu. Sömuleiðis virðist mest prótín (kjöt/fiskur) vera í öðru innihaldi íslensku pizzunnar, en Iðntæknistofnun kvað þó ekki unnt að aðskilja tómatsósu og kjöthakk. Auk þess er í pizzunum ýmisskon- ar mismunandi grænmeti eftir tegundum. Það var að beiðni 4 pizzuframleiðenda í Reykjavík sem Osta- og smjörsalan lét gera framangreinda könnun. Bæðl töldu þeir þarna um mikið hagsmunamál að ræða fyrir sölu á íslenskum afurðum, þar sem þessir 4 kaupa um 60-80 tonn af osti á ári auk töluverðs magns af kjöti, en jafnframt bentu þeir á að þarna væri um innflutning á landbúnaðarvörum. Að sögn Gunnars Guð- bjartssonar fengust þau svör frá ráðuneytinu, að ef landbúnaðarvörur séu undir 20% af heildarþunga vörunnar flokkist hún sem iðnaðarvara. Erlendir framleiðendur haldi sig neðan við þessi mörk og á meðan er hægt að flytja erlendu pizzurnar inn óheft og tollfrjálst. Innlendirframleiðendursem nota meira en tvöfalt meira af dýrari hráefnum (ostur og kjöt er að sjálfsögðu margfalt dýrari en hveitikökur) bera sig að sjálfsögðu illa undan beinum verðsamanburði við erlendu pizzurnar. Stjórn Osta-og smjörsölunnar hefur nú nýlega samþykkt að beina þeim tilmælum til Framleiðsluráðs landbúnaðarins að það taki upp viðræður við stjórnvöld til stöðvunar pizzuinnflutningi. Auk þess sem hann skaði íslenskan landbúnað fækki hann atvinnu- tækifærum í landinu. -HEI ■ Tekin hefur verið í notkun í Áburðaverksmiðjunni í Gufunesi mjög fullkomin bflavog. Er þetta tölvuvog, bandarísk að gerð og getur hún vegið bfla og hluti allt upp að 55 tonn að þyngd. Það er fyritækið Isvog hf. sem sá um uppsetningu vogarinnar, en fyrirtækið hefur jafnframt uniboð fyrir þessum vogum hcrlcndis. Á myndinni sést er vogin var reynd í gær og eins og sja má á innfelldu myndinni vó kraninn rúm 28 tonn, en vogin er þá nákvæm að ekki skakkar nema 5 kflóum til og frá á svona miklum þyngdum. Guðlaugur Hermannsson eigandi ísvogar stendur við kranann. uieeo v-bar SNJÓKEÐJUR fyrir fólksbíla, jeppa, sendibíla og vörubíla getum sett upp keðjur á traktora og vinnuvélar með stuttum fyrirvara. Undirbúið ykkur fyrir veturinn, hafið keðjurnar til. KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 " 3-= Nafn Nafnnúmer Heimilisfang □ Ég er áskrifandi að Tímanum □ Ég vil gerast áskrifandi að Tímanum Undirskrift Hver er stærsti jökull á íslandi? □ Eiríksjökull □ Vatnajökull □ Drangajökull Nú veröur endurbirtur getraunaseðillinn í oðrum áfanga af fjórum í áskrifendagetraun Tímans. Að þessu sinni er vinningurinn glæsilegt Sharp myndband og sjónvarp að verðmæti um 50 þúsund krónur. Dregið verður úr innsendum seðlum frá þeim, sem eru að gerast áskrifendur að Tímanum, fimmtudaginn 3. desember næstkomandi. Huggulegur jólaglaðningur það! Hér birtist annar getraunaseðillinn í áskrrendagetraun- inni fyrsta sinni. Spurningin er einföld eins og í fyrstu umferöinni. Nú er spurt um stærsta jökul á Islandi. Svarið spurningunni hér að ofan, útfyllið seðilinn og sendið síðan úrklippuna til Tímans, Síðumúla 15,Reykja- vik, hið fyrsta. Merkið umslagið: Áskrifendagetraun. Þeir, sem eru skuldlausir áskrifendur að Tímanum þegar dráttur fer fram — þ.e. 2. desember næstkomandi — geta tekið þátt í getrauninni. Það er því enn góður tími til þess að gerast áskrifandi og senda inn útfylltan getrauna- seðil. Gerðu það strax í dag! Næst drögum við 2. des., ’82 um 50,000 kr. vinning SHARPmyndband og SHARP litsjónvarp.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.