Tíminn - 20.11.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 20.11.1982, Blaðsíða 20
Opiö virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 HEDD" Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikið úrval Sendum um land allt Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag 'i y labnel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armúla 24 Sími 36SI0 ■ Andrés Kristjánsson. LAUGARDAGOR 20. NÓV. 1982 ■ Félagsmálahreyfingar Suður-Þingeyinga á seinni hluta síðustu aldar og raunar þessari líka hafa undanfarið vakið mikla forvitni sagnfræðinga og söguunnenda. Einn áþreifanlegasti árangur þeirra hreyfínga var stofnun fyrsta kaupfélags á íslandi, Kaupfélags Þingeyinga. Það er 100 ára í ár, stofnað 1882 eins og fíestir vita og til þess árs rekur samvinnuhreyfingin á íslandi upphaf sitt. Það hefði verið úrættú; við þingeyskar hefðir ef þess merkisafmælis hefði ekki verið minnst á veglegan hátt, enda hefur það verið gert og nú á dögunum kom út „Aldarsaga Kaupfélags Þingeyinga 1882-1982, skráð af Andrési Kristjánssyni fræðslustjóra og fyrrum ritstjóra. Þetta er mikið rit, 488 blaðsíður að stærð og prýdd mörgum myndum. Tíminn ræddi við Andrés um verkið og tildrög þess. - Já, eins og fram kemur í formála Teits Björnssonar á Brún fyrir bókinni, þá mun það hafa verið Ketill heitinn Indriðason, bóndi á Ytrafjalli, sem hreyfði því fyrstu að Kaupfélag Þingey- inga gengist fyrir ritun þessarar 100 ára sögu. Þess var svo farið á leit við mig að ég tæki verkið að mér og féllst ég á það. Ég hef svo unnið að því undanfarin tvö ár. - Hvar leitaðir þú einkum fanga í heimildasöfnun? - Fyrst er nú að geta þess að kaupfélagið sjálft á geysimikið heimilda- safn, sem það varðveitir sjálft. Það er . t.d. mikið og merkilegt bréfasafn, þar sem í eru bréf sem farið hafa milli forustumanna kaúpfélagsins, deildar- stjóra og félagsmanna. í þessu safni eru alls geymd um það bil 6000 bréf. Þar að auki eru í safninu viðskiptabækur og gerðabækur, gögn deilda og þar fram eftir götunum. Kaupfélagið hefur þannig komið sér upp safni til eigin sögu og þetta er allt varðveitt á Húsavík í mjög góðum og tryggilegum geymslum. Þetta eru auðvitað aðalheimildirnar um sögu kaupfélagsins. Ýmis gögn er líka að Aldarsaga Kaupfélags Þingeyinga komin út: ÁHERSU ALLTAF LÖGD Á Á VARÐVEISLU HEIMILDA — Rætt við Andrés Kristjánsson, höfund bókarinnar finna í sýsluskjalasafninu á Húsavík. Svo eru til ýmis handrit, t.d. handrita- safn Jakobs Hálfdánarsonar, Benedikts Jónsonar frá Auðnum. Það er líka til mikið prentað mál, Saga Kaupfélags Þingeyinga, eftir Jón Gauta Pétursson bónda á Gautlöndum sem út kom 1942 á 60. afmæli félagsins, Pétur Jónsson bóndi og alþingismaður á Gautlöndum dropar skrifaði mikið í tímarit kaupfélaganna, sem ég gat haft gagn af við samningu bókarinnar og síðast en ekki síst gaf Kaupfélag Þingeyinga út eigið félags- blað, Ófeig og það kom út í 40 ár, síðast 1930. Benedikt Jónsson frá Auðnum sá um útgáfu þess allan tímann. Þar birtist mikið af greinum um kaupfélagsmál og samvinnumál. Loks ber að nefna dokt- orsritgerð Gunnars Karlssonar prófess- ors í sagnfræði við Háskóla íslands, Frelsisbarátta Suður-Þingeyinga og Jón á Gautlöndum, þar koma stofnun kaupfélagsins og fyrstu ár þess nokkuð við sögu. - Það hefur greinilega verið lögð á það áhersla að halda til haga gögnum um sögu félagsins frá fyrstu tíð. - Já, það hefur verið lögð áhersla á það. Benedikt frá Auðnum átti sinn þátt í því, hann var bókavörður mjög lengi á Húsavík. Það var komið upp skjala- geymslu í kjallara kaupfélagshússins þar, en gögn eru reyndar til annars staðar frá fyrstu árum kaupfélagsins, til dæmis á þjóðskjalasafni, þetta er dálítið dreift, en það er mikið varðveitt. fréttir Bláfjöll opnuð í dag ■ Stólalyftan á skíða- svæði Reykjavíkur í Blá- fjöllum verður opnuð í dag kl. 10. Að sögn Erlings Jóhannssonar, hjá íþrótt- afulltrúa Reykjavíkur- borgar, þá er snjór ekki orðinn nægur í Bláfjöllum til þess að fleiri lyftur verði opnaðar. Erlingur sagði að snjór væri ekki orðinn næg- ur þama uppfrá, en þó gætu menn skíðað talsvert. Hann sagði að þar sem snjór væri þar væri hann góður, en talsvert hefði skafið, þannig að auð svæði væru inn á milli. Þá benti Erlingur á að Vegagerðin myndi nú um helgina vinna við lagfæring- ar á Bláfjallaveginum, þannig að við einhverjum umferðartöfum mætti búast. - AB Beið bana er Karls- efni fékk á sig hnút ■ Banaslys varð um borð í togaranum Karlsefni frá Reykjavík þegar hann var á veiðum um 30 sjómílur vestur af Látrabjargi um hádegisbilið á fimmtudag Fjörtíu og tveggja ára gamall netamaður, Örn Söebeck, til heimilis að Kvisthaga 19 í Reykjavík, hlaut mikið högg þegar togarinn fékk á sig brot og talið er að hann hafi látist samstundis. Örn var ásamt öðmm skipverjum við vinnu á þilfari þegar brotið reið yfir. öm lætur eftir sig tólf ára gamla dóttur. - Sjó s Arshátíð lækna og sláturhús- manna ■ Þessi er úr Víkurbiaðinu á Húsavík: A laugardagskvöld var haldin árshátið Sjúkrahúss Húsavíkur. Var þar fjöldi manns, læknar, hjúkrunarkon- ur og ýmsir sem í fljótu bragði virtust ekki nátengdir Sjúkra- húsinu og þó. Þama voru m.a. menn úr Kjötiðjunni og starfs- menn Sláturhússins. E.t.v. hafa læknar litið á starfsmenn þessara fyrirtækja sem hálf- gcrða kollega sína og því boðið þeim á árshátíð Sjúkrahússins. Konur í meiri- hluta í borgar- stjórn ■ A fimmtudagskvöldið var rætt um jafnréttismál í ann- að sinn á stuttum tíma í borgarstjórn. Eins og áður var það nýkynnt skýrsla Jafnréttis- nefndar Reykjavíkur um jafn- réttiskönnun í Reykjavík sem varð útgangspunktur um- ræðunnar. Hvorki fleiri né færri en 17 ræður voru fluttar við þetta tækifæri um jafnrétt- ismál. Svo skemmtilega viidi til að í þetta sinn voru kven- menn í fyrsta skipti í meirihluta í borgarstjórn, þar sem nokkr- ar konur sátu sem varaborgar- fulltrúar. Voru þær 11 á móti 10 karlmönnum. Þótti mönnum þetta mjög við hæfi miðað við þær umræður sem fram fóru. Garðar sendir Hjölla tóninn ■ Garðar Sigurðsson, þing- maður Alþýðubandalagsins í Suðurlandskjördæmi, hefur löngum verið sér á parti í sínum flokki, a.m.k. í þing- flokknum, og þorað að senda ráðamönnum flokksins tóninn. Það hefur lengi verið Ijóst að ekkert sérstaklega fer vel á með honum og Hjörleifl Gutt- ormssyni, iðnaðarráðherra, enda ekki farið í felur með það. Nýlega var rætt á alþingi um hugsanlega byggingu nýs flug- vallar við Lagarfljót, sem gæti þá tekið við þotuumferð. Tók Garðar til máls og vandaði iönaöarráðherra ekki kveðj- urnar eins og meðfylgjandi klausa úr Þjóðviljanum ber með sér: „Þó tapverksmiðjan myndi rísa á Reyðarfirði, þá þyrfti tæpast þotur til að flytja starfshópa um iðnverkefni austur á firði. Garðar sagði einnig að fráleitt væri að ætla að litlar þotur væru framtíðar- farartæki í innanlandsflugi, jafnvel þó flytja þyrfti mikil- væga menn.“ Krummi ... ... sér að hinir bláeygðu skatt- heimtumenn íslenska ríkisins hafa loksins frétt af þessum bláu..

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.