Tíminn - 05.01.1983, Qupperneq 8

Tíminn - 05.01.1983, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 1983 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gfsli Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiöslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórar: Kristinn Hallgrimsson og Atli Magnússon. Umsjónarmaöur Helgar-Tímans: Guömundur Magnússon. Blaöamenn: Agnes Ðragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friörik Indriöason, Heiður Helgadóttir, Jón Guöni Kristjánsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel ðrn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guöjón Róbert Ágústsson, Elín Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavfk. Síml: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392. Verð i lausasölu 11.00, en 125.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 150.00. Setning: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent hf. Sjálfstæöismenn og ár aldraðra ■ Það var ekki mikið að græða á áramótahugleiðing- um Geirs Hallgrímssonar um stefnu og úrræði Sjálfstæðisflokksins til úrlausnar efnahagsvandanum. Síðan leiftursóknin beið skipbrot í desember- kosningunum 1979 hafa Geir og aðrir leiðtogar Sjálfstæðisflokksins lagt stund á að vera sem loðmælt- astir í tali og skrifum um efnahagsmál. Davíð Oddsson og Albert Guðmundsson hafa hins vegar þá stöðu sem oddvitar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, að þeir geta ekki annað en látið það koma fram í fjárhagsáætlun borgarinnar hver stefna flokksins er í reynd. Af fjárhagsáætluninni má því nokkuð læra, þótt hvergi nærri komi þar öll kurl til grafar, því að borgarbúskapurinn er á allan hátt auðveldari en ríkisbúskapurinn eða þjóðarbúskapur- inn. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 1983 var lögð fram í lok þess árs, sem sérstaklega átti að helgast málum aldraðra. Ýmsir kunna að hafa átt von á því, að þess myndi gæta í fjárhagsáætluninni. Því er þó ekki að heilsa, eða a.m.k. ekki á þann hátt, sem margir munu hafa átt von á. í hinni nýju fjárhagsáætlun er áætlað að leggja fram 20 milljónir króna til byggingar stofnana fyrir aldraða. í fjárhagsáætluninni fyrir síðastliðið ár var þessi upphæð 25 milljónir. Hefði upphæðin átt að verða sambærileg nú, miðað við byggingarvísitölu, hefði hún átt að vera um 4 milljónir, eða helmingi hærri. Síðan 1973 hefur þeirri reglu verið nokkurn veginn fylgt að miða framlög til byggingar stofnana fyrir aldraða við 7% af útsvarstekjum borgarinnar. Frá þessu er svo fullkomlega vikið í fjárhagsáætlunum nú, að fjárveitingin til umræddra framkvæmda nemur aðeins 2,7% af útsvarstekjum. Það er á þennan hátt sem borgarstjóri, forseti borgarstjórnar og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins minnast árs aldraðra í nýju fjárhagsáætluninni. Þannig lauk ári aldraðra hjá Sjálfstæðisflokknum. En af þessu má margt fleira læra. Ef Sjálfstæðis- flokkurinn næði völdum í landinu og færi að spara, þá myndi niðurskurðurinn bitna fyrst og fremst á þeim, sem sízt ætti að verða fyrir honum, eins og öldruðu fólki, sem þarf á sérstakri vist og aðbúnaði að halda. Láglaunabætumar ■ Sumir eru háðir þeim ósköpum, að þeir vinna öfugt við það, sem þeir telja sig þó helzt vilja. Petta gildir áberandi um Alþýðubandalagið og leiðtoga þess. Alþýðubandalagið þykist vera auðjöfnunar- og tekjujöfnunarflokkur. Þó heldur það dauðahaldi í vísitölukerfi, sem er augljóst öllum nema foringjum þess, að gerir þá fátæku fátækari og þá ríku ríkari. Meira að segja hinar svokölluðu láglaunabætur, sem mótaðar voru af foringjum og sérfræðingum Alþýðu- bandalagsins, eru þessu marki brenndar. Bersýnilegt er því, að Alþýðubandalagið hefur enn ekkert lært í vísitölumálunum. Þ.Þ. skrifað og skrafað ■ „Framsóknarflokkurinn hefur setið í ríkisstjórn nær óslitið frá árinu 1971. Fram- sóknarflokkurinn ýtti verð- bólgudraugnum á flot og hefur haldið honum lifandi allar götur síðan. Veðhólguára- tugurinn sá áttundi og öfugþróun mála það sem af er þeim níunda, er á ábyrgð framsóknar." Þessi snotra klausa er úr leiðara Alþýðublaðsins í gær. Ef satt er, að Framsóknar- flokkurinn beri ábyrgð á þró- un mála á iiðnum áratug er það ekki aðeins verðbólgan sem skrifast á reikning hans heldur sitthvað fleira sem vert er að minnast í sambandi við ■ Á framsóknaráratugnum áttu tslendingar tvívegis hend- ur sínar að verja gegn ofurefli til að ná ráðstöfunarrétti yfir eigin auðlindum. alla þá uppbyggingu at- vinnuvega, félagslegra fram- kvæmda, vega, hafna og íbúð- arhúsa um gjörvallt land, sem átti sér stað á síðasta áratug við Framsóknarflokkinn. Stöðnun viðreisnaráranna vék fyrir alhliða uppbyggingu og heimt réttinda til eigin auð- linda og endurvakning varð í þjóðiífmu. Vissulega má kenna áratug- inn við verðbólgu, en fram- sókn fann hana ekki upp á því herrans ári 1971, eins og Alþýðubiaðið lætur í veðri vaka. Hún hefur verið viðloð- andi allt frá stríðsárunum eða allt frá því aö réttist úr kútnum eftir kreppuna miklu, Áratugur Framsókn ar var blómaskeið áratuginn og væntanlega verð- ur ekki allt talið öfugþróun. Á þeim áratug sem margir vilja kenna við Framsókn var fiskveiðilögsagan færð út tvisvar sinnum, fyrst í 50 mílur og síðan í 200 sjómílur. Á áratugnum hurfu stórir flotar erlendra veiðiskipa af Islands- miðum. Þetta gekk ekki þrautalaust og andstæðingar okkar í þorskastríðum voru margir og öflugir. En með því að standa fast á réttinum hrósuðum við að lokum sigrum í þorskastríðunum og var endahnúturinn rekinn rétt fyrir áramótin síðustu með undirritun hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Landhelgi og floti Þessa baráttu mega menn gjarnan kenna við Framsókn- arflokkinn. Á sama máta má kenna honum um uppbygg- ingu fiskiskipastólsins í kjölfar sigra í landshclgismálunum Oftast nær var floti crlcndra veiðiskipa við Island stærri og öflugri en okkar eigin floti. Eru menn búnir að gleyma því að allt fram á síðasta áratug voru að staðaldri tugir og jafnvcl á annað hundrað er- lendra veiðiskipa að athafna sig allt inn að 12 mílna línunni á íslandsmiðum? Með áræði og þrautseigju tókst að flæma veiðþjófana á brott og síðar frá 50 mflna línunni allt út fyrir 200 mflur. I kjölfar alþjóðlegrar viður- kenningar á eignarrétti á auðlindum hafsins hófst endurnýjun á eigin fiskiskipa- flota því nú sátu íslendingar einir að fiskistofnunum. Allur togaraflotinn var endurnýjað- ur og loðnuveiðiflotinn varð til. Sjávarafli jókst að sama skapi og stóð undir gífurlegum framförum á fjölmörgum svið- um í landi. Sligar þjóðarbúið útgerðina? í rúmt ár hefur verið mikil tíska að setja upp spámann- legan spekisvip og lýsa því yfir að togaraflotinn sé of stór og að loðnuskipin komi ekki að neinum notum. Þeir sem lærð- astir eru í fræðunum vita meira að segja nákvæmlega hvað togararnir eiga að vera margir. Aflabresturinn og út- gerðarkostnaðurinn stafa ein- vörðungu af því að Steingrím- ur hefur leyft kaup á nær tveim tugum togara á nokkrum árum. Olíukostnað- inn má væntanlega rekja til hins sama til að samræmi verði í hlutunum. Aldrei er minnst á að tugir og hundruð erlendra veiðiskipa eru horfin af íslandsmiðum og sú viðbót sem Islendingar hafa leyft sér að bæta við eigin togaraflota er smávægileg miðað við það ástand sem hér ríkti í fisk- veiðimálum ef fjöldi erlendra fiskiskipa væri að skrapa Is- landsmið allt inn að 12 mflna mörkunum. „Steingrímstogararnir" skipta engum sköpum eins og látið er í veðri vaka. Loðnuveiðarnar hafa skipað miklum auði í þjóðarbúið og þótt tekið hafi fyrir þær í bili verður ckki með nokkurri sanngirni sagt að ioðnuskipið hafi verið baggi á þjóðinni, fremur en þegar því er haldið fram að verðmætasköpun útgerðar yfirleitt sé að sliga þjóðarbúið. Ef vel er að gáð kæmi kannski i Ijós að þjóðar- búið með alla sína ómaga í margs konar formi er að sliga útgerðina. Framsókn fann verðbólguna ekki upj Menn mega gjarnan kenna og vonandi fáum við aldrei að kynnast þvflíku ástandi aftur. Það hafa fleiri stjórnmála- flokkar en Framsóknarflokk- urinn orðið að láta í minni pokann fyrir verðbólgu, en eigi að kenna einvörðungu það sem miður fer í stjórn landsins við Framsókn en gleyma því sem áunnist hefur, lýsir það aðeins vanþekkingu eða þaðan af verri eigin- leikum. Enn má geta þess að kaup- máttur launa hefur aldrei ver- ið meiri en um skeið á ofanverðum áratugnum. Þá voru framsóknarmenn i stjórn með sjálfstæðismönnum og vilja foringjar launþega oft vísa til þeirra tíma er þeir gera kröfur um kaupmátt. En það ástand varði ekki lengi og ættu þeir á Alþýðublaðinu að rilja upp hvcmig fór er þeir æptu með kommunum „samningana í gildi“ og verð- bólguskrúfan æstist upp sem aldrei fyrr. En það eru furðu margir sem aldrei skilja samhengið milli orsakar og afleiðingar og botna álíka mikið í vandamál- um útgerðar og verð- bólguþróun. OÓ cfa-LaAnr cLri«ar;-..■■ -- Nýrra leida er þörf í prófkjörsmálunum ■ STJÓRNMÁLAMENN hafa oft verið gagnrýndir fyrir að sitja of lengi í valdastólum á Alþingi; að skynja ekki sinn vitjunartíma fyrr en óþolinmóðir ungir menn á uppleið ýta hressilega við þeim. Þetta er auðvitað síður en svo algild regla; margir stjórnmálamenn hafa á því næman skilning, hvenær þeim ber að víkja fyrir sér yngri mönnuin. Og svo er auðvitað á hitt að líta, að sumir stjórnmálamenn eru svo mikilvægir fyrir flokk sinn og þjóð, að það cr kappsmál að njóta forystu þeirra hvað sem árafjöldanum líður. Það er algengt að stjórnmálamenn dragi sig í hlé þegar dregur að sjötugu. Hitt er mjög óvenjulcgt að þingmenn láti af þingstörfum á besta aldri og þegar augljóslega er mikil þörf fyrir starfskrafta þcirra á stjórnmálasviðinu. Það er því eðlilegt, að það hafi komið mörgum mjög á óvart, þegar Guðmundur G. Þórarinsson, alþingismaður, ákvað að gefa ekki kost á sér í prófkjör Framsóknarflokksins í Reykjavík vegna þeirra kosninga, sem nú cru á næsta Jeiti. Að öðrum þingmönnum ólöstuðum fer vart á milli mála, að Guðmundur liefur verið með dugmestu mönnum á þinginu síðustu árin; lagt af mörkum mikið starf ekki síst á sviði efnahagsmálanna, þessa eilífðarviðfangsefnis íslenskra stjórnmála. Guðmundur hefur ekki talið ástæðu til að gefa opinberlega skýringu á þessari ákvörðun sinni, og er ckkert við því að segja. Hins vegar hljóta samherjar hans að vonast til þess að með þessari ákvörðun sé Guðmundur aðeins að gera hlé á stjórnmálastarfi sínu. Vandamál íslcnska þjóðfélagsins eru risavaxin og því mikil þörf fyrir þátttöku dugmikilla ungra manna cins og Guöniundar í stjórnmálastarfinu. TALANDI um prófkjör. Þeim hefur á síðustu árum veriö mikið beitt, í mismunandi formi, til að taka ákvarðanir um skipan manna á framboðslista stjórnmálaflokkanna. Þeir, sem börðust hvað ákafast fyrir prófkjörum á sínum tíma, töldu að með þeim ynnist tvennt; annars vegar yrði ákvörðun um skipan framboðslista tekin með mun lýðræðislegri hætti en áður, og hins vcgar ættu prófkjörin að gefa ungum mönnum, og nýjum mönnurn, tækifæri til þess að takast á við þá sem fyrir eru í efstu sætum og þar með tryggja örari endurnýjun þingmanna. Það er alve'g Ijóst, að síðara markmiðinu hefur ekki verið náð með prófkjörunum. Þau hafa yfirleitt ekki auðveldað endurnýjun. Þvert á móti hefur reynslan sýnt, að þeir, sem fyrir eru í efstu sætum, eru yfirleitt öruggir um að halda þeim í prófkjörum að öðru jöfnu. Undantekningar eru aðeins ef þingmenn hafa af einhverjum ástæðum orðið sér úti um sérstakar óvinsældir, eins og reynsla formanns Sjálfstæðis- flokksins í prófkjörinu í Reykjavík bar með sér. Sé slíkum sérstökum óvinsældum ekki til að dreifa hafa þingmenn verið nokkuð öruggir um að ná endurkjöri í prófkjörum. Þau hafa því ekki stuðlað að aukinni endurnýjun. Jafnvcl má Iralda því fram, að þau hafi fælt ýmsa góöa menn frá því að komast í framboð, þar sem margir veigra sér af eðlilegum ástæðum við að lcggja út í allt það umstang og persónuleg átök, sem prófkjörin hafa óhjákvæmilega í för með sér. Hins vegar má til sanns vegar færa, að ákvörðun um skipan framboðslista sé lýðræðislegri nú en áður af þeirri einföldu ástæðu, að með prófkjörum fá fleiri einstaklingar að hafa áhrif á skipan framboðslistans með atkvæði sínu. En lýðræðið fær ekki notið sín til fulls nema allir þeir, sem vilja bjóða sig fram, hafi svipaða aðstöðu til að kynna sig og hugðarefni sín. Og þar er eðlilega mikill munur á aðstöðu manna - ekki aðeins eftir því hvort þeir eru almennt þekktir gegnum fjöliniðlana áður, heldur kemur einnig til að prófkjörsbarátta - til dæmis eins og hún cr háð hjá Sjálfstæðisflokknum - kostar stórfé. Það fer því eftir peningaráðum manna hversu auðvelt þeir eiga með að ná til kjóscnda. Það er ekki lýðræðislegt. Það er mikilvægt verkefni fyrir stjórnmálaflokkana að finna nýjar leiðir í þcssum efnum sem sniðganga helstu ókosti prólkjaranna en tryggja frekar en nú er lýðræðislegt val, stuðla að eðlilegri endurnýjun á Alþingi, og laða fleiri hæfileikamenn til framboðs. Að finna slíkar leiðir er mikilvægara en sumt annað sem stjórnmálamenn hafa lagl mikla vinnu í að undanförnu. - Starkaður.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.