Tíminn - 05.01.1983, Síða 18

Tíminn - 05.01.1983, Síða 18
MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 1983 þingfréttir ■■ ' " —.... ■ " ' Hvernig má nýta 90 þúsund tonn af úrgangsfiski? ■ Togari sem kemur meö að landi með 150 tonna afla úr veiðiferð hefur fengið um 180-190 tonn af fiski úr sjó. Hefur því 30-40 tonnum verið kastað fyrir borð sem innyflum og úrgangsfiski í einni veiðiferð. Á síðari árum hefur aflamagn bolfiska hér á landi verið um 600 þúsund tonn. Innyfli hafa þá verið um 90 þúsund tonn, þar af lifur um 40% eða um 36 þúsund tonn. Þetta kemur fram í greinargerð með þingsályktunar- tillögu sem 11 þingmenn Framsóknar- flokksins leggja fram um skipun nefndar til að gera úttekt og tillögur um nýtingu aukaafurða í fiskiðnaði. Fyrsti flutning- smaður er Alexander Stefánsson. Tillagan er svohljóðandi: Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að skipa þriggja manna nefnd sérfróðra manna til að gera úttekt og tillögur um hvernig hægt sé á fljótvirkastan hátt að stórauka og fullnýta aukaafurðir í fiskiðnaði hér á landi. Nefndin geri m.a. tillögur um tækni- búnað og tæki um borð í íslenskum vciðiskipum svo og nauðsynlegar breyt- ingar á fiskverkunarstöðvum í landi til að ná þessu markmiði, enn fremur tillögur um tæknibúnað og tæki um borð í íslenskum veiðiskipum svoog nauðsyn- legar breytingar á fiskvcrkunarstöðvum í landi til að ná þessu markmið, enn fremur tillögur um nýjar vinnslustöðvar ef með þarf, t.d. í lífefnaiðnaði. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og Fiskifélag íalands skulu vera nefndinni til ráðuneytis. Nefndin skal hraða störfum og skila álitsgerð og tillögum um verkefnið ásamt framkvæmda- og kostnaðaráætl- un til ríkisstjórnar. Meðflutningsmenn að þessari tillögu eru Stefán Guðmundsson, Páll Péturs- son, Guðmundur G. Þórarinsson, Guðmundur Gíslason, Stefán Valgerirs- son, Davíð Aðalstcinsson, Ingólfur Guðnason, Þórarinn Sigurjónsson, Guðmundur Bjarnason og Jóhann Ein- varðsson. ítarleg greinargcrö fylgir tillögunni og segir þar ma: Flestir gera sér Ijóst að óvarlegt er að rcikna með mikilli aukningu á fiskafla hér við land í næstu framtíð. Margir fiskistofnar munu nálægt því að vera fullnýttir. Það fer því ckki milli mála að vinna þarf markvisst að því að gera þann afla.sem veiðist,vcrðmciri,auka þannig vcrðmætasköpun í fiskiðnaði sem hlýtur að byggjast á betri meðferð og full- vinnslu þess sem veiðist. Fiskiðnaður er mikilvægur og dæmi- gerður aukaafurðaiðnaður. Sem dæmi má nefna að við framleiðslu fiskflaka falla um það bil 60% af þunga fiskisins undir skilgreininguna aukaafurðir og við rækjuvinnslu 75% eða meira. Nokkur hluti þessara aukaafurða er nú nýttur, t.d. í dýrafóður eða í mjöl- og lýsisvinnslu. Stór hluti er þó með- höndlaður sem úrgangur, kastað í sjó eða ónýttur á annan hátt. Það er alkunn staðreynd, að miklu magni af innyflum og úrgangsfiski er hent árlega. Talið er að innyfli séu um 15% af heildarþyngd t.d. þorsks og ufsa. Togari sem kemur að landi með 15o tonna afla úr veiðiferð, hefur fengið um 180-190 tonn af fiski upp úr sjó. Hefur því 30-40 tónnum verið kastað fyrir borð sem innyflum og úrgangsfiski úr einni veiðiferð. Á síðari árum hefur aflamgn bolfisks hér á landi verið um 600 þúsund tonn. Innyfli (þ.e. slóg og lifur) hafa þá verið um 90 þúsund tonn, þar af lifur um 40% eða um 36 þúsund tonn. Hér er verðmætum fyrir tugmilljónir króna kastað á glæ á ári hverju, en Ijóst er að hægt er að nýta þetta hráefni og skapa þannig aukna atvinnu og auknar útflutningstekjur fyrir þjóðarbúið. Þetta þarf að skipuleggja frá grunni og hagnýta alla þá tækniþekkingu, sem fyrir hendi er, til að ná þessu markmiði. Sem betur fer hafa Rannsóknarstofa Fiskifélags íslands og Rannsóknarstofn- un fiskiðnaðarins unnið mikið og gott starf á þessu sviði á þessu svið á undanförnun árum. Er því þegar fyrir hendi mikil þekking og niðurstöður rannsókna, og lilýtur það að auðvelda ákvörðun um skipulegar framkvæmdir til að auka fullnýtingu í fiskiðnaði hér á landi. Ýmislegt hefur verið nefnt í þessu sambandi sem æskilegur valkostur, auk mjölvinnslu og lýsisbræðslu á hefbund- inn hátt, svo sem meltuvinnsla úr innyflum sem talið er að hægt sé að koma við um borð í veiðiskipum án mikils tilkostnaðar við fiskvinnslustöðv- ar í landi, fjölbreyttari framleiðsla úr lifur og hrognum og síðast en ekki síst lífefnaiðnaður- lyfjaframleiðsla en talið er að hagkvæmt sé meðal annars að vinna úr innyflum fiska, hvala og ■ Alexander Stefánsson. sláturdýra lyf, lyfjahráefni, hormóna og lífhvata. Á síðasta þingi var samþykkt þingsá- lyktunartillaga frá þingmönnum Fram- sóknarflokksins um innlendan lífefna- iðnað, á þingskjali 219: Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að beita sér fyrir eftirfarandi atriðum: 1. Með markvissri rannsóknaáætlun verði leitað svara við því, hvaða lyf, lyfjahráefni, hormóna og lífhvata geti verið hagkvæmt að vinna úr innyflum fiska, hvala og sláturdýra, sem til falla hérlendis. 2. Framleiðsla þeirra lyfja, lyfjahrá- efna, hormóna og lífhvata, sem rann- sóknir sýna að hagkvæm sé, verði hafin jafnóðum og niðurstöður liggja fyrir. Alþingi afgreiddi tillögupa þannig skv. breytingartillögu atvinnumála- nefndar: „Tíllögugreiniri orðist svo: Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að kanna hvort hagkvæmt sé að koma á fót innlendum lífefnaiðnaði.“ í greinargerð með þessari þingsálykt- unartillögu framsóknarmanna var m.a. eftirfarandi rökstuðningur: „Áíslandi fellur til mikið magn innyfla úr fiskum, hvölum og sláturdýrum, sem landsmönnum verður að nánast engum verðmætum. Hráefni þetta erverðmætt í lyfjiðnaði, þ.e. við framleiðslu lyfja, lyfjahráefna og lífhvata. Lífefnaiðnaður er ört vaxandi víða um heim, og má því sambartdi sérstaklega benda á fram- leiðslu lífhvata til notkunar í iðnaði. Nýlegar kannanir benda til að fram- leiðsla lífhvata muni aukast um 8% á ári fram til 1985 í Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum. Þetta er á sama tíma og samdráttur viðist vera í mörgum efaiðnaði í heiminum. íslendingar ættu að geta átt mikla möguleika á þessu svið. Þeir eru fisk- framleiðendur á heimsmælikvarða. Inn- yfli þorsks, svo dæmi séu nefnd, nema um 15% af heildarþunga fisksins. Hrá- efni fellur því til hér í miklum mæli. Lífefnaiðnaður er léttur sérhæfður iðn- aður, sem nýtir innlent hráefni og sérmenntaða starfskrafta. íslendingar ættu því að geta verið vel samkeppnis- færir í þessum iðnaði. Ljóst er af þeim rannsóknum, sem þegar hafa farið fram, að íslendingar ættu að geta haslað sé völl á sviði lífefnaiðnaðar. Nauðsynlegt er að gera markvissa ranrisóknaáætlun og vinna að framgangi málsins með föstum, ákveðnum skrefum. í okkar þjóðlífi er nú mikið rætt um orkufrekan iðnað. Verulegum fjármun- um er varið í hagkvæmniathuganir á ýmsum kostum stóriðju. Hér er í flestum tilvikum um að ræða iðnað þar sem hráefni er flutt til landsins og fullunna varan út. Mikil nauðsyn er að auka framleiðslu landsmanna með orkufrekum iðnaði. En við megum ekki láta okkur sjást yfir nærtæka möguleika eins og lífefnaiðnað úr innlendu hráefni. Innyflum fiska og sláturdýra er að mestu hent. Þessi verðlitlu hráefni eru grundvöllur að öflugum lífefnaiðnaði. Það, sem vantar, er stefnumörkun á þessu sviði og markviss vinnubrögð, þá mun árangurinn ekki láta á sér standa.“ Flutningsmenn leyfa sér að vona að ríkisstjórnin taki þetta mál föstum tökum, um leið og harma verður að Alþingi skyldi ekki veita þessu máli ítarlegri umföllun, þar sem um er að ræða stórmál til verðmætasköpunar og til að treysta atvinnugrundvöll þjóðar- innar. Þessi þingsályktunartillaga er tilraun til að fá fram samræmdar aðgerðir, hefjast handa um að auka veðmætasköpun í fiskiðnaði, sem hlýtur að skapa ný atvinnutækifæri, auka umsvif og treysta grundvöll okkar aðal- útflutningsframleiðslu, okkar stóriðju, sjávarútvegsins. Bann við sýningum á ofbeldi íkvikmyndum ■ Ingvar Gíslason menntamálaráð- herra hefur lagt fram frumvarp um bann við ofbeldiskvikmyndum. Þar er kveðið svo á um að bannað sé að framleiða í landinu eöa llyija til landsins ofbeldis- kvikmyndir. Sala, dreifing og sýning mynda af þessu tagi er bönnuð í íslenskri lögsögu frá gildistöku laganna. „Ofbeldiskvikmynd" er skilgreind í lögum, þar sem sóst er sérstaklega eftir að sýna hvcrs kyns misþyrmingar á mönnum og dýrum cða hrottalegar drápsaðferðir. Bannið tekur ekki til kvikmynda, þar sem sýningofbeldis telst eiga rétt á sér vegna upplýsingagildis kvikmyndarinnar eða vegna listræns gildis hennar. Ekki tekur bann heldur til kvikmynda, sent hlotið hafa viðurkenn- ingu skoðunarmanna. Ef ástæða þykir til, er skoðunarmönnum þó heimilt að meta að nýju sýningarhæfi kvikmynda sem áður hafa verið metnar. „Kvikmynd" mcrkir í lögum þessum myndefni af hvaða tækjabúnað sem er, hvort sem ætlað cr til sýningar í kvikmyndahúsum, sjónvarpi eða öðrum myndflutningstækjum. í athugasemdum með frumvarpinu segir m.a.: Frumvarp þetta er unnið á vegum 1 menntamálaráðuneytisins og er flutt vegna þess að brýn þörf er á að herða reglur og eftirlit með því efni, sem tekið er að berast til landsins á myndböndum (með þessu orði er átt við það, sem á ensku er kallað „videotape" og á dönsku „videóband", en einnig er til erlenda heitið „videogram" og táknar það efni, sem varðveitt er á myndbandspólu eða -snældu („videokasette") eða mynd- plötur („videodisc"). Áteknar riiynd- bandasnældur eru seldar eða leigðar hverjum, sem hafa vill, og virðist rekstur myndbandaleiga verða eftirsóknarverð- ur atvinnuvegur, ef dæma má af þeim mikla fjölda slíkra fyrirtækja sem upp hefur risið víða um land á síðustu misserum. Margt af því efni, sem þar er á boðstólum er af því tagi, sem sjá má í venjulegum kvikmyndahúsum, enda mjög oft um að ræða myndir, sem áður hafa verið sýndar opinbcrlega hér á landi og hafa fengið venjulega meðferð hjá skoðunarmönnum kvikmynda, svo sem lög gera ráð fyrir. Ásamt þessu efni virðast vera veruleg brögð að því að boðnar séu til leigu myndbandasnældur, sem hafa að geyma efni með gegndar- lausu ofbeldi gagnvart körlum, konum, börnum og dýrum. Ofbeldi þetta er með slíkum raunveruleika blæ að hinum smæstu atriðum er komið til skila, og jafnvel munu á stundum vera töluverð áhöld um, hvort ekki hafi verið framdar raunverulegar misþyrmingar og jafnvel morð fyrir framan upptökuvélarnar. Ekki er að finna í núgildandi lögum ákvæði, er dugi til að stemma stigu fyrir dreifingu ofbeldiskvikmynda af því tagi, sem hér hefur verið lýst. Verður ekki hjá því komist að gera ráðstafanir í þá átt. í lögum um vernd barna og ungmenna nr. 53/1966 er að finna ákvæði um hlutverk skoðunarmanna kvikmynda. Afskipti þeirra takmarkast við að á- kveða, hvort myndir séu við hæfi barna innan 16 ára aldurs, en þeir hafa ekki heimild til að leggja algert bann við sýningu kvikmynda. Þessir skoðunar- menn, þ.e. Kvikmyndaeftirlit ríkisins, hafa þó ekki getað túlkað sitt svo fram til þessa að þeim bæri að fylgjast með efni því sem á boðstólum er í mynd- bandaleigum, og hefur eftirlit með þeim í raun ekkert verið. Ekki er rétt að gera ráð fyrir að vilji foreldra, hversu mikill sem hann er, dugi til að stemma stigu fyrir notkun ofbeld- iskvikmynda. Vísast í því efni m.a. til erlendra rannsókna, sem sanna að notkun myndbanda fylgir allt öðrum félagsháttum en venjulegsjónvarpsnotk- un. Sjónvarpið er fjölskyldumiðill, en myndbandatækið er hópmiðill jafningja, ^em jafnaldrarnir, börnin eða ung- lingarnir, safnast í kringum án íhlutunar eða vitneskju hinna fullorðnu. Verða þá gjarnan fyrir valinu heimili, þar sem foreldrar eru fjarverandi. Á það ber að leggja áherslu að í þessu frumvarpi eru ekki farnar ótroðnar slóðir í íslenskri lagasmíð. Nærtækasta hliðstæðan er ákvæði hegningarlaganna um bann við klámi. Einnig er vert að benda á áfengislöggjöfina, sérstaklega ákvæði hennar um bann við bruggi, þar sem segja má að sé allnærri höggvið friðhelgi heimilanna í almannaþágu. Engum dettur í hug að halda því fram að með ofangreindum lögum hafi endan- lega verið komið í veg fyrir verslun með klám eða brugg í heimahúsum, en jafnfráleitt væri að halda fram gagnsleysi þeirra. Kvikmyndir Sími 78900 Salur 1 Frumsýnir stórmyndina Sá sigrar sem þorir (Who Dares Wins) Peir eru sérvaldir, allir sjálfboðaliö- ar svífast einskis, og eru sérþjálf- aðir. Þetta er umsögn um hina frægu SAS (Special Air Service) Þyrlu-björgunarsveit. Liðstyrkur þeirra var það ein a sem hægt var að freysta á. Aðalhlv: Lewis Collins, Judy Davis, Richard Widmark, Robert Webber Sýnd kl. 4,6.30, 9 og 11.25 Bönnuð börnum innan 14 ára. H/EKKAÐ VERÐ Salur 2 Jólamynd 1982 Heimsfrumsýning á íslandi Konungur grinsins (King of Comedy) ,-KÍm^Cunn" Einir af mestu lista- mönnum kvikmynda í dag þeir Robert De Niro og Martin Scorsese standa á bak viö þessa mynd. Aöalhlutverk: Robert De Niro, Jerry Lewis, Sandra Bernhard Leikstjóri: Martin Scorsese Sýnd kl. 5, 7.05, 9.10 og 11.15 Hækkað verð. Salur 3 Jólamynd 1982 Litli lávarðurinn (Little Lord Fauntleroy) Aðalhlutv: Alec Guinness, Ricky Schroder og Eric Porter. Leik- stjóri: Jack Cold. Sýnd kl. 5,7, og 9 Snákurinn Frábær spennumynd i Dolby stereo Sýnd kl. 11 Salur 4 Jólamynd 1982 Bílaþjófurinn mmomnsirsiararu Bráðskemmtileg og fjörug mynd með hinum vinsæla leikara úr American Graffiti Ron Howard ásamt Nancy Morgan Sýnd kl. 5,7, 9 og 11 Salur 5 Being There Sýnd kl. 9 (10. sýnlngarmánuður)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.