Tíminn - 20.02.1983, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.02.1983, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983 ■ Málfundafclagið Framtíðin í Menntaskólanum í Reykjavík er hundr- að ára gamalt um þessar mundir. Það er með allra elstu félögum á íslandi og skipar vcglegan sess í félagsmálasögu (slendinga. Framtíðin er án efa elsti stjórnmálaskóli landsmanna og hefur verið eins konar þjálfunarstöð forystu- manna þjóðarinnar í ræðumcnnsku og fundastörfum um langan aldur. Munu allir stjórnmálaflokkar sem komist hafa til áhrifa í þessu þjóðfélagi geta bent á „sína" menn í forystuliði Framtíðarinnar fyrr og síðar. Þá hafa verðandi skáld, rithöfundar og fræðimenn áratugum saman birt fyrstu ritverk sín í blöðum félagsins. Ótrúlega mikið af ræðum og ritverkum Framtíðarmanna í 100 ár hefur varðveist. Það er því að þakka að snemma var ákveðið að öll gögn félags- ins skyldu varðveitt í Landsbókasafni. I tilefni afmælisins birtum við kaflabrot úr handriti að aldarsögu Framtíðarinnar sem Heimir Þorleifsson, sagnfræðingur og kennari í MR, hefur santið. Kaflinn fjallar um starfsemi félagsins á árunum 1883-1907. Markmið starfs Framtíðarinnar var tvíþætt, í fyrsta lagi að veita piltum hvatningu og tækifæri til ritstarfa og í. ■ Reykjavíkurskóli og nágrenni hans 1886. Ljósm.: Sigfús Eymundsson. Þjms. Stoltir piltar í Reykjavíkurskóla: Rituðu bréf til norrænna skélafélaga á íslensku Rifjuð upp brot úr sögu málfundafélagsins Framtíðarinnar sem er 100 ára um þessar mundir öðru lagi að þjálfa þá í ræðumennsku og rökrænni hugsun. Til að sinna fyrrnefnda markmiðinu var þeim heitið verð- launum, sem fram úr sköruðu í ritstörf- um, og til aldamóta starfaði ávallt sérstök dómsnefnd, sem veitti verðlaun fyrir ritsmíðar þær, er bestar þóttu. Sama dómsnefnd valdi einnig eíni, scm tekin voru til kappræðna á fundum félagsins. Meðal efna, sem tekin voru til meðferðar fyrstu tvö starfsár Framtíðar- innar, - auk þeirra, sem nefnd hafa verið, - má nefna trúarástandið í skólanum (álitið miður gott), samband skólans við bæjarmenn. landsskóli, kvenréttindi og bindindi. Tuttugu árum seinna, skólaárið 1902-'03, eru umræðu- efni þessi: Stjórnarskrármálið og boð- skapur konungs, Reykjavíkurlífið og áhrif þess á skólapilta, kristindómurinn hér á landi, reglugerð lærða skólans og atvinnumál á íslandi. Þess verður vart, að umræðuefni á Framtíðarfundum snúast mest um innanskólamál í byrjun, en bcinast síðar meira að landsmálum. Árið 1903 er t.d. rætt um stjórnarskrár- málið og þegnskylduvinnu, 1904 er ritsímamálið rætt, og 1905 er „social- isme“ á dagskrá. Hinn tvíþætti tilgangur Framtíðarinnar (ritstörf - ræðu- mcnnska) kemur fram í því, að fundum var skipt í tvo flokka, umræðufundi og upplestrarfundi. Oftast voru hinir síðar- nefndu fleiri, t.d. skólaárið 1896-'97, en þá voru 7 upplestrarfundir og 4 umræðu- fundir. Þetta skólaár var raunar metár í afköstum pilta við ritstörf, því að þeir sendu frá sér 108 ritverk og 95 í bundnu máli og 13 í óbundnu máli. Það voru þó ekki nema 12 piltar, sem skrifuðu eða ortu öll þessi pródúkt. Ritverkin í óbundnu máli eiga það sameiginlegt að vera æfingar í að taka saman stuttar ritgerðir um fræðileg efni, oftast sagn- fræðileg eða náttúrufræðileg. Nú tíðkast, að slíkt sé unnið undir hand- leiðslu kennara og er hluti af námi. Öll ritverk, sem unnin voru á vegum Framtíðarinnar, voru bundin inn í sérstakar bækur til varðveislu. í fyrstu nefndist þessi ritröð Rit Framtíðarinnar, og var þá allt sett undir sama hatt, bundið mál og óbundið. Sami háttur var hafður í bekkjarblöðum, en blómatími þeirra var fyrsti áratugurinn í starfsemi félagsins. Öll voru bekkjarblöðin lesin upp á Framtíðarfundum, og því var ritun þeirra einn liður í starfi félagsins. Sumir bekkir létu prenta sérstaka blað- hausa, sem síðar var fyllt út í. Varla mun á aðra hallað, þó aö sagt sé, að bekkjarblaðið Fjalar (1883-’86) hafi verið öðrum til fyrirmyndar, en þar fór saman vandaður frágangur og vel samdar greinar. Mestur afkastamaður við útgáfu fjalars var Jón Helgason, en hann átti bæði ritsmíðar og teikningar í blaðiny. Fjalar fylgdi sínum bekk eftir í gegnum skólann, þ.e. frá þriðja til sjötta bekkjar, og leið undir lok, þegar útgefendurnir urðu stúdentar árið 1886. Af umsvifamiklum bekkjarblöðum má einnig nefna Galarr og Sarp hinn síðari, en útgefendur þeirra voru bekkirnir, sem urðu stúdentar 1888 og 1889. Meðal greina í þeint má nefna lýsingar á suðurhluta Borgarfjarðarsýslu eftir Bjarna Símonarson í Galari og á Grindavík eftir Bjarna Sæmundsson í Sarpi. Galarr var í 6. bekk, Sarpur í 5. bekk, Dvalinn í 4. bekk og Vöðubrandur í 3. bekk veturinn 1887-'88. Skólaárið 1890-'91 voru enn þrjú bekkjarblöð í gangi, Vöðubrandur í 6. bekk, Jökull í 5. bekk og Dvalinn í 4. bckk. Þá varð einnig til ljóðakverið Urður, sem nokkr- ir utanskólamenn stóðu að, en var seinna afhent Framtíðinni. Urður er elsta ritsafnið í skólanum, sem eingöngu flutti Ijóð. Skólaárið 1894-'95 var tími bekkjarblaðanna að renna út, en þá var aðeins Bragi með lífsmarki. Næsta ár, 1895-’96, er Framtíðin sögð með fjör- mesta móti, en það fjör kom fram á umræðufundum, því að ritverk voru með alfæsta móti, aðeins 28. Af þeim voru 20 í bundnu máli. Skinfaxi kemur til sögu Skólaárið 1897-’98 hófu Framtíðar- menn að skrá ritverk sín í blaðið Skinfaxa, og er fyrsta tölublaðið dagsett 9. janúar 1898. Nafnið var fengið úr norrænu goðafræðinni, en Skinfaxi var sonur Sólar og reiðhestur Dags. Af birtu þeirri, sem stafaði af faxi hans, skyldu skólasveinar hvattir til dáða á ritvellin- um. Einn þeirra, Sigurður Nordal, orti brag til Skinfaxa, og endaði hann á þessari vísu: Far heill, Skinfaxi og fegri að morgni rís þú að lýsa lýða byggðir; varpa í „Framtíð“ af faxi þínu enn þá ótali yndisgeisla. Ljóst má vera, að piltum þótti vænt um Skinfaxanafnið, og þeim sárnaði því, þegar það var frá þeim tekið. Þetta var að vísu í þeim skilningi, að þeir urðu að deila því með öðrum um haustið 1906. Þá var stofnað ungmennafélag í Reykja- vík og barst með því til höfuðstaðarins þessi norskættaða fjöldahreyfing til fremdar landi og lýð. Eins og við mátti búast, ætlaði Ungmennafélag Reykja- víkur að gefa út blað, og komu upp nokkrar tillögur um nafn á það. Sú tillaga, sem mest fylgi fékk, var einmitt um nafnið Skinfaxi. Ekki voru menn á eitt sáttir um það, hvort tillögumaður að nafninu Skinfaxi hefði vitað, að Framtíð- armenn höfðu áður tekið upp þetta nafn á sitt blað. Tveir skólapiltar, Jakob Lárusson og Jónas Jónasson, voru meðal stofnenda Ungmennafélags Reykjavíkur, og bentu þeir félögum sínum á þessa tvíbrúkun á Skinfaxanafn- inu, en það hafði engin áhrif. Á fundi í Framtíðinni var ákveðið að skrifa Ung- mennafélagi Reykjavíkur bréf út af þessu máli, og var það gert 22. desember 1906. Þessu bréfi svaraði Ungmcnnafé- lagið 2. janúar 1907. Þar segir, að bréf Framtíðarmanna hafi verið rætt á fundi í Ungmennafélaginu og þar verið sam- þykkt einróma, að enginn óréttur hefði verið hafður í frammi við að taka upp Skinfaxanafnið og sá, sem upp á því stakk, hefði ekki vitað, að það hefði áöur verið notað. Að lokum sögðu ungmennafélagarnir, að þeirra blað yrði fljótlega opinbert blað, þ.e. prentað, og væri það því annars eðlis en handskrifað blað Framtíðarinnar. Ef Framtíðin hins vegar léti prenta sitt blað, væri það kurteisisskylda ungmennafélagsins að hætta við Skinfaxanafnið. Undir bréf ungmennafélagsins skrifuðu þeir Helgi Valtýsson og Guðbrandur Magnússon. Ekki er getið frekari deilna um þetta mál, en því má við bæta, að löngu síðar (1968) tóku Framtíðarmenn upp á því að prenta blað sitt, Skinfaxa, en það var þó áfram aðeins skólablað. 1 ríflega aldarfjórðung var Skinfaxi viðamesta handskrifaða blaðið í Reykja- víkurskóla. Birtu Framtíðarmenn í honum skáldverk sín í óbundnu máli og greinar um hin margvíslegustu efni, t.d. samtímaviðburði í skólalífinu. Fyrstu ár Skinfaxa birtust einnig í honum palla- dómar um félaga í Framtíðinni. Ljóðakverið Urður er elzta ritsafnið í skólanum, sem eingöngu flutti ljóð. Það voru nokkrir utanskólamenn, sem tóku til við að skrifa í Urði árið 1890, en síðar var hún afhcnt Framtíðinnni og var vettvangur Ijóðskáldanna til 1893. Þá varð hlé á ritun í sérstakt Ijóðakver þar til 1896, er Stella nova hóf göngu sína. hún endaði með kvæðinu Stjörnuhrapi eftir Lárus Halldórsson, sem skráð var árið 1900. { ársbyrjun 1901 var síðan flotað enn einu Ijóðakveri innan Fram- tíðarinnar, og hét það Kolbrún. í henni birtust ljóð pilta fram til 1904, en þá komu Hulda til sögunnar, sem síðan átti lengi eftir að halda skáldskaparorði Framtíðarmananna á lofti. Stóð svo fram um 1930, að ritsmíðar í óbundnu máli og fáein ljóð voru skráð í Skinfaxa. en þorri (jóða, sem Framtíðarmenn ortu, birtust í Huldu. Frumkvöðlar norræns samstarfs? Félagið Eggert Ólafsson og Banda- mannafélagið, stofnað 1875, höfðu á sínum tíma átt bréfaskipti við skólafélög á Norðurlöndum. Þessu héldu Framtíð- armenn áfram, og á tímabili því, sem hér er rætt um, stóð bréfaskiptin með miklum blóma. Það er til marks um umfang bréfaskiptanna, að afrit þeirra eða kópíur fylla sex bréfabækur. Vantar þó bæði framan á og aftan við, því að bréfabækurnar ná aðeins yfir tímabilið 1884-1906. Þá er ljóst, að ekki hafa verið tekin afrit af öllum bréfum, sem Fram- tíðin sendi frá sér eða til hennar bárust. Aðalefni í bréfaskiptum milli Fram- tíðarinnar og skólafélaga á Norður- löndum er sem vænta mátti frásagnir af starfsemi félaganna og af því sem rætt var á fundum þeirra. Töluvert er rætt um landsmál og piltar lýsa skoðunum sínum á skáldskap og ýmsum andlegum málum. Stundum var skiptzt á kvæðum. Sérstaka athygli vekur sá heiti norræni andi, sem fram kemur í bréfunum. Mun með réttu mega telja, að þessi bréfa- skipti séu einhver elstu skipuleg norræn samskipti, sem dæmi eru um hér á landi. Meðal þeirra, sem áherslu lögðu á norrænan anda í bréfaskiptunum, var Gestur Pálsson. Hann skrifaði svo fyrir félagið Eggert Ólafsson árið 1874 til félagsins Baldurs í Sórey (bréfið er varðveitt í Sórey): „Vi takke Eder for Eders Lykkeönskninger og gaa með Glæde indpaa Eders Forslag om at indgaa en Korrespondance med Eder; thi hvad kan være naturligere end af Nordens unge sönner ville lære hver- andre nærmere at kjende... for at forsvare den Arv som de have faaet fra deres Fædre, forat forsvare det nordiske Sprog, den nordiske Folkeaand, og, kort, al Nordiskhed." Það er til marks um stolt Framtíðarmanna yfir tungu sinni, að þeir ákváðu fljótlega eftir stofnun félagsins að rita bréf sín til norrænu skólafélaganna á íslensku. Var þeirri reglu haldið fram yfir aldamót. Meðal félaga á Norðurlöndum, sem Framtíðin átti lengi bréfaskipti við, var Baldur í Sórey, Mímir í Óðinsvéum, Heimdallur í Rípum og Iðunn í Álaborg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.