Tíminn - 20.02.1983, Blaðsíða 26

Tíminn - 20.02.1983, Blaðsíða 26
SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983 heimsókn „Gott að kunna að meta listina og njóta hennar” maður er raunverulega ekki að þroska sjálfan sig. Mér finnst mjög mikilvægt að kynnast sem fjölbreyttastri tónlist og „einangrast ekki á einni línu. Ég hef mjög gaman af því að fara á tónleika og hlýða á nútímatónlist þó mörgum finnist hún ómstríð." - Hefurðu ekki sungið inn á plötur? „Jú, ég söng inn á tvær litlar plötur sem barn og síðan gerðum við í Pónik stóra plötu fyrir tveimur árum. í fyrra kom svo út plata sem tengist andstöð- unni gegn hernum og heitir Hvað tefur þig bróðir? Á þeirri plötu fékk ég það skemmtilega verkefni að syngja verk eftir Elías Davíðsson sem fjallar um álverið. - l*ú ert þá herstöðvaandstæðingur? „Já, ég er hikstalaust á móti hernum og öllu hernaðarbrölti. Það fer mest í taugarnar á mér að ráðamenn virðast ekki geta komið auga á sjónarmið friðar- hreyfinganna. Það er hægt að sprengja jörðina mörgum sinnum í loft upp á báða bóga en „stcinkarlarnir" halda áfram að nota þá sömu gömlu lummu að „hinir“ ógni og enn sé „hættuástand" og „bla, bla, bla“. Mér fannst mjög góð ein setning sem kom fram í þáttunum um Goldu Meir: „Þegar okkur lærist að elska börnin okkar meir en við hötum óvini okkar þá fyrst getum við vænst friðar." „Algengt að fullorðnir úti- loki börn og þeirra skoðan- ir“ - Og nú ertu mcð barnutímu í útvarp- inu - hvernig kom það til? „Ja, það var nú líklega vegna þess að ég er að vasast í uppeldismálum að ég hafði áhuga á að lesa tvær stuttar sögur í morgunstund barnanna. Ég hafði sam- band við Gunnvöru Braga dagskrárfull- trúa og við ræddum saman um barna- þætti. Hún hringdi svo í mig í haust og bauð mér að taka þátt í þessum barna- tímum sem nefnast Hrímgrund. Mér þótti spennandi að fá að vera með og ekki spillti útsendingarfíminn sem er fyrir hádegi á laugardögum." - Hefurðu eitthvað sérstakt markmið með þessum þáttum? „Ég vil hafa þættina blandaða að efni, þannig að þeir séu bæði skemmtilegir og fræðandi. Mér finnst líka mikilvægt að börn séu álitin jafngild fullorðnum svo ég reyni að fá þau til að tjá sig dálítið um ýmis málefni sem ég spyr þau um.“ - Er ekkert erfitt að fá börn til að tjá sig í svona þáttum? „Ég læt þau fá spurningar fyrirfram svo þau geti hugsað um þær, það held ég að sé vænlegra til árangurs, sérstaklega ef þau eru óörugg. En síðan er ekkert skrifað niður og þau svara bara eftir minni svo þetta hljómi ekki stíft og óeðlilega. Én ég reyni með þessum spurningum að fá þau til að taka afstöðu í nánast öllum málum, mér finnst alltof algengt að fullorðnir útiloki börn og þeirra skoðanir." - Hvernig vinnurðu svona þátt? „Þetta er miklu meiri undirbúnings- vinna en flestir gera sér ef til vill grein fyrir, ég geri ráð fyrir að undirbúnings- vinnan fyrir hvern 40 mínútna þátt taki að meðaltali ellefu klukkustundir. Við erum fjögur sem skiptum þessum þáttum á milli okkar en vinnum ekki saman að öðru leyti en því að við reynum að gæta þess að vera ekki öll að fjalla um sömu hlutina.“ - Hvað gerið þið utan vinnu og náms - eigið þið einhver samciginleg áhuga- mál? „Við eigum sameiginlega þessa þörf fyrir að fylgjast með því hvað er að gerast í listalífinu“, segir Elín Edda, , „og förum mikið á tónleika og sýningar og í leikhús. Ég hef oft verið að hugsa um það hvað maður á gott að kunna að meta listina og njóta hennar. Ég held að ■ „Við reynum að kenna strákunum að þeir séu ekki litlir þótt þeir gráti og hvetjum þá til að vera óhrædda við að sýna tilfinningar sínar.“ margir fari á mis við það, fólk er oft svo upptekið af brauðstritinu að það gefur sér ekki tíma til neins annars. En maður verður að átta sig á því að „tíminn hefur nógan tíma,“ það er okkar prinsipp, tíminn er svo afstætt hugtak.“ „Svo erum við líka búin að koma okkur upp nýju mottói", segir Sverrir, „en það er að láta sig alltaf hlakka til einhvers, það getur verið eitthvað mjög smávægilegt en maður þarf alltaf að finna eitthvað til að hlakka til að gera næsta dag. Annars hafa uppeldismálin verið númer eitt, tvö og þrjú í nokkur undanfarin ár og stanslausir tveggja manna fundir um þau.“ „Hámarksvinnutíminn ætti að vera 6 tíma vinnudagur“ - Notið þið einhverja bók við uppeld- ið? „Það væri þá helst bók sem heitir Miracles fpr Breakfast en hún fjallar um það hvernig foreldrar geta forðast það að verða að „rúst". Aðalmarkmið okkar rneð uppeldinu er að reyna að setja sem fæsta fordóma yfir á börnin, fá þau frekar til að átta sig á sjálfum sér og okkur í leiðinni, hvenær okkur gengur vel að vera saman og hvenær ekki. Og ef í odda skerst ræðum við málin og reynum að vinna úr þeim, strákarnir fá að skýra sín sjónarmið og við okkar. Við reynum að kenna strákunum að þeir séu ekki litlir þótt þeir gráti og hvetjum þá til að vera óhrædda við að sýna tilfinningar sínar. Aðalatriðið höldum við að sé það að eyða á hverjum degi einhverri stund með barninu eingöngu og gera ekki neitt annað á meðan. Það er einnig afar mikilvægt að vera hreinskilinn við barnið og ekki ógna því með einhverjum upp- eldislegum grýlum sem einungis gera barnið óöruggt. Börn verða að geta treyst foreldrum sínum og þess vegna eiga foreldrar ævinlega að kveðja börnin þegar þau fara frá þeirn en ekki læðast út.“ - Hvernig hefur ykkur gengið með barnapössun? ■ Elín Edda t.h. dansar í Ringulreið eftir Flosa Ólafsson. Með henni á myndinni er Björg Jónsdóttir. „Við höfum verið dugleg við að grípa stelpur í kringum tólf ára aldurinn, til að passa þegar við förum út á kvöldin, sem strákarnir þekkja eða kynnast áður en þeir eru skildir eftir hjá þeim. Einu sinni þurftum við dagpössun um mánaðartíma og þá valdi eldri strákurinn sér sjálfur barnfóstru úr þremurmögulegum. Hann var alveg með það á hreinu hverja hann vildi og hún reyndist okkur líka vel. •Á daginn eru þeir svo á Hoitaborg en þar er sex tíma leikskóli sem gefst mjög vel. Mér finnst að hámarksvinnutíminn ætti að vera 6 tíma vinnudagur. Það er staðreynd að bæði konur og karlar vilja fá að vinna að því sem þau hafa menntað sig til og þess vegna verður þjóðfélagið að koma til móts við þau sjónarmið. Það þýðir ekki að segja að þetta eigi bara að vera eins og áður. Ef 6 tíma vinnudegi yrði komið á yrði vinnutíminn að vera sveigjanlegur, það er enginn vandi að breyta þessu heldur einungis skipulags- atriði. Ef tveir aðilar eru um uppeldi barnanna getur annar unnið t.d. frá 8-2 og hinn frá 11-5. Þá þyrftu börnin ekki að vera nema fjóra tíma í burtu. Síðan ætti að vera hægt að sveigja þetta í allar áttir og víst er að fyrirtækin myndu ekki tapa á þessu.“ - Hvernig standa húsnæðismál ykkar? „Við höfum verið í leiguhúsnæði síð- astliðin fimm ár og sem betur fer losnað við allan flæking. Okkur líkar vel við íbúðina og einnig er ýmislegt í hverfinu sem hentar börnum vel. Því höfum við látið öll íbúðarkaup lönd og leið en einbeitt okkur að strákunum okkar og áhugamálunum. En nú er löngunin kom- in að reyna að eignast sitt eigið húsnæði, en okkur óar við því álagi sem þjóðfélag- ið leggur á herðar þeim sem vilja eignast þak yfir höfuðið. „Ungfrú, má ég bjóða þér upp í dans...“ - Svo við snúum okkur að skemmti- legri iðju en íbúðarkaupum, -ertu alveg hætt að dansa Elín Edda? „Nei, nei, ég verð alltaf að hreyfa mig eitthvað, annars myndi ég alveg koðna niður. Helst vildi ég vera í einhvers konar þjálfun á hverjum degi en ég verð að iáta mér nægja að vera í djassballett tvisvar í viku. Ég verð að stunda einhvers konar líkamsrækt vegna þess að ef ég ætla að komast yfir það sem ég vil gera þá verður líkamlegt úthald að vera í góðu lagi. Við förum líka mikið í sund með strákana og hjólum líka með þá á sumrin, en sá eldri fer nú að fara að hjóla sjálfur.“ - Hvenær kynntust þið? „Við kynntumst árið 1975, en ég var oft búin að sjá hann áður. Hann átti nefnilega heima á Hverfisgötunni og ég sá hann oft þegar ég var að koma úr ballett, hann fór svolítið í taugarnar á mér þá. Svo hitti ég hann mörgum árum síðar á Óðali og hann sagði: „Ungfrú, má ég bjóða þér upp í dans,“ segir Elín Edda hlæjandi. „Ég mundi líka eftir henni frá því ég byrjaði að fara á skemmtistaðina svona 17-18 ára garnall," segir Sverrir, „mér fannst hún nefnilega spennandi en var hálf hræddur við hana. Hún var einhvern veginn svo ákveðin á svipinn. Ég fór síðan til Bretlands árið 1976 og var þar eitt ár í námi sem ég hafði lengi haft mikinn áhuga á. Þetta er andlegt nám, sem heitir á ensku Scientology, eða þekkingarfræði, en þar leitast mann- eskjan við að nálgast sinn innsta kjarna. Auk þessa taka „fræðin" á mjög svo grundvallandi hlutum í mannlegum sam- skiptum. Ég lærði eins mikið á þessu eina ári og öll mi'n skólaár á undan. Samband okkar Eddu var ekki ráðið þegar ég fór út, en þá var hún barnshaf- andi. Hún kom síðan út til Bretlands um sumarið með strákinn okkar og kynntist því sem ég var að gera og ég áttaði mig á því sem hún hafði gengið í gegnum með barnið. Ég hugsa að samband okkar hefði ekki gengið upp ef hún hefði ekki komið út, en þarna fengum við ráðrúm til að íhuga málin án þess að aðrir væru að blanda sér í þau.“ - Eruð þið ólík? „Já, við erum ólík að upplagi“, segir Elín Edda, „en við höfum lært mikið hvort af öðru og það er ef til vill þess vegna sem þetta gengur svona vel. En við höfum orðið að aðlaga okkur mikið og kannski verða kostimir svona miklir þegar maður hefur þurft að vinna mikið að því að gera sambandið gott. Við erum ekki gift, höfum þó rætt giftingu en aldrei getað gengist inná að gifting sé nauðsynleg vegna þess að slíkt samband kemur innanfrá og raunar óþarfi að blanda yfirvöldum í það. - Hafiði einhverjar hugmyndir um tilgang lífsins? „Mér finnst skipta óskaplega miklu máli að fá tækifæri til þess að skoða, skilja og skynja dýpra en áður. Við verðum bókstaflega að vinna að því að ná slíkum þroska, hann kemur ekki af sjálfum sér.“ Nú er Daði farinn að boða til næstu leiksýningar og ívar Örn kominn inn í kvöldmat svo ég dríf mig af stað, ákveðin í að skipuleggja morgunleikfimi á „stas- sjóninni", minnug þeirra orða Elínar Eddu að maður verður að vera í góðu formi til þess að geta gert það sem maður vill. -sbj.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.