Tíminn - 20.02.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.02.1983, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983 menn og málefni " ' __ HBHHHHHIHHÍ^I ÚRELT LÖGGJÖF VIÐ- HELDUR EINOKUN ■ Lögð hafa verið fram á Alþingi þrjú frumvörp sem eru samverkandi á þann veg, að lagt er til að allt að því einokun á brunatryggingum húsa verði aflétt. Lagabreytingarnar miðast að því, að húseigendum verði frjálst hvar þeir brunatryggja hús sín eins og aðrar eignir. Það kerfi, sem búið er við í sambandi við brunatryggingar, var gott og sjálfsagt á sínum tíma en er nú löngu úrelt, enda löngu búið að breyta tii- svarandi lögum í öllum nágranna- löndum okkar. Sá háttur er hafður á að sveitarfélögin semja við ákveðið trygg- ingafélag um brunatryggingar allra fasteigna. Brunabótafélag íslands hef- ur frá öndverðu haft þessar tryggingar á sinni hendi, nema hvað allmörg sveitarfélög hafa tryggt hjá öðru trygg- ingafélagi. Það er ekki í þágu húseigenda að starfsemi þessi er einokuð. Tryggingar eru ekki ódýrari en þótt þær væru frjálsar og mörg dæmi eru um að eignir eru vantryggðar vegna úr sér genginna og oft handahófskenndramatsreglna. Mjög fáir fylgjast með brunabótamati eigna sinna, hvort þær eru nægilega háar, það er hið oþinbera sem sér um þetta allt saman og það er ekki fyrr en einhver verður fyrir óhappi, og hús brennur, að menn átta sig á að það var vantryggt. Eins og flestum mun kunnugt bjóða tryggingafélög alls kyns aðrar húsa- og heimilistryggingar og notfæra sér það mjög margir og tryggja eignir sínar fyrir alls kyns uppákomum og skaða, nema brunatryggingarnar. Þæreru ein- okaðar. Guðmundur G. Þórarinsson lagði fram frumvörpin sem færa þessi mál í frjálsræðisátt ef að lögum verða. Þau eru um breytingar á lögum um Bruna- bótafélag íslands, um skráningu og mat fasteigna og um brunavarnir og brunamál. Með frumvarpinu um Brunabótafélagið er ákvæði til bráða- birgða þess efnis, að þrátt fyrir gildandi samninga sveitarfélaga og vátrygginga- félag um brunatryggingar fasteigna eru tryggingatakar frjálsir að því að tryggja fasteignir sínar frá og með 1. jan. 1984 hjá hverju því tryggingafélagi er þeir óska og hefur starfsleyfi. Einkaréttur verði afnuminn í greinargerð um Brunabótafélagið segir að þær meginbreytingar sem það feli í sér séu: Numin eru brott úr lögunum öll ákvæði er lúta að einka- rétti Brunabótafélags íslands á bruna- tryggingum húsa. Ákvæði um forráða- rétt sveitarfélags á brunatryggingum allra fasteigna í hverju sveitarfélagi. Ákvæði um meðferð á vanskilum ið- gjalda og skylduábyrgð tryggingafé- lags. Ákvæði um brunabótamat og hvernig það skuli gert og hverjir skuli meta hús. 011 ákvæði sem lúta að almennum brunavörnum í landinu og ráðgjöf fyrir ríkisstjórn. Megintilgangur þessa lagafrumvarps er að losa um þær viðjar, sem bruna- tryggingar húsa í landinu eru nú í. Hér er um tvenns konar bindingu að ræða. Annars vegar hafa sveitarstjórnir for- ræði á því, hvar hús í umdæminu eru brunatryggð, og hins vegar nýtur Brunabótafélag íslands nokkurs konar einokunarréttar á þessum tryggingum. Þá eru felld niður nokkur ákvæði í lögum um Brunabótafélag íslands, sem úrelt eru orðin, og önnur, sem komin eru annars staðar í nýrri lögum. Lögin um Brunabótafélag Islands eru að stofni til frá árinu 1917. Enginn vafi er að þau bættu á sínum tíma úr brýnni þörf, þegar ekkert tryggingar- félag var starfandi á íslandi. Segja má að við höfum þá fylgt fordæmi ná- grannaþjóða okkar með því að fá sveitarstjórnum forræði brunatrygg- inga húsa. Með þróun í tryggingamálum og fjölgun tryggingafélaga hefur þetta forræði sveitarfélaga verið afnumið svo til alls staðar nema hér á landi. Það hlýtur að teljast þáttur í eðlilegri þróun vátrygginga að leysa bruna- tryggingar húsa úr fyrrnefndum viðjum. Svo sem fyrr segir hafa nágranna- löndum okkar í flestum tilvikum horfið frá forræði sveitarfélaga í brunatrygging- um húsa. Hér á landi liafa frjálsar vátryggingar verið að þróast og batna á undanförnum árum, en húsatrygg- ingar setið eftir vegna ákvæða í lögum. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem flutningsmaður hefur aflað sér, geta éinstaklingar í eftirtöldum löndum brunatryggt hús sín hjá hvaða trygg- ingafélagi sem þeir sjálfir velja, án afskipta sveitarfélags eða ríkisvalds: Noregur, Svíþjóð, Danmörk, Finnland, Bretland, Holland, Belgía, Frakkland, Austurríki, Ítalía, Spánn og Portúgal. Forræði sveitarfélags um brunabóta- tryggingar húsa er hins vegar enn í nokkrum rtkjum V-Þýskalands og í Sviss. Svo sem fyrr segir hafa brunatrygg- ingar húsa ekki þróast á íslandi sem önnur vátryggingarstarfsemi vegna þessa lögboðna kerfis. Fjöldinn treystir á hið lögboðna kerfi án þess að kynna sér hvers eðlis þuí) er. Tryggingartakinn á litla aðild að tryggingartökunni og viðhaldi tryggingar. Segja má að þessum viðskiptum hafi verið ofstýrt með lögum, frjálst val fólksins heft, og afleiðingin er lakari þjónusta en í nágrannaríkjunum. Einkaréttur í viðskiptum sem þess- um heldur öllum framförum í fjötrum. Til þessa einkaréttar má rekja að lítið hefur verið gert til þess að brunatygg- ingar húsa séu raunveruleg vátrygg- ingavernd. Raunin hefur hins vegar orðið sú, að menn hafa misst eignir sínar verulega vantryggðar í brunatjónum. Á undanförnum árum hefur orðið veruleg breyting á brunaáhættu húsa á íslandi. Breyting sem þessi ætti að leiða jafnharðan til endurskoðunar á verðlagi brunatrygginga og mundi án efa gera það, ef brunatryggingar húsa væru frjálsar og sámkeppni ríkti á markaðnum. Varðandi breytingar á brunaáhættu húsa má nefna: a) Stóraukin notkun jarðhita til hús- hitunar hefur minnkað líkur á bruna. b) Bæturogöruggaribúnaðurrafkerfa í húsum hefur minnkað líkur á bruna. c) Bættar eldvarnir, bæði opinberar og einkabrunavarnir, auka öryggi. d) Eldþolnari byggingarefni minnka líkur á tjóni. Erlendis hafa brunatryggingar húsa þróast mikið á síðustu árum eins og aðrar vátryggingar. Brunatryggingar húsa eru í eðli sínu ekki frábrugðnar öðrum tryggingum. Fólkið á að hafa frjálst val um tryggingarfélag. Sam- keppni tryggingarfélaganna ætti að tryggja eðlilega þróun og besta verð. í frumvarpi þessu er lagt til að Brunabótafélag íslands verði ekki lengur sérstakt brunatryggingafélag, heldur taki að sér alhliða vátrygginga- þjónustu. Réttlausir einstaklingar Eftir að frumvörp Guðmundar G. Þórarinssonar komu fram mótmælti forstjóri Brunabótafélagsins því að félagið hefði einokunaraðstöðu á brunatryggingum, og var höfuðrök- semd hans sú, að sveitarfélögin hefðu ákvörðunarrétt um hvar þau tryggöu allar fasteignir. En þegar hinn eiginlegi tryggingarkaupandi, sem á sjálfur mest í húfi fær ekki að ráða hvar hann kaupir tryggingu, og jafnvel ekki trygg- ingarupphæðinni, er vissulega um ein- hvers konar einokunaraðstöðu að ræða. Samkvæmt lögum hefur sveitar- stjórnum verið fenginn réttur til að ákveða hvar einstaklingar eiga að tryggja. Hann hefur ekkert val um skilmála. Þetta tíðkast ekki í öðrum viðskiptum. Þess ber líka að geta, að í landinu eru tryggingafélög sem eru vel fær um að taka þessi verkefni að sér. Óhætt mun að fullyrða að í fjölmörg- um tilvikum veita lögboðnar bruna- tryggingar húsa húseigendum ekki það öryggi sem góð trygging á að veita. Veiki hlekkurinn þarna er fyrst og fremst brunabótamötin. Þau eru tæp- ast í samræmi við verðgildi þeirra húsa sem tryggð eru. Þetta hafa margir fyrrverandi húseigendur orðið að reyna, þegar í Ijós kemur að bruna- bótamötin eru aðeins hluti af því tjóni sem hafa orðið í bruna. Hrikalcgt dæmi um þetta er þegar eldgosið var í Vestmannaeyjum. Þá hrukku margir upp er í Ijós kom hve brunabótamötin voru lág. Varð að hlaupa undir bagga með þeim. sem fyrir tjóni urðu, eftir öðrum leiðum. Viöskiptavinir hlunnfarnir Brunabótamat er víða handahófs- kennt og í engu samræmi við verðgildi eignanna. Oft kemur fyrir að þegar tjón er orðið kemur í 'ljós að bruna- bótamatið er ekki beysnara en svo að menn fá aðeins um helming verðgildis húsanna greiddar. Á þennan hátt cru menn bókstaflega hlunnfarnir af aðil- um sem hið opinbera bcr ábyrgð á. Tjónþolar verða því að bera skaðann sjálfir. Með því að ákveða þetta fyrirkomu- lag með lögum, og framkvæmdin er falin opinberum yfirvöldum, telur allur almenningur að þetta sé allt í góöu lagi. En þegar brennur reka menn sig oft illilega á hið gagnstæða. Væri þetta frjálst mundu húscigend- ur fremur hugsa sitt ráð og fylgjast betur með liver réttur þeirra er ef tjón verður. Það hlýtur að verða nokkurt aðhald fyrir tryggingafélög að við- skiptavinir þeirra verði ekki fyrir ónauðsynlegum skakkaföllum vegna vanmats eða af öðrum ástæðum, og ef menn eru óánægðir með viðskiptin á einum stað gcta þeir farið annað. Af sjálfu leiðir að tryggingafélögin ættu að geta keppt innbyrðis um að bjóða sem hagkvæmust kjör. Leggja sitt fram til að tryggingar séu raunveruleg- ar og keppt um þjónustu og skilmála. Þá er oft mjög varasamt að sparnað- ur felist í því kerfi sem nú er við lýði í brunatryggingum fasteigna. Fólk verð- ur að borga talsvert fyrir framkvæmd brunabótamatsins þótt það sé ekki betra eða nákvæmara en raun ber vitni. í athugasemdum með frumvarpinu um breytingar á lögum um skráningu og mat fasteigna segir: Aðalinntak frumvarps þessa er að færa mat á húseignum til brunabóta- verðs frá hinum dómkvöddu mats- mönnum í sérhverju sveitarfélagi, eins og nú er, til Fasteignamats ríkisins. Fasteignamat er nú unnið upp úr svokölluðu grunnmati, sem Fasteigna- mat ríkisins leggur á allar fasteignir í landinu. Lagt er til að Fasteignamat ríkisins vinni brunabótamat upp úr þessu grunnmati eftir að upplýsingar til grunnmats hafa borist frá bygginga- fulltrúum viðkomandi byggðarlags. Er ljóst að Fasteignamat ríkisins er miklu betur til þess fallið með þeirri sérþekkingu, sem það ræður yfir, en hinir lögskipuðu virðingamenn að koma á samræmingu í brunabótamati í landinu, en verulega hefur á skort að svo væri. Rétt þykir, að tryggja að allar hús- eignir verði skyldutryggðar. að fok- heldisvottorð verði ekki afhent hús- byggjendum nema húseignin hafi áður verið tryggð gegn bruna. Þá er gert ráð fyrir, eins og verið hefur, að brunabótamat sé bundið byggingarvísitölu Hagstofu íslands, en þó þannig að það taki breytingum á 3ja mánaða fresti, við útreikning nýrrar vísitölu. Fasteignamat ríkisins er öflugasta matsstofnunin hér á landi og er sjálf- sagt að efla það svo að stofnunin geti bætt við sig þeim verkefnum sem brunabótamatið krefst. Frjálst val Góður möguleiki er á því að trygg- ingafélögin felli brunatryggingar meira inn í samsettar tryggingar eigna og sameina alls kyns tryggingum öðrum sem þegar eru seldar. Fjölmörg heimili hafa margs kynsóhappatryggingareins og allir kannast við. Brunatryggingar gætu allt eins fylgt þar með, en að sjálfsögðu yrðu brunatryggingar lög- bundnaráfram. En hví ættu mennekki að fá að ráða sjálfir hvar þeir tryggja hús sín rétt eins og bílana? Þeir eru skyldutryggðir, og er samt ekkert því til fyrirstöðu að bíleigendur ráði sjálfir hvar þcir kjósa að tryggja þá. Þcgar Brunabótafélag íslands var stofnað var það merkur áfangi í sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar, að færa tryggingarnar inn ílandið. Brunatrygg- ingar húsa voru þá lögboðnar og var þetta allt gott og blessað á sínum tíma. En breytingar hafa orðið á. Mörg tryggingafélög eru nú starfandi í land- • inu og er öllum frjálst að ráða því hvar þeir tryggja - nema brunatryggingar. Þar er einokun. Sem dæmi um hve öfugsnúið þetta er skal ncfnt, að samvinnuhreyfingin rekuröflugt trygg- ingafélag sem starfar á öllum sviðum trygginga, cn samvinnuhreyfingin hef- ' ur ekki leyfi til að tryggja eigin eignir, nema í þeim sveitarfélögum sem samið hafa við Samvinnutryggingar um brunatryggingar húsa. Samvinnuhreyf- ingin tryggir sínar eignir hjá BÍ sam- kvæmt lagaboði. í orði heitir það svo, að sveitarfélög- in ráði hvar þau kjósa að brunatryggja, en kerfið er orðið svo staðnað að haldið er við Brunabót af gömlum vana og einnig munu sveitarfélögin hafa eitthvað fyrir snúðinn. Það þarf að létta þeirri skyldu af, að sveitarfé- lögin séu að vasast í brunabótamati og húsatryggingum, en láta eigendur fast- eigna og tryggingafélögin um málin. Aðalatriðið er að lögboðnar bruna- tryggingar húsa veita ekki nægilegt öryggi sem þeim er ætlað. Þeir kerfis- karlar sem hagsmuna hafa að gæta segja að það ríki frjálsræði í húsa- tryggingum. En frjálsræðið einskorð- ast við að sveitarfélögin geta valið hvaða tryggingafélag sem er sem síðan ákveða, oft fyrir handvömm, hvaða hungurlús tryggingatakar fá ef illa fer og hús brenna. Þarna þarf að koma til frjálsræði eigenda eignanna, og að tryggingaþjónustan fái það aðhald sem frjálsir viðskiptavinir geta veitt. \ Oddur Ólafsson, Cf r itstj ór nar f ulltr úi, skrifar wtF/á

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.