Tíminn - 20.02.1983, Blaðsíða 25

Tíminn - 20.02.1983, Blaðsíða 25
þegar ég hef mikið að gera. En maður safnar í sarpinn þegar maður dregur sig í hlé og ég var dugleg að fara á sýningar og tónleika. Yfirleitt er ég dugleg að sækja list í hvaða formi sem hún er. Annars er listamaðurinn oft virkastur þegar aðrir halda að hann sé ekki að gera neitt“, segir Elín Edda og brosir við. „Nú, að loknu þessu ári heima settist ég svo í grafíkdeildina og lýk náminu nú í vor.“ „í dag er enginn maður með mönnum nema hann máli“ - Hvað finnst þér um svokallaða nýlist? „Að mínu áliti er nýlist bara orð yfir það sem er nýtt hverju sinni. Mér finnst því orð eins og nýlist rangyrði eins og það er notað. En það hefur margt verið að gerast í íslenskri myndlist sem við finnum ekki í nágrannalöndunum, t.d. Svíþjóð og Danmörku, eins og t.d. bókagerð og hér hafa komið fram sterk áhrif konceptlistar á íslenska myndlist- armenn. Koncept-tímabilið hefur að mestu liðið undir lok og vikið fyrir málverkinu. Stundum hvarflar það að manni að þetta sé hreinlega tískufyrirbæri. • í dag er enginn maður með mönnunt nema hann máli og eins og. sumir séu frekar að fyigja straumnum en að sinna ákveðinni þörf til listsköpunar. Ég málá ekki, heldur nota ég grafískar aðferðir við myndsköpun og mér fyndist ég alls ekki tilbúin til þess að hoppa allt í einu núna yfir í það að mála, bara af því að það er í tísku. Mér finnst að þörfin verði að vera númer eitt og mestu máli skiptir hvað listamaðurinn finnur sig í að gera hverju sinni. Það er hans ,að ákveða hvernig hann vinnur, og í hvaða efni, en ekki einhver ráðandi tíska. áhugamálum sínum og þurfa ekki að eyða orkunni í að gera eitthvað allt annað, þá verður maður bara óham- ingjusamur. „Mér fannst ég endurfæðast við að eignast barn“ - Hafa barneignir og heimilishald ekkert hindrað þig? „Nei, frekar virkað örvandi. Börn eiga ekki að vera hindrun. Mér fannst ég endurfæðast við að eignast barn, fá einhverja kjölfestu í tilveruna. En ég er líka svo heppin að við höfum bæði jafnmikinn áhuga á því að láta áhugamál okkar ganga upp og erum samstillt um að stunda þau og rækta án þess þó að það sé á kostnað barnanna." Satt að segja finnst Daða samtal okkar Elínar Eddu vera heilmikið á sinn kostn- að svo við látum tilleiðast og þiggjum ítrekað boð hans á leiksýningu. Daði stendur fyrir tíðum leiksýningum á heimili sínu og er orðinn sviðsvanur mjög. Leikritið er einþáttungur í gaman- sömum dúr en ég treysti mér ekki útí nánari skilgreiningu, nútímaleikritun getur verið ansi flókin! Að lokinni þessari ánægjulegu uppákomu er kom- inn tími til að forvitnast örlítið um hagi Sverris. „Ég er líka Reykvíkingur og alinn upp á mölinni, sonur Jakobínu Ebbu Guð- mundsdóttur, frá Læk í Flóa. Faðir minn er Guðjón Matthíasson harmonikku- leikari frá Einarslóni á Snæfellsnesi. Ég rann ljúflega á færibandi í gegnum skólakerfið, tók landspróf frá Austur- bæjarskólanum og fór síðan í Mennta- skólann í Reykjavík. Mér þótti ekki mjög gaman í menntaskóla slíkir skólar virka á mig sem einhvers konar biðtími, ■ Við æfingar á Kabarett. Þeir sem standa best að vígi að mínu mati í nýja málverkinu í dag eru þeir sem hafa gengið í gegnum hefðbundinn skóla og vita því hvað það er sem þeir eru að brjóta upp. Það verður líka mjög spenn- andi að fylgjast með þróuninni, sjá hvað þeir sem nú eru af krafti í nýja málverk- inu verða að gera eftir nokkur ár.“ - Hafa konur einhverja sérstöðu inn- an myndlistarinnar? „Mér er nú fremur illa við að skipta listinni í deildir eins og karlalist og kvennalist en það er þó mjög dæmigert að konur skila sér alltaf miklu seinna en karlar sem virkir myndlistarmenn. Sýn- ing ungra myndlistarmanna á Kjarvals- stöðum er talandi dæmi um það. Þar er aldurshámarkið þrjátíu ár og konur eru þar í miklum minnihluta. Á hinn bóginn er algengt að þegar þær loksins koma verkum sínum á framfæri eru þær mjög sterkar í sinni sköpun og mæta fílefldar til leiks. Þær eru þá gjarnan orðnar reynsluríkar og myndmál þeirra oftast magnað og sterkt. Myndmál kvenna er líka oft öðruvísi en karla, þó það sé ekki algilt. En reynsla hvers listamanns hlýtur ævinlega að koma fram í verkum hans, og mis- munandi reynsla kynjanna kemur oft fram þó ég sé ekki viss um að ég gæti dæmt um það hvort mynd væri eftir karl eða konu ef breitt væri yfir nafnið.. Annars fer ekkert að reyna á mann fyrr en að loknu námi, maður er núna fyrst að byrja. Ég stefni að því að koma mér upp vinnuaðstöðu, - það er hugar- fóstur númer eitt - og vinna að myndlist. Ég tel mjög mikilvægt að geta unnið að maður er ekki búinn að taka endanlega ákvörðun um það hvað maður hyggst fyrir. Það er líka ákaflega takmarkað kennt um lífið t menntaskólum. Megin- áherslan er lögð á bóknámið þannig að maður veit ósköp lítið um lífið þegar maður kemur út úr menntaskóla. Sú hætta er fyrir hendi að skólakerfið stuðli að ósjálfstæði nemenda ef þeim er endalaust ætlað að taka við forsögn. Að loknu stúdentsprófi reyndi ég að átta mig á því hvað ég viidi og byrjaði í viðskiptafræði í Háskólanum. Þar leidd- ist mér alveg óskaplega svo ég ákvað að hætta strax um áramótin. Haustið eftir var Kennaraháskóli íslands settur á laggirnar og ég ákvað að fara þangað. Það var allt annað að vera þar, Háskól- inn virkaði á mig sem mjög kuldaleg stofnun en í Kennaraháskólanum vorum við svo fá að allt varð miklu persónulegra og skemmtilegra. Við vorum ekki nema sjö sem útskrifuðumst gaman. Síðan fór ég náttúrlega í æfinga- kennslu og þá leist mér svo sem ekkert of vel á, því mér fannst sama stífa kennsluformið vera ríkjandi og þegar ég var sjálfur í skólakerfinu, þessi óper- sónulega kennsla þar sem nemandinn er stöðugt mataður. Það var ekki fyrr en ég kom í Fossvogsskóla að ég fann breytt andrúmsloft sem var raunar eins og ferskur blær. Þó ég hafi ekki verið viss um hvað gera skyldi þegar ég útskrifaðist úr Kennaraháskólanum ákvað ég að slá til þegar mér var boðin staða við Foss- vogsskólann og mér finnst ég hafa lært gífurlega mikið af því að vinna á þeim stað. „Hver nemandi er ólíkur þeim næsta“ f Fossvogsskólanum er lögð mikil áhersla á að ná til einstaklinganna, hver nemandi er ólíkur þeim næsta og því má maður aldrei líta á nemendur sem óper- sónulegan hóp. Við leggjum líka mikla áherslu á að hver og einn geti unnið á sínum hraða og eftir sinni getu . Við erum þó háð ákveðnum takmörkunum, en hugmyndin er opinn skóli og við verðum bara að reyna að samræma þá hugmynd þeim kröfum sem koma í gegnum námsskrána. I Fossvogsskóla hefur verið samfelld þróun og kennararnir hafa orðið að vinna mikið saman. Við höfum leitað eftir leiðum til að geta fylgst með krökkunum einstaklingslega en erum einnig með beina kennslu þar sem öllum hópnum eru kennd ákveðin undirstöðu- atriði. Síðan notum við kannanir miklu meira en próf, en með þeim reynum við að átta okkur á því, í félagi við nemand- ann, hvernig miðast áfram. Nemendur koma líka með í foreldraviðtölin þar sem þetta er fyrst og fremst þeirra nám sem um er að ræða. Við reynum að gera nemandann eins ábyrgan fyrir sínu námi og hægt er og leggjum mikla áherslu á það að hann meti sjálfur hvað hánn gerir vel og hvað hann gerir miður vel. Það er hans að bæta úr því og okkar að aðstoða hann við það. Það er mjög algengt í skólum að nemendum eru gefnir stjörnustimplar en ég tel miklu jákvæðara að krakkarnir fari sjálfir yfir sín verk og krossi við það sem vel er gert. Mér finnst slíkt sjálfsmat vanta inn í skólakerfið. Ég legg líka mikið upp úr hópum- ræðum. Við söfnumst þá saman í svo- kallaðan heimakrók og ræðum málin, t.d. reynum við að átta okkur á því hvers vegna einum nemanda getur gengið vel í einu fagi, en ekki eins vel í öðru og hvað sé til ráða. Krakkar bera sig alltaf saman en þau þurfa um leið að gera sér grein fyrir hversu ólík þau eru að upplagi. Hæfileg samkeppni getur verið æskileg, en ég tel það ennþá mikilvægara að ná því andrúmslofti að nemendum þyki sjálfsagt að hjálpa hver öðrum. Ég tel mjög mikilvægt að kennari og nemendur ræði saman, og að nemend- urnir geri sér grein fyrir tilganginum með náminu. Þá á ég ekki við að ég segi þeim hver tilgangurinn sé heldur að þau komi með tillögur og hugmyndir. Fólk nennir nefnilega ekki að læra ef það finnur engan tilgang í því, en það held ég að gerist oft í efri bekkjum grunnskól- ans. Það er alltof mikil áhersla lögð á bóknámið, en það er ekki nóg að lesa einhverjar bækur, maður verður líka að vinna með efnið. Þannig eru samræmdu prófin t.d. eingöngu bókleg.en barn sem á gott með verklegt nám fær það ekkert metið. „Barnsröddin kemur beint frá hjartanu“ Annað sem mér finnst mjög slæmt við skólakerfið er það að þegar krakkarnir færast upp um bekki þá eru þau ekki tekin eins og þau eru, þannig að ef þau kunna ekki sjötta bekkinn þegar þau . koma uppí sjöunda bekk er þeim oft ekki gefið tækifæri. Þetta gerist líka iðulega á lægri stigum, t.d. við breyting- una um níu og tíu ára aldurinn, þá koma ný fög inn í námsefnið og börnin eru mjög misjöfn en það er ætlast til þess að þau kunni það sama og hafi öll sama þroska til að takast á við verkefnin. Annars er ég á kafi í námstækni og er að kynna mér námsefni þar sem nemendum er kennd ákveðin námstækni sem hjálpar þeim að komast í gegnum námshindran- ir. - Nú ertu sjálfsagt þekktari sem söngvari en kennari - hvenær byrjaðirðu að syngja? „Ég söng alltaf mikið heima sem barn, pabbi byrjaði sjálfur seint að spila á nikkuna, hann var um þrítugt þegar hann byrjaði að læra og ég lærði þau lög sem hann var að æfa, auk þess kunni ég mikið af textum. Síðan fór ég að syngja með honum eftir að hann byrjaði að spila. Hann átti ættingja á Hellissandi og fór alltaf þangað að spila á sumrin og þar tróð ég upp í fyrsta sinn. Ég tók þetta aldrei neitt alvarlega, var svo vanur að syngja með honum heima að mér fannst þetta ekkert merkilegt. Síðan hélt ég áfram að syngja svona ■ Elín Edda lýkur námi við grafíkdeild Myndlista- og handíðaskólans í vor. Þessi myndröð eftir Elínu Eddu er unnin með photo grafískri aðferð (Blueprint). hér og þar. Ég byrjaði um tíu ára gamall að læra söng hjá Sigurði Dementz og var hjá honum í tvö ár. Þá lærði ég m.a. mörg ítölsk lög sem ég söng á árshátíðum við undirleik ýmissa píanóleikara. - Varstu ekki kallaður Robertino íslands? „Jú, það kont nú þannig til að Rober- tino kom hingað og söng og vakti mikla athygli. Ári síðar var ég svo beðinn að syngja á útiskemmtun á 17. júní og söng þá 0 sole mio. Þá sló einhver því fram í blöðum að kominn væri íslenskur Ro- bertino - við þurfum alltaf að eiga íslenskar útgáfur af öllum sortum - og síðan varð það hálfgert viðurnefni. Þetta fór hins vegar fremur illa í mig því að krakkar notuðu þetta frekar í stríðnis- tón. Annars held ég að þetta söngtímabil í bernsku hafi ekki ruglað mig neitt mjög og þá aðallega vegna þess að ég tók það aldrei neitt hátíðlega. Það var frekar að ég tæki alvarlega þjóðsöguna þegar röddin fór að breytast, um það að krakkar sem syngju mikið, sérstaklega strákar, misstu röddina og gætu ekki sungið á eftir. Þetta er nú ekki alls kostar rétt, því hér er um tvær ólíkar raddir að ræða. Barnsröddin er náttúruleg, mað- ur getur þjálfað hana en ekki á sama hátt og klassískir söngvarar gera. Barnsrödd- in kemur beint frá hjartanu og þú notar hana eins og hún kemur fyrir, en fullorð- insröddina þarf að móta og þjálfa mjög mikið. Þjóðsagan stenst einungis að því leyti að það er ákveðinn þrýstingur á barnasöngvara um að þeir syngi áfram. Þeir byrja því oft of snemma í stað þess að doka við og átta sig á því hvort þeir vilja syngja eða gera eitthvað allt annað’ í framtíðinni. Mér finnst það mjög tvírætt að beina barni of mikið inn á einhverja eina braut nema að þess sé gætt að það fái mjög mikla upplýsingu í leiðinni. Að mínu mati er mjög rnikil- vægt í uppeldi að barninu sé hjálpað til að átta sig á hvað möguleikarnir eru margir. „Þegar okkur lærist ' að elska börnin okkar...“ - Þú hélst svo áfram að syngja? „Ég stoppaði i 2 ár en gekk í sömu gildru og svo margir aðrir, söng eins og ekkert hefði í skorist með bra-bra-rödd- inni minni í hljómsveit pabba. Ég fór ekki að leita minna eigin lciða fyrren um það bil sem ég var að ljúka menntaskól- anum.“ - Fórstu þá í söngnám? „Nei, það var ekki fyrr en ég fór í^kór Langholtskirkju að ég fór að fá áhuga á miklu fjölbreyttari tónlist en áður og löngun til að læra eitthvað meira í söng. Ég var í kórnum í fimm ár og fékk þar tilsögn og var einnig í söngnámi einn vetur. Ég lærði mikið á því en varð jafnframt að gera upp við mig hvort mig langaði í áframhaldandi söngnám eða ekki. Einhvern veginn gat ég ekki séð sjálfan mig í því hlutverki að fara í gegnum hefðbundið söngnám og ákvað því að leggja fremur stund áryþmíska tónlist og djass. Síðan fór ég í djassdeild FlH, þar sem ég er nú að leika mér og hef mjög gaman af. Þetta er sú tegund tónlistar sem ég hef kannski minnst skipt mér af en áhugi minn á henni eykst stöðugt. Mig langar til að skilja hvað liggur að baki því að impróvísera í djassi. En söngvarar sem geta virkilega spunnið í djassi gera það ekki bara hugsunarlaust, þeir hafa byggt sig upp og æft sig á alls konar tónskölum og frösum. Maður verður að vita hvaða möguleika hinarýmsu hljómsamsetning- ar gefa í impróviseringu.“ - Hefurðu ekki verið eitthvað í popp- inu líka? „Jú, ég söng í þrjá vetur með hljóm- sveitinni Pónik, en það gefst ákaflega , lítill tími til að vinna að einhverri sköpun þegar maður er alltaf að spila á böllum, Sjá næstu siðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.