Tíminn - 20.02.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.02.1983, Blaðsíða 8
8 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Glsli Sigurósson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreióslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórar: Kristinn Hallgrimsson og Atli Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Guðmundur Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (Iþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Sími:86300. Auglýsingasimi f 8300. Kvöldsímar: 86387 og 86392. Verð í lausasölu 11.00, en 15.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 150.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Vísitölukerfið, kaup- mátturinn og verðbólgan ■ Andstæðingar nýja viðmiðunarkerfisins, sem frum- varp var flutt um í vikunni af Gunnari Thoroddsen, forsætisráðherra, hafa haldið því fram að þetta nýja kerfi muni skerða kaupmáttinn meira en það vísitölukerfi, sem nú er í gildi. Útreikningar, sem gerðir hafa verið á vegum Þjóðhagsstofnunar og skýrt var frá í Tímanum á föstudag- inn, sýna að þetta er röng fullyrðing. Mjög lítill munur er á núverandi viðmiðunarkerfi og því nýja að því er varðar áhrif á kaupmátt launanna. Það er því alrangt að í nýja frumvarpinu felist einhver sérstök kjaraskerðing. Slíkt tal er út í hött. Hins vegar liggur fyrir, að nýja viðmiðunarkerfið mun draga úr víxlgangi verðlags og kaupgjalds og þar með draga úr verðbólgunni um 5-6%. Með nýja kerfinu næðist því viss áfangi í baráttunni við verðbólguna, sem vissulega kemur launþegum mjög til góða, án þess að um meiri skerðingu á kaupmætti verði að ræða en samkvæmt núgildandi viðmiðunarkerfi. Þegar þessar staðreyndir eru hafðar í huga er þeim mun furðulegra að Alþýðubandalagið skuli á síðustu stundu hlaupa frá þessu máli af ótta við ímyndaða andstöðu kjósenda sinna. Eins og fram kom hjá Steingrími Hermannssyni í umræðum um málið á Alþingi, áttu Alþýðubandalagsmenn mikinn þátt í undirbúningi nýja viðmiðunarkerfisins. Þeir eru því að hlaupa á síðustu stundu frá eigin verkum.Það sýnir hvorki pólitískt hug- rekki né manndóm. Þegar Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra, mælti fyrir frumvarpinu gerði hann grein fyrir helstu breytingun- um, sem í Jþví felast, og sagði þá m.a.: „Sú kernsbreyting, sem hér er gerð tillaga um, felur í sér annars vegar viðleitni í þá átt að draga úr víxlgangi launa og verðlags og hins vegar að auka svigrúm stjórnvalda til árangursríkrar hagstjórnar. Kerfisbreyting- in er í meginatriðum fjórþætt: 1. „Lagt er til, að tekin verði upp viðmiðun við nýjan grundvöll framfærsluvísitölu. Með því ættu breytingar á framfærsluvísitölu, sem liggja til grundvallar breyting- um á verðbótum, að gefa rétta mynd af raunverulegum breytingum á framfærslukostnaði heimilanna heldur en sá grundvöllur, sem notaður hefur verið undanfarin 15 ár. 2. Lagt er til að gerð verði sú grundvallarbreyting á núgildandi verðbótatilhögun, að breytingar á óbeinum sköttum og niðurgreiðslum hafi ekki áhrif á greiðslu verðbóta á laun. Með þessu væri svigrúm hins opinbera til hagstjórnar aukið að mun frá því sem nú er. 3. Lagt er til að tekinn verði upp sérstakur orkufrádráttur. Þessi tillaga er í samræmi við þá áherslu, sem lögð hefur verið á það, að ráðstafanir til jöfnunar orkukostnaðar og uppbyggingar í orkumálum örvi ekki víxlgang launa og verðlags. 4. Lagt er til, að verðbætur greiðist á fjögurra mánaða fresti í stað þriggja. Með þessu verður dregið úr víxlgangi i verðlags og launa og meira svigrúm gefst til að beita almennum hagstjómartækjum á árangursríkari hátt.“ Forsætisráðherra lagði jafnframt áherslu á, að þessi kerfisbreyting fæli ekki í sér takmarkanir á verðbóta- greiðslum umfram það, sem sé að finna í núgildandi tilhögun. Þannig vegur orkufrádrátturinn í raun upp á móti minni búvörufrádrætti samkvæmt nýja framfærslu- grundvellinum, og á móti lengingu verðbótatímabilsins kemur minni verðbólga og þar með minni kaupmáttarrýrn- un milli útreikningsdaga vísitölunnar. Stjórnarandstaðan hefur - þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar - sýnt lítinn áhuga á að styðja nýja viðmiðunarkerfið á Alþingi, og er því allt í óvissu um afgreiðslu þess. Kannski þykir stjórnarandstæðingum - og Alþýðubandalaginu - hyggilegra frá flokkssjónarmiði að geyma breytingar á þessu kerfi fram yfir kosningar og koma þannig aftan að kjósendum. Á það mun reyna. Þingmenn Framsóknar- flokksins munu hins vegar láta athafnir fylgja orðum og gera allt sem hægt er til þess að þessi skynsamlega breyting á viðmiðunarkerfinu nái fram að ganga sem fyrst. -ESJ. S IsLENDINGAR KVARTA OFT YFIR ÞVÍ, HVERSU ERFITT SÉ AÐ FÁ ÍSLENSK SKÁLDVERK ÚTGEFIN Á ERLENDUM TUNGUMÁLUM: Eftir langa baráttu hefur tekist að bæta það nokkuð okkar hlut gagnvart hinum Norðurlöndunum; þ.e. nú eru veittir fjármunir til þess að auðvelda þvðingu og þar með útgáfu á skáldverkum íslenskra höfunda á hinum Norðurlöndunum. Þrátt fyrir slíka fyrir- greiðslu heyrir það þó til undantekninga, að verk þeirra rithöfunda, sem nú eru hvað atkvæðamestir hér á landi, séu gefin út á erlendum tungumálum - með fáeinum undantekn- ingum. En á þessum þýðingar- og útgáfumálum er önnur hlið, sem sjaldnar er minnst á hér á landi, en er þó ekki síður mikilvæg. Sem sé: hvernig eru erlendar bókmenntir kynntar meðal almennings hér á landi? Hvaða tök hafa þeir landsmenn, sem ekki geta lesið erlend tungumál sér til gagns, á að kynnast skáldverkum helstu skálda nágrannaþjóðanna, hvort sem þar er um að ræða hin Norðulöndin, helstu bókmenntaþjóðir meginlands Evrópu eða vesturheims? Hvaða mynd af bók- menntum þessara þjóða fær almenningur af þeim þýddu verkum, sem gefin eru út hér á hverju ári? En hvað um frændur OKKAR í SKANDI NAVÍU? Þaðan hljótum við þó að sækja góðar skáldsögur til þýðingar og útgáfu, ekki síst eftir tilkomu norræna þýðingarsjóðsins - eða hvað? Norsku skáldsögurnar voru 47. Við athugun á þeim kemur í Ijós, að þar er Louis nokkur Masterson í algjörum sérflokki. Hann á sem sagt 26 af þessum 47 eða 55%! Næstir að fjölda bóka til koma svo Anitra, sem mun skrifa ástarsögur (4), Gunnar Messel (4), spennusagnahöfundur, og Margit Ravn (3), sem einnig er í afþreyingunni. Fjórar af þessum 47 norsku bókum mun hægt að telja til bókmennta. Þar af eru tvær eftir Terje Stigen, en hinar tvær eru endurútgáfur á bókum eftir Knud Hamsun og Sigurd Hoel. Aðrir rithöfundar, sem skrifað hafa norsku á þessari öld oft góðar skáldsögur, voru sýnilega ekki taldir útgáfuhæfir hér á þessu fimm ára tímabili. Svipað er að segja um þýðingar úr dönsku. Heildarfjöldi bókanna var 56, en þar af eru sjö bækur, sem telja má til góðra skáldsagna. Munar þar mest um bækur Heinesens (4). Dea Trier Mörch átti tvær bækur'á þessu tímabili, og ein af bókun Hans Kirk sá einnig dagsins ljós.Annars eruBodil Forsberg og. íslensk bókaúlgáfa erlendar skáldsögur — hvaða mynd gefa þýddár skáldsögur, sem gefnar eru út hér á landi, af skáldsagnaritun nágrannalandanna? Hér verður varpað nokkru Ijósi á svörin við þessum spurningum.en óneitanlega eru þau okkur ekki til mikillar sæmdar. Byggt er á riti Landsbókasafns íslands, íslensk bókaskrá, en það er gefið út árlega og hefur að geyma skrá yfir allar þær bækur, sem gefnar eru út hér á landi ár hvert. Tekið er fyrir fimm ára tímabil, 1976-1980 að báðum þeim árum meðtöldum. s A. UMRÆDDU FIMM ÁRA TÍMABILIVORU GEFN- AR ÚT HÉR Á LANDI Á ÍSLENSKU 368 BÆKUR SEM FLOKKUÐUST UNDIR ÞÝDDAR SKÁLDSÖGUR OG SMÁSÖGUR. Árið 1976 voru bækurnar 54, en 63 árið 1977, og allmiklu fleiri síðustu þrjú ár tímabilsins, eða 87 árið 1978, 86 árið 1979 og 78 árið 1980. Langflestar voru þær bækur, sem þýddar voru úr ensku, eða 214, sem er um 58%. Næst flestar voru þýðingar úr dönsku, 56 eða 15,5%, en 47 bækur, eða 12,8%, voru þýddar úr norsku. Úr sænsku voru þýddar 23 bækur, eða 6%, en mun færri úr öðrum tungumálum: 9 úr þýsku, 3 úr jiddísku, 3 úr hollensku, 3 úr spænsku, og 3 úr frönsku, en ein bók úr hverju eftirtalinna tungumála: pólsku, tékknesku, japönsku, fær- eysku, rússnesku, litháensku og finnsku. Þessi skipting þarf í sjálfu sér ekki að koma svo mjög á óvart. Þýðingar úr ensku eru einnig ráðandi á hinum Norðurlöndunum, og fjöldi bóka, sem þýddar eru úr norsku, dönsku og sænsku, er allsæmilegur. Það er því út af fyrir sig lítið út á magnið að setja. En hvaða mynd gefa þessar bækur af bókmenntum nágrannaþjóða? LíTUM FYRST Á ÞÝÐINGAR ÚR ENSKU. Þar kemur fljótlega í ljós við athugun að langflestar bækurnar eru spennu- og afþreyingarsögur. Leita þarf með logandi Ijósi til þess að finna bækur eftir málsmetandi höfunda. Það kemur að vísu ekki svo mjög á óvart að afþreyingarbókmenntirnar séu ráðandi, en að þær séu jafn allsráðandi og raun ber vitni um hlýtur að teljast áhyggjuefni. Þeir höfundar, sem eiga fimm bækur eða fleiri útgefnar þessi fimm, áreru AlistarMacLean, aðsjálfsögðu, (12bækur), Theresa Charles (8), Denise Robins (6), Desmond Bagley (6), Victoria Holt (5), Hammond Innes (5) Francis Clifford (5), Barbara Cartland(5) og Gavin Lyall (5). Allt eru þetta spennu- og afþfeyingasöguhöfundar. En hversu margar bækur eftir höfunda, sem telja má til alvarlegra rithöfunda, eru þá í þessum 214 bóka bunka enskra skáldsagna á íslensku? Það eru auðvitað alltaf nokkrar bækur, sem deila má um hvonu megin striksins á milli afþreyingarbók- mennta óg alvörubókmennta liggja, en mér telst til að þessar bækur séu innan við 15 talsins (7%). Þar af eru nokkrar bækur, sem sýnilega eru endurútgefnar (Það á auðvitað einnig við uni sumar afþreyingarbækurnar). Þegar litið er á þessar allt að fimmtán bækur, sem hægt er að telja til betri bókmennta, kemur í Ijós að jafnvel þær gefa enga innsýn í nútíma bókmenntir Breta og Bandaríkjamanna. Graham Greene, sá ágæti rithöfundur, Marilyn French, Jerzy Kosinski og Erica Jong eru eiginlega einu núlifandi höfundarn- ir, sem eitthvað kveður að, sem er að finna á þessum lista. Flestar hinna bókanna eru eftir látna höfunda, svo sem Hemingway, Steinbeck og Dickens - og í þeim tilvikum er yfirleitt um endurútgáfur á verkum þeirra að ræða. Þeir höfundar breskir og bandarískir, sem vakið hafa mesta athygli fyrir verk sín síðustu áratugina, hafa hins vegar ekki fengið verk sín þýdd á íslensku og gefin út hér. Þeir, sem ekki geta lesið verk þessara höfunda á ensku eða einhverju öðru erlendu . tungumáli, hafa þar af Ieiðandi engin tök á að kynnast þeim. Sven Hazel vinsælustu dönsku rithöfundarnir, hvor um sig með 9 bækur, en á eftjr þeim kom Cavling með 6, Erling Poulsen (sem sagt er að sé sami höfundur og Bodil Forsberg) með 5, og sama fjölda bóka hafa Else-Marie Nohr og Morten Korch, en ég verð að játa þekkingarieysi mitt á þeim höfundum. Og þá er það sænskan. Úr sænsku voru þýddar 23 bækur, þar af sex lögreglusögur eftir Sjöwall, fimm bækur eftir Sigge Stark og 4 eftir Margit Söderholm. Af bókmenntaverkum finnast þar aðeins verk tveggja höfunda: annar, Strindberg, er löngu látinn. Hinn er Per-Olof Sundman. Hægt er að hafa fá orð um bókmenntir ANNARRA ÞJÖÐA. Þar sem um er að ræða aðeins eina eða tvær bækur frá tilteknu þjóðlandi, þá eru í flestum tilvikum athyglisverð bókmenntaverk á ferðinni. Þannig hafa verið gefnar út nokkrar af bókum Nóbelsverðlaunahafans Isaac Bashevis Singer, sem skrifar á jiddísku, og sumar af skáldsögum Garcia Marquez hafa sem kunnugt er séð hér dagsins ljós á íslensku. En af höfuðtungum meginlands Evrópu, frönsku og þýsku, hefur ekki verið þýtt og gefið út á þessum fimm árum margt bitastætt. Engar af frönsku bókunum þremur geta talist til meiriháttar bókmenntaverka þessarar aldar þar í landi, og af þýsku skáldsögunum er ein af bókum Gunther Grass eins og vin í eyðimörk frásagna af heiðarprinsessum og öðru þess háttar. Það blandast víst fæstum hugur um, að þessi upptalning sýnir, aðíslenskir bókaútgefendur veita lesendum sínum mjög fátæklega mynd, svo ekki sé meira sagt, af bókmenntum nágrannaþjóða okkar. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra skáld- sagna, sem þýddar eru úr erlendum tungumálum og gefnar út hér á landi, eru afþreyingarsögur. Bókmenntaverk eftir viðurkennda rithöfunda samtímans meðal nágrannaþjóðanna sjást hér aðeins etidrum og eins . Væri ekki ráð að bæta úr þessu? SKÁLDSÖGUR/SMÁSÖGUR GEFNAR ÚT Á ÍSLENSKU1976-1980 EFTIR FRUMMÁLUM • 1980 1979 1978 1977 1976 AHs Enska 43 45 51 41 34 214 Þýska 2 4 2 1 0 9 Jiddíska 2 1 0 0 0 3 Hollenska 2 0 0 1 0 3 Norska 11 12 10 7 7 47 Sænska 4 5 8 3 3 23 JDanska 11 16 15 8 5 56 Spænska 2 0 1 0 0 3 Pólska 1 0 0 0 0 I Franska 0 1 0 2 0 3 Tékkneska 0 1 0 0 0 1 Japanska 0 1 0 0 0 1 Færeyska 0 0 0 0 1 1 Rússneska 0 0 0 0 1 1 Litháenska 0 0 0 0 1 1 Finnska 0 0 0 0 1 1 78 86 87 63 54 368 Elías Snæland Jónsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.