Tíminn - 20.02.1983, Blaðsíða 12
12
SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983
Félagsmálastofnun Selfoss Tryggvaskála sími 1408 Laus störf 1. Sundhöll Selfoss Staöa laugavarða 2 (mánudagar) laus til umsóknar. 2. íþróttamiðstöð Selfoss Staöa umsjónarmanns íþróttamiöstöðvar sumarið 1983 laus til umsóknar. Umsóknarfrestur um ofangreind störf er til 28. febr. Umsóknareyðu- blöð liggja frammi á skrifstofu Félagsmálastofnunar sími 1408. Upplýsingar veitir undirritaður í síma 99-1408 eða 99-1922 eftir kl. 18 alla daga. Félagsmálastjóri.
Laust starf Hitaveita Hverageröis óskar aö ráða járniönað- armann í fullt starf.Æskilegt er aö viökomandi geti hafið störf sem fyrst. Allar upplýsingar um starfiö og launakjör gefur undirritaöur eöa tæknifræðingur í síma 99-4150. Umsóknir skulu berast undirrituöum fyrir 5. mars n.k. Hveragerði 18. febr. 1983 Sveitarstjórinn í Hveragerði.
Aðalfundur íþróttafélagið Fylkir heldur aöalfund sinn í sam- komusal Árbæjarskóla laugardaginn 26. febr. n.k. kl. 13.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Lagabreytingar Önnur mál. Stjórnin.
Kjarnaborun
Tökum ur steyptum veggjum fyrir hurðir, loftræstingu, glugga, og ýmisskonar lagnir, 2", 3", 4", 5", 6” og 7" borar. HLJOÐLÁTt OG RYKLAUST. Fjarlægum múrbrotið, önnumst isetningar hurða og glugga ef óskað er. Hvert á land sem er. Skjót og góð þjónusta.
Kjárnaborun sf. Símar 38203-33882
VÖKVAPRESSA MÚRBROT — FLEYGUN HLJÓÐLÁT — RYKLAUS Tökum að okkur alla múrbrota- og fleygavinnu, hvar og hvenær sem er. T.d. í húsgrunnum og holræsum, brjótum milliveggi, gerum dyra og gluggaop, einnig fyrir flestum lögnum og f.l. Erum með nýja og öfluga vökvapressu. Vanir menn. VERKTAK simi 54491.
• Öll almenn prentun • Litprentun • Tölvueyðublöð • Tölvusettir strikaformar • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð • Prentun • Bókband^A PRENTSMIDJAN C^CICÍCI HF. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR, SÍMI 45000
Það er sjaldgæfur viðburður
a kona fæði fleiri en eitt barn
í einu, og afar sjaidgæft að
þau séu þrjú. Slfkt gerðist þó
í Reykjavík nú fyrir nokkrum
dögum eins og greint hefur
verið frá í fjölmiðlum. Þetta
hefur raunar gerst nokkrum
sinnum áður hér á landi og
þykir jafnan sæta tíðindum.
Fyrir rúmum fimm árum
eignuðust hjónin Gylfi Þ.
Gunnarsson útgerðarmaður í
Grímsey og Sigrún
Þorláksdóttir þríbura, þrjá
heilbrigða stráka; það v$r 14.
september 1977.
Helgar-Tíminn sló á
þráðinn til Sigrúnar og
forvitnaðist um hagi piitanna
sem heita Svafar, Konráð og
Bjarni. Móðirin kvað þá hina
hressustu að vanda og voru
þeir úti við að leik þegar við
ræddum við hana. „Strákarnir
eru mikið í bátaleik, allt í
sambandi við sjóinn heillar
þá, enda pabbinn í útgerð“
sagði Sigrún. „Þeir hafa líka
gaman af að elta kindurnar í
eynni eða bara horfa á þær“.
Sigrún sagði að þríburarnir
væru enn mjög líkir í útliti,
og enda þótt fjölskyldufólk
þekkti þá sundur, ættu sumir
í eynni erfitt að greina þá í
sundur, sérstaklega þegar þeir
klæðast eins fötum, sem þeir
gjarnan vilja. Þríburarnir eru
mjög samrýndir, „alitaf saman
öllum stundum,, eins og
Sigrún orðaði það. „Þeir
hugsa jafnvei í fleirtölu, en
ekki sem einstaklingar. Segja
oft „við“ en ekki „ég“.
Við fengum leyfi þeirra
hjóna til að birta
meðfylgjandi nryndir af
þríburunum og á einni
myndinni sjáum við í systur
þeirra, Huldu Signý, sem er
að verða sjö ára.
■ Þríburamir þriggja vikna gamlir: Bjami t.v., Konráð og Svafar.
■ Á tveggja ára afmælinu 1979: Bjami Konráð og Svafar.
■ Fjögurra ára þríburar: Faðirinn, Gylfi Þ. Gunnarsson með Bjama og Konráð
í fanginu, Hulda Signý, móðirin, Sigrún Þorláksdóttir og Svafar.
■ Myndin er tekin s.l. haust þegar þríburarnir áttu flmm ára afmæli. Þeir eru enn merkilega líkir hver öðmm.