Fréttablaðið - 10.02.2009, Page 14

Fréttablaðið - 10.02.2009, Page 14
14 10. febrúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is Á föstudaginn ritaði Kjartan Gunnarsson, fyrrum varafor- maður stjórnar Landsbankans, grein í Morgunblaðið þar sem hann hélt því fram að ekki væri hægt að reka Davíð Oddsson úr starfi seðlabankastjóra þar sem hann hefði ekki orðið uppvís að neinum afglöpum í starfi. Það er rangt. Raunar má segja Davíð Odds- syni það til varnar að honum hafi ekki verið neinn greiði gerður með skipan í embætti seðla- bankastjóra. Davíð er fyrst og fremst stjórnmálamaður af gamla skólanum. Hans heimavöll- ur var ekki hinn flókni heimur alþjóðlegra viðskipta. Á það benti raunar Davíð sjálfur í Kastljós- viðtali haustið 2006 þegar hann lýsti því yfir að eftir að hann tók við starfi seðlabankastjóra hefði hann fljótt komist að því að hann væri „vitlausasti“ maðurinn á staðnum. „Og þar lenti ég í, menn sátu í umræðum og ég skildi ekki helminginn af því sem menn voru að segja af því að menn nota svona annan talsmáta og þess háttar.“ En þótt Davíð hafi verið gerður bjarnargreiði með skipan í starf seðlabankastjóra er nauð- synlegt að leiðrétta þau mistök. Meðal afglapa Davíðs má nefna: - Ákvörðun seðlabankastjóra, með fulltingi ríkisstjórnarinnar, að þjóðnýta Glitni sem varð til þess að fjármálakerfið á Íslandi hrundi á örskotsstundu. Þessi ákvörðun sem allir, innan lands sem utan, sáu að var mjög ótrú- verðug, olli hámarkstjóni fyrir íslensku þjóðina. - Yfirlýsingar seðlabanka- stjóra í frægu Kastljósviðtali um að ríkissjóður yrði því sem næst skuldlaus eftir fall bank- anna lýsir kolröngu stöðumati og augljósu vanhæfi. Davíð gerði sér augljóslega heldur ekki grein fyrir slæmum áhrifum banka- hrunsins á útflutningsatvinnu- vegina. - Undir stjórn Davíðs varð Seðlabankinn gjaldþrota og fellur sá kostnaður á skattgreiðendur. Vel hefði mátt koma í veg fyrir það og lán til smárra fjármála- stofnana sem námu allt að 13 földu eigin fé þeirra. Þetta bendir ef til vill til þess að Seðlabankinn hefði heldur átt að lúta eftirliti Fjármálaeftirlitsins, fremur en að færa ætti Fjármálaeftirlitið í Seðlabankann. - Fréttatilkynningar Seðla- bankans um hið svokallaða Rússa lán eyðilögðu þann litla trúverðug leika sem Ísland þó naut enn á alþjóðavettvangi. - Ákvörðun Seðlabankans um afnám bindiskyldu á erlend útibú íslenskra fjármálastofn- ana í apríl. Sér í lagi þar sem Davíð hefur síðar haldið fram að í febrúar hafi hann gert sér grein fyrir að í óefni stefndi á íslensk- um fjármálamarkaði. - Við í Kaupþingi fengum það fljótlega á tilfinninguna að Davíð Oddsson gætti ekki trúnaðar við viðmælendur sína sem seðla- bankastjóri. Í okkar huga var það hætt að vera tilviljun þegar frétt- ir birtust um bankann í Morgun- blaðinu undir pennaheitinu Agnes Bragadóttir í kjölfar „trúnaðar- funda“ okkar með seðlabanka- stjóra. - Seðlabanki Íslands hafði eftir- lit með stöðugleika íslenska fjár- málakerfisins og lausafjárstöðu og hafði ýmis formleg úrræði til að sinna því hlutverki sínu auk þess sem forráðamenn bankans gátu beitt fortölum. Því verkefni var ekki sinnt. Davíð hefur sjálf- ur haldið því fram að hann hafi haft uppi stór orð um bankana. Ég hef sjálfur kynnst því, að á mannamótum getur Davíð orðið illskeyttur og hvassyrtur. Þannig að ég skal ekki fullyrða um hvað hann kann að hafa sagt við menn. Það er hins vegar ekki aðalatrið- ið, aðalatriðið er hvaða tillögur til úrbóta seðlabankastjóri gerði. Mér vitanlega voru þær engar. Margir vita að Davíð var eitur- snjall í samskiptum sínum við fjölmiðla og hafa margir and- stæðingar hans fengið að kynn- ast því. Undanfarnar vikur hef ég fylgst með því hvernig aðilar tengdir honum beita „leka“-tækni af mikilli fimi gagnvart Kaup- þingi. Ég skil vel að vinum Davíðs Oddssonar þyki leitt að hann skuli þurfa að víkja, þetta er sorglegur endir á annars um margt mögnuðum ferli. Listinn hér að ofan er auðvitað engan veginn tæmandi en ég tel að hann sýni glöggt þörfina á að Davíð víki. Verstu afglöp Davíðs í emb- ætti seðlabankastjóra eru ef til vill þau að víkja ekki þegar allt er í óefni komið og taka þannig almannahag fram yfir eigin metnað. Höfundur er með meistaragráðu í hagfræði og hefur starfað í bönkum víða í Evrópu í rúma tvo áratugi. Afglöp Davíðs Oddssonar Efnahagsstjórn SIGURÐUR EINARSSON Í DAG | Vaxtaverkir UMRÆÐAN Ari Teitsson skrifar um stýrivexti Þeim fjölgar sem gera sér grein fyrir að ekki verður lengur unað við þá vexti sem íslenskir lántakendur, jafnt fyr- irtæki og heimili, búa við. Í Silfri Egils á sunnudag kom m.a. skýrt fram hjá viðmælendum hve vonlaust er að ætla almenningi og fyrirtækjum þá byrði. Jafnframt virðist hátt vaxtastig fæla mjög frá nýrri lántöku sem þýðir enn frekari stöðnun og atvinnuleysi. Hvers vegna eru vextir þá ekki lækkaðir? Samningar við AGS leyfa slíkt ekki. Miklar efa- semdir eru um slíka fullyrðingu, bæði er óljóst hvernig var um vexti samið og einnig að AGS vilji í raun skapa þá vonlausu stöðu sem við blasir. Vextir verða að fylgja verðbólgu. Í sjálfu sér rökrétt að vissu marki en í raun er ekki verðbólga. Laun fara hratt lækkandi, atvinnuleysi eykst og kaupgeta minnkar hratt, fólk kaupir ódýrari vöru og minna af flestu, húsnæðisverð lækkar, jafnt kaup og leiga. Færa má þannig rök fyrir að sé horft á neyslu fólksins sé í raun verðhjöðnun. Stýrivextir Seðlabanka ráða vaxta- stigi. Ekki endilega rétt. Vextir verð- tryggðra lána lítt háðir ákvörðunum Seðlabanka. Ekki heldur sjálfgefið að aðrir vextir fylgi stýrivöxtum við þær félagslegu og fjárhaglegu aðstæður sem hér blasa við. Hvað er til ráða? Ný ríkisstjórn hefur lofað skjótum úrræðum til bjargar fyrirtækjum og atvinnulífi. Fjármálaráðherra þeirrar ríkisstjórnar fer með yfirstjórn stærsta hluta íslensks bankakerfis og getur lagt til að bankar á hans forræði lækki vexti þegar í stað, jafnt verðtryggða sem óverðtryggða og jafnt útlán og innlán. Meiri hluti annarrar bankastarfsemi er á höndum sparisjóðanna sem þegar hafa velt fyrir sér einhliða lækkun vaxta og því ekki að vænta andstöðu við vaxtabreytingar úr þeirri átt. Næsti vaxtaákvörðunardagur er 10. febrúar. Lækkun vaxta á þeim degi þó í litlu væri myndi vera ljós í því myrkri sem nú grúfir yfir þjóðinni. Höfundur er formaður stjórnar Sparisjóðs Suður-Þingeyinga. ARI TEITSSON Ekki sannspá Ríkisstjórnin leggur mikið kapp á að koma Davíð Oddssyni úr starfi seðlabankastjóra en hann hyggst sitja sem fastast. Davíð hefur setið í Seðlabankanum frá árinu 2005, þegar hann hvarf úr embætti utan- ríkisráðherra. Ákvörðun hans um að fara í Seðlabankann kom pólitískum andstæðingum hans á óvart. „Hins vegar er erfitt að halda því fram að maður sem hefur stýrt efna- hagsmálum þjóðarinnar í þrett- án ár sé ekki hæfur til að vera seðlabankastjóri,“ sagði þó Össur Skarphéðinsson og undir það tók Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: „Það er samt enginn vafi á því að hann er mjög hæfur til að setjast í bankastjórastólinn haf- andi tekið þátt í að stjórna efnahags- málunum hér um langt skeið.“ Þau reyndust ekki sérstaklega sannspá. … síðar en margir ætla Össur hitti hins aftur á móti naglann á höfuðið í viðtali við Fréttablaðið á fyrri hluta árs 2004, þegar stutt var í að Davíð hyrfi úr embætti forsætis- ráðherra. Össur var spurður hvaða eftirmæli hann héldi að Davíð fengi í sögunni. „Það skal ég segja þér þegar hann hættir í stjórnmálum,“ svaraði Össur. „Ég veit hins vegar ekkert hvenær það verður en hef á tilfinningunni að það kunni að verða síðar en margir ætla.“ Eins og ekkert hafi í skorist Annars er býsna magnað að fylgjast með hörðustu stuðningsmönnum Davíðs þessa dagana, sem láta eins og Seðlabankinn njóti trausts í hvívetna, bæði innan lands og utan, skrifa samhljóðandi greinar, grafa upp gamlar ræður um lagabreyting- una 2001 og skilja ekkert í því að nýja ríkisstjórnin vilji gera breytingar nú. Það sem gerst hefur síðan þá er hins vegar það að heimsbyggðin gjörvöll telur Davíð Oddsson lélegan seðlabanka- stjóra. Við því þarf að bregðast. bergsteinn@frettabladid.is Sæktu um núna á n1.is -5kr. / -15% D eila forsætisráðherra og bankastjórnar Seðlabankans er fortíðarvandi. Að réttu lagi hefði bankastjórnin átt að leysa það mál sjálf og ótilkvödd á sama tíma og stjórnendur viðskiptabankanna fóru frá. þá var gjaldmiðillinn hruninn og verðbólgumarkmiðið fokið út í veður og vind. Búsáhaldabyltinguna og ríkisstjórnarskiptin má rekja til þess að bankastjórnin skynjaði ekki þennan veruleika. Bréfaskipti forsætisráðherra við einstaka bankastjórnarmenn eru orðin að broslegum vindmylluslag. Þau benda til þess að forsætisráðherr- ann telji sig ekki hafa lögmæt rök til frávikningar. Frumvarp forsætisráðherra um breytt skipulag á yfirstjórn Seðlabankans leysir á hinn bóginn þann vanda. Frumvarpið stað- festir aftur á móti að nýja ríkisstjórnin er sama marki brennd og fyrri ríkisstjórn. Hún skilar auðu um þá stefnu sem fylgja á í peningamálum. Það stefnuleysi mun draga kreppuna á langinn og gera hana dýpri en vera þyrfti. Rétt eins og fortíðarvandinn hverfist um seðlabankastjór- ana snýst framtíðarvandinn um ríkisstjórnina. Bráðabirgða- ráðstafanir án framtíðarmarkmiða duga skammt. Það sem verra er: seðlabankafrumvarpinu fylgja engar lýsingar á þeim skyndiráðstöfunum sem breyta eiga Seðlabankanum úr gjald- eyrisskömmtunarskrifstofu í seðlabanka á ný. Enn síður geymir frumvarpið hugmyndir um framtíðarstefnu. Ríkisstjórnin þarf að gera grein fyrir því hvernig hún ætlar að tryggja neytendum eðlilegt jafnvægisgengi og sannfæra inn- stæðueigendur í bönkunum á sama tíma að ástæðulaust sé að fara með peningana úr landi. Ætli ríkisstjórnin hins vegar að sætta sig við viðvarandi gjaldeyrishöft þarf að segja það. Ugglaust er enn unnt að ná meiri hagræðingu í sjávarútvegi. Hann stendur hins vegar ekki undir miklum vexti í framtíðinni. Á næstu árum eru því einnig takmörk sett hversu orkusala getur staðið undir miklum vexti. Öll önnur atvinnustarfsemi kallar á sambærilegt efnahagsumhverfi og gerist og gengur annars stað- ar. Stöðugleiki í peningamálum ræður úrslitum í því efni. Ekkert bendir til að gömlu hefðbundnu atvinnugreinarnar standi undir lífskjörum og velferð sem jafna má til þess sem gerist á Norðurlöndunum. Meira þarf til svo að það mark náist á ný. Hér þurfa einfaldlega að spretta upp ný fyrirtæki í alþjóðlega samkeppnishæfu umhverfi. Það umhverfi þarf að skapa. Þar má engan tíma missa. Framtíðarstefna í peningamálum er því ekkert aukaatriði eins og ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan reyna að telja fólkinu í landinu trú um. Gagnrýni stjórnarandstöðunnar á seðlabanka- frumvarpið hefur lotið að því hvernig ríkisstjórnin tekur á for- tíðarvanda peningastefnunnar. Að réttu lagi ætti hún að beinast að framtíðinni og því algjöra ráðleysi sem við blasir þegar spurt er á hvaða grunni reisa á nýtt fjármála- og peningakerfi. Fyrir utan að taka ekki á raunverulegum vanda peningastefn- unnar eru alvarlegir gallar á frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Seðlabankastjóranum eru til dæmis ætluð of mikil völd við val á peningastefnunefnd. Atvinnulífið og háskólasamfélagið hafa enga aðkomu að bankaráðinu. Í ljósi skorts á samhæfingu stefnunnar í ríkisfjármálum og peningamálum væri aukheldur rétt að fela fjármálaráðherra yfirstjórn peningamálanna. Óvissan um framtíðarstefnuna er þó kjarni vandans. Fortíðarvandi peningamálanna í algleymi: Framtíðarvandinn ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.