Fréttablaðið - 10.02.2009, Page 25

Fréttablaðið - 10.02.2009, Page 25
ÞRIÐJUDAGUR 10. febrúar 2009 21 Val Kilmer, sem hefur á ferli sínum leikið bæði Batman og Jim Morrison, íhugar að bjóða sig fram sem ríkisstjóra í Nýju Mex- íkó á næsta ári. „Mig langar að leggja mitt af mörkum,“ sagði Kilmer. „Ef ég fæ möguleika á að hafa svona mikil áhrif mun ég bjóða mig fram.“ Kilmer, sem er 49 ára, ólst upp í Los Angel- es en hefur búið í Nýju Mexíkó undanfarna tvo áratugi. Hann er demókrati og gaf Barack Obama atkvæði sitt í síðustu forsetakosn- ingum. Verði Kilmer kjörinn til embættis mun hann feta í fótspor kollega síns, Arnolds Schwarz- enegger, sem er ríkisstjóri Kali- forníu. Hugsar um framboð Síðasta plata Slowblow, sem er samnefnd hljómsveitinni, hefur verið endurútgefin af hinu virta fyrirtæki Mobilé. Platan er fáan- leg bæði á geisladiski og vínyl í plötubúðum á vegum þýska útgáfufyrirtækisins Kimi Rec- ords. Slowblow, sem er skipuð leik- stjóranum Degi Kára Péturssyni og upptökumanninum Orra Jóns- syni, er með fleiri járn í eldinum. Þessa dagana er hún að semja tón- list fyrir nýjustu mynd Dags Kára, The Good Heart, sem verður gefin út síðar á árinu og hún er einnig að vinna að nýrri breiðskífu. Óvíst er hvenær hún kemur út. Slowblow endurútgefin SLOWBLOW Síðasta plata sveitarinnar hefur verið endurútgefin af fyrirtækinu Mobilé. VAL KILMER Haukur D. Magnússon, eigandi gogoyoko.com, Margrét Sigurð- ardóttir framkvæmdastjóri og Hallfríður Ólafsdóttir flautuleik- ari verða á meðal þátttakenda í námskeiði um gerð viðskipta- og fjárhagsáætlana sem Útón stend- ur fyrir í Norræna húsinu í kvöld. Farið verður yfir mikilvægi þess að byggja öruggan grunn fyrir verkefni hvort sem er rekst- ur hljómsveita eða fyrirtækja. Bjarnheiður Jóhannsdóttir verk- efnastjóri kynnir þá aðstoð sem fyrirtæki og einstaklingar í atvinnurekstri geta leitað eftir hjá Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Skráningar á námskeið- ið fara fram á greta@utflutnings- rad.is. Ræða tónlist og viðskipti Stuttmyndin Naglinn eftir Bene- dikt Erlingsson hlaut viðurkenn- ingu í flokknum Special Mention á einni stærstu stuttmyndahá- tíð heims, Clermont Ferrand, í Frakklandi. Myndin var einnig valin ein af átta bestu myndum hátíðarinnar. Mikið hefur verið fjallað um myndina í frönskum fjölmiðlum og þykir hún endurspegla bakland efnahagsástandsins og þann pólit- íska óróa sem hefur ríkt á Íslandi undanfarið. Þegar er búið að selja Naglann til Frakklands, Spán- ar, Ástralíu og Póllands. Einnig hefur myndinni borist fjöldi til- boða á virtar kvikmyndahátíð- ir víða um heim. Ríkissjónvarpið hefur einnig fest kaup á verkinu, sem verður líklega sýnt þar í vor. Framleiðendur myndarinnar telja að hún eigi eftir að seljast fyrir mun hærri upphæð en styrkurinn nam sem hún fékk frá Kvikmynda- miðstöð Íslands. Því er ljóst að hún mun skila dýrmætum gjaldeyri til landsins á krepputímum. Fékk frönsk verðlaun NAGLINN Myndin fékk verðlaun á einni stærstu stuttmyndahátíð heims, í Cler- mont Ferrand í Frakklandi. Slumdog sigurvegari á Bafta Slumdog Millionaire hlaut sjö verðlaun, þar á meðal sem besta myndin, á Bafta-hátíðinni sem var haldin í London á sunnudagskvöld. Danny Boyle var jafnframt verð- launaður fyrir leikstjórn sína. Kate Winslet var valin besta leikkonan fyrir hlutverk sitt í The Reader og Mickey Rourke var kjörinn besti leikarinn sem útbrunninn fjölbragðaglímukappi í The Wrestler. „Það er frábært að vera kominn hingað aftur úr myrkrinu,“ sagði hann og tileink- aði leikaranum sáluga Richard Harris verðlaunin. Winslet tileinkaði framleiðend- unum Anthony Minghella og Syd- ney Pollack sín verðlaun en þeir létust báðir á síðasta ári. „Ykkar er sárlega saknað í dag og ykkar verður saknað um ókomin ár. Þetta er handa ykkur,“ sagði hún. Heath Ledger, sem lést á síð- asta ári langt fyrir aldur fram, fékk Bafta fyrir hlutverk Jókers- ins í The Dark Knight og Penélope Cruz fékk styttuna fyrir aukahlut- verk sitt í Vicky Christina Barce- lona. The Curious Case of Benja- min Button, sem hafði fengið ellefu tilnefningar, fékk aðeins þrenn verðlaun. DANNY BOYLE Leikstjóri Slumdog Milli- onaire með Bafta-verðlaunin sem hann fékk fyrir sína frammistöðu. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.