Tíminn - 31.07.1983, Side 15
14
> Frá kvöldskemmtuninni á Kim il Sung torgi, - það er meira að segja erfitt að gera sér grein fyrir fólksmergðinni af þessari mynd, þvi mannfjöldinn teygir sig
miklu lengra, en auga myndavélarinnar nœr. I fjarska til hægri teygir tákn borgarinnar, Jucheturninn sig 169 metra í loft upp.
■ Þetta er ráðstefnusalurinn - rúmgóður, skemmtilega hannaður og
faNegur.
■ Nei, þetta eru ekki álfameyjar, heldur norður-kóreanskar skólastúlkur,
6 ára gamlar, sem dönsuðu fyrir okkur eins og þær hefðu aldrei gert neitt
annað.
■ Þessi fallegu kríli, eru fimm ára gömul - hún spilar eins og Grettir
Björnsson á harmóníku og hann syngur eins og Róbertino.
■ Frá útiskemmtuninni sem haldin var blaðamönnum til heiðurs á Kim II
Sung torginu.
■ Höllin þar sem þessi glæsta alheimsráðstefna friðelskandi blaðamanna
var haldin heitir Menningarhöll fólksins, - afskaplega vönduð og glæsileg
bygging.
Pyongyang - „Borgin
innan lystigarðsins“
Sá scm hcimsækir Norður-Kóreu í
fyrsta sinn, cins og ég gcrði í þessari för
minni, cr sjálfsagt búinn að gcra sér
ákveðnar hugmyndir fyrirfram um hvað
hann muni sjá, Það var ég búin að gera,
og þvi kom það mér cnn mcira á óvart
það scm ég sá, cn það hefði gcrt, ef ég
hcfði ekki haft ákveðnar hugmyndir. Ég
hugsaði um Norður-Kórcu scm vanþró-
að land, og það má vcl vera að svo sé á
einhverjum sviðum, cn þeirrar vanþró-
unar gætir alls ekki í höfuðborg landsins,
Pyongyang, þar sem liðlcga cin milljón
manns býr. Borgin er í einu orði sagt
stórfalleg. Hvarvctna blasa við græn
svæði, með fögrum blómum, trjám og
runnum, sem er einkar listilega fyrir-
komið, - gosbrunnar og allskyns Ijósa-
litadýrð í tcngslum við þá, eru svo
margir, að enginn sem ég spurði í
Pyongyang vissi hversu margir þeirvoru.
Hvarvetna sérðu ýmis konar höggmynd-
ir, stórar og smáar, og allar eiga þær það
sameiginlegt að vera táknrænar fyrir
byltingarandann sem Norður-Kóreu-
menn eru svo stoltir af, eða þá að þær
eru leiðtoganum, Kim II Sung til lofs og
dýrðar.
Ótaldar eru byggingar borgarinnar,
sem eru allar heldur ungar, því ekki stóð
steinn yfir steini fyrir þrjátíu árum þegar
Kóreustríðinu lauk, og landið var klofið
upp í Suður-Kóreu, þar sem bandarískt
herlið hafði aðsetur, og Norður-Kóreu,
þar sem kommúnisminn með Kim II
Sung í fararbroddi tók við. Borgin var
eftir gífurlegar loftárásir ein rúst, og
hefur hún því verið byggð upp á mjög
skömmum tíma, sem gcrir það að verk-
um að hún virkar afar „moderne", en
jafnframt mjög hlýleg vegna alls gróð-
ursins, enda stæra Pyongyangbúar sig af
því að í borginni séu ekki reistir lysti-
garðar, heldur sé borgin reist í einum
lystigarði - hann beinlínis umlyki borg-
ina. Margt vitlausara en sú fullyrðing!
íbúðabyggingar komu mér fyrir sjónir
scm afar venjulegar Breiðholtsblokkir,
kannski heldur hærri, og ég fékk upplýs-
ingar um að algengasta íbúðarstærðin er
tveggja herbcrgja íbúð. Blokkirnar cru
mjög snyrtilegar svona á bilinu 8 til 18
hæðir, eða svo. íbúarnir fá íbúð þcgar
þcir giftast, cn það geta menn gert er
þeir ná 29 ára aldri og konur er þær
verða 26 ára. Ekki er um að ræða neina
húsaleigu, allar byggingar eru í eigu
ríkisins, en íbúarnir þurfa að borga
lítilræði, sem ekki nær einu sinni einu
prósentustigi af mánaðarlaunum, fyrir
vatn og rafmagn. Það skýtur kannski
svolítið skökku við, að í borg, hugsan-
lega landi, þar sem íbúðarhúsnæðið er
mjög látlaust þó snyrtilegt sé, að hver
byggingin á fætur annarri rísi sem er svo
íburðarmikil að ókunpuga a.m.k. rekur
í rogastans er þeir sjá þær. Ég get ncfnt
scm dæmi nokkrar byggingar í Pyong-
yang sem ég varð hreint agndofa af að
sjá. Fyrst er til að nefna „The Grand
People’s Study HaII“ scm er 600 her-
bergja höll, reist í tilefni þess að leiðtogi
landsins Kim II Sung varð sjötugur í
fyrra. Hef ég reyndar skrifað sérstaka
grein um það hús, sem birtist í blaðinu
fyrir viku eða svo. Þá vakti ekki síður
furðu mína, og raunar þeirra kollega
minna sem ég ræddi þetta sérstaklega
við, stórkostlegur glæsileiki hallar forset-
ans Kim II Sung, en þar hélt hann okkur,
blaðamönnum ráðstefnunnar og útvöld-
um Kóreumönnum slíkt kvöldverðar-
boð, að það mun aldrei gleymast nokkru
okkar sem þar vorum. Fyrir það fyrsta,
þá var höllin slík að allri gerð að ég held
svei mér þá að Versalir megi vara sig, og
í öðru lagi þá voru móttökurnar hreint
eins og um ævintýri Öskubusku væri að
ræða en ekki raunveruleika, og það
kommúnískan raunveruleika. Ekki
leyfðist mér að taka myndir kvöldið
ógleymanlega, þannig að lesendurTím-
ans verða bara að ímynda sér höll sem
er glampandi hvít - Þegar inn er komið
er mörghundruð fermetra marmaragólf
sem á eru hinir veglegustu gosbrunnir
með tilheyrandi styttum og Ijósum. Tveir
risarafmagnsstigar færa þig svo upp, ja,
alltaf eina 15 metra og þá tekur við
annað flæmið af arkítektúr og list, áður
en inn í stórkostlegan borðsal, gífurlega
stóran er komið, en við borð rúmast þar,
að því er mér taldist til, um átta hundruð
manns. Heill her þjóna og þjónustu-
stúlkna hleypur síðan um, allt borðhald-
ið og gætir þarfa gestanna frámunalega
vel, á elskulegan og látlausan hátt. Eg
ætla ekki að lýsa þessari veislu öllu
frekar, en má þó til með að greina frá
því að við hvert sæti voru 11 mismunandi
pör af silfurhnífapörum, silfurprjónar,
að sjálfsögðu og sex mismunandi gerðir
af glösum. Diskar komu eins og á
færibandi, eftir hvern rétt!!! Auðvitaðer
þetta lygilcgt, en satt engu að síður.
Þá voru leikhúsin og Óperan hreint
stórglæsilegar byggingar, en ég fór m.a.
og sá óperuna „Song of Paradise" sem
er ópera í anda byltingarinnar. Þá fór ég
tvisvar í leikhús, annað skiptið að sjá
leikrit og hitt skiptið til þess að sjá söng-
og dansleik. Það er skemmst frá að
segja, að kraftar þeir sem fluttu okkur
listir sínar þessi kvöld eru þeir stórkost-
legustu listamenn sem ég hef fengið að
sjá og heyra á sviði. Það er sama hvað
um ræddi - söngurinn var stórkostlega
góður, dans, tjáning og hreyfifimi slík að
annað eins hef ég ekki séð. Litadýrðin
og sviðsbúnaður allur var einnig slíkur
að mér mun það ábyggilega aldrei gleym-
ast. Hvað efnislegt innihald þessara
frábæru sýninga snertir, svo sem boð-
skap og söguþráð, þá snýst allt, frá
upphafi til enda um boðskap Kim II
Sung, Juche hugmyndina, og svo auðvit-
að leiðtogann sjálfan, „sem fært hefur
þjóð sinni sólskin og blómga með visku
sinni." Þessi barnslegi boðskapur og í
rauninni áköf innræting frá fyrstu nótu
til hinnar síðustu, eða frá fyrsta orði til
hins síðasta, er auðvitað nokkuð mikið
að gleypa fyrir venjulegan Vesturlanda-
búa, að nú ekki sé talað um hálfhug-
sjónalausan, einstaklingsþenkjandi ís-
lending. Hvað um það, þegar horft er
framhjá orðunum sjálfum, sem við feng-
um alltaf dyggilega þýdd á ensku á stóra
Ijósatöflu, um leið og hverri setningu
lauk, þá var það einstök skemmtun og
reynsla að sjá og heyra tónlistar- og
leikhúslíf þeirra Pyongyangbúa. Það má
ekki skilja orð mín svo, að ég sé með
þessu að reyna að kasta rýrð á þjóðskipu-
lag þeirra Norður-Kóreumanna, það er
ég alls ekki - það er bara þannig, að
þessa miklu persónudýrkun, og þennan
massahugsunarhátt fæ ég ekki skilið og
reyni því á engan hátt að dæma hann,
enda er það ekki í mínum verkahring.
Ég veit reyndar, að hugsunarháttur okk-
ar Evrópumanna, og þá einkum Norður-
landabúa er Norður-Kóreumönnum svo
framandlegur, að þeir virðast helst vor-
kenna okkur að þurfa að búa við ómælda
óreiðu og stjórnleysi! Það er því á engan
hátt til þess að dæma þjóðfélag Norður-
Kóreu sem ég skrifa þennan pistil,
heldur einungis til að gefa lesendum
einhverja hugmynd, a.m.k. mína hug-
mynd um þetta fjarlæga, lokaða land.
Afkoma fólks virðist
góð, þrátt fyrir ótrúlega
lág laun
Ef við hverfum nú aðeins frá efnislegri
mynd af húsum og gosbrunnum og
hugum aðeins að þjóðinni sjálfri - hvern-
ig hún lifir, hvernig hún menntast,
hvernig hún ver frístundum sínum,
o.s.frv. þá er fyrst frá því að greina, eins
og ég reyndar sagði í upphafi greinarinn-
ar, að í Norður-Kóreu eru yfir höfuð
engir skattar! Það er erfitt að átta sig á
því hvað felst í þessu, þegar maður
kemur frá íslandi, þar sem maður er
skattpíndur á svo til öllum sviðum. Það
að engir skattar eru í Norður-Kóreu
þýðir m.a. það að ekkert útsvar, enginn
tekjuskattur, enginn söluskattur, engin
skólagjöld, engin barnaheimilisgjöld,
engar tryggingar, engin gatnagerðar-
gjöld, engin sjúkrasamlagsgjöld, yfir
höfuð engin gjöld til hins opinbera eru
greidd. Þar að auki eru allar lífsnauð-
synjar svo ódýrar að íslendingi finnst
vart taka því að vera að greiða það
smáræði sem upp er sett. En í tengslum
við skattaleysið verður að skoða þá
staðreynd að mánaðarlaun fólks eru
hreint ótrúlega lág í Norður-Kóreu, eða
á bilinu 1350 til 2250 krónur, þannig að
nauðsynjavörur mega jú ekki vera ýkja
dýrar til þess að launin endist út mánuð-
inn.
Engin húsaleiga er greidd af íbúðar-
húsnæði og allar byggingar eru í eigu
ríkisins. fbúarnir þurfa hins vegar að
greiða lítilræði á mánuði hverjum fyrir
vatn og rafmagn. Þetta eru, eftir því sem
ég komst næst einu gjöldin sem íbúarnir
þurfa að greiða, og þar fyrir utan hafa
þeir laun sín óskert. Þeir sem á annað
borð ferðast ekki fótgangandi, ferðast
með rafmagnssporVögnum Pyongyang-
borgar, eða neðanjarðarlestakerfi borg-
arinnar, sem er nýtt af nálinni, og mjög
fullkomið. Það tekur innan við hálftíma
að ferðast endastöðva á milli, í rúmlega
• milljón manna borg. Fargjöld í þessi
almenningsfarartæki eru einnig mjög
lág. Ekki er um neina einkabíla að ræða
í landinu, en hins vegar á ríkið talsvert
af bifreiðum, og þá einkum Volvo og
Mercedes Benz. Við, blaðamennirnir á
þessari Heimsráðstefnu blaðamanna
sem eru á móti heimsyfirráðastefnu og
berjast fyrir vináttu og friði, vorum til að
mynda 350 talsins, og á meðan á
heimsókn okkar stóð í borginni hafði
hvert okkar fyrir sig einn Volvo eða
Benz ásamt einkabílstjóra og túlk. Ekki
svo lítil viðhöfn það, þannig að ég
ferðaðist aðeins með neðanjarðarlest,
eða eins og ágætur maður nefnir slíkar
lestir, „undirgrundu," til þess að kynnast
þeim ferðamáta og sjá hvernig neðan-
jarðarkerfið hjá þeim er.
Mér var sagt að vinnuvikan hjá
Kóreumönnum í norðurhluta landsins
væri frá mánudegi til laugardags, átta
stundir á dag, þannig að þeir vinna 48
stundir á viku. Þó eru undantekningar
þar frá, eins og mæður sem eiga tvö börn
eða fleiri, þær vinna aðeins sex tíma á
dag, en fá greidd full laun. Þetta þótti
mér vera jákvætt mjög. Túlkurinn minn,
hann Kim sagði mér að þetta væri gert
bæði til þess að mæðurnar og börnin
fengju meiri tíma saman en ella, og
einnig væri þetta hvatning til foreldra að
eignast nú börn, því Kórea væri land í
uPPbyggmgu. sem þyrfti á eins örri
fjölgun að halda og mögulegt væri.
Greinilegt er að íbúar landsins hafa
tekið þessa jákvæðu hvatningu til greina,
því fólksfjölgun á ári hverju að undan-
förnu hefur verið um 2.2%, sem í augum
okkar er jú verulega mikil fólksfjölgún,
en hún hefur verið 1.2% til 1.4% hjá
okkur á síðustu árum.
Mér var einnig sagt að barnaheimilis-
pláss væru næg í borginni, og þegar veru
á barnaheimilum lýkur, þá tekur við 11
ára skólaskylda, þar sem auk hugmynda-
fræði Kim II Sung, er lögð áhersla á
almenna menntun í því sem við köllum
hefðbundnar bókgreinar grunnskól-
anna, en þar að auki er lögð geysileg
'rækt við að þroska listræna hæfileika
barnanna. Svo mikil er ræktin sem lögð
er við hvers konar hreyfilist, hvort sem
um dans eða leikfimi er að ræða, svo og
við tónlistarkennslu og söngkennslu að
því trúir enginn, nema sá sem sér og
heyrir. Það var mér hreint undrunarefni
að hlýða ábörn, sem ekki náðu mér einu
sinni í mitti, þar sem þau léku á hvers
kyns hljóðfæri, eins og þau hefðu aldrei
gert nokkuð annað, og önnur sem döns-
uðu og sungu hreint ótrúlega vel. Það
vakti mér enn meiri undrun, þegar ég
fékk að vita að börnin voru fimm og sex
ára. Til þess að þið lesendur góðir,
megið frekar trúa orðum mínum, þá
festi ég á filmu atriði úr þessari sýningu,
en hljóðin get ég ekki fært ykkur. Þegar
grunnskólanámi lýkur, þá taka við
menntaskólar, eða verkmenntunarskól-
ar, og að því námi loknu hverfa sumir til
ákveðinna starfa, en aðrir halda áfram
námi, ýmist í tækniháskólum eða há-
skólum, en mér var sagt að slíkar
menntastofnanir í landinu væru 183
talsins, og hlýtur það að teljast mjög há
tala, þegar litið er til íbúafjöldans, sem
mun vera í kringum 25 milljónir, en það
táknar aftur að það eru innan við 140
þúsund íbúar um hverja æðri mennta-
stofnun.
Norður-Kóreubúar leggja mikla
áherslu á að mennta sitt fólk mjög vel á
tækni- og verkfræðisviðinu, þar sem þeir
stefna að áframhaldandi örri uppbygg-
ingu og þróun, þannig að slíkir starfs-
kraftar eru þeim hvað nauðsynlegastir
þessi árin.
Eftirlaun mjög
snemma, eða um
sextugt hjá mönnum og
55 ára hjá konum
Norður-Kórea, sem heyrir þriðja
heiminum til, hefur skotið okkur Vest-
urlandabúum ref fyrir rass á ýmsum
sviðum, og eftirlaunaaldurinn er eitt
slíkt svið. Karlmenn fara á eftirlaun
þegar þeir verða 60 ára og konur fara á
eftirlaun þegar þær eru einungis 55 ára.
Að vísu ber að hafa í huga, þegar þetta
atriði er skoðað, að Kóreumenn vinna
eins og iðnin maurar, á meðan þeir
vinna, þannig að í sjálfu sér má segja, að
miðað við vinnutempóið og afköst
starfsæfinnar, þá sé vinnuþrek næsta
lítið eftir þegar Kóreumenn hafa náð
þessum aldri. Leiðsögumaður minn,
hann Kim, sagði mér að eftirlaun hjá
venjulegum verkamanni næmu um 70%
af þeim launum sem hann hafði er hann
var í fullu starfi. Þó gætu þeir, sem taldir
væru hafa þjónað landinu mjög vel
fengið 90% þeirra launa sem þeir hefðu
haft, og enn væri einn hópur, sem væri
hópurinn sem hefði fært þjóðfélaginu
frábært framlag með starfi sínu, og sá
hópur fengi 100% eða jafnvel meira en
100% launanna sem hann hefði haft í
starfi. Þetta gerði þjóðin til þess að sýna
þessum hóp þakklæti sitt. Kim minn tók
það skýrt fram að þeir sem einungis fá
70% launanna kæmust mjög vel af með
þá upphæð, og liðu í engu skort.
Norður-Kóreumenn
einkar elskulegir
í viðmóti
Hvarvetna sem ég kom í Pyongyang
mætti ég mikilli hlýju og elskulegheitum.
Það var jafnvel heldur óþægilegt til að
byrja með, að mæta bláókunnugum
manni eða konu, sem brosti svo vin-
gjarnlega, að ég var beinlínis knúin til
þess að brosa á móti, sem er jú hátterni
sem vart tíðkast hér á freðmýrinni, eða
hvað? Það virtist sammerkt öllum þeim
sem ég hitti og ræddi við, annað hvort
beint, eða með aðstoð túlksins, að þeir
væru yfirmáta hreyknir af landi sínu og
þeirri miklu uppbyggingu sem þar hefur
átt sér stað. Allir voru jafnframt á einu
máli um, að þetta hefði ekki getað orðið,
nema með góðri leiðsögn og vernd
leiðtogans mikla, Kim II Sung. Ég hætti
mér út í það, eftir nokkurra daga dvöl,
að spyrja einhverja viðmælenda minna,
hvað yrði nú um þjóð eins og Norður-
Kóreu þegar leiðtoginn þeirra mikli Kim
II Sung væri allur. Við þessu fengust lítil
svör, enda á Kóreumönnum að heyra,
að þeir óskuðu leiðtoga sínum eilífs lífs.
Ég var þrjósk og hélt því fram að það
væri jú líffræðilegur ómöguleiki, og fékk
þá sem svar eins konar bros og svo það
að „Leiðtoginn kæri", sonur leiðtogans
mikla, Kim Jong II, væri jú einniggóður
leiðtogi! Það þarf því ekkert að fara í
grafgötur með það hver á að taka við
ríkinu, þegar dagar þess mikla eru allir.
Spurningu minni, hvort þjóðin myndi
ekki treysta sér til þess að byggja
þjóðskipulag sitt á Juchehugmyndafræð-
inni einni saman í framtíðinni, án þess
■að hafa einhvern hálfguð á toppnum til
þess að líta upp til, jafnvel dýrka, var
svarað á þá leið, að síðar, þegar Juche-
hugmyndafræðin væri orðin algjörlega
samgróin þjóðarsálinni, þá ætti slíkt að
verða möguleiki.
Ég tók eftir því, þessa daga, að hvergi
virtust konur vera í ábyrgðarstöðum þó
svo að leiðsögumaður minn, hann Kim
héldi því fram fullum fetum, að algjört
jafnrétti ríkti meðal karla og kvenna.
Hvergi sá ég konu koma fram og halda
ræðu eða vera í forsvari fyrir eitt né
neitt, en það segir kannski ekki alla
.söguna, því konur voru a.m.k. í meiri-
hluta í öllum listasýningum sem okkur
var boðið til, þær voru í meirihluta sem
leiðsögumenn á söfnum og sögufrægum
stöðum, heilsugæslu og skólum, en það
er jú bara það sama og hér heima, og
engum dettur í hug hér heima, að
fullyrða að algjört jafnræði ríki hér á
milli kynja, eða dettur einhverjum það í
hug?
Það er alveg ljóst í mínum huga, að
þeir Kóreumenn sem ég fékk að kynnast
í þessari heimsókn minni, heyra til þeim
hópi sem eru hvað best menntaðir, og í
mörgum tilvikum var þarna um „intell-
ectuella" að ræða sem stunda háakadem-
ísk fræðistörf, að öðru jöfnu. Þess vegna
vakti það mér enn meiri furðu, að hitta
aldrei, utan einu sinni, Kóreumann sem "
ræddi við mig um land sitt og þjóð, og
sögu landsins, einkum frá lokum Kór-
eustríðsins, fyrir þrjátíu árum, sem ekki
annað hvort byrjaði eða endaði hverja
setningu á því að þakka þann árangur
sem náðst hafði, leiðtoganum mikla Kim
II Sung. Ég spurði hvort ekki mætti
einnig þakka fólkinu í landinu, verka-
mönnunum sem með miklu átaki og
vinnu hefðu ráðist í þetta uppbyggingar-
starf, og fékk þau svör að aðeins með
leiðsögn leiðtogans mikla, hefði sá ár-
angur sem náðst hefur, náðst.
Þessir menn sem ég ræddi við, þekkja
sögu lands síns geysilega vel, þannig að
þess vegna kemur fákunnáttan um allt
sem, er og gerist utan Norður-Kóreu
manni gjörsamlega í opna skjöldu. Kim
minn var til að mynda alveg ákveðinn í
því að neðanjarðarlestakerfi Pyong-
yangborgar væri það fullkomnasta í
heimi, en hann hafði aldrei séð önnur
lestakerfi! Hann var ákveðinn í því að
Jucheturninn væri hæsti turn veraldar,
■ Ráðstefnugestir á tröppum óperuhúss Pyongyangborgar.
■ Glæsileiki neðanjarðarlestakerfis þeirra Pyongyangmanna fer ekkert á
milli mála.
■ Konur Kóreu eru fallegar, a.m.k. i minum augum, og fágaðar og túlkandi
hreyfingar þeirra gera þær enn kvenlegri og fallegri.
Þar sem alkóhólismi og lans
læti ern óþekkt fyrirbæri