Tíminn - 31.07.1983, Qupperneq 27
SUNNUDAGUR 31. JÚLÍ 1983
127
■ Ritlerbusch við Rolls Royce bifreið sína. Sumir hrækja á eftir bílnum, er þeir sjá
klámmyndakónginn á ferð.
en þetta hljóti að vera jafn gróðavæn-
legur útvegur og bankarekstur.
Erfiðasta hlutverkið. - eða það
óþokkalegasta eftir atvikum. - hvtlir á
herðum Ijósmyndaranna og kvikmynda-
tökumannanna. Þeir verða að laða nýja
stúlkur að og koma þeint inn í starfið.
Ekki eru laglegar stúlkur á hverju strái í
Þýskalandi. sem ekki eru haldnar ein-
hverri blygðunarkennd og veigra sér því
við ýmsu. Frá Ameríku og Frakklandi er
mun meira framboð á „frjálslyndum"
stúlkunt. Því verður þýski klámmynda-
iðnaðurinn að byggja í æ ríkari mæli á
erlendum starfskröftum. Rcyndarsenda
fjórar stúlkur að jafnaði inn umsókn í
viku hverri til miðlunarskrifstofu Beate-
Ushe. en meðal þeirra höfum við „enga
nothæfa fundið". eins og framkvæmda-
stjórinn orðar það. „Þetta eru tómar
spunakerlingar. sem aldrci hafa litið í
spegil". segir hann.
Það scm þýskir klámmyndaframleið-
endur leita að eru gcislandi ferskar og
fríðar stúlkur. Frcmstu 100 Ijósmyndar-
arnir í þessari grein vita hvar þeirra skal
leita og hvernig: Þeir gera sér tíðförult á
hestu diskótekin og heita þar eigin
kyntöfrum og fortölum. Þeir svipast um
í „útjaðri" vændisheimsins. fylgjast með
svonefndum gægjugata-klefum og
börunt og athuga einnig hvað er á listum
atvinnumiðlara Ijósmyndafyrirsæta. Þar
má rekast á ýmsar fegurðardísir. sem
ekki hafa „komist áfram” sem fyrirsætur.
Þetta cru stúlkur sem litla menntun
hafa. cn eigi að síður einhverntíma
komist um skcið á samning. t.d. hjá
útgefcndum myndskreyttra vörulista.
Þar liafa þær vanist að hafa um 3000 ísl.
krónur á dag í laun og slíkt kaup fá þær
ekki með því að sitja við einhvern
búðarkassann. Þær láta því hafa sig út í
að sitja fvrir í kynæsandi nærfötum. - til
að byrja með, þótt fyrr hefðu þær
þvertekið fyrir það. Svo cr gengið lengra
og lengra.
Framleiðendur eru ekki
naumir á vínföngin
Sé nokkur stúlka sem nefna mætti
drottningu klámmyndanna í.V-Þýska-
landi þá er það Christine Schwarz. Hún
er 25 ára gömul og var fvrrum aðstoðar-
stúlka hjá tannlækni. Hún hefur lcikið í
24 stórum myndum á tveimur árum, en
litlum myndum hcfur hún varla tölu á.
Hún var eina þýska stúlkan í þessari
grein sem viljug var til að eiga viðtal við
okkur undir fullu nafni og sem framleið-
cndur vildu glaðir láta ræða við biöð.
Hún þótti-einkum framhærileg vcgna
þcss að hún hafði ekki nokkru sinni
unniö í „skemmtigarði" eins og nú er til
siðs að kalla glcðihúsin í V-Þýskalandi.
En Christine Schwarz cr hins vegar á
verði öðrum þræði. Hún hefur nú
nefnilega byrjað að vinna við gagna-
vinnslu í vöruhúsi í Hamborg og reynir
nú að fóta sig á venjulcgum atvinnu-
markaði með hversdagsleg laun. líkt og
hún áður hafði. Hún segist verðaáð bíta
á jaxlinn. En hún cr líka stolt vegna þess
að ólíkt því sem oft gerist með stúlkur
úr þcssum iðnaði, var hcnni ekki strax
hafnað á almenna vinnumarkaðinum.
Christine situr á stól. klædd gailabuxum,
meö liárið hnýtt í tagl og ómáluð. Hún
byrjaöi í klámiðnaðinum á þennan vana-
lega hátt: Ungur og laglcgur maður
fullvissaði hana um að jafri falleg stúlka
hefði annað betra að gera en að hræra
tannfyllingar.
Klámkvikmyndastjarnan lítur um öxl
án allrar beiskju. Nei, hún iðrast einskis.
Þetta var allra fjörugasti tími. Hún var í
París í veislum á Café Coppola og
skemmti sér með þeim ríkustu á Ibiza.
Á þessum þremur árum kveöst hún hafa
aflað sér mikillar þekkingar og þó
einkum þekkingar á karlmönnum. Hún
kveðst hafa öðlast sjálfsöryggi og veru-
lega frægð.
Ástæða þess að ölj töfraveröld hennar
hrundi var að taugarnar biluðu. Eitt sinn
brast hún í grát. Kvöldið áður en til stóð
að taka upp övenju gróft atriði drakk
hún eitthvað. sem líklega var ekki mjög
hollt. „Framleiðendur eru ósparir á
vínföng." segir hún „og oft er stúlkunum
gefið eitthvað á morgnana. til þess að
gera þær skeytingarlausar."
Loks fór það að koma fyrir að hún
brast í grát við sjálfar upptökurnar og
þar með var ævintýrið á enda. „Þá var
ekki hægt að nota tnig lengur, auk þess
sem ég var líklega búin að vera of lengi
í þessu og farin að verða of gömul.
Áhorfendur heimta alltat' eitthvaö nýtt."
En karlmaðurinn verður seint of gam-
all í hlutvcrkin. því karlarþeirsem horfa
á klámmyndir sjá í karllcikaranum
ímynd sjálfs sín og þann draum sinn að
legg.ja hverja glæsikönuna á fætur ann-
arri að fótum sér. En þeir vilja ekki sjá
sama kvenmanninn of oft. „Við vitum
nú hvernig hún er þessi."
Christinc er ekki tilbúin að viður-
kenna að grátköstin hafi átt sér sálrænar
orsakir. Stolt hennar lcyfir henni ekki að
viðurkenna slíkt. Stoltið vill ekki kann-
ast við að særö blygðunarkennd cigi þar
neinn hlut að máli. Hún fór ekki út í
þetta nauðug, eða að gamni sinu. Vinn-
an var henni til mestu ánægju og hún
þénaði ágætlcga. „Tilfinningum hélt ég
utan viö þetta." segir hún.
Þær kynfcrðislegu fullnægingár 'scm
sjást í myndum hennar og eru meira en
hundrað talsins. lék hún allarsaman. Þá
var það henni sönnun fyrir því að sjálfa
sig hcfði luin ekki scl.t af hcndi að hún
kom aldrei fram fyrir myndavélarnar í
eigin nærfötum: „Aldrei, aldrei!" Hún
segir að andlega hafi hún aldrci sclt sig'
„og ef cinhvcr gerist til aö minna mig á
fortíð niína, í stað þess að líta á mig sem
persónu, þá er sá maður ekki neitt handa
mcr."
Stúlkurnar sem leika í klámmyndun-
uni hljóta ekki þá upphefð að nokkur
maður viöurkenni þær sem leikkonur, -
og þær gera mun á „vinnu" og „ntynda-
töku". „Vinnan" felst í því að koma
karlleikaranum til.gera hann til í tuskið.
Til þess þarf margvíslegar strokur og
arinað óncfnt. Þegar á þessu stigi er mat
lagt á hæfileika viðkomandi, því tíminri
er dýrmætur í klámiðnaðinum.
„Því miður er þetta orðið svo hvers-
dagslcgur hlutur hjá ungu kynslóðinni."
segir Werner Ritterbusch og brcgður
yfir sig enska jakkanum. Utan um ístr-
una hefur hann spennt bclti með mynd
af tveimur logagylltunt hlébörðum.
Ritterbusch er fertugur Hamborgar-
búi. Hann ekur á Harley-Davidson'mót-
orhjóli, á stórhýsi á Flori'da ogframleiöir
hinar vinsælu „ribu"-myndir. Hann á
líka guillitan Rolls Royce. en ekur þó
sjaldan í honum vegna haturs almenn-
ings á „þeim sem hafa það got.t," eins og
hann segir. Aki hann í gegnum háskóla-
hvcrfið á glæsivagninunv. hrækja stúd-
entarnir á bílinn og þetta „öfundsjúka
pakk" situr um að stcla silfurmyndinni
af vclarhlífinni. Hann hcfur því tengt
þjófablístru við myndina.
Leikararnir gefa engin
hljóð frá sér
Ritterhusch hóf feril sinn með því að
hann flutti inn hcilu bílfarmana af dönsk-
um klámritum. sem í þann tíð varð aö
sclja undir borðið. Þá komst hann að því
hve mikið mátti upp úr slíku hafa og er
allt var gefið frjálst í V-Þýskalandi setti
hann eigið framleiðslufyrirtæki á laggirn-
ar.
Ritterbusch leggur mikið upp úr því
að kynferðislegar fullnægingar sjáist sem-
oftast í myndum hans. Hendi slíkt á
röngu augnabliki kostar þaö Rittcrbusch
peninga. Komi það fyrir að karlleikárinn
verði getulaus og áætluð upptaka fcrst
fvrir af þeim sökum hefur Ritterbusch
lcyfi samkvæmt samningi til þess að
draga af launum lians.
Fyrsta flokks klámkvikmyndahús er
byggt samkvæmt því sent segir í gömlu
Ijóði: „í öllum fjórum hornum kvcði
ástarraustin við." f samræmi við það
drynur úr fullkomnustu dolby-stereó
hátölurum: „Áfram, reiðhrókurinn
þinn.“ Slík orð hafa þó aldrei kontið frá
stúlkunni sem liggur eins og afvclta
bjalla á bakinu uppi á „skrifborði for-
stjórans". Líklegra cr-að hún hafi sagt:
„89,88,87,86....""
Leikarar í klámkvikmyndum eru alls
ólærðir í leiklist og þar mcð framsögn og
eru því látnir þegja. Þar sent í kringum
þá stcndur fjöldi tæknimanna og blik-
andi fljóðljós skína á þá er líka varla aö
búast við miklu andríki af þeirra hálfu.
Því cr mælt nteð að þeir telji í huganum.
Klámorðaflóðið og andköfin eru sett inn
á tónband eftir á.
I lér koma snillingarnir til sögunnar.
Frú Sommer. scm auglýsir kíd'fi í sjón-
varpsauglýsingunt. skiptir mi um hlut-
verk og stynur enn meir þegar karlleikar-
inn dregur niður um sig. en þegar hún
smakkar á filterkaffinu. Röddin sem
auglýsir nýjar baunir í útvarpinu heyrist
nú innfjálgum orðum prísa nautn sam-
ræðisins. Eðvarö Irændi sem þckktur
varö í þýska sjónvarpsmyndaflokknum
um Schölermann-fjölskylduna kann og
að túlka hina frjálsu ástir og orgar af
frygð út úr öllum dolby-stcrcó-hátölur-
unum fjórun). Eiginkona róttæks vísna-
söngvara eins. hefur og þegiö góðan
skilding fyrir að láta til sín heyra á sama
vettvangi.
„Æskan skeytir ekki
um okkur“
Frá ómunatíð hafa yngstu viðskipta-
vinir vændiskvenna verið 2(1 til 22ja ára
gamlir. Þegar þeir fengu fyrstu aurana til
ráðstöfunar var þarna opin leið til þess
að sanna manndóm sinn gegn dálítilli
greiðslu. En nú er þetta orðið öðruvísi.
„Æskan skeytir ekki unt okkur." scgir •
einn úr hópi framleiðenda. Wolf Rade-
macher.
En þá er að snúa sér að kvenþjóöinni.
„Kvenfrelsisbaráttan var mikið happ
fyrir okkur," segir auðkýfingurinn og
klámmyndaframleiðandinn Uli Rotcr-
niund og því til sönnunar segir liann að
konum meöal viðskiptamanna hafi fjölg-
aö úr 8% í 34% af hcildinni á síðustu 10
árum. Gerir hann allt sem hann getur til
þcss að laða konur að viðskiptunum og
þær cru aðeins látnar greiða hálft að-
göngugjald í kvikmyndahúsum lians.
Án þess að konurnar komi mcð er ekki
hægt að gcra ráð fyrir jafn blómlegum
rekstri og áöur.
„Ushe"-hringurinn hefur í framhaldi
af þessu kostaö all viðamikla könnun
sem líffræðistofnun í Múnchen (Gesell-
schaft fúr Physologische Studien) tók að
sér aö framkvæma. 50 karlar og 50 konur
tóku þátt í þcssari könnun. Vartilrauna-
hópurinn látinn horfa á tíu vcl valdar
klámmyndir og púls, svitamagn og hrcyf-
ingar greindar með nákvæmum mæli-
tækjum. Eftir því scm fjör færðist í
lcikinn fóru nálarnar aö tifa af krafti.
Niöurstaðan varð: Það scm æsir karla,
æsir konur ekki síður. Hins vcgar er
klám ekkert áhugamál þeirra, þar sem
þær koma saman, eins «g oft gerist mcð
kar!a. (Þýtt úr „Stern“ - AM)
■ Leikararnir eru óskólaðir í leiklist og þar með framsögn. Stunurnar og andvörpin eru sett inn eftir á.
PLASTPOKA OG PRENTUN FÆRÐU HJÁ