Tíminn - 03.06.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.06.1983, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1983 MÚRFILL Teygjanleg klæðning Klæddu hús þitt með okkar hjálp Múrfillklæðninger: 50-60% ódýrari en flestar aðrar klæðning- ar ★ er vatnsþétt ★ er samskeytalaus ★ hindrar að vatn leiti inn í sprungur ★ andar og hleypir út raka án þess að leka ★ eródýrari ★ er í mörgum litum Okkur yrði það mikil ánægja að líta á húseign þína og gera þér tilboð þér að kostnaðarlausu. S. Sigurðsson h/f. Hafnarfirði Síma: 50538 - 54535. Vönduð og góð vinnubrögð Eigum fyrirliggjandi CAV 12 volta startari: Bedford M. Ferguson Perkins Zetor L. RoverD. Ursusofl. CAV 24 volta startari: Perkings Scania JCB o.fl. Lucas 12 volta startari: M. Ferguson Ford Tractor ofl. CAV 24 volta alternator: 35 amper einangruð jörð 65 amper einangruð jörð Butec 24 volta alternator: 55 ampers einangruð jörð Einnig startarar og alternatorar fyrir allar gerðir af japönskum og enskum bifreiðum. Þyrill s.f. Hverfisgötu 84 101 Reykjavík Sími29080 fréttir Þingeyjarsýsla: „Fóðurþörfin hjá sauðfénu er alveg orðin ægileg þegar fjöldinn er jafnvel orðinn nær þrefald- ur á við það sem var á vetrarfóðrum. Hver dagur er orðinn alveg ægilega dýr á stórum sauðfjárbúum þegar svona er komið“, sagði Óli Halldórsson á Gunnarsstöðum í Þistilfirði í samtali við okkur s.l. þriðjudag. Þar er allt sauðfé enn á fullri gjöf á húsi. „Það er ákaflega erfitt að geta ekki komið lömbunum á beit þegar þau stækka. Nokkurra vikna gömul lömb eru orðin jórturdýr sem þurfa gróffóð- ur. Það sem líka gerir þetta ákaflega erfitt og háir lömbunum mjög er vatnslcysið. Svona gömul lömb þurfa orðið miklu meiri vökvun en þau fá úr móðurmjólkinni 'og það er ákaflega erfitt að fullnægja þeirri þörf þeirra inni í húsum. Þau eru að reyna að teygja sig í rennurnar sem ærnar drekka úr, en þær eru bara allt of háar fyrir þessi grey“, sagði Óli. Óli kvað ákaflega lítið hafa vorað á þessum slóðum undanfarnar vikur. „Ég man varla eftir svona staðviðra- sömu tíðarfari. Það er yfirleitt alltaf hægviðri, en aldrei hlýtt. Yfir hádaginn kemst hann í 3-5 stig, er kominn niður í 2 stig urri sexleytið og lækkar síðan niður í frostmark og jafnvel frost á nóttunni“. Með ströndinni sagði Óli töluvert orðið autt, en alveg sé óskap- legur snjór strax og landið hækki nokkuð. Á bæjum sem standa hærra frá sjó sjái aðeins í rinda á túnum, og túngirðingar séu ekki einu sinni komn- ar upp úr snjó. „Þetta er með því verra sem ég man eftir. Árin 1949 og 1979 voru kannski svipuð, nema hvað ég held að snjór sé enn meiri nú, en bæði þau ár.“ Heyleysi kvað Óli ekki vandamál ennþá, því flestir hafi séð að hverju fór og því reynt að treina heyin með meira kjarnfóðri til þess að reyna að skrimta fram í miðjan júní. „En þegar kemur fram í miðjan júnímánuð verður orðið þá er ekki kominn hagi fyrr en um vandamál að sjá þessu fyrir fóðri. Og miðjan mánuðinn," sagði Óli. jafnvel þótt það hlýnaði strax á morgun -HEI ■ Sauðburðurinn hefur löngum verið sælutími hjá smáfólkinu til sveita, sem gjarnan eignast góða vini meðal smálambanna, ekki síst heimalninganna, sem misst hafa móður sína af einhverjum ástæðum og verða í staðinn að láta sér nægja pela. Á þessari mynd sjáum við hana Snæfríði litlu Marteinsdóttur í Arnþórsgerði í Köldukinn með litlu gimbrina sína hana Surtlu. Mynd: Þröstur Þistilfjördur: T úngirdingarnar enn á kafi í snjö — Þarf orðið að gefa lömbunum líka Tíbrá leggur land undir fót Akranes: Piltarnir í hljómsveitinni Tíbrá frá Akranesi eru nú aftur mættir til ieiks, eldhressir að vanda, eftir að hafa legið í vetrardvala, að því erfram kemur í frétt frá hópnum. En s.l. sumar sendu þeir frá sér breiðskífu, „í svart-hvítu“. Tíbráflokkurinn ætlar að gera víð- reist þetta sumar sem endranær. Hyggjast hressa fólk við með dunandi danstónlist hvar og hvenær sem er í bæjum, borgum og sveitum. Lengi einhvern eftir þeim kveðast þeir til viðtals í síma 93-2903. ■ Nokkrar mannabreytingar hafa orðið í hljómsveitinni Tíbrá frá Akra- nesi frá því á síðasta ári, en hún er nú skipuð þeim: Eiríki Guömundssyni, Flosa Einarssyni, Gylfa Hilmissyni, Jakobi Garðarssyni og Adolf Friðriks- syni. Tvær andstæðar fylkingar að myndast — segir Haraldur mjólkursamlagsstjóri á Húsavík Húsavík: „Mál standa nú þannig varð- andi mjólkurframleiðslu í landinu að þar eru að myndast tvær andstæðar fylkingar, 1. verðlagssvæði og 2. verð- lagssvæði," sagði Haraldur Gíslason, mjólkursamlagsstjóri' á Húsavík, sem nú stendur m.a. í ströggli vegna jógúrt- sölu til Hagkaupa í Reykjavík. „Á 2. verðlagssvæði fer meirihluti mjólkurinnar í smjör og osta, vörur sem geymast iengi og seljast seint, sem veldur geigvænlegu vaxtatapi. Suður- landið selur meirihlutann af sinni mjólk beint yfir búðarborðið nær samdægurs og þeir taka við henni. Þeir geta því gengið með greiðsluna í bankann og lagt hana inn stuttu eftir að mjólkin kemur úr kúnum. Þarna er gífurlegur munur á þegar vextirnir eru orðnir 50-60% sagði Haraldur. Sem dæmi nefndi hann að árið 1981 hafi vaxtatap numið 14 aurum á hvern lítra hjá einu samlaginu á 1. verðlags- svæði þegar það hafi numið 86 aurum hjá honum á Húsavík. Og sá munur hefur að sjálfsögðu aukist síðan. „Hefði vaxtatapið þá einungis verið 14 aurar hér, hefðum við getað greitt bændum eitthvað umfram grundvallar- verð“, sagði Haraldur. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.