Tíminn - 03.06.1983, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.06.1983, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ1983 3 „HEF RETT11L AD SEUfl HVERIUM SEM ER JÖGÚRT — segir Haraldur Gfslason, mjólkursamlagsstjóri á Húsavík, sem bannað hefur verið að selja Haugkaupum jógúrt ■ „Þetta eru bara menn sem komu hér í vor og báðu um að fá keypta jógúrt. Ég held ég hafi rétt til að selja hvaða manni sem er jógúrt, en kemur síðan ekki við hvað gert er við hana - hvort menn hella henni í Skjálfandafljót, flytja hana til Reykjavíkur eða hvað annað þeir gera við hana“, sagði Haraldur Gíslason, mjólkursamlagsstjóri á Húsavik. Hann staðfesti að komin væri ósk um það frá Framleiðsluráði að hann láti það fram- vegis alveg vera að selja Hagkaupa- mönnum jógúrt, en þar hefur Húsavík- urjógúrt verið seld undanfarnar vikur á 8 kr. lægra verði hver lítri en jógúrt frá M.B.F. Haraldur kvað það rétt að heildsölu- leyfin séu miðuð við samsölur og mjólk- ursamlög á hverjum stað. En þessir aðilar hafi keypt sína jógúrt í þeirri einu búð á Húsavík sem hana selur, enda reki Mjólkursamlagið á Húsavík enga heild- sölu fyrir sunnan. Haraldur kvað ýmsa lögfræðinga því a.m.k hafa tjáð sér að erfitt væri að banna honum þessa sölu. „Það sem mér hefði fundist eðlilegast væri að samkomulag hefði náðst um það að þéir fyrir sunnan tækju að sér að dreifa þessu fyrir mig, ellegar að ég fengi einhvern kvóta í þessu einu búð,“ sagði Haraldur. Húsavíkurjógúrtin er seld á sama verði á Húsavík og í Hagkaupum, þann- ig að þar er ekki lagður á hana flutn- ingskostnaður að norðan. Verðmuninn kvað Haraldur felast í ýmsu. „Fyrst og fremst er ég með ódýrari umbúðir og bara eina tegund, þ.e. venjulegar hálfs lítra mjólkurfernur, sem kostar um 80 aura’ stykkið eða umbúðakostnað unt 1,70-1,80 kr. á lítrann og pakka auk þess í okkar mjólkurpökkunarvél. Á Selfossi er pakkað í rándýrri spesialvél í plastbox sem sagt er að kosti 2,20 kr. stykkið auk loka og plastramma, þannig að ég gæti trúað að umbúðakostnaðurinn þar væri 5-6 krónur á lítra. Ég er bara svo gantaldags að ég hefi aldrei haft ánægju af að framleiða vöru fyrir neytendur í svo dýrum umbúðum að þeir séu kannski að henda fimmta parti af verði þeirra beint í ruslatunnuna," sagðir Haraldur. - HEI Tæpum 11 milljónum úthlutað úr Vísinda- sjóði ■ Styrkjum úr Vísindasjóði hefur verið úthlutað fyrir árið 1983. Deildir sjóðsins eru tvær. Raunvísindadeild og Hugvísindadeild og var að þessu sinni úthlutaðsextíuogtveimstyrkjum úr þeim fyrrnefnda, en fjörutíu og cinum úr þeint síðarnefnda. Alls var úthlutað í ár 10.823.00 krónum. þar af úthlutaði Raunvísinda- deild 7.723.IKK) krónum og Hugvís- indadcild 3. HK).(KK) krónum. - JGK ■ Hátíðarhöldin í Hafn- arfirði á 75 ára afmælinu þ. 1. júní voru mjög vel heppnuð að sögn Árna Grétars Finnsonar, forseta bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar. Afmælisdagurinn hófst með því að vinabæjarmótið var sett í Bæjarbíói kl. 10:30 og kom þar fram kirkjukór Viði- staðasóknar og lúðrasveit Tónlistarskól- ans. Þá færði forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, bænum að gjöf þrjár birkihríslur sem gróðursettar verða á Hamrinum. Ein hríslan helgast þeim stúlkum sem nú eru að vaxa upp, önnur piltum og sú þriðja óbornum kynslóðum til að minna á gildi þeirrar náttúru og umhverfis sem þau taka í arf. Klukkan 2 e.h. var síðan opnuð mál- verka-,skúlptúr- og keramiksýning í Háholti, en þar eru eingöngu verk eftir hafnfirska listamenn og var forsetinn þar lík'a viðstaddur auk hinna norrænu gesta. Hafnarfjörður: ■ Margmcnni var á hátíðafundinum eins og sjá má. Tímamynd GE GðD STHMMING Á HflTfBARHðUNINUM” — sagði Árni Grétar Finnsson forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar Um kvöldið var síðan hátíðarfundur í ar. Á þeim fundi var afgreitt í fyrsta lagi Bókasafn Hafnarfjarðar, en Hörður friðlýsingu Hamarsins en Vilhjálmur G. íþróttahúsinu við Strandgötu og var þar tillaga sem allir bæjarfulltrúar stóðu að Zophaníasson mælti fyrir þeirri tillögu. Skúlason mælti fyrir henni. Að því húsfylliraðsögnÁrnaGrétarsFinnsson- um að byggja nýtt, bókasafnshús fyrir Þá var samþykkt tillaga um skipulag og loknu óskuðu nokkrir utan bæjarstjórn- ■ Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir mætir til athafnarinnar ásamt Áma Matthías Á Mathiesen viðskiptaráðherra og Gunnar G.Schram prófessor. Grétari Finnssyni forseta bæjarstjórnar. Tímamynd GE Tímamynd GE ar að flytja ávörp. Þar var fyrstur á mælendaskrá Sverrir Magnússon, lyfsali í Hafnarfirði, og tilkynnti að hann hefði gefiðHafnarfjarðarbæ gjöf ásamt konu sinni, Ingibjörgu Sigurjónsdóttur. Gjöf- in sem þau gáfu var fasteignin Strandgata 39, en þar er apótek Hafnarfjarðar til húsa. Einnig gáfu þau málverka- og bókasafn en tilgangurinn er að stofna lista- og menningarstofnun Hafnarfjarð- ar sem beri heitið Hafnarborg. Síðan fluttu ávörp Alexander Stefánsson fél- agsmálaráðherra, Matthías Á. Mathie- sen, viðskiptaráðherra og þingmaður Reykjaneskjördæmis, Magnús Guðjóns- son, framkvæmdastjóri Sambands ísl. sveitarfélaga, Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, og Eiríkur Pálsson fyrrverandi bæjarstjóri. Síðar um kvöldið var boðið til kaff- idrykkju og skemmtunar og að sögn Árna Grétars var þátttakan mjög mikil og almenn og stemming góð. - ÞB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.