Tíminn - 03.06.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.06.1983, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ1983 fréttir Hafnarfjörður 75 ára: Sýningar í tilefni afmælis- ins ■ í tilefni af 75 ára kaupstaðarafmæli Hafnarfjarðar, hcfur verið opnuð sögu- og sjónminjasýning í Brydc- pakkhúsinu við Vesturgötuna í Hafn- arfirði. Sýningin verðuropin alla daga til 19. júní, scm lier segir: I. júnf - 5. júní frá kl. 14:00-22:00, og 6. júnf - 19. júní frá kl. 14:00-18:00. I’á var hinn I. júní s.l. opnuð samsýning 18 hafnfirskra listamanna í Háholti, Dalshrauni 9b. Vcrður þar sýnd myndlist, lcirlist og gullsmíði. Þcssir listamcnn munu sýna: Eiríkur Smith, Gestur Þorgrímsson, Guð- mundur Karl Ásbergsson, Gunnar Hjaltason, Gunnar Sigurjónsson, Gunnlaugur Gíslason, Haraldur Sigur- jónsson, Haukur Sigtryggsson, Jón Gunnarsson, Jóna Guðvarðardóttir, Jónas Guðvarðarson,.Jónína Guðna- dóttir, Lára Magnúsdóttir, NíclsÁrna- son, Sigrún Guöjónsdóttir, Sigurbjörn Kristinsson, Sólcy Eiríksdóttir og Svcinn Björnsson. Sýningin vcrður opin scm hcr segir: I. júní-3. júní kl. 14:00—23:00 og 4. júnt - 12. júnt kl. 17:00-22:00. Margt annað er til skcmmtunar þcssa hátíðarviku, s.s. varöcldur á Hamrinum, Sýning hafnfitskra kvik- mynda, sýning ungra myndlistar- inanna, djósmyndara í grunnskóla í Flcnsborg, íþróttakappleikir, siglinga- mót, diskótck o.fl. Þá niunu skátar koma fyrir leiktækjum í miðbæ fyrir yngstu kynslóðina á laugardag. Þá er starfrækt útvarp Hafnarfjörður alla vikuna og cr útvarpað á 94,3 MHz kl. 15:(K>—19:00. MISSTi FÓHNN í VINNU- SLYSI ■ Ungur maður rnissti fót í vinnuslysi viö Rckagranda um fimmlcitið í gær. Maðurinn var að vinna á bygginga- svæði Byggungar við Rekagranda. Vinnupallurscm maðurinn var á hrap- aði með ofangreindum afleiðingum. -GSH ■ Lionel Hampton spilaði eitt af sínum þekktustu lögum og í rokna stuði að ■ Kappinn í trommusólói. Á tímabili hélt hann á 6 kiuðum. vanda. ■ Nú gaf hann hljómsveitinni lausan tauminn og steppaði sjálfur með. Stórbrotnir hljómleikar Lionel Hamptons og félaga ■ „í þrjátíu ár hef ég beðið eftir þessum viðburði og biðin var þess sannarlega virði,“ varð einum jazzgeggjaranum að orði eftir stórkost- lega tónleika Lionel Hampton og stórhljómsveitar hans fyrir troðfullu húsi áheyrenda í Háskólabíói í fyrrakvöld. Hampton og piltar hans voru hér á vegum Jazzvakningar sem hefur staðið fyrir hverjum jazzhljómleikunum á fætur öðrum nú síðustu árin og ber að lofa dugnað þeirra og atorku. Þess verður örugglega langt að bíða að önnur eins stemmning náist upp eins og í Háskólabíói í fyrrakvöld. Hinn sjötugi víbrafónsnill- ingur fór á kostum í hljóðfæraleik jafnt sem sviðsframkomu. Hann söng, lék á trommur og steppaði fyrir utan að töfra fram hið besta út úr víbrafóninum sínum. Áheyrendur hylltu hinn síunga Hampton lengi vel, bæði fyrir og eftir tónleikana og stóðu upp honum til heiðurs. Það er erfitt að lýsa með berum orðum þessari eftirminnilegu stemmningu í Háskólabíói í fyrrakvöld en látum myndirnar tala sínu mah. -Jól ■ Hápunktur tónlcikanna. Hampton marseraði með alla hljómsveitina um Háskólabíú og allir stóðu upp og klöppuðu með. Tímamyndir GE Þeir óánægdu í þingflokki Sjálfstæðisflokksins: VIUA AÐ ALÞINGI VERÐI KALLAÐ SAMAN Nlí ÞEGAR Bjarni Einarsson kosinn formaður ■ „Við ræddum þessa ósk stjórnar- andstöðunnar í morgun á ríkisstjórnar- fundi, og ég hcf lýst minni skoðun, að ég tel það sé af ýmsum ástæðum hvorki rétt né nauðsynlegt að kalla saman þingið nú,“ sagði Steingrímur Hcrmannsson, forsætisráðherra er Tíminn spurði hann hver afstaða nkisstjórnarinnar væri til þeirra óskar stjórnarandstöðunnar að kalla saman þing nú. „Þctta mál verður að sjálfsögðu rætt í þingflokkum Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins,“ sagði forsætisráð- hcrra jafnframt, „og ekki endanlega afgreitt fyrr en málið hefur verið rætt þar.“ „Mér þykir ólíklegt að orðið verði við þessum óskum stjórnarandstöðunnar að kalla þing saman. Ég er því persónulega andvígur," sagði Albert Guðmundsson fjármálaráðherra erTíminn spuröi hann um hans afstöðu til þeirrar óskar stjórn- arandstöðunnar að þing verði kallað saman fljótlega. „Ég held að allir í ríkisstjórninni líti á þessa kröfu sem áróðursbragð af hálfu stjórnarandstöðunnar," sagði Albert. „Ég hafðf áhuga á að þing kæmi saman fljótlega og stæði stutt; sagði Sverrir Hcrmannsson, iðnaðarráðherra erTím- inn spurði hann um afstöðu til þess hvcnær þing ætti að koma santan. „Ég er mjög mikill þingræðissinni og hefur því oft runnið til rifja á undanförnum árum að mér hefur þótt sem ríkisstjórnir hafi hunsað og farið á snið við Alþingi. Ég held að málsástæður okkar séu allar það góðar, að við þurfum hreint ekki að óttast þrætuna í Alþingi. Svo væri nú fróðlegt, í fyrsta skiptið, eftir allar þessar stjórnarmyndunarviðræður, að fá að sjá tillögur þessara manna i efnahagsmálum, t.d. Alþýðubandalags- ins. Ósköp væri það nú skemmtilegt!" Samkvæmt heimildum Tímans þá er ágreiningur talsverður í þingflokki Sjálf- stæðisflokksins um þetta mál. Eru þeir þingmenn flokksins sem voru á móti stjórnarsamstarfi við Framsóknarflokk- in s.s. Ólafur G. Einarsson og Friðrik Sóphusson sagðir vera því fylgjandi að þing konti saman hið fyrsta, en aðrir munu vilja að þing verði ekki kallað saman fyrr en 10. október f haust. Verður eflaust hart deilt um samkomu- ' dag þingsins í Sjálfstæðisflokknum, en í Framsóknarflokknum er að því talið er algjör eining um að nú sé ekki tími til málþófs á þingi heldur verði að fylgja fyrstu efnahagsráðstöfunum úr hlaði, með áframhaldandi ráðstöfunum og fylgifrumvörpum. _ \b ■ Aðalfundur fulltrúaráðs framsókn- arfélaganna í Reykjavík var haldinn í gærkvöldi á Hótel Heklu við Rauðarár- stíg. Þar var m.a. kostinn formaður og stjórn. auk fulltrúa í miðsstjóm og í húsbyggingasjóð. Úrslit í formannskjöri urðu þau, að Bjarni Einarsson var kosinn formaður með 78 atkvæðum gegn 42 sem Hrólfur Halldórsson fékk. Varaformaður var kosinn Bjarni Guðbjörnsson, en aðrir í stjórn voru kosnir Halldór Árnason, Gestur Jónsson og Sigrún Sturludóttir. í miðstjórn voru kosnir Björn Líndal, Viggó Jörgenson, Sævar Kristinsson, Elísabet Hauksdóttir, Kristín Eggerts- dóttir, Sigrún Sturludóttir, Valdimar Kr. Jónsson og Árni Benediktsson. -ÞB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.