Tíminn - 03.06.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.06.1983, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ1983 9 á vettvangi dagsins Halldór Kristjánsson Glannalega farið með heimildir ■ Dagblaðiö og Vísir birtir 21. maí frásögn eftir Sigurð Halldórsson í Skarðshlíð um málaferli undir Eyja- fjöllum fyrir 90 árum. Blaðamaðurinn birtir þetta eins og þar sé sagan fullsögð. Hann trúir sinni heimild í blindni að því er virðist. Því talar hann um „gegndar- lausa valdníðslu", og „hrokafullar að- gerðir sýsluntannsins." Það er aukaatriði í þessu sambandi að sú mynd sem blaðið birtir og segir vera af Sigurði í Skarðshltð sýnist okkur ýmsum vera af Matthíasi Jochumssyni. Hitt er öllu verra að þar segir að„þá atburði skráði hann niður skömmu eftir að þeir gerðust" en frásögnin er rituð 1920. En af frásögn Sigurðar verður ekki séð að nokkur maður hafi verið sekur um neitt sem varðaði við lög nema Pétur Nielsson og Steinvör bústýra hans, sem hafði tekið eina kind ófrjálsri hendi þegar þau höfðu ekkert sér til matar. Síst skal því mótmælt að skortur hafi verið í búi þeirra en fjórar fullorðnar kindur meðgekk Pétur að hafa tekið ófrjálsri hendi auk ýmissa smámuna. Páll Briem kvað upp dóm í máli 20 manna 20. febrúar 1893 og höfðu þeir allir meðgengið ólöglegt athæfi sýnist mér fljótt á litið. Þar voru þau Pétur og Steinvör en hinir allir höfðu farið ó- frjálsri hendi um reka á fjörum og var þar bæði um að ræða viðarreka og landhlaupsfisk og var þar leitað allmörg ár aftur í tímann. Björn Jónsson ritstjóri skrifaði árið 1906 ferðapistla í blað sitt ísafold um ferð sína um Suðurland 10 árum eftir jarðskjálftana 1896. Þetta er merkileg frásögn á margan hátt. Og með örfáum orðum birtir hann okkur kjarna þessara málaferla. Hann talar um forystumenn Sunnlendinga og fer þá sérstökum viður- kenningarorðum um öðlinginn Sigurð Ólafsson sýslumann í Kaldaðarnesi en segir síðan: „Ötula framfaramenn hafa og Rangæ- ingar haft yfir sér hvern fram af öðruni. Lengst er þeim enn til Páls Briem, svo skammt sem þeir nutu hans. Þeim þótti hann að vísu nokkuð örgeðja framan af og helsti veiðibráður fyrir réttvísinnar hönd meðan hann var að reyna að venja Eyfellinga af rekaviðartraustatakinu, cr þar hafði verið sveitarsiður, að mælt er, um langan aldur og fyrirrennari hans hafði ekki tekið hart á. Þá var þetta kveðið: Herrarín gleðji Hermanns sál, Hann vildi ekki gera neinum hneisu. En ekki er mér um hann Pál. Ef hann reiðisl, færi hann mann í peysu. . En furðu fljótt greri yfir það. Það sannaðist á honum, að mikið fyrirgefst þeim sem mikið elskar." Þegar Björn Jónsson skrifaði þetta var Páll Briem andaður en fyrirrennari hans sem sýslumaður Rangæinga var Her- manníus á Velli. Mér er ekki kunnugt um að margt hafi verið rætt um þessi málaferli á prenti en talsvert hefur verið talað um þau. Svo hittist á að í janúar 1940 var ég á ferð um Snæfellsnes og 14. janúar leitaði ég gistingar hjá Óskari Clausen á Kvía- bryggju. Er við hlýddum á útvarpsfréttir um kvöldið varsagt andlát Einars Bene- diktssonar. Það varð til þess að Óskar sagði mér margt af kynnum sínum við Æustur- Eyjafjallu- málin — eóa gegndarlaos valdní Asla og hrokaf nllar adfarir svslumannsin.s Páls Briem aó hreppsbúum undir Fjölium sem hann ákaerói saklansa f yrir stuldi og haf ói i langan tima saklausa í haldi á Þorvaldseyri vióillan og ömurlegan aóbúnaó Einstök (rásögn úr íslandssögunni sem ekki hef ur áönr birst opinberlega: Einar. Eitt af því tengist þessum málum. Óskar sagði mér af hörku þeirra Páls sýslumanns og Magnúsar Torfasonar sem tók við af honum og voru þær sumar söntu sögurnar og Sigurður í Skarðshlíð segir. I því sambandi kvaðst hann hafa rætt við Einar um refsigleði þeirra lög- fræðinganna frá Höfn. en Einar vildi hreinsa sig af öllu slíku. Clausen kvaðst hafa litið í dómabók Þingeyjarsýslu, þegar Einar var settur sýslumaður í fjarveru föðursíns. Minnir mig, að hann segðist hafa sagt Einari að hann hefði sett rétt 17 sinnum ög oft út af hégóma, meintum heystuldi o.s.frv. Þá hafi Einar játað sína sök og sagt: „Hann gerði okkur hálfvitlausa, prófessorinn, sem kenndi okkur refsi- réttinn." Ekki veit ég hversu trú sagnfræði þetta er og t.d. efa ég að dómabókin beri Einari vitni í samræmi við þessa frásögn. En þessi ummæli gætu þó verið til athugunar og vert að athuga gildi þeirra í góðu tómi. Það mun hafa verið lenska undir Eyjafjöllum eins og Björn Jónsson víkur að, að hver hirti af reka svo sem hann náði. Rekinn hefur verið ýmiskonar, allt frá því að menn fundu vargrifinn fisk að verðmætum kjörviði. Hér má rifja það upp sem Björn Jónsson segir um hús Þorvaldar Bjarnasonar. „Hús Þorvalds á Eyri, er Einar Bene- diktsson keypti og ætlaði fyrst að reiða á hestum út að Hofi á Rangárvöllum og reisa þar aftur, það \»r allt flutt á vögnum alla leið. Viðunum fleytt yfir Markarfljót og Þverá, minnir mig. Hann hafði látið smið reikna hve margir hest- burðir mundu verða úr því. Þeir skiptu víst allmörgum hundruðum. En ekki þurfti til þessað taka. Hann og Eyfelling- ar gerðu svo við veginn í samlögum, að vögnum varð viðkomið. Og það var þó enginn smákofi, 24 álna langt og 14 álna breitt íbúðarhús og víst 5 álnir undir loft, allt úr besta rekaviði, þungunt og þéttum. Ég gisti í því eina nótt fyrir 10 árum. Þorvaldur bóndi hafði það eingöngu fyrir gesti, tók þar á móti þeim hvort heldur var á nóttu eða degi með'sinni alkunnu rausn. En hafðist sjálfur við með fólk sitt allt í moldarbæ þeim, er jörðinni fylgdi. Innanstokks- munir allir í húsinu voru úr mahogni og rauðavið, úr hafskipum, er brotið hafði austur í Meðallandi, að mig minnir, og hefðu fáir ráðist í aðrir en Þorvaldur að koma því þaðan á hestum. Ætla verður að nokkuð af rekavið þeim, sem byggt var úr á Þorvaldseyri a.m.k., hafi rekið a fjörur Eyfellinga, og er þá Ijóst, að þar hefur stundum borið að landi verðmætar spýtur og eðlilegt að réttur eigandi vildi njóta. Sýslumaður leit svo á að það nálgaðist beinan þjófnað að taka til sín af annarra reka þar sem Ijóst væri hver ætti rekann . Hins vegar hefur hann mætt sterkri andúð og verulegri samheldni þegar hann fór að vinna að þessum málum og þá auðvitað fundist því brýnni þörf að láta hvergi undan síga en „reyna að venja Eyfellinga af rekaviðartraustatak- inu“, eins og Björn orðaði það. Frásögn Sigurðar í Skarðshlíð er merkileg heimild í þessu máli en það á fyllilega við um hana" að jafnan er hálfsögð sagan er einn segir frá.“ Því er það alltof glannalegt að birta hana eins og gert var í DV. H.Kr Karl Gunnarsson: Sæluhúsið á Smjörvatnsheiði ■ Eftir að hafa lesið í Tímanum ferða- sögu Halldórs Ásgrímssonar alþingis- manns um ferð yfir Smjörvatnsheiði og um sæluhúsið þar, datt mér í hug að skrifa fáar línur. Um leið og ritsíminn kom til Seyðis- fjarðar var lögð símalína yfir heiðina og sama sumar var sæluhúsið byggt. Veggir hússins voru hlaðnir úr símastaurum, þak klætt timbri og tjörupappa - járnvar- ið. Sæluhúsið var þiljað í tvennt, annar helmingur fyrir hesta, en í hinum voru tvö rúmstæði og" kolaofn. Björn Jónsson, þá ungur maður á Fossvöllum, sem sá um eftirlit og við- gerðir á símalínunni ásamt Norðmanni fyrsta veturinn (1907), sagði að gott hefði verið að koma í sæluhúsið í stórhríðum, því þar var hægt að hafa góðan hita. Fljótlega kom í ljós, að erfitt yrði að viðhalda stauralínu á Smjörvatnsheiði og var þá línan tekin þaðan og lögð út Jökulsárhiíð yfir í Fagradal til Vopna- fjarðar. Á þessum árum var Smjörvatns- heiði talsvert farin af ferðamönnum og þess vegna var skilið eftir nokkuð af staurum til að vera vegvísar, enda lítið um hlaðnar vörður. Oft reyndi ég að gott var að vita af þessum staurum, þegar veður breyttist til hins verra, þegar ég átti leið yfir heiðina og svo mun flestum hafa fundist sem leið áttu þar yfir. Það mun hafa verið árið 1937 eða 8, ^sem þeim Helga Gíslasyni, bónda á Hrappsstöðum og Ragnari Gunnarssyni, íbónda á Fossvöllum, var falið að reisa .við þá staura, sem fallið höfðu og rétta Iþá, sem voru farnir að hallast, sem þeir ;gerðu og mættust þeir við Beinavörðu á jmiðri leið. Síðan hefur enginn staur verið lag- færður, og væri gotf ef ferð hins duglega þingmanns yrði til þess, að þessum vegvísum yrði viðhaldið og sæluhúsinu, sem gæti þá orðið skemmtilegur minn- isvarði um þá glæsilegu framkvæmd sem síminn var á sínum tíma. Haustið 1924 kom ég fyrst í sæluhúsið í fylgd með eldri bróður mínum, og mættum þar Hrappstaða-bónda með fjárrekstur er austur átti að fara, en við færðum honum Vopnafjarðarfé úr Jök- ulsárhlíð. Var þá farið þakjárnið af hluta afþakinu,ogum 1930 varallt járn fokið. Næstu árin fór eitt og eitt borð að Frambjóðendur til Alþing- is eru nú murgir hverjir á kosningafcrðalögnm um kjórdtrmi tín, haldandi fundi með kjoscndum, ttuðningsmónnum og óðrum. í Reykjavik og á Reykjanesi ukjasl ferðir frambjóðendanna tiltölu- lega auðveldlega. Óðni máli gcgnir í dreifbýlis- kjördxmunum eins og myndimar úr kosninga- ferðalagi frambjóðenda Kramsoknarflokksins á Auslurlandi bera glóggt vitni um. Frambjódendur ð ferð yfir Smjörvatnshelöi: FERÐflST fl SNJÓSLEÐUM 0G TVEIMUR JAFNFUÓTUM losna, en fram til 1944 var lítið verk að laga það þegar ég átti leið þar um, enda gott að standa af sér skúrir, ef bíða þurfti smástund. Fljótlega eftir að sæluhúsið var byggt fóru að heyrast sögur um að furðuverur væru þar á ferð, svo ætla mætti að flciri en venjulegum mönnum þætti þar gott skjól að fá. Eru mér minnisstæðastar tvær slíkar sögur, sem ég heyrði ferða- menn segja, er þeir komu af heiðinni og gistu á Fossvöllum. Fyrst skal aðeins lýst staðháttum, þar scm sæluhúsið stendur, en það var byggt á melöldu og rennur Kaldá þar í sveig, svo farið var yfir hana tvisvar þegar komið var að norðanmegin á leið til Fossvalla og heita það Vaðlar, þar sem farið var yfir ána. Það var um haust, að tvær konur komu af heiðinni og báðust gistingar. Þegar í stofu kom segir önnur konan: „Ég held ég fari nú ekki fleiri ferðir yfii Smjörvatnsheiði". - Nú var ekkí besta veður á henni? - var hún spurð. - Jú, en ekki var nú skemmtilegt, að þurfa að keyra blessaða hestana áfram til að komast undan þessari voðalegu ófreskju, sem kom veltandi á móti okkur, þegar við ætluðum út að sæluhús- inu, og elti okkur svo langt austur á heiði. Aðspurðar hvernig þetta hefði litið út, sögðust þær vita það eitt, að þetta hefði verið stórt skrímsli, og þær hefðu orðið svo hræddar, að þær hefðu þess vegna ekki þorað að draga úr ferðinni til að skoða það, enda dauðhræddar um að það næði þeim. Aðra sögu, sem ég heyrði sagða af þessu skrímsli, sagði bóndi úr Vopna- firði. Hann kom yfir heiðina á góu ög gekk á skíðum og var á leið til Seyðis- fjarðar. En frásögn hans var á þessa leið: „Þegar ég kom að Beinavörðu stans- aði ég augnablik og hugsaði að best væri að líta inn í sæluhúsið, ef hægt væri að setja sig niður þar smástund. En um leið og ég beygði að húsinu kom á móti mér stórt ferlíki, og í fljótu bragði var ekki gott að gera sér grein fyrir lögun þess, en það virtist velta áfram." Og þrátt fyrir að bóndi var hinn röskasti maður var lengi tvísýnt um að hann hefði undan skrímslinu, svo fór það hratt. Þó dró heldur í sundur með' þeim þegar austur á heiðina kom, og hvarf þá sýnin þegar kom austuT á Fjórðungsöldu. En aldrei dró bóndi af ferðinni fyrr en hann kom í Fossvelli. Að lokinni frásögn af þessari ógnarsýn bætti hann við: „Ég held ég tæki nú heldur krók á leið mína, en lenda í svona aftur." Beinavarðan er vel hlaðin varða og talin á miðri Smjörvatnsheiði. Vestur frá henni eru Smjörvötnin, sem talið er að silungur sé í. í Beinavörðunni er leggur af stórgrip og var það venja, að hagyrðingar skildu þar eftir vísu, þegar þeir áttu leið um. Heyrði ég talað um vísur eftir Árna frá Múla, Helga á Hrappsstöðum og fleiri, og þótti skemmtun þeim sem um heiðina fóru. Karl Gunnarsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.