Tíminn - 03.06.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.06.1983, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1983 7 Liza Minelli þakkar fyrir sig ■ „Ég fékk aldrei tækifæri til að þakka mömmu áður en hún dó. Og nú er faðir minn áttræður svo að það var kominn tími til að ég gerði eitthvað,“ sagði Liza Minelli, 37 ára, eftir frums jning- una á nýju stórsýningunni hennar, „By MyselF' í Apollo Victoria í London. Þetta er í fyrsta sinn i flmm ár sem hún kemur fram á evrópsku sviði. Liza vakti stormandi lukku og alltaf var fullt hús. Hápunktur sýningarinnar er þegar hún syngur syrpu af lögum úr söngvamyndum þeim sem faðir hennar, Vincent Minelli, gerði. Þó er það eitt lag íem hún viljandi sleppir að syngja. En það er lagið: „Somewhere over the Rainbow“. „Þetta lag hefur verið sungið og verður aldrei sungið aftur eins vel,“ sagði Liza, því hún hefur aldrei viijað syngja þetta lag sem móðir hcnnar, Judy Garland, söng svo eftirminnilega. Meðal frumsýningargesta í ApoUo Victoria voru Rod Ste- wart og Alana kona hans, Mark Gero eiginmaður Lizu, Elton John, leikarinn Michael York, og leikstjórinn John Schles- inger. ■ Heidi hin fagra í hjólastólnum sínum. Hún er farin að geta hreyft hxgri höndina, og vonast eftir meiri framförum. af Félagsheimili Kópavogs og eins og ég sagði þá komum við saman á hverjum degi yfir vetur- inn í öðru hvoru þessara húsa, en þó ekki um helgar. Þú nefndir ferðalög, hvert haf- ið þið ferðast? Það er núna nýafstaðin svo kölluð sauðburðarferð austur í Hreppa. Við förum í svona ferð á hverju vori, ekki bara til að fylgjast með sauðburði heldur til að sjá náttúruna vakna ef svo má segja. Við skoðuðum kjúkl- ingabú, svínabú, kanínubú og eitt og annað fleira. Síðan förum við í aðra ferð n.k. sunnudag. 5 júní. Það er svokölluð kirkjuferð, en við för- um líka alltaf í slíka ferð á vorin. Að þessu sinni ætlum við til Eyrarbakka. Við förum alltaf út fyrir bæinn í þessar ferðir. Liggur starfið niðri yfir sumar- ið? Nei, ekki er það nú alveg, en það breytist mikið. Mikið af starfseminni fer bara fram á veturna. En á vorin hefst garð- vinna, þá fær fólkið afnot af görðum og getur sett niður garð- ávexti í nokkur beð. Svo höldum við uppi ferðalögum yfir sumar- ið, og í lok júní verður til dæmis farið með Akraborginni upp á Akranes, bærinn verður skoðað- ur og síðan ekið til baka. Svo er alltaf farið í eina utanlandsferð á ári og þá yfirleitt til sólarlanda. Hvernig er þátttakan í þessu starfi? Fjöldinn er svona 30-40 manns sem borða að staðaldri yfir vetur- inn, en þeir sem mæta á einum mánuði skipta hundruðum. Það er einn aðaltilgangurinn' með þessu starfi að koma í veg fyrir það að fólk þurfi að fara á elliheimili fyrr en í nauðir rekur. Öll þessi starfsemi hjálpar til þess að fólk geti búið heima hjá sér sem lengst og það er stefna bæjarins að svo skuli vera. Bæði þ^tta starf og heimilishjálpin sem bærinn rekur stuðlar að því. Annars vil ég taka fram að félagsamtök í bænum hafa sýnt þessu starfi öllu afskaplega mikla velvild. ■ Leiðtogarnir í Williamsburg (talið frá vinstri): Trudeau, Thorn (framkvæmdastjóri Efnahagbandalagsins), Kohl, Mitterrand, Reagan . Nakasone, Thatcher og Fanfani. Andropof setti svipinn á fundinn í Williamsburg Efnahagsmálin hurfu í skuggann vegna eldflaugamálsins ■ ÞAÐ ER ekki fjarri lagi að lýsa leiðtogafundinum, sem haldinn var í Williamsburg um helgina, á þá leið, að þjóðarleið- togi, sem var víðsfjarri, hafi haft mest áhrif á fundinn. Þcssi leið- togi var Juri Andropof. Um líkt leyti ogleiðtogafundur- inn kom saman í Williamsburg, var birt í Moskvu yfirlýsing frá ríkisstjórninni um eldflaugamái- in. í yfirlýsingunni fólst hörð gagnrýni á stefnu Bandaríkja- stjórnar í þeim málurn. I fyrsta lagi var sagt, að tillögur Bandaríkjastjórnar um tak- mörkun langdrægra eldflauga (slrategískra eldflauga) miðuðú að því að tryggja yfirburöi Bandaríkjanna. Jafnhliða ynni Bandaríkjastjórn svo að því að auka kjarnavopnavígbúnað sinn á þessu sviði. Ef úr því yrði, neyddust Sovétríkin til að svara í sömu mynt. Þá var ítrckuð sú tillaga Rússa, að í stað þess að scmja um tölu eldflauga, yrði samið um tölu kjarnaodda. í yfirlýsingunni var svo vikið að viðræðum risaveldanna um takmörkun meðaldrægra eld- flauga í Evrópu. Sovétríkin héfðu boðið að hafa ekki fleiri meðaldrægar eldflaugar og kjarnaodda þar en Bretar og Frakkar. Þannig væri hægt að ná fullu jafnvægi. Bandaríkin vildu ekki fallast á þetta, heldur krefðust þess að annað hvort fjarlægðu Sovétrík- in allar meðaldrægar eldflaugar sínar eða samið yrði um jafna tölu bandarískra og rússneskra eldflauga, en frönsku og brezku eldflaugarnar yrðu ekki teknar með í reikninginn. Þetta myndi tryggja yfirburði Nato á þessu sviði. Þá vildi Bandaríkjastjórn einnig semja um tölu meðal- drægra eldflauga í Asíu, en það gæti alls ekki fallið undir við- ræður, sem snerust um Evrópu. Féllust Sovétríkin ekki á þetta, væri þeim hótað með því, að komið yrði upp bandarískum eldflaugum í Vestur-Evrópu og hafizt handa um staðsetningu þeirra í árslok 1983 Verði horfið að þcssu ráði. segir í orðsendingunni, munu Sovétríkin gera sínar gagnráð- stafanir í samráði við önnur ríki Varsjárbandalagsins. Ummæli þessi mætti vel skilja á þá leið, að þá yrði komið fyrir mcðal- drægum eldílaugum í Austur- Þýzkalandi og Tékkóslóvakíu til jafns við þær eldflaugar, sein Bretar og Frakkar ráða yfir. ÞAÐ MUN hafa vcrið ætlunin í Williamsburg, að ræða aöcins lauslega um eldflaugamálin, en láta íundinn snúast fyrst og frcmst um efnahagsmálin eins og venja hefur veriö á þessum funduni. Yfirlýsing Sovétstjórn- arinnar gcrbreytti þessu. Mikill hluti fundarins fór í það að ræða cldflaugamálin. Það hef- ur kvisast út, að leiðtogarnir hafi alls ekki vcrið á einu máli og hafi einkum þeir Mitterrand og Tru- deau haft sérstöðu. Aö lokum náðikt þó sam- komulag úm yfirlýsingu, sem fól í stórum dráttum í sér. að fylgt yrði áætlun Nato frá 1979 um uppsetningu bandarískra eld- flauga í Evrópu, ef ekki hefði náðst samkomulag fyrir árslok 1983. Þá er tckið fram, aðekki verði fallizt á þá kröfu Rússa, að eldflaugar Brcta og Frakka verði teknar með í reikninginn, heldur verði þeini haldið utan við. Loks er lýst yfir því, að vopn- um þessara ríkja muni aldrei beitt nema til að svara árásum óvina. Sumir fréttaskýrendur gizka á, að þetta orðalag sé ættað frá Trudeau og Mitterrand og sé því ætlað að gefa til kynna, að Nato- ríkin muni ekki beita kjarna- vopnum að fyrra bragði. Full samstaða hafi hins vegar ekki verið um að einskorða þetta við kjarnavopnin. Þá var tekið fram, að viðræð- urnar í Genf ættu ekki aðeins að snúast um takmörkun meðal- drægra eldflauga í Evrópu, held- ur einnig í Asíu, en hingað til hafa þær eingöngu miðast við Evrópu. Þetta mun bafa verið sett í ■ Andropof yfirlýsinguna til þess að tryggja stuöning Japana, en Rússar voru fyrirfram búnir að hafna því, að ræða um þctta cfni við Bandarík- in. Viðræður um það yrði að vera við aðra. Bandaríkjastjórn mun hafa átt aðalfrumkvæðið aö yfirlýsingu fundarins í Williantsburg um eldflaugamálið. Hún mun hafa talið nauðsynlegt, að fundurinn lýsti yfir því, að staðið yrði við Natoáætlunina frá 1979, ef sam- komulag næðist ekki fyrir árslok 1983. Það myndi styrkja stöðu hennar í viðræðunum í Genf. Fullvíst er talið, að ýmsir leiðtoganna hafa viljað ganga meira til nióts við Rússa en yfirlýsingin ber merki um. Þar cr ekki sízt tilnefndur Kohl kansl- ari, sem fer til Moskvu í byrjun júlí. Líklegt þykir, að hann hafi bak vjð tjöldin tryggt sér að geta boðið Rússum einhverja til- slökun. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar Þetta er m.a. dregið af því, að næstum strax eftir fundinn, lýsti Reagan yfir því, að varðandi langdræg kjarnavopn lcggðu Bandaríkin ekki lengur aðal- áherzlu á að takmarka tölu eld- flauga, hcldur tölu kjarnaodda. Hér er gengið nokkuð til móts við Rússa. Samkvæmt þessu þyrftu þeir ekki að fækka að ráði eldflaugum, sem eru staðsettar á landi, en það hcfur veriö ein aðalkrafa Bandaríkjanna, að þeiin yrði fækkað vcrulcga. Unirædd yfirlýsing fundarins í Williamsburg hcfur fengið mis- jal'nadómaí Evrópu. Mittcrrand hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir aðild að hcnni, því að hún brjóti í bága við þá stefnu Frakka að vera utan hernaðarsamvinn- unnar á veguni Nato. Mittcrrand hcfur því birt yfirlýsingu um, að þessi stefna Frakka sé óbrcytt. Þá sætir það vaxandi gagnrýni, að eldflaugar Brcta og Frakka séu ckki’teknar með í reikning- inn. Flokkar sósíaldemókrata i Vestur-Evrópu hafa yfirlcitt lýst sig því fylgjandi. Þetta hafa líka gcrt Vcrkamannaflokkurinn og Bandalag jafnaðarmanna og frjálslyndra í Bretlandi. Loks á sú skoðun vaxandi fylgi að fagna í Vestur-Evrópu, að staðsetningu bandarískra eld- flauga í Vestur-Evrópu verði frcstað, þótt ekki hafi náðst samkomulag fyrir áramótin, heldur verði viðræðum haldið áfram. Það hefur gcfiö þessari stefnu byr í seglin, að Reagan og sumir ráðunautar hans eru taldir þeirr- ar skoðunar, að sæmilegt sam- komulag náist ekki fyrr en eftir að staðsetning bandarísku eld- flauganna er hafin. Þess vegna séu þeir ófúsir til samninga nú. ÞAÐ VAR yfirlýsingin um eldfluugamálið, sem setti rnegin- svip á fundinn í Williamsburg. í yfirlýsingunni, sem var gefin út um efnahagsmálin, fólst raunar ekki neitt nýtt. Lögð var áherzla á aukna samvinnu ríkjanna um þessi mál, en án allra- skuldbind- inga. Þó er sennilega ekki rétt að telja fundinn árangurslausan með öllu, að þessu leyti. Það getur átt eftir að hafa óþejn áhrif, að leiðtogarnir kynntu sjónarmið sín og þannig fékkst meiri yfirsýn en ella. JGK.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.