Tíminn - 03.06.1983, Blaðsíða 12

Tíminn - 03.06.1983, Blaðsíða 12
FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ1983 ■ Sambýlið að Drekavogi 16 er fyrsta sambýlið, sem stofnaö er á vegum svæðisstjórnar Reykjavíkur um málefni þroskaheftra. Þetta er önnur fram- kvæmdin sem svæðisstjórnin beitir sér fyrir á sínum vegum frá því hún var sett á fót 1980. Áður hefur verið komið á fót meðferðarheimili fyrir innhverf börn að Trönuhólum I ísamvinnuviðfleíri aðila. Sambýlið að Drckavogi 16 verður heimili sex þroskaheftra einstaklinga, sá yngsti 23 ára og sá elsti 52'ára. Húsið var keypt í október 1982 og afhent 15. janúar 1983. Kaupverð þcss var 2,5 milljónir króna og fylgir húsinu bílskúr og vel ræktuð lóð. Til viðbótar hefur verið varið 650 þúsundum til -lag.færihgaogkaupaá búnaði í heimilið. I húsinu eru tvær íbúðir, önnur 5 herbergja og hin 3ja herbcrgja. Gefur sú skipan húsnæðis mögulcika á að skipta hópnum að nokkru ef þurfa þykir. Lögð verður áhersla á að skapa hlýlcgar og góðar heimilisaðstæður til að stuðla að áframhaldandi hæfingu íbúanna. Rekstri er jiannig háttáð að íbúarnir greiða sjálfir allan heimiliskostnað, cn ríkið greiðir laun starfsfólks. Þetta er ■ Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra, Skúli Johnsen, borgarlæknir, Asta M. Eggertsdóttir, framkvæmdastjóri Svæðisstjómar, Hallgrímur Dalberg, ráðuneytisstjóri og Haraldur Olafsson, einn heimilismanna að Drekavogi 16. Nýtt sambýli þroskaheftra Fyrsta sambýlid, sem stofnað er á vegum svæðis stjórnar Reykjavíkur um mál efm þroskaheftra Tómataverð lækkar ■ Síðasta mánudag lækkaði heild- söluverð á tómötum úr 100 kr. í 70 kr., en það er 30% lækkun á heildsölu- verði. Kílóið í verslunum verður þá tæpar 100 kr. annars er misjafnt hvað kaupmenn leggja á tómatana og er verðið allt frá 79 krónum. Níels Marteinsson hjá Sölufélagi garðyrkjumanna sagði að nú væri ágæt sala á tómötum, og mundi nú aukast við að verðið hcfði verið lækkað. íslenskar gulrætur eru væntanlegar eftir hálfan mánuð og einnig blað- laukur. Rófur koma ekki fyrr en í júlí. Spínat er ekki ræktað hér á landi, en Níels sagði að mikil eftirspurn hefði verið eftir spínati undanfarið vegna Scarsdale megrunarkúrsins. Sölufélag garðyrkjumanna hefði því flutt inn spínat en það væri mjög viðkvæmt og eitthvað af því hefði skemmst. Ef spínatkassarnir standa einn dag úti á flugvelli erlendis getur spínatið eyði- lagst. „Ég vona að einhver hér á landi taki að sér að rækta spínat til sölu í stórum stíl,“ sagði Níels. En nú er enginn garðyrkjumaður hér sem ræktar spínat til sölu. Spínat þarf helst að borða nýtt úr garðinum. Spínat fæst reyndar hér í nokkrum verslunum bæði niðursoðið og fryst og frosna spínatið er nokkuð gott, þar sem það er fryst alveg nýtt." Unnið við flokkun tómata hjá Sölufélagi garðyrkjumanna. mun hagkvæmara fyrirkomulag cn vist- un á sólarhringsstofnunum, um leið og umhverfið er tvímælalaust æskilcgra fyr- ir einstaklingana hvað varðar möguleika á pcrsónulegum þroska í áttina að sjálf- stæði og sjálfshjálp eftir gctu hvers og eins. Forstöðumaður hins nýja hcimilis er Katrín Guðmundsdóttir þroskaþjálfi. Þörfin l'yrir að koma á fót fleiri sambýlum í Rcykjavík er afar brýn. Fjölmargir þroskaheftir einstaklingar og öryrkjar sem nú eru utan stofnana og búa við slæmar félagslegar aðstæður þurfa á slíkum heimilöm að halda. Á biðlista svu'ðisstjórnar Reykjavíkur vegna umsókna á sambýli eru nú 38 nöfn. Þrjú önnur samhýli fyrir þroskahefta eru nú starlandi í Reykjavík, eitt á vegum Reykjavíkurborgar og tvö á vegum Styrktarfélags vangefinna og verða þar þrjú samhýli og eitt skamm- tímavistunarhcimili. Standa vonir til að þessi hcimili verði tekin í notkun, a.m.k. að hluta síðla næsta ár. Samkvæmt lögum um aðstoð við þroskahefta nr. 47/1979 er landinu skipt í átta síarfssvæði, fvlgir sú skipan kjör- dæmaskipan! Á hverju svæði starfar svæðisstjórn, sem gerir tillögur um upp- byggingu, samræmir aðgerðir með aðil- um sem með þessi mál fara á svæðinu jafnframt því sem þær fjalla um umsókn- ir um þjónustu af ýntsu tagi. • Um næstu áramót ganga í gildi ný lög um málefni fatlaðra. Steypt er saman þremur grldandi lögum þ.e. lögum um erfðafjárskatt, löguni um endurhæfingu og lögum um aðstoð við þroskahefta. Það skipulag þjónustu sem tekið var upp fyrir þroskahefta mun þannig verða gert víðtækara og tekur nú til fleiri hópa fatlaðra. Þá cr bætt við skv. hinum nýju lögum tleiri þjönustuþáttum svo sem endurhæfingu og vinnumiðlun. Með lögum um málefni fatlaðra er komið á hcildarskipulag um félagslega þjónustu fyrir fatlað fólk án tillits til þess hver fötlunin er. Markmiðið er að stuðla að jafnrétti og fullkominni þátttöku fatlaðra í daglegu lífi. í svæðisstjórn Reykjavíkur eru: Skúli G. Johnsen, borgarlæknir, formaður, Áslaug Brynjólfsdóttir, fræðslustjóri, varaform., Björg Einarsdóttir og Guð- rún Helgadóttir tilnefndar af borgar- stjórn og Guðni Garðarsson fulltrúi foreldrasamtaka. Framkvæmdastjóri Svæðisstjórnar er Ásta M. Eggertsdót ■ Hjördís Magnúsdóttir og Stefanía Benediktsdóttir, heimilismenn að Drekavogi 16 ■ Sambýlisfólkið að Drekavogi 16. ■ Þórður Pétursson í nýja herberginu sínu í Drekavogi 16.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.