Tíminn - 03.06.1983, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.06.1983, Blaðsíða 1
Dagskrá ríkisf jölmiðlanna næstu viku - sjá bls. 13 FJÖUREYITARA OG BETRA BLAD! Föstudagur 3. júní 1983 126. tölublað 67. árgangur Síðumúla 15-Pósthólf 370 Reykjavík-Ritstjórn86300-Auglýsingar 18300- Afgreiðsla og áskrift 86300 - Kvöldsímar 86387 og 86306 Markús örn Antonsson: Kjonnn forseti borgar- stjórnar ■ Markús Örn Antonsson var kjörinn forscti borgarstjórnar Rcykjavíkur á borgarstjórnar- funili í gær. Markús Örn hlaut I2 atkvæöi cn Ingibjörg Rafnarscm gegnt hcfur starfi yaraforscta undanfariö ár. Iilaut; 4 atkvæði cn 5 seölar voru auöir. Albert Guðmundsson haföi (iskað þess aö honum yröi vettt leyft frá störfum borgarfulltrúa og borgarráösmanns svo og öðrum störfum scm liann hafði verið kjörinn til á vcguni borgar- innar mcöan hann gcgnir starfi fjármálaráöhcrra. Fyrsti vara- fulltrúi á lista Sjálfstæöisflokks- ins, Jóna Gróa Siguröardóttir. tekur stcti hans á rncöan. Albert þakkaöi borgarfulltrú- um fyrir ánægjulegt samstarf og árnaöi þeint heilla. Hann sagöist vonast cftir aö fjarvera sin frá borgarstjórn yröi tímabundin þótt hann vtcri ekki þar mcð aö oska hinni nýju ríkisstjórn. scm hann hefði tekiö sæti í. skamnt- lífis. . Borgarstjórinn. Davíð Oddson. ávarpaöi Alhert og þakkaöi honum santstarfið og árnaöi honum velgengni i hinu nýjtt slarli. Siinta geröu talsmcnn iiiinhihlutaflokkiinna. Adda Bára Sigfúsdótlir. Kristján Bencdiktsson. Siguröur E. Guörhundsson og Magdalena Sehrant. I’au luku lofsorði á störf Alberts bteði sem forsctaborgar- stjórnar og scm borgarfulitrúa, og árnuöu honum hcilla t nýju starfi. Ingibjörg Rafnar lekur viö sæti Alberts í borgarráði. - JGK Fimm ára stúlka: Lítid slösud eftir 25 metra fall ■ Fimm ára gömul stúlka hrapaði í gær fram af 25 metra háum hömrum niður í stórgrýt- isurö á Hellnuin á Snæfclls- nesi. Stúlkan scm hcitir Guð- rún Birna Hauksdóttir, slapp ótrúlega ve.l frá fallinu. Þegar faðir hennar kom tii hennar eftir slysið sagðist hún aðeins flnnu til i fætinum og við fyrstu læknisskoöun kom í Ijós að hún hafði lærbrotiiað en sloppið unnars að mestu leyti. Stúlkan var flutt með flugvél ásjúkrahús í Reykjavík í gær. Landsvirkjun fær 19% hækkun: SJÚNARMH) STJÓRNAR FYRIRTÆKISINS VHtT’ segir Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar ■ Iðnaðarráðherra, Sverrir Hermannsson, hefur ákveðið að hcimila Landsvirkjun 19% hækkun á heildsölugjaldskrá fyrirtækisins frá og með deginum í dag. Kemur þessi hækkun í viðbót við 10% hækkun 1. maí síðastliðinn, en þá fór stjórn Landsvirkjunar fram á 31% hækkun. „Með þessu móti virðir ráö- herrann sjónarmið stjórnar Landsvirkjunar því nú hefur í raun fengist sú hækkun sem beðið var uni 1. maí,“ sagöi Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, í samtali við Tímann í gær. Halldór sagöi að hækkunin gerði það að verkum aö væntan- lega þyrfti ekki að koma til samdráttar í þeim framkvæmd- um sem fyrirhugaðar voru í sumar miðaö viö lögfesta láns> fjáráætlun. Hann sagði ennfrcm- ur að þrátt fyrir hækkunina væri ckki enn séð fyrir endann á fjárhagsvanda Landsvirkjunar á þessu ári. Til þess aö endar næðu saman þyrfti aö koma til frckari hækkana og þaö mál þyrfti nú aö skoða meö Jiliðsjón af efnahags- ráðstöfunum nýrrar ríkisstjórn- ar. Halldór sagöi að cftir hækkun- ina 1. maí hcföi verið fyrirsjáan- legur halli á rekstri fyrirtækisins upp á 360 milljónir. En aö teknu tillití tii hækkunarinnar sem nú kemur til framkvæmda mætti reikna meö 250 milljóna halla miöað við óbrcytta gjaldskrá út áriö. „í stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar scgir að jöfnun húshitunarkostnaðár veröi aukin verulega og var ákvcðið aö verja Kajakródrar í Laugardalslaug sjá baksíðu Tímamynd: Árni Sæberg 150 milljónum króna til jöfn- unarinnar. Veröur á næstunni lcitað að lciöum til aö ná þessu markmiði," segir í frétt frá iðn- aðarráðherra um hækkunina. Þá segir í fréttinni aö jafnframt hækkuninni til Landsvirkjunar hafi vcrið hcimiluö 9,5% hækk- un á gjaldskrám rafveitna og þcirra hitavcitna sem nota raf- orku sem aflgjafa. - Sjó. Skátarnir við Grímsvötn: Heyra greinilegar drunur frá gosinu ■ „Þau eru uppi viöGrímsvötn núna. Þar er rcyndar snjókoma og þoka og nánast ekkcrt skyggni svo þau hafa ekkert séð til gossins, sem er i fjögurra kíló- mctra fjarlægð frá dvalarstað þeirra. En drunur frá því heyra þau greinilcga," sagöi Eiríkur Karlsson, meðlimur í Hjálpar- sveit skáta í Rcykjjvík, þegar hann var inntur Irétta af hjálpar- svcitarfólkinu scm Tíminn sagði frá í gær, aö lagt hefði á snjóbíl upp aö Grímsvötnum. Aö sögn Eiríks eru þau níu, átta strákar og ein stúlka, en ekki fjögur eins og sagt var í Tímanum í gær. Eiríkur sagði að þau hefðu ekki séð ösku frá gosinu því snjór heföi lagst yfir hana og cinu mcrkin um eldgos væru drunur sem heyrðust endr: um og cins. Þcgar veöurskilyröi batna ætla skátarnir að fara nær gosstöðv- unum. • - Sjó. Ósk forsætisráðherra á ríkisstjórnarfundi: rAðherrar lAti af launudum störfum til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra ■ „Á fyrsta reglulegutn fundi ríkisstjórnarinnar, þá lýsti ég þeirri ósk minni að ráöherrar létu af öllum launuöum störfum," sagði Steingrímur Hermannsson, forsætisráöherra er Tíminn spuröi hann hvorl hann hefði óskað sérstaklega eftir því við ráðherra að þeir létu af launuðum störfum. „Það er mín skoðun að ráð- herra eigi ekki að vera í neinum þeim störfum sem gætu leitt til hagsmunaárekstra, og það er ástæöa þess að ég óskaði eftir þessu," sagði forsætisráðherra og sagðist fastlega búast við því að ráðherrarnir yrðu við þessari ósk hans. Það verða því talsverðar breytingar í bankaráðum á næst- unni, þar sem fjórir ráðherr- anna sitja í bankaráðum, og ef þeir fara að óskum forsætisráð- herra, sem er mjög líklegt, þá taka varamenn þeirra sæti þar. Albert Guðmundsson og Alex- ander Stefánsson 'sitja í banka- ráði Útvegsbankans, Albert er formaður. Þeir greindu frá því á bankaráðsfundi í gær, að þeir myndu hætta í bankaráðinu og varamenn þeirra taka þeirra sæti. Það sama munu þeir Hall- dór Ásgrímsson, formaður bankaráðs Seðlabankans og Matthías Á. Mathiesen banka- ráðsfnaður Landsbankans gera innan tíðar, eftir því sem Tíminn kcmst næst. Þá má nefna starf Sverris Hermannssonar í Fram-' kvæmdastofnuninni, sem hann mun nú láta af og aðrir ráðherrar sem setið hafa í launuðum nefnd- um munu kalla á varamenn sína til að taka við þeim störfum. Alexander Stefánsson, félags- málaráðherra, sagði í samtali við Tíniann í gær, að allir ráðherr- arnir hefðu tekið vel í þessa ósk forsætisráðherra, og raunar talið sjálfsagt að verða við henni, enda væri það mjög góð regla að þiggja ekki laun.annars staðar frá, þegar setið væri í ráðherra- stól. - AB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.