Tíminn - 03.06.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.06.1983, Blaðsíða 5
fr£ttir Togaranum Guðsteini fra Grindavik breytt í frystiskip: HLBdlNN Á VEIÐAR KOSTAR HANN 110-115 MILU. KR' ■ í slippstödinni á Akureyri standa nú yfir viðgerðir og breytingar á togaranum Guðsteini frá Grindavík. Er m.a. verið að breyta togaranum í frystiskip. Tiibúinn tii veiða áætla nýir eigendur að hann muni kosta 110-115 milljónir króna. Guðsteinn er 750 iestir að stærð, smíðað- ur 1974. „Skipið var í eigu Samherja h.f. í Grindavík og eina breytingin sem orðið hefur er sú, að nýir eigendur eru orðnir að hlutafélaginu og þar með togaran- um,“ sagði Þorsteinn Baldvinsson, einn hinna nýju éigenda. Spurður um mögulegan rekstrar- grundvöll og af hverju verið sé að breyta togaranum í frystiskip, sagði Þorsteinn: „Ég held að við verðum bara á svipuðum báti og hinir, t.d. Örvar á Skagaströnd. Með frystingu teljum við að við aukum möguleikann á að skipið geti borið sig. “ Þorsteinn kvað vonast til að togarinn verði tilbúinn til veiða síðari hluta sept- embern.k. Reiknaðermeðað25 manna áhöfn verði á skipinu við veiðar og vinnslu aflans. - HEI ■ „Þetta er ömurlegt." sagði Sóley Brynjólfsdóttir Mikil hækkun búvara mælist illa fyrir: „Ekki byrjar ríkisstjórnin glæsilega” Hótel Loftleiðir: Kalt boró og tískusýningar ■ íslenskur heimilisiðnaður, Ramrna- gerðin og Hótel Loftleiðir gangast fyrir tískusýningum, þar sem sýndur verður fatnaður úr íslenskri ull, í hádegi á föstudögum í sumar í Blómasal Hótel Loftleiða. Jafnframt verður á boðstólum kalt borð fyrir gesti. Þessi starfscmi er hugsuð sem kynning á þeim mikilvægu útflutningsvörum sem íslenskar ullarvörur eru og vonast að- standendur til að fólk bjóði erlendum gcstum sínuni og gefi þcim tækifæri til að sjá og kynnast þeim vörum sem sýndar verða. -JGK Skemmdar- verkin við Bíla- söluna Blik: Þrfr játa ■ Lögreglan í Reykjavík hefur hand- tekjð þrjá pilta vegna skemmdarverk- anna á bílunum við Bílasöluna Blik. Piltarnir sem eru á aldrinum 17 til 20 ára hafa játað verknaðinn. Að sögn lögreglunnar er talið að þessir piltar tengist öðrum málurn af svipuðum toga en sú rannsókn er ennþá á frumstigi. -GSK Reykjavíkurhöfn: Fisklöndun ekki minni sl. tíu ár ■ Alls var 54.784 tonnum af fiski landað í Reykjavíkurhöfn á síðasta ári og er það minna en landað hefur verið nokkurt annað ár frá árinu 1972, að því er fram kemur í ársskýrslu Reykjavíkur- hafnar. Árið áður var landað þar um 66.800 tonnum og árið 1980 nær tvöfalt meiri afla en í fyrra, eða 108.893 tonnum. En 1980 var löndun lang mest allt frá árinu 1972. Næst minnstum afla var hins vegar landað árið 1975, 58.834 tonnum. -HEI Utanlands- símtölin hækka ■ Gjöld fyrir símtöl til útlanda hækka um mánaðamótin um 37-46% í hinum ýmsu gjaldflokkum. Hækkunin stafar af hækkun á gengi gullfranka, sem nemur 45% frá síðustu gjaldskrárbreytingu í janúar s.l., segir í frétt frá Pósti og síma. Gjald fyrir hverja mínútu í sjálfvali verður 29 krónur til Norðurlanda nema Finnlands kr. 32., til Bretlands kr. 35., til Frakklands og V-Þýskalands kr. 43 og til Kanada og Bandaríkjanna kr. 65. Afgreiðslugjaldið fyrir handvirka þjón- ustu verður kr. 10.50 í öllum tilvikum fyrir hverja mínútu. -JGK ■ „Hér áður fyrr höfðum við ekki við að konia ntjólkurvörum hér í hillurnar en nú er búðin troðfull af þeim. Ég hef unnið hér í 9 ár og aldrei hefur ástandið verið svona fyrr“, sagði starfsstúlka í Austurveri sem blaðamaður Tímans ræddi við í gærdag í tilefni af hækkun landbúnaðarvara um að meöaltali 22,25%. Algengustu tegundir hækkuðu á bilinu 22-33% skv. útreikningum sex- mannanefndar. Inga Eðvalds, önnur starfsstúlka í Austurveri var jafn óhress með hækk- H „Hvernig á maður að fara að þessu?“, spurði Garðar Jensson. unina og kollega hQnnar. „Þetta er hryllilegt. Hugsaðu þér barnafólkið. Ég verð að segja eins og er að ekki byrjar ríkisstjórnin glæsilega." Næstur varð á vegi blaðamanns ungur maður að nafni Garðar Jensson:„Mér finnst það alveg ótækt að láta landbúnað- arvörurnar hækka um 22,5% á meðan launin hækka aðeins um 8%. Hvernig á maður að fara að þessu?" Loks lögðum við sömu spurninguna fyrir Sóleyju Brynjólfsdóttur sem var að versla mjólk. „Þetta er ömurlegt. Nógu var þetta dýrt fyrir. Ég er afskaplega óhress með þetta og vona ég bara að íslenska þjóðin sé nógu sterk til að standast svona róttækar aögerðir." Starfsmenn Sindra: Kveiktu í bflflökum í óleyf i! ■ Slökkviliðið í Reykjavík fór að beiðni lögreglunnar inn í Sindraport um hálf eittleitið í fyrrinótt þar sem starfs- menn Sindra höfðu kveikt í gömlum bílflökum. Lögreglunni bárust kvartanir frá fólki í nágrenninu og því var Slökkviliðið kvatt út. Slökkvistarfið tók um 40. mínútur. Aö sögn slökkviliðsins telja þcir þessar brennur Sindramanna óleyftlcg- ar. Starfsmenn Sindra telji sig hins vegar í fullum rétti að losa sig á þcnnan hátt við úrgang. -GSH Varðberg stof nað á Akureyri ■ Félagið Varðberg, félag áhuga- manna um vestræna samvinnu, verður stofnað á Akureyri á morgun. Að félags- stofnuninni standa nokkrir ungir áhuga- menn um þessi mál úr Alþýöuflokki, Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki ásamt óflokksbundnu fólki. Ráðgert er að félagið verði í tengslum við Varðberg í Reykjavík og Samtök um vestræna samvinnu. Á fundinum, sem haldinn verður á Hótel KEA og hefst klukkan 14:00, munu mæta þrír fulltrúar úr stjórn Varðbergsí Reykjavík: Geir H. Haarde, Alfreð Þorsteinsson og Jón Eggertsson, en Björn Bjarnason, blaðamaður og formaður Samtaka um vestræna sam- vinnu flytur ræðu um markmið vestrænn- ar samvinnu. - Sjó. Kona f lutt á sjukrahús eftir árekstur ■ í gær var kona flutt á sjúkrahús eftir árekstur á mótum Lauganesvegar og Laugavegar. Að því er best var vitað í gærkvöld voru meiðsli konunnar ekki alvarleg. Áreksturinn varð þegar Trabantbif- reið sem kom suður Laugarnesveg, ók í veg fyri WV bifreið sem var ekið vestur Laugaveg. Á þessum gatnamótum er biðskylda á Laugaveginn, Konan sent slasaðist var ökumaður Trabantbifreið- arinnar. -GSH ■ Þau mistök urðu í blaðinu s.l. þriðju- dag, að sagt var á bls. 6, að Ragnarsbak- arí í Keflavík væri stærsta bakarí landsins. Þar átti að standa að bakaríið væri eitt af stærstu bakaríum landsins, enda munu nokkur bakarí vera töluvert stærri en Ragnarsbakarí. Þetta leiðréttist hér með. -Þb - Jól ■ „Ekki byrjar ríkisstjórnin glæsilcga“, sagði Inga Eðvalds, starfsstúlka í Austurveri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.