Tíminn - 03.06.1983, Blaðsíða 20

Tíminn - 03.06.1983, Blaðsíða 20
Opiö virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 H HEDD Skemmuveg' 20 Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land alll Ábyrgö á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs SAMVINNU TRYGGINGAR &ANDVAKA ARMULA3 SIMI 81411 abriel HÖGGDEYFAR ^QJvarahlutrr ST1 rnmmtmm 'iiHiwisiwwf ■ Félagar í Kajakklúbbi Rcykjavíkur hafa yfir að ráða tólf kajökum sem þeir hafa róið í flestum stærstu ám á Suðurlandi. „VHI RÖUM EIGINLEGA ALLS STABAR SEM VATN RENNUR segir Þorsteinn Guðmundsson, formaður Kajakklúbbs Reykjavíkur ■ „Við viljum fyrst ug fremst efla og auka áhuga á þessari íþrótt sem hingað til hefur ckki verið mikið stunduð á íslandi. Við stofnuðum klúbbinn fyrir um þremur árum og nú eru meðlimir hans orðnir um 20 og það verður að teljast nokkur gott þar sem við höfum hvorki auglýst né fengið mikla umjöllun í fjölmiðlum,“ sagði Þorsteinn Guðmundsso, formaður Kajak- klúbbsins, þegar Tímamenn hittu hann í Laugardalslauginni, en þar koma klúbbíélagar saman til æfinga einu sinni í viku. - Ekki stundið þið róðra í Laugardalslauginni eingöngu? „Nei, við erum eiginlega alls staðar sem vatn rennur og hægt er að róa á því. Við höfum talsvert verið í Þjórsá, Ölfusá, Rangá og fleiri ám á Suðurlandi. Ogförum líklegaviðar ísumar." - Erþettaekkistórhættulegur leikur? „Langt í frá. Náttúrulega verða menn að æfa vel og ná valdi yfir bátunum áður en lagt er á straumhörðustu árnar. En menn eru ótrúlega fljótir að fá tilfinningu fyrir þessu.“ - Hefur einhvern tíina verið keppt í kajakróðri hérna heima? „Ekki ennþá. Við höfum ein- beitt okkur að því að æfa og ná árangri og það er aldrei að vita nema að við höldum keppnir einhverntíma í náinni framtíð - það er alla vega á stefnu- skránni.“ - Þarfmikinnogdýranútbún- að til að stunda þessa íþrótt? „Það þarf svolítinn útbúnað, þ.e.a.s kajak, árar og sæmilegan búning. Hvort útbúnaðurinn er dýr verður hver og einn að gera upp við sjálfan sig en ég gæti trúað að hægt væri að búa sig sæmilega út fyrir um 10 þúsund krónur,“ sagði Þorsteinn. - Sjó ~T' ••• >.- ' ' Búast má við að óþægilegra sé að fara á hvolf í straumhörðu jökulfljóti en í volgu sundlaugarvatninu. En meðlimir klúbbsins eru hvergi bangnir að leggja á fljótin - telja það reyndar hættulítið ef menn kunna með bátana að fara. (Tímamyndir Árni Sæberg) Aðalfundur miðstjórnar Fram- sóknarflokksins 11. og 12. júní Framsóknar- flokkurinn - - nútíð og næstu ár ■ Aðalfundur iniðstjórnar Framsóknarflokksins 1983 vérður haldinn helgina 11. til 12. júní nk. Tíminn snéri sér til Hauks Ingibergssonar fram- kvæmdastjóra flokksins og spurði hann um dagskrá fund- arins. „Fundurinn verður haldinn að Kauðarárstíg 18,“ sagði Haukur, „og hann byrjar ,ki. 10 á laugardagsmorguninn, stendur allan laugardaginn og framan af sunnudeginum, en við ráðgerum að hægt verði að Ijúka honum um kl. 16 á sunnudeginum. Auk venju- legra aðalfundarstarfa, ss. yfir- litsræðu formanns, skýrslu ritara, gjaldkera og formanns hlaðstjórnar Tímans, og kosn- inga í trúnaöarstörf verður fjallað um Framsóknarflokk- inn - nútíð og næstu ár. Þetta verður reyndar yfirskrift þessa aðalfundar. Þessi liöur hefst eftir hádegi á laugardeginum og það verða flutt 6 framsögu- erindi um afmarkaða þætti er varða flokksstarfið og síðan verður skipt í umræðu- hópa,“ - AB Aðalfundur Sambandsins: Haldinn að Bifröst í næstu viku ■ Aðalfundur Sambands is- lenskra samvínnufélaga verður haldinn að Bifröst í Borgarfirði dagana 9. og 10. júni, þ.e.a.s. á fimmtudag og föstudag í næstu viku. Auk venjulcgra aðalfundarstarfa verða fjármál Samvinnuhreyfingarinnar til umræðu á fundinum. Rétt til fundarsetu hafa 117 fulltrúar frá kaupfélögunum auk nokkurra starfsmanna Sambandsins. Búist er við að fundarmenn verði um 170. Fundurinn hefst klukkan 09:00 að morgni fimmtudags- ins og eru menn hvattir til að mæta timanlega. Feröir verða frá Umfcrðarmiðstöðinni í Reykjavík klukkan 16:00 á miðvikudag. Sjó. dropar m,„ Slysavarna- félagið bjargar sjónvarpsfrétt ■ Fisksali nokkur hafði sam- band við Slysavarnafélagið um hálf áttaleytið á þriöjudags- kvöldið og sagðist hafa hcyrt í farstöðinni sinni að bátur ætti í vandræðum úti á Viðeyjar- sundi. Slysavarnamenn brugðu hart við og fóru á björgunar- bátnum Gísla J. Johnsen að athuga málið. Þegar þeir nálguðust bátinn sáu þeir að þar sat Olalur Sigurðsson fréttamaður Sjón- varpsins í stafni og var heldur þungbrýnn. Sjónvarpsmenn höfðu nefnilcga ætlað að taka góðar inyndir af Eddunni þeg- ar hún sigldi inn í Sundahöfn en báturinn bilaði á miðri leið. Björgunarmennirnir tóku bát- inn í tog og drógu liann í land og þar tók Ólafur sprettinn uppí Sjónvarp með myndirnar dýrmætu sem sjónvarpsáhorf- endur fengu svo að sjá seinna um kvöldið af Engeyjarvita og andlitinu á Olafi, en hvergi sást til fleysins sem öllu máli þó skipti. Enginn ríkisjötubragur hjá Albert ■ Þeir hafa margir hnýtt í Albert Guömundsson, og full- yrt að hann ætti ckkert erindi í stól fjármálaráðherra - og hafa þaö jafnt verið samflokksmenn hans sem aðrir. Dropar hailast þó að því að það sé fullsncinmt að afskrifa Albert og dæma hann duglausan í embættinu. Ef marka má fyrstu frcgnirnar sem borist hafa úr fjármála- ráðuneytinu eftir að Albcrt tók við, þá verður cnginn ríkis- jötubragur á rekstri ráðuncyt- isins undir hans stjórn. Hermir sagan að Albert, sem mætir snenuna til vinnu dag hvern, gangi um salarkynni ráðuneyt- isins þegar kl. er 9 að morgni og mcnn eiga að vera mættir til vinnu. Lítur Albert tóma stóla hornauga, á þessari yfirreið sinni, og kallar síðan sökudólg- ana á sinn fund þcgar þeir drattast til vinnu og biður þá um skýringar á dröttólfshætti sinum. Ef þetta er ekki að taka hlutina föstum tökum, þá vita Dropar ekki hvað það er. Krummi ...frétti að til vandræða hefði horft í Firðinum í gær vegna þess að allir trésmiðir bæjarins lögðu niður vinnu, þegar Ham- arinn var friðaður...!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.