Tíminn - 26.06.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.06.1983, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ1983 9 menn og málefni Er hætta á samdrætti í sölu buvara innanlands? Einna minnstar verð- hækkanir á búvöru ■ Verðhækkanir þær. semhafaoröið á vörum og þjónustu að undanförnu. vekja furðu litla athygli. þegar undan eru skildar verðhækkanir á búvörum. A.m.k. hafa Neytendasamtökin ekki séð tilefni til að vekja athygli á öðrum verðhækkunum. Staðreyndin er samt sú. að verð- hækkanirnar á búvörum hafa verið minni síðustu árin en á flestum öðrum vörum. Greinilegar og áreiðanlegar upplýs- ingar um þetta er að finna í maíhefti Hagtíðinda. sem nýlega er komið út. í þessu hefti er birtur samanburður á vísitölu framfærslukostnaðar í Reykja- vík í janúar 1981 og maíbyrjun 1983. Samanburður þessi byggist á því, að vísitala framfærslukostnaðarins í janúar 1981 ermerkt meðtölunni 100. Til samanburðar við þá tölu var vísi- talan í maíbyrjun 1983 orðin 298. Framfærslukostnaðurinn hafði með öðrum orðum nær þrefaldast á þessum tíma. Matvörur höfðu á þessum tíma hækkað úr 100 í 297. Mest hafði hækkunin orðin á ávöxtum. eða úr 100 í 419. Þar riæst var hækkunin á brauði. kexi og mjölvrum, eða úr 100 í 323. Þá komu fiskur og fiskvörur. sem höfðu hækkað úr 100 í 310. Kjöt og kjötvörur höfðu hins vegar hækkað úr 100í280ogmjólk, mjólkur- vörur. feitmeti og egg úr 100 í 284. Föt og skófatnaður höfðu á þessu tímabili hækkað úr 100 í 288. Kostnað- ur við eigin bifreið hafði hækkað úr 100 í 297. Lestrarefni. hljóðvarp. sjón- varp og skemmtanir úr 100 í 291. Mestar hækkanir urðu á hita og rafmagni, eða úr 100 í 405. fargjöld úr 100 í 408, snyrtivörum og snyrtingu úr 100 í 356. síma- og póstgjöld úr 100 í 318 og húsnæði úr 100 í 349. í heild hafði framfærsluvísitalan hækkað á þessum tveggja og hálfs árs tíma úr 100 í 298. Það sést glöggt á þessum saman- burði. að rangt ei meö öllu að telja verðhækkanir á búvörum mestar. Þvert á móti hafa þær orðið minni en á flestum öörum liðum framfærsluvísi- tölunnar á umræddu tímabili. Misskilningur varðandi búvöruverðið Tvær ástæður virðast valda mestu um það. að meiri athygli er veitt verðhækkunum á búvörum en öðrum vörum eða þjónustu. Sú fvrri er. aö hækkanir á búvöru koma sjaldan og eru því tiltölulega meiri í hvert sinn. Þess vegna er meira tekið cftir þeim en clla. Hin síðari er sú. og hún er áhrifa- meiri. að það hcfur verið háttur ým- issa. sem eru að reyna að afla sér pólitísks fylgis í þéttbýli. að ala á rógi og úlfúð milli dreifbýlis og þéttbýlis. Þeir hafa talið verðhækkanir á bú- vörum tilvalið tækifæri til að halda uppi slíkri iðju. Það hjálpar til við þessa iðju. að ekki er öllum ljóst hvernig búvöruverð cr reiknað út. Margir virðast standa í þeirri meiningu. að allar hækkanir. sem veröa á búvörum. hækki laun bóndans og renni beint í vasa hans. Þeir. sem ekki vita betur. telja það óeðlilegt. að búvörur hækka um 22.5%. þegar laun hækka ekki nema um 8%. eins og gerðist um síðustu mánaðamót. Staðreyndin var sú. að launaþáttur bóndans í búvöruverðinu. hækkaði ekki nema um 8% um síðustu mánaða- mót. eða nákvæmlega eins og hjá launamönnum. Miklar hækkanir urðu hins vegar á mörgum öörum rekstrar- liðum búsins. Þannig hækkaði áburður um 70%. og kjarnfóður um 42%. Þá hækkaði fjármagnskostnaður um 33%. Þá virðast margir halda. að eingöngu kaup bóndans og annar rekstrarkostn- aður búsins sé uppistaðan í útsöluverði búvara. Þetta er mikill misskilningur. í útsöluverðinu er cinnig fólginn kostn- aður við vinnslustöðvar búvara. við- gerðaþjónustu. flutningaogsölu. Laun þúsunda annarra manna en bænda eru fólgin í búvöruverðinu. Stórir kaup- staðir og kauptún byggjast á þjónustu við landbúnaðinn og vinnslu á afurðum hans. t.d. Selfoss. Hella. Hvolsvöllur. Vík í Mýrdal. Egilsstaöir. Blö'nduós. Borgarnes. svo aðeins nokkrir staðir séu nefndir. Aðrir kaupstaðir og kauptún byggja atvinnulíf sitt að verulegu leyti á þjónustu við landbúnaðinn. t.d. Akur- eyri. Húsavík. Sauðárkrókur. Hvammstangi og Hólmavík. Allur kostnaður við þessa starfrækslu er innifalinn í útsöluverði landbúnaðar- vara. Mörgum dylst það einnig, að bændur eru einu atvinnurekendur landsins sem lúta þeim reglum, að laun þeirra í búverðinu eru reiknuð með hliðsjón af launum launþega. Ef kaupbætur launa- fólks eru skertar. skerðist einnig sú hækkun, sem á að vcrða á launum bóndans í afurðaverðinu. Þannig var bændum nú ekki reiknuð nema 8% kauphækkun, cins og launafólki. Þctta leiddi að sjálfsögðu til þess að útsölu- vcrð landbúnaöarafurða var ákvcðið mun lægra en ella. Engar slíkar kvaðir hvíla á öðrum atvinnurckendum. cins og iðnrekendum. útgcrðarmönnum og kaupmönnum. Loks er það mikill misskilningur, sem vart verður við hjá ymsum. að kostnaðurinn við heimilishald bóndans komi inn í búvöruverðið. Allan slíkan kostnað grciðir bóndinn af launum sínum. Vegna þcss. að ntörgum þétthýlis- búum er ekki nægilcga Ijóst. hvcrnig búvöruverðið er fundið, veitist þeim, scm reyna að ala á úlfúð milli dreifbýlis og þéttbýlis, auðveldara að blása út hækkanir á búvöruverðinu. Það stend- ur uppá bændasamtökin að útbrciða nægar upplýsingar um þctta efni. Frjáls verðlagning Reynt hcfur verið að ala á þeim áróðri að sölukerfi og vcrðlagning búvara cigi þátt í því. að búvöruverðið sé hærra en ella. Þessu svarar Hákon Sigurgrímsson. framkvæmdastjóri Stéttasambands bænda, í grein scm birtist í Tímanum 10. þ.m. Þar segir m.a.: ..Reynt hefur vcrið að tclja neytend- um trú um að verðlagningarkerfið sé úrelt og beinlínis skaðlegt hagsmunum þeirra, og að sölufélög bænda séu auðsöfnunarfélög og nánast sníkjudýr á almenningi. Það er fullvrt að verð- lagskerfið hafi þau áhrif. að verð á landbúnaðarvörum sé mun hærra en vcra þyrfti og aö í skjóli þess græöi S.Í.S.. kaupfélögin og aðrir sem bú- vörusölu stunda ómældar upphæðir. Þessu kerfi beri því að kollvarpa og taka upp svokallaða frjálsa sölu bú- vara. Þótt ýmislegt megi vafalaust lagfæra í verðlags- og sölukerfinu cru þessar ásakanir fjarri sanni og furðulcgt að samtök neytenda skuli taka undir þær að því er virðist að óathuguðu máli. Ekkert styður það að verðlagning Sexmannanefndar leiði til hærra vöru- vcrðs. þvert á móti. og milliliða- kostnaður þeirra vara sem nefndin verðleggur er til muna lægri en á vörum sem njóta frjálsrarverðlagning- ar. Ef borin er saman þróun á vcrði svínakjöts og kjúklinga. sem eru í hópi hinna „frjálsu vara" og óniöurgrciddr- ar mjólkur og kindakjöts frá nóvcmber 1974 til maí 1983 kcmur cftirfarandi í Ijós. Mjólkin hcfur hækkað um 2.975%. dilkakjötið um 2.634%. kjúklingar um 2.9657o og svínakjöt um 3.376%. Þessar tölur sýna að „frjálsa kcrfið" hcfur ekki fært neytcndum neinn vinn- ing því að verðhækkun þcssara vara er svo til sama.” Milliliðirnir Hákon Sigurgrímsson vék aö því í Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar grein sinni. að sumir kenndu svoköll- uöum milliliðum unt. að búvöruveröið væri Itátt. Hverjir eru milliliðirnir? spyr Hákon og svarar síðan: „Milliliðirnir svokölluðu eru afurð- arsölufélögin. mjólkurbú. sláturhús og heildsöluaðilar eins og Mjólkursamsal- an í Reykjavík og Sláturfélag Suður- lands. Hjá þessum fyrirtækjum starfa hundruö manna. sem allir þurftu að fá S",i kauphækkun I. júní. Umhúðir og yfirleitt allar rekstrarvörur þessara fvrirtækja taka verðbrevtingum um leiö og gengið lækkar. Því var óhjá- kvæmilegt aö hækka kostnaðarhlut þeirra einnig. Andstætt því sem gerist í frjálsu verðlagmngunni er þesstim aðilurn skammtaður sá kostnaöur. sem þeir mega nota við vinnslu og sölu þeirra vara sem Sexmannanefndin verðleggur. Ef þessi kostnaöur er van- áætlöaur kemur það fram í því. að stilufélögin geta ekki greitt bændum lullt verð. Það gerðist síöast árið 1981 þegar nokkuð vantaði á að bændur l'engju fullt verð fyrir mjólkina. Sé kostnaöurinn ofaietlaður ber. skv. eðli samvinnulélaga. að skila afganginum til hóndans í hærra verði. Því getur ekki orðið um neina atiösöfnun að ræða. Síðasti milliliðurinn er svo smásölu- verslunin. sem líka þarf að borga starfsmönnum sínum laun og mæta hækkunum á rekstrarvörum. Hækkun á álagningu verslunarinnar nam 14% við síðustu verölagningu. Markaðurinn innanlands í hættu Af því, sem hér hefur veriö rakið. ' má gliiggt sjá, að áróðurinn um að verölag búvara hal'i hækkað meira en verðlag annarra vara. er með öllu ósannur. Þvert á móti er staðreyndin sú. að búvörurnar hafa hækkað minna en flestir aðrir kostnaðarliðir heimil- anna. Sú hækkun, sem á þeim hefur orðið. stal'ar fyrst og fremst af hinum gífurlega verðbólguvexti. sem hér hef- ur veriö. eins og hækkanir á annarri vöru og þjónustu. Bænduin hefur verið það Ijóst. ekki síður en neytendum. að þaö er þejm í hag að reyna að halda búvöruvcrðinu í hól'i. Vegna minnkandi útflutnings á búviirum. eru þeir enn háðari innlenda markaðnum en áður. en hann hlvtur að dragast saman ef verðlagið er ol' hátt. Góð almenn kaupgeta í þéttbýl- inu er undirstaöa þess. að landbúnað- urinn geti blómgast á eðlilegan hátt. Bændur hafa valalítið áhyggjur tif því um þessar muntlir, að kaupgeta almennings hlýtur aö dragast talsvcrt saman meðan verið er að glíma við þá margháttuðu erliðleika. sem nú steðja að þjóðinni, og meðan verið er að komast út úröngþveiti verðbólgunnar. Sú hætta vofir vissulega yfir. að þctta geti leitt til samdráttar á sölu búvara innanlands. Ef sá samdráttur verður verulcgur, getur hann orðiö meira en tímabund- inn. jafnvcl þótt kaupgctan aukist brátt aftur, einsog ástæða er til að vona. Helsta ráðið við þessu er að reyna að komast hjá hækkunum á búvöru- verðinu eins og kostur cr. Rcyna verður að tryggja afkomu landbúnað- arins sem bcst á annan hátt cn með vcrðhækkunum á búvörum meðan erf- iðleikarnir eru að ganga yfir. Hjá þeim bændum, scm verst eru settir. niyndu skuldbreyting, vaxtalækkun og aðrar ráðstafanir til að draga úr fjármagns- kostnaði koma að sama gagni og hækkun búvöruvcrðsins. Þetta þurfa bændur og samtök þcirra vcl að íhuga. því að eitt ntesta framtíð- armál þeirra er að tryggja góðan markað fvrir búvörurnar innanlands.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.