Tíminn - 26.06.1983, Blaðsíða 27

Tíminn - 26.06.1983, Blaðsíða 27
SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1983 hljómgrunn hjá konum almennt. Flestar voru mótfailnar stökkbrevtingu á þjóð- félaginu - kosningaréttur kvenna var nógu róttækt fyrir þær. Upp úr 1910 unnu flest kvennasamtök að kosningarétti kvenna. Konur fengu fyrst kosningarétt í Wy- oming árið 1869. Síðan fylgdi Colorado í kjölfarið árið 1893, þá Utah og Idaho 1896. Washington 1910. Kalifornía 1911. Arizona. KansasogOregon 1912. Illino- is veitti konum takmarkaðan kosninga- rétt 1913. Nevada og Montana veittu konum kosningarétt 1914 og New York 1917. Arið 1919 fengu kvenréttindakonurn- ar Sarah Platt Decker. Carrie Chapman Catt. Anna Howard Shawog Alice Paul 19. stjórnarskrárviðbótina samþykkta. Hún var á þá leið að ekki mætti neita bandarískum þegnum um kosningarétt vegna kynferðis. Ekki mátti heldur tak- marka kosningarétt bandarískra þegna vegna kynferðis þeirra. Þær konur sem komu bandarísku kvennabaráttunni af stað voru miðstétt- arkonur. Þær bjuggu í borgum við þá fjölskyldugerð sem iðnbyltingin gat af sér-kjarnafjölskyldu. Flestarvoru þess- ar konur sæmilega menntaðar, vel stæð- ar og höfðu nægan tíma frá barnauppeldi og heimilisstörfum. Dreifbýliskonur bjuggu aftur á móti í stórfjölskyldum og unnu við hlið karlmanna. Þær voru ekki þrúgaðar af því kvenhlutverki sem þeim konum var ætlað sem bjuggu í borgum. Athyglisvert er að fyrstu fylkin sem veittu konum kosningarétt voru fámenn dreifbýlisfylki. Verkakonur voru vinnuþrælar. Þær urðu að vinna langan vinnudag til að hafa í sig og á. Margar voru ólæsar og óskrifandi og jafnvel ekki enskumæl- andi. Frístundir þeirra fóru aðallega í heimilisstörf og höfðu þær því lítinn tíma til að sinna kjaramálum og öðrum félagsstörfum. Félagsmiðstöðvarnar sem stofnaðar voru um 1886 höfðu eflaust mikil áhrif á verkafólkið í fátækrahverfunum - þar var það uppfrætt um eigið réttindaleysi og möguleikana á úrbótum. Samtök miðstéttarkvenna breyttust samfara breyttum þjóðfélagsandá. Þegar róttækar konur komust í forystu samtak- anna virkjuðu þær samtökin í samræmi við skoðanir sínar og hugmyndir tíðar- andans. Þær funduðu með verkakonum og fluttu fyrirlestra um breytt samfélags- form víðs vegar um landið. Það er vandi — nei, það er misrétti að þurfa að velja Á framfaraskeiðinu (1890-1914) tóku miðstéttarkonur virkan þátt í baráttunni fyrir bættum kjörum verkafólks. Þær áttu auðvelt með að setja sig í spor verkakvenna því þær voru fyrst og fremst mæður og manneskjur og tóku lítinn þátt í lífsgæðakapphiaupi og valda- baráttu karlanna. Róttækar konur voru háværar. Þær vildu breyta fjölskyldugerðinni og þjóð- félagsgerðinni í samræmi við hugmyndir sósíalismans. Hugmyndir þeirra fcngu lítinn hljómgrunn hjá konum almennt. Eins og fyrr segir fengu bandarískar konur kosningarétt árið 1919. en í raun og veru hefur lítið fengist með honum - misrétti ríkir enn. Örfáar konur taka þátt í stjórnmálum. Þær eiga erfitt uppdráttar í karlaflokkun- um þar sem karlmennskugildin ríkja. Fáar konur hafa gegnt áhrifamiklum stöðum í þjóðfélaginu. Konur vinna verst.launuðu störfin. Karlmenn sem vilja ganga í hjónaband þurfa ekki að skipa starfi sínu í annað sæti þess vegna. Vilji þeir einbeita sér að frama í starfi þurfa þeir heldur ekki að neita sér um að eignast börn. Þctta er hins vegar val sem langflestar konur verða að taka afstöðu til. Vilji þær einbeita sér að starfsframa sínum „á karlavísu" neyðast þær oftar en ekki til þess að neita sér um að eignast börn. Bandaríska samfélagsgerðin gerir ekki ráð fyrir að konur vinni utan heimilisins - en það sjónarmið getur reyndar breyst þegar ríkjandi öfl telja það hentugt! Barnaheimili eru fá og skólastarfsemin gerir ráð fyrir því að „mamma" sé heima. Þá má ekki gleyma auglýsingum, kvik- myndum og öðrum fjölmiðlum. Þar er „kveneðlinu" - því sköpunarverki karlmanna - hampað í tíma og ótíma og iðulega er fjallað uin konur sem hverja aðra hluti. Á meðan litið er á konur sem hluti er langt í að markinu sé náð. -sbj fréttir Aðalfundur FÍS ályktar um vísitölubætur ■ Adalfundur Félags islenskra símamanna var haldinn 3. maí s.l. Formaður félagsins. Ágúst Geirsson. flutti skvrslu stjórnar fyrir liðið starfsár. Veigifinestu þættirnir i félagsstarfinu voru lautia- og kjaramál. en á starfsárinu var unniö hæöi að-gerö aðalkjarasamnings milli BSRB og fjármálaráðherra ogsérkjarasamn- ingi félagsins og fjármálaráðherra. A árinu tókst samkomulag milli félagsins og viðsemjenda þess urn að tekin verðí upp sérstök námsbraut á næsta htiusti við Póst- og símaskólann fyrir almenna símaafgreiðslu- og skrifstofumenn stofnunarinnar. Hafði fél- agið barist fyrir því alllengi aö þessir starfs- hópar ættu möguleika á aukinni menntun á sama hátt og ýmsir aörir hópar innan Pósts og síma. Þann I. desember s.l. voru liöin 311 ár Irá því fyrstu sjálfvirku símstöðvarnar hcr á landi voru teknar i notkun. en það voru stöðvarnar i Reykjavík og Hafnarfirði. Það leiddi þá til þess að um 4(1 talsímaverö- ir misstu vinnu sína. Síðan hefur sú þróun. sem þá hófst haldið áfram. en þó meö misjöfnum liraða. stundum miklum eins og þegar símakerfi stærri ktiup- staöa og bæja varö sjálfvirkt og stundunt minni. F.Í.S. hefur ekki lagst gegn þessari þróun né reynt aö sporna við henni frekar en annarri tækniþrókun innan síns starfssviðs. Þtið hefur hins vcgar veriö hlutverk félags- ins aö standa vörð um réttindi þetrra starfs- manna sem hafa orðið fyrir barðinu á þessari þróun. Nú tvö til þrjú sföustu árin hel'ur uppsagna- bylgjan risið á ný eftir tiltölulega rölegt tímabil þar á undan. Sent dænú unt það má nefna að á árunum 1981 og 1982 var 19 stöðvarstjórum sagt upp störfum og 26 tal- símavörðum. Aöalástæður fyrir þessum uppsögnum eru fyrst og fremst aukinn hraði í því aö gera síntakcrfi i sveitum landsins sjálfvirkt. Gjaldkeri F.Í.S. Bjarni Ólafsson skýrði reikninga félagsins og er fjárhagur þess góður. Aðalfundireru haldnirárlega, en stjórnar- kjör fer fram annað hvert átr og veröur ný stjórn kjörin næst árið 1984. Á aðalfundinum var samþykkt svofelld ályktun: „Vegna barlómssöngs margra framámanna atvinnurekenda að undanförnu. sem oftast endar á því aö afnema þurfi vísitölubætur á laun - ályktar aðalfundur F.I.S. 3.3.83 eftir- farandi: Félagsmenn F.Í.S. hafa tekiö á sig kjara- skerðingu á undanförnúm misserum eins og aðrir launamenn. Fundurinn vekur athygli á því að vísitölu- bætur á laun eru greiddar eftir á vegna hækkana á vöruverði. I 80% verðbólguhraða er vísitölubóta þörf meir en nokkru sinni fyrr. Fundurinn hvetur því stjórn F.Í.S. og samninganefnd BSRB til þess að berjast fyrir því að vfsitölubætur verði greiddar að fullu á laun í stað þess að vera skertar eins og nú er. Caterpillar varahlutir til sölu, bæði í jarðýtur, veghefla, Upplýsingar í síma 32101. .;,vw 27 borga sig b&zt Sláttuþyrlur með knosara Slá hraðar Slá betur Vinnslubr. 1,85 m Heyþyrlur 2ja - 4ja stjörnu GAMLA VERÐIÐ STENDUR Vélar sem bændurnir treystal { m HAMAR HE \ s§P veiadeiid ) Sími 22123. Pósthólf 1444. TrYggvagötu, Reykjavik. ÁvY-OS'í UMBOÐSMENN OSKAST HEumn KRONE HAMAR HF. vélaumboð óskar eftir umboðsaðilum á eftir- töldum stöðum: Vesturlandi - Vestfjörðum J Húnavatnssýslum - Akureyp Þingeyjarsýslum - Egilsstöðuný og Hornafirði. Þeir sem hefðu áhuga, vinsamlegast sendi upplýsingar bréflega, eða hafi samband við HAMAR HF. véladeild - sími 22123, Hamarshúsinu, Tryggvagötu, Reykjavík. w

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.