Tíminn - 26.06.1983, Blaðsíða 16
VHtMMMFam
F= ARMÚLA11 SlMI 81500
SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ1983
///MtFoaa
ist að Canaris hafi verið eitursnjall
njósnaforingi, en það er nú satt að segja
rangt. Abwehr var samansett af alls
konar fólki, amatörum fyrst og fremst,
og niósnarar leyniþjónustunnar í öörum
löndum höfðu meiri áhuga á að lifa hátt
og svíkja fé út úr gjaldkerum Canaris en
afla upplysinga. Þetta er að vísu ekki
Canaris einum aö kcnna. Honum hafði
á ýmsan hátt vcrið gert erfitt fyrir áður
en styrjöldin hólst, og svo kom í Ijós að
hann var hreinlega ekki t'ier um að
skipuleggja raunverulega njósnastarf-
semi í öðrum löndum. I lann var í essinu
sínu þegar hann fékk að undirbúa cin-
stakar aðgerðir nákvaimlega og út í
tesar, framkvæma þær síðan snögglega
og með bravúr, en þolinmæöisverk eins
og uppbygging njósnahringja var honum
ekki mjög að skapi. Hann reyndi hins
vegar sitt besta og var sífcllt á faraldsfæti
milli Abweh-stöðva til að aögæta hvaö
þær hefðu lyrir stafni, en yfirmönnum
þar lærðist fljótt hvernig átti að sannfæra
hann um að allt væri í allra besta lagi.
Auöveld leið var til dæmis að þykjast
hafa gaman af hundum og stilla þeim
upp hvar sem Canaris átti leiö um, en
Canaris elskaði hunda og æ meira cftir
því sem á ævina leið og hann sannfæröist
um vonsku mannanna. I lann hafði gift
sig skömmu eftir lyrri heimsstyrjöldina
en hjónabandið var honum engin full-
næging og í seinna stríöi var Itann lítið
heima viö. Þau hjón áttu tvær dætur:
önnur var vangefin en hin músíkölsk og
Canaris náði sambandi viö hvoruga.
I lonum leiö sjaldan vel á stríðsárunum
síðari.
Svik undirmanns
Meöan Canaris átti í harðri baráttu
við sjálfan sig fyrri liluta stríðsins haföi
einn undirmanna hans tekið af skarið.
Hans Oster. majór og síöar hershöfðingi
í Abwehr, var, eins og Canaris, viss um
að Þýskaland gæti aldrei unnið stríðið og
því setti liann sér það takmark að gera
það eins stutt og mögulegt væri. Oster
vílaöi til að mynda ekki fyrir sér að láta
leyniþjónustur annarra landa vita af
innrásaráætlunum þýska hersins, en því
miður trúöi honum enginn. Hann skýröi
bæði frá yfirvofandi innrásum í Dan-
mörku og Noreg og síðar Holland,
Belgíu og Frakkland. en var svo seint á
ferð og svo háttsettur að uppljóstranir
hans voru alltaf taldar tilraunir til að
vekja svo harkaleg viðbrögö að Þjóð-
verjar lengju átyllu til innrásar. Oster
gafst þó ekki upp: liann var óþreytandi
í samsærum sínum og skipulagði ótal
moröilræði við Hitler en framvæmdi
ekkcrt. Ekki löngu eftir innrásina í
vesturátt komust SS og Gestapo að því
að einhver hefði leikið tveimur skjöldum
og brátt bárust böndin að Oster og klíku
Irans.
Er Canaris frétli um svik undirmanns
, síns varð hann afar hneykslaður, vegna
þess að Oster hafði vitanlega stefnt lífi
Hundar voru flotaforingjanum undir lokin hugleiknari en menn.
tugþúsunda þýskra hermanna í hættu,
en hann hélt samt sem áður hlífiskildi
yfir honum - vissi senr var að Oster
hafði, þegar allt kom til alls, ekkert gert
nema rétt. og aö tugþúsundum mætti
fórna til aö. vernda milljónir. Staða
Canaris sjálfs fór nrjög versnandi eftir
því sem á stríðið leið. SS og Gestapo
þrengdu að honum. Abwehr hafði gert
sig seka um svo mörg mistök að trúnað-
artraust Hitlers v;ir brostið og margir í
innsta hring Foringjans töldu víst að
Canaris ynni nú markvisst gegn nasist-
um. Það var næstum rétt. en markvissar
voru tilraunir Canaris þó varla. Hann
setti sig þó í samband við ýmsa aðila á
vesturlöndum. í von um að semja mætti
um sérfrið ef Hitler yrði komið frá
völdum ogsumarið 1943 átti hann aldeil-
is einstæöan fund með tveimur fulltrúum
frá Bretlandi og Bandaríkjunum: Stew-
art Menzies. ýfirmanni bresku leyniþjón-
ustunnar, og William Donovon. yfir-
manni einnar leyniþjónustu Bandaríkj-
anna. Þessi fundur fór fram á Spáni og
var auövitaö injög leynijcgur en á
honum reyndu þremenningarnir að finna
lciðir til aö binda endi á stríöið hið
bráðasta. Gallinn var bara sá að Church-
ill og Roosewelt höfðu ákveðið að sætta
sig ekki viö neitt minna en skilyröislausa
uppgjöf Þjóöverja og til að fá hana var
alveg augljóst að berjast þyrfti til þraut-
ar. Menzies og Donvan fengu skömm í
hattinn þegar heiin kom fyrir þennan
■ Orðinn gamall fyrir aldur fram. Canaris áríð 1944 er hann átti minna en eitt ár
ólifað.
fund; Canaris reyndi að halda honum
leyndum, en tími hans var að renna út.
Ymislegt var komiö á daginn um aðild,
cða jafnvel frumkvæði, Canaris að sam-
særisáætlunum gegn Hitler, en lcngi vcl
var hann verndaður af harla ólíklegum
manni: Hcinrich Himmler, yfirmanni
SS. Himmler var aö vísu fífl, en þó ekki
svo mikið fífl að hann sæi ekki þegar hér
var komið að Þýskaland hafði tapað
stríðinu. Hann vonaðisttil að geta samið
sérfrið við handamenn vestan megin,
eða þá komist aðeinhverslagssamkomu-
lagi um að hann tæki völdin í landinu
eftir stríð (!), og hann vildi ekki stofna
orstír sínum sem friðflytjanda í hættu
með því að snúast gegn Canaris, sem
hafði svipuð markmið en töluvert óeigin-
gjarnari þó. En þegar kom fram á árið
1944 gat jafnvel Himmler ckki bjargað
Canaris. SS og Gestapo höfðu þá þjarm-
að svo að Abwehr að leyniþjónustan var
nærri óstarfhæf og andspyrna Canaris
gegn Hitler og nasistastjórninni var aug-
Ijós. í fcbrúar var hann handtekinn og
hafður í haldi nokkrar vikur en síðan
látinn laus og settur í pappírsvinnu í
Berlín. Það__yar svoTilfæðið við Hitler í
júlí sem reiö honurn að fullu.
Endalok Wilhelm
Canaris
Canaris átti engan þátt í tilræðinu, sem
stjórnað var af Stauffenberg ofursta.
Canaris hafði hins vegar vitað að eitt-
hvað var í undirbúningi og mcðan enn
var talið að Hitler hefði látist settu
tilræðismenn sig í samband við hann og
báðu um liðsinni. Canaris, bölsýnn að
venju, þóttist allsendis viss um að allt
myndi misheppnast og hann var ekki
seinn á sér að senda Hitler skeyti þar
scm hann óskaði til hamingju með
björgun hans. Þetta vonaði Canaris að
myndi redda hanseigin skinni.cn svo fór
þó ekki. Hitler, brjálaður úr reiði,
skipaði Himmlcraðuprætaalla andstæð-
inga sína og nafn Canaris var ekki lengi
að koma upp. Schellenberg, yfirmaður
SD, fór sjálfur að handtaka Canaris og
kveðst hafa gefiö honum tækifæri til að
flýja en Canaris hafnaði því. Nú tóku viö
langar og strangar yfirheyrslur sem stóðu
i marga mánuöi. Canaris varði sig af
mikilli fimi, lýsti sig saklausan af ölluni
ákærum en líkurnar gcgn honum voru of
miklar. Aðfaranótt 9. apríl 1945, aðeins
fáeinum vikum áður en stríðinu í Evrópu
lauk, var Wilhelm Canaris tekinn af lífi
í Flossenburg fangelsinu, ásamt Hans
Oster og nokkrum fleiri. Síðustu skila-
boð hans til samfanga voru á þessa leið:
„Tími minn útrunninn. Varekki svikari.
Gerði skyldu mína sem Þjóðverji. Ef þú
lifir berðu konu minni kveðju." Síðan
var hann hengdur, var lengi að deyja og
lík hans brcnnt. Þá var dáinn - ekki
njósnameistari Hitlers, heldur liðsfor-
ingi í flota keisarans, því slíkur maður
var Canaris umfram allt.
-ij tók sarnan.
FORD 2910, 44 hö ...............verö frá kr. 293.820
FORD 3910, 50 hö ...............verö frá kr. 307.480
FORD 4110, 57 hö ...............verö frá kr. 409.200
FORD 4110-4WD, 64 hö......verö frá kr. 511.350
FORD 4610-4WD, 64 hö......verð frá kr. 529.010
FORD 5610, 76 hö ...............verö frá kr. 502.240
(verð miðað við gengi 10. 6 1983)
FORD traktorar til afgreiðslu strax - Hagstætt verð og góðir
greiðsluskilmálar.
Vönduð vinargjöf
Allt til reiðbúnaðar
Söðlasmíðaverkstæði
Þorvaldar og Jóhanns
Einholti 2 - sími 24180
Útboð
íþróttamannvirki
á Hellu
Undirritaður óskar hér með eftir tilboðum í uppsteypu á sundlaugar-
kerfi og leiðslugöngum, samtals u.þ.b. 1200 rúmm.
Útboðsgögn verða tilbúin til afhendingar þriðjudaginn 28. júní gegn
3000,- kr. skilatryggingu.
Gögn fást afhent á skrifstofu Rangárvallahrepps, Hellu og í
Verkfræðistofunni Hnit hf. Síðumúla 31, Rvik.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu Rangárvallahrepps föstudaginn 8. júlí
n.k, kl. 14.00
Sveitarstjóri Rangárvallahrepps
Jón Þorgilsson