Tíminn - 26.06.1983, Blaðsíða 10

Tíminn - 26.06.1983, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ1983 ■ Stjarna næsta aratugar, þýska leikkonan Nastassia Kinski; hún virðist 1 höfða til fólks. Þykir falleg, eitthvað heillandi við hana. Það er nú eins og jTfk •< það er, en hún verður alla vega stjarna næsta áratugar og sennilega lengur. Til að fólk fái nú að kynnast þessari tilvonandi stjörnu sinni eitthvað birtum við hér viðtal við hana sem önnur leikkona, Jodie Foster, tók fyrir blað Andy Warhols, Interview. Það er svolítið athyglisvert fyrirbæri; eiginlega i > málgagn djettsettsins, eða „the beautiful people“ eins og það kallar sig í RéÉBHb * *' Jh i' djúpri alvöru, og viðtöl þess eru merkileg tegund blaðamennsku. Þau ganga helst út á að „blaðamaðurinn" reyni að sýna og sanna hversu æðislegur hann sjálfur sé; oft eru viðtölin líka eintómt kjaftasnakk. En við skulum líta á gripinn. Viðtalið er nokkuð stytt og hefði mátt stytta það y meira, en við vildum leyfa fólki - þá líklega Ijótu fólki - að sannreyna þessa tegund blaðamennsku. Fyrst kemur Jodie Foster með langan formála. Á t " ■ Þær stöllur, Nastassia Kinski og Jodie Foster, leika saman í myndinni Hotel New Hampshire sem gerð er eftir sögu John Irving. Hér sjást þær á vettvangi. BHHHBflflHHHHHn MESTU VARÐAR AÐ VERA HEILLANDI - GLUGGAD I VIÐTAL VID STJÖRNU NÆSTA ÁRATUGAR, NASTÖSSJU KINSKI Að hafa samband við Nastössju Kinski er eins og að leita að nál í hey- stakk: ómögulegt. Hún er búin að leika í fjórum kvikmyndum síðan við hitt- umst fyrst á tónleikum með Arethu Franklin fyrir svona ári. Ég vissi undir eins að manneskja sem væri jafn hrifin af Arethu og Billie Holliday og ég er sjálf myndi verða góður vinur minn. Það gekk eftir. Ég hringi alltaf í hana öðru hvoru og vek hana upp af djúpum svefni eftir erfiðan vinnudag. Við skríkjum og segjum kláinbrandara og tölum um allt milli himins og jarðar, frá nútímaheim- speki til leyndardóma súkkulaðis. Stundum spjöllum við um kvikmyndir og komandi verkefni. I myndinni „Ex- posed“ sem nýlega var frumsýnd leikur hún eirðarlausan stúdent sem sleppur til New York til þess eins að lenda í vand- • ræðum þar líka. Hún lendir í slagtogi við tískuljósmyndara (Ian McShane), hryðjuverkamann /Harvey Keitel) og fiðluleikara (Rudolf Nureyev). Mynd- inni leikstýrir James Toback (Fingers, Love and Money) og hún sýnir þær hættur og það ofstæki sem sest að varn- arleysi Nastössju. Síðan hefur hún leik- ið í „The Moon In The Gutter" ásamt Gerard Depardieu en þessari frönsku mynd stjórnaði Jcan Jacqucs Beincix (Diva) og hún var frumsýnd í Cannes. Þaðan fór hún til Austur-Berlínar að leika í myndinni „Vorsinfónían" um líf Schumanns. Og í janúar brá hún sér til Los Angeles til að leika í kvikmynd Howard Zieffs, „Unfaithfully Yours“, en á móti henni leikur Dudley Moore. Það er ekki hægt að eltast við þessa stúlku og símareikningarnir mínir eru að verða óviðráðanlegir! En við erum nú að fara að leika saman í „Hotel New Hampshire" og Nastassja mun verja mestum tíma í bjarnargervi því hún leikur Susie en ég leik Frannie. „Ofsalega vonsvikin er ég sá Cat Peopie“ í síðustu viku heimsótti ég hana á hót- elherbergi hennar í New York en hún var þá að leggja sitt af mörkum til að auglýsa „Exposed". Við pöntuðum her- bergjaþjónustuna, hermdum eftir reyk- ingum hvor annarrar og töluðum um stráka. Já, hún getur verið alvarleg... Hún kannar bókmenntir og tilfinningar fólks með skynjun fullorðinnar veru, al- veg fullorðinnar, reyndar. En hún cr líka stelpan sem ég get hvíslað að leynd- armálum og ég velti því stundum fyrir mér hvort hún viti hvílík áhrif hún hefur á fólk. Stundum segir hún mér að öðru nvoru grípí hana löngun til að einangra sig alveg í einhvern tíma og einbeita sér að því að lesa góðar bækur. í hvert sinn sem hún talar langar mig að hrópa: „Einmitt!-' Það er næstum ógnvekjandi að hugsa til þess hvað við erum líkar, og þó svo ólíkar. Við höfum næstum lifað sama lífinu, við elskum báðar mæður okkar umfram allt annað, og við viljum báðar svolítið meira en Hollywood hef- ur að bjóða. En sem sé, móðir hennar er viðstödd viðtalið á hótelherberginu. Jodie Foster: Ertu búin að sjá „Ex- posed“? Nastassia Kinski: Já. Mér fannst hún svo góð og ég bjóst ekki við því. Jodie: Hvers vegna ekki? Nastassia: Ég, æ... fyrirgefðu, stund- um finn ég ekki réttu orðin á ensku. Alla vega, ég bjóst við einhverju slæmu. Ég var ofsalega vonsvikin þegar ég sá „Cat People.“ Mér datt í hug hvort ég væri kannski bara í þungu skapi. En þó „Exposed“ sé kannski ekki fullkomin, þá fannst mér hún ágæt. Jodie: Af hverju varstu vonsvikin með „Cat People“? Mér fannst hún frábær. Nastassia: Þú segir ekki? Mömmu fannst að ég væri alltof mikið nakin í „Cat People“. Það er hægt að gefa þennan kynferðislega þátt í skyn án þess að sýna nokkurn hlut. Ef of mikið er sýnt þá get ég ekki notið þess sem fanta- síu. Brígitte Kinski: Það var einmitt þetta sem mér líkaði svo vel í sambandi við „One From The Heart“ eftir Coppola. Það var farið svo dult með kynferðislega þáttinn, hann var gerður dularfullur. Nastassia: Það sem var stórkostlegt í „One From The Heart“ var að Coppola gerði akkúrat það sem hann ætlaði sér að gera. Sumir segja: Ji, þetta var svo einíöld saga, maður trúir ekki á hana. En það var einmitt ætlunin hjá honum. Jodie: Bandarískir áhorfendur eru svo vanir að gengið sé hreint til verks, á natúralískan hátt... Brigitte: Samtölin í „One From The Heart" voru til dæmis alls ekki neinn skáldskapur. Þau voru næstum í mót- sögn við allt umhverfi myndarinnar. En þau voru fyrst og fremst raunveruleg. Þegar fólk er að slást hugsar það ekki: Ó, guð, hvernig er ég núna á svipinn? Nastassia: Ég er alveg sammála. Það er í tísku núna að vera „cool“ og eðli- legur á hvíta tjaldinu. Mér finnst aftur á móti mestu varða að maður sé heill- andi. Jodie: Einmitt. Svoleiðis varst þú í „One From The Heart“. Ég meina, einu sinni sendirðu kvikmyndavélinni meira að segja fingurkoss! Nastassia: Já, sko, svona myndrænar kvikmyndir hrífa mig alltaf. „Ég loka mig inni, tala ekki við neinn“ Jodie: Hefurðu yfirleitt lært leiklist? Nastassia: Nei, í rauninni ekki. En ég vildi gjarnan tilheyra leikhúshópi. Mig langar mikið til að vinna í leikhúsi. Þeg- ar ég var sextán ára skrapp ég í skóla Lee Strasbergs í Los Angeles af því að allir voru sífellt að segja mér að fara þangað, en ég sótti aldrci tíma hjá honum. Mérfannst miklu áhugaverðara að fylgjast með úr fjarlægð heldur en taka þátt í öllu saman. Ég var alin upp á þennan hátt, svona opin. Ég hef kannski ekki sýnt það ennþá í myndun- um mínum, en ég á ekkert erfitt með að opna mig. Ég veit ég get það. Jodie: Finnst þér þú ekki hafa gert það á tjaldinu ennþá? Nastassia: Nei, ég hef notast við miklu bældari tilfinningar. Þess vegna finnst mér ég þurfa að vinna í leikhúsi til að opna sjálfa mig almennilega. Heima hjá mér er ég alls ekki bæld. En senni- lega er það sjálfri mér að kenna ef ég virðist vera dul og lokuð persóna. Ég einbeiti mér of mikið: ég vinn, ég fer heim, ég fer ekkert út, ég tala ekki við neinn, ég vakna á morgnana og hef áhyggjur af vinnunni. Ég loka sjálfa mig inni í búri sem ég held að sé nauðsyn- legt. En satt að segja þarf ég ekki allan þennan aga, hann er fremur til skaða. Stundum finnst mér ekki geta andað. Það skín í gegn í „Cat People". Jodie: Svo þér finnst þú hafa mikla sjálfsvitund? Nastassia: Kannski. Ja, þessi mynd var mjög skrýtin. Hún gerði mann brjál- aðan. Það gerist stundum að ég bara frýs og veit ekki hvað ég á að mér að gera. Það er búið að taka einhverja senu tuttugu sinnum og allt í einu er maður bara úti á þekju. Það sem þá dugar er að brotna niður og byrja svo upp á nýtt. Þá mun þetta ef til vill ganga. En það var mjög erfitt að vinna með Paul Schrader þegar þetta gerðist. Ég hefði viljað að hann yrði reiður, en nei: hann stendur bara þarna, ískaldur. Jodie: Finnst þér vanta ástríðuna í bandarískar kvikmyndir? Nastassia: Já. Þetta stafar af því hvernig börn eru alin upp hérna. Þau eru flestöll ein með sjónvarpið sitt, gott- eríið en ekkert hjarta. Þau þekkja máske bækur og skólann en þegar þau vaxa upp hafa þau ekkert lært um til- finningar og hvernig þau eiga að „finna til“. Ég finn stöðugt fyrir þessu hjá fólki hér. Barnæskan er mjög mikilvæg; mín barnæska skiptir mig öllu máli. Jodie: Hvað var svona frábrugðið við þína barnæsku? Nastassia: Ja, skilurðu, foreldrar min- ir voru alltaf nálægir. Það var rætt út um alla hluti. Ég hef aldrei hitt mann eins og pabba. Hann er svo brjálaður, hræði- legur og ástríðufullur - allt í senn. Þess vegna þekki ég ástríður og hef alltaf gert. Svo kemur í Ijós að fjöldi fólks veit varla um hvað ég er að tala. En þrátt fyrir allt hef ég ekki mikið vit á börnum. „Elska aðeins mömmu,... það er ekki mjög heil- brigt,, Jodie: Langar þig að eignast börn? Nastassia: Já, svo sannarlega. Fullt, fullt af þeim. Ég held að ég sé ennþá of ung en ef það á að gerast á annað borð, verður það að gerast fljótlega. Ég veit að það mun hjálpa mér, í öllu; í vinn- unni, lífinu, persónuleikanum, því sem mér fellur ekki við sjálfa mig. Jodie: Hvað er það? Nastassia: (eftir nokkra þögn) Að ég skuli ekki... geta... bundist... neinum. Ég verð alltaf að flýja, skilurðu. Og svo verð ég óhamingjusöm vegna þess að þetta er hlutur sem ég þarf á að halda en er sínkt og heilagt að hafna. Jodie: Þú meinar tilfinningasambönd, vináttu, foreldra... Nastassia: Alls konar sambönd. Hve- nær sem tilfinningar fara að spila inn í legg ég á flótta. Jodie: Þetta er sagt vera mjög algengt hjá leikkonum; þær hafi svo marga per- sónuleika, og geti ekki þolað það til lengdar að leika alltaf sama hlutverkið gagnvart sömu persónunni. Nastassia: Málið er að þegar ég segi eitthvað, þá meina ég það. Svo er ég allt í einu búin að gleyma því sem ég sagði. Það þýðir ekki að ég hafi verið óheiðar- leg, en samt sem áður getur maður ekki verið svona ábyrgðarlaus. Mér finnst ég þá vera hol, ógeðsleg - ég hefði ekki átt að segja það sem ég sagði. Samt get ég ekki komið í veg fyrir það því... ja, þetta er sjálfsagt mjög mikil sjálfselska. Ég segi eitthvað fallegt til að mér sjálfri líði vel. Jodie: Stafar þetta af þörf fyrir ást, fyrir að elska? Nastassia: Mér finnst alltaf mig langi til að elska virkilega mikið. En svo upp- götva ég að ég elska aðeins móður mína. Allir aðrir virðast bara vera fyrir. Þetta er sennilega ekki mjög heilbrigt. Á tímabili var samband mitt við mömmu næstum þrúgandi. Hún þekkti mig út og inn. Ég átti engin leyndarmál. En nú kann ég að meta þetta. Þegar ég var lítil elskaði ég föður minn. Ég geri það enn en við höfum lítið samband okkar á milli. Á tíma eftir skilnaðinn hagaði hann sér mjög undarlega en nú- orðið skil ég það. Hann lifði öðru lífi, en það þýðir ekki að hann elski mig ekki ennþá - á sinn hátt. Jodie: Áttu það til að ímynda þér að fólk sé einhvern veginn öðru vísi en það er, bara til að þér geti líkað vel við það? Nastassia: Svo sannarlega. Það er ekki sanngjarnt gagnvart fólkinu og ekki gott fyrir mig. Það versta er að ég fer að líkjast fólkinu sem ég á í sam- bandi við, fer að tala eins og það og allt. Þetta er mjög skrýtið. Ég læt það flæða inn í mig, ef svo má segja. Ég þarf til dæmis alltaf að dýrka leikstjórann minn! „Skil ekki hvers vegna fólk heillast af mér“ Jodie: Ertu hrædd við það hversu mjög fólk heillast af þér? Brigitte: Það sem er mest aðlaðandi við hana er að í rauninni kemst enginn alveg inn að henni. Það eru alltaf ein- hver mörk. Slíkt gerir karlmenn hams- lausa. Nastassia: Ja, í tvö þrjú skipti var ég nú samt svo ástfangin að ég leyfði karl- mönnunum að komast alveg inn á mig, og þeir höfnuðu mér. En þetta er ekki leikur eða tækni, ég er bara svona. Brigitte: Já, hún er alveg heiðarleg. Þegar hún vill vera góð við einhvern, þá er það einlægni. Þegar hún vill yfir- gefa einhvern, þá er það líka einlæg ósk hennar. Vandinn er bara sá að maður veit aldrei á hvorn veginn pendúllinn slær næst. Nastassia: En oft vil ég bara hafa karl- menn til að fara út með, skemmta mér með. Stundum gerist svo eitthvað sem ég ræð ekki við. Jodie: Það hlýtur að vera erfitt að geta varla hætt á að eignast vini án þess þeir fái þig á heilann. Nastassia: Já, ég býst við því. En ennþá verra er þegar svoleiðis persóna er svo full að sjálfri sér að henni finnst hún eiga það skilið að aðrir heillist af henni í svo ríkum mæli. Ég meina, þetta fólk er í rauninni ekki hrifið af persón- unni sjálfri. Ég þekki fullt af fólki sem heldur að það sé skemmtilegt, fyndið, yndislegt. Ef það bara vissi...! Eina leið- in til að vera áhugavekjandi er að gera sér grein fyrir því hversu óáhugavekj- andi maður er þegar allt kemur til alls. Við erum það öll! Maður verður bara að viðurkenna svoleiðis hiuti fyrir sjálfum sér. Það skiptir öllu máli. Satt að segja skil ég ekki af hverju fólk verður hrifið af mér. Það eru til óteljandi miklu fall- egri stúlkur, óteljandi betri leikkonur. „Langar aö leikstýra eigin kvikmyndum“ Jodie: Er leiklistin þér mikils virði? Nastassia: Það veltur á ýmsu. Það væri mér mjög mikils virði að leika á sviði, eins og ég var að enda við að tala um. En stundum hugsa ég: Til hvers er ég að þessu? Leiklist virðist oft vera svo undur kjánalegt starf. En það frábær- asta við kvikmyndaleik er að þetta er bara leikur. Það er svo mikið af tækni- legum atriðum fylgjandi þessu, maður er bara hluti hópsins. Upp á síðkastið hef ég hugsað meira og meira um að skrifa. Mig langar til að skrifa, leikstýra og ég hugsa að ég muni reyna við það á endanum. Ég er reyndar þegar búin að skrifa svolítið handrit og mig langar að fá tækifæri til að gera mynd eftir því á næstunni, alla vega innan tveggja ára. Ég elska að skrifa. Ég skrifa margar, margar síður í einu. Jodie: Hvernig kvikmyndir myndir þú gera? Nastassia: Mjög myndrænar og mjög... Ég myndi sökkva mér niður í persónuleika annars fólks... Og hér segjum við - stopp.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.