Tíminn - 26.06.1983, Blaðsíða 23

Tíminn - 26.06.1983, Blaðsíða 23
SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ1983 nútíminn ■ Hljómsveitin Þeyr Crass til_____ íslands? Haugur ekki hættur ■ Mér varð svo hrapalega á í messunni í síðasta Nútíma, í sambandi við hljóm- svcitina Hauginn, að ég neyðist til að gera yfirbót. Ég gaf þá yfirlýsingu að hljómsveitin væri hætt og sagði án þess að skammast mín að hljómborðsleikar- inn Helgi héti Hjáimar. Sem ég heiti Ingibjörg heitir Helgi Helgi og Haugur er ekki að fullu hættur, jafnvel síður en svo. Einar Pálsson og Bergsteinn halda áfram tveir og eru þar að auki að fara að gefa út plötu í haust sem kemur til með að innihalda eitthvað af lögum þeirra sem Haugur spilaði og önnur ný lög. Bra Fitlarinn á bakinu ■ Ný hljómsveit Valla úr Fræbbblunum er nú óðum að takast á loft, undir bráðabirgðanafninu Fitlarinn á bakinu. Einhvern næstu daga mun húnskreppa í Hljóðrita og gera nokkrar demóupp- tökur. Auk þess er ætlunin að fara að spila í félagsmiðstöðvuni og víðar. Fyrir utan Tryggva Þór gítarleikara (áður í Fræbbblunum) og Valla eru meðlimirnir nýjir í poppbransanum og hafa tveir þeirra. Helgi Briem (bassi) og Þórður (trommur) ekkert komið nálægt hljóðfærum fyrren í Fitlaranum. Fimmti maðurinn er Kári sem leikur á gítar. Bra Bassaleikarinn Hilmar, mun flytjast til Þorlákshafnar í haust þar sem hann mun leggja stund á tónlistarkennslu en hann lauk nýlega prófi í þeim fræðum frá Tónlistarskólanum. auk þess mun hann verða organisti á staðnum. Sigtryggur sagði að ekki væri enn ■ Það er hreint alls ekki loku fyrir það skotið að enska pönkhljómsveitin Crass komi til íslands þegar hausta tekur og haldi hér stóra tónleika með heilum bunka íslenskra hljómsvcita. í sannleiká sagt eru líkurnar á því yfir 50%. Mark- miðið er að halda friöarhátíð í septem- ber og hvort sem fólki líkar betur eða verr þá er því ekki að neita að Crass er einn sterkasti miðill þeirrarstelnuog sú hljómsveit sem einna lengst hefur haldið í friðarhugsjónina. Þótt Crass hafi gegnum tíðina haldið fáa. en þar á móti góða, tónleika í hcimalandi sínu og yfirleitt reynt að vera ekki uppáþrengjandi í prcssunni, virðist nú horfa svo við að hún eigi erfitt með að komast inn á klúbba og tónleikahús í Englandi. Astæöan er mikið óorð scm hljómsveitin fékk á sig eftir hina harka- legu árás a' Maggie Thateher og Falk- landsbröltið meö laginu How docs it feellll. og einnig misjöfn hegðun aðdá- enda hljómsveitarinnar á tónleikum. Þar aö auki hefur það hneykslaö Bretann mikið hvernig Crass hefur fjallað um Thateher. drottninguna og Reagan og allt það liðí textum og á plakötum. En það ætti ekki að standa Crass fyrir þrifum aö spila hér á landi. Sjálfir hafa þessir hógværu anarkistar mikinn áhuga á að koma. Bra ÞEYRHÆTTIR — „komum ekki fram á tónleikum undir þessu nafni í bráð en munum starfa saman að tónlistarsköpun i sumar” segir Sigtryggur ■ „Formlega séð erum við ekki hættir þar sem við niunum starfa saman að tónlistarsköpun í sumar, einhverjir okkar, en við munum ekki koma fram á tónleikum undir þessu nafni í bráð“ sagði Sigtryggur trommuleikari í ÞEYR í samtali við Nútímann en sá orðrómur hefur komið upp að hljómsveitin muni vera hætt í núverandi mynd. Það er rétt en hinsvegar eru ýmsir lausir endar á málinu. komið á hreint hvernig samstarfi cin- stakra meðlima hljómsveitarinnar verð- ur háttað í sumar, verið væri að ræða þau mál en hinsvegar munu þeir áfram nota nafnið erlendis og vinna á þeim vettvangi undir því. ÞEYR hefur löngum verið í fremstu röð íslenskra rokkhljómsveita hérlendis og lengi leit út fyrir að þeir ættu góða möguleika á frama erlcndis, cinkum eftir Killing Joke ævintýrið. Þótt vissulega sé skarð fyrir skildi að hún hætti í núvcrandi mynd þá geta aðdácnd- ur hennar altjent huggað sig við að þeir félagar, sér cða saman. munu halda áfram tónlistarsköpun sinni þótt í breyttri mynd sé. -FRI STOR- viðburður CHARLES Hmn ókrýndi konungur sóltónlistarinnar ásamt 25 manna stórtiljómsveit i Broadway fimmtudaginn 7. júlí kl. 20.00 og 23.00 (Aðeins þessi eini dagur á íslandi) FORSALA aðgöngumiða hefst föstudaginn 24. júní í Fálkanum Laugavegi 24 og Suðuriandsbraut 8.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.