Tíminn - 26.06.1983, Blaðsíða 19
Beckett
hér
— Fjögur verka
hans í Stúdenta-
leikhúsinu
■ Samúel Barcley Beckctt, einmana
íri, uppi á þessari öld, hugall og þagall
og ætlar aldrei að þagna. Röddin! - hún
lattur ekki að sér hæða. Umræddur
Beckett - fæddur 13. apríl og langt í frá
ritari Joyce („Kont inn" þó á hans
ábyrgð falið í Finnegans Wake) - hann
hlaut sem sé Nóbel fyrir leikrit sín og
skáldsögur sem sífellt eru að styttast.
Fyrir fáeinum vikum kom út sú nýjasta,
Worstward Ho, sem tókst að teygja með
stóru letri og spássíum upp á fjörutíu
síður, og í enskum ritdómi er talið til
tíðinda að upphrópunarmerki séu í
bókinni. Endumýjaður kraftur í Sam
gamla Beckett, má lcsa ntilli línanna.
Hvað verður sagt ef ?- jum fjölgar?
Ævi hans. Olst upp rétt utan við
Dublin, ve! stæðir miðstéttarforeldrar,
gekk ágætlega í skóla, var baldinn, fékk
áltuga á heimspeki og tók einhvers
konar próf, fór til Parísar, byrjaði að
skrifa og var „down and out“ t mörgum
löndum Evrópu fyrir stríð, kynntist
Joyce en samband þcirra skry'kkjótt,
vildi ekki þýðast Lucíu, tók þátt í
andspyrnu Parísarbúa gegn Þýskuram
og fékk að lyktum medaliu frá De
Gaulle, flúði út á land og byrjaði að
skrifa á frönsku. „meiri ögrun" sagði
hann, skrifaði örfáum árum eftir stríðið
flest sín þekktustu verk, Beðið eftir
Godot, trílógíuna Molloy/Malone deyr/
Hinn óncfnanlegi og sitthvað fleira, varð
heimsfrægur, alræmdur, fyrir Godot,
reit seinna Endatafl, ægilega magnað,
og hcfur alla tíð síðan verið að senda frá
sér örstutt leikrit og örstutta texta, er
einhvcr scrkennilegasti rithöfundur bók-
menntasögunnar, hefur sambönd meðal
leigubílstjóra í París; þessara brútal
rudda!
Á þetta er minnst hér vegna þess að
Stúdentaleikhúsið hefur afráðið að
frumsýna í kvöld, laugardagskvöld,
dagskrá sem stcndur saman af fjórum
leikritum Becketts; Com and Go, Not I,
Ohio Impromptu og Rockaby. Ekkert
þessara smáleikrita hefur verið sýnt hér
á íslandi áður. Gert cr ráð fyrir að þcssi
dagskrá - sem kallast óstöðvandi
flaumur - verði sýnd með svipuðu sniði
og fyrri dagskrár þessa leikhúss, sem
verið hafa um Brecht, Kafka, Jökul
Jakobsson...
Það er Árni Ibsen sem er potturinn og
pannan í þessari nýju dagskrá; hann
hefur þýtt öll verkin og auk þess nokkur
eftir Samúel sem flutt vcrða milli leik-
verkanna. Árni cr þar að auki leikstjóri.
Feitur biti fyrir hina fjölmörgu Beck-
ett-aðdáendur á íslandi.
■ Af æfingu á „Ekki ég“. Hulda
Haraldsdóttir og Viðar Eggertsson.
■ Anthony Burgess hefur skrifað athyglisverða skemmtisögu, eins konar nútíma-
þríleik. Sagt er frá...
...sálfræðiuppgötvunum Freuds.
■ ...byltingarstarfsemi Trotskys
kvennafari)...
Anthony Burgess:
The End of the World News
389 bls.
Hutchinson, London.
■ Anthony karlinn Burgess hefur
ýmsa hæfileika sem rithöfundur.
Sögumaður er hann til fyrirmyndar;
ímyndunaraflið er reitt í þverpokum,
og hann hefur bæði ást á tungumálinu
og leikni til að fara með það. Þetta
skyldi maður ætla að væri hverjum
rithöfundi nóg í bili, en nei - Burgess
er ekki alls kostar ánægður. Hann
hefur stúderað þann óholla íra sem ég
ætla ekki að nefna hér; hann hefur
lagt sig eftir tónlist, og hugsar líkasttil
mikið um framtíðina. Að minnsta
kosti verður honum tíðrætt um framtíð
skáldsögunnar/ skáldskaparins og þykir
nauðsynlegt að finna fyrir hvorttveggja
form sem hæfir tölvu- og geimöld, í
stað þess að láta formið koma af sjálfu
sér. Hann er í rauninni afskaplega
gamaldags rithöfundur, en vill
greinilega vera „meira“. Eftir að sú
yndislega bók Earthly Powers kom út
sagði Burgess í viðtali við Penthouse
(en ekki fyrr en blaðamaðurinn hafði
fallist á að borga reikninginn á
matsöluhúsinu þar sem þeir spjölluðu
saman, undir vökulum augum og
eyrum Líönu), hann sagði sem sé að
•Earthly Powers væri nú öldungis ekki
bara venjuleg stór skáldsaga (að sönnu
betri en flestar slíkar), heldur væri
hún þvert á m óti paródía á svoleiðis
sögur. Svona fullyrðing er auðvitað út
í hött þegar all kemur til alls. En
Burgess lætur sig ekki. Nú vill hann
telja okkur trú um að framtíð
skáldsögunnar liggi í þremur
sjónvarpsskermunt.
Merkustu atburðir
sögunnar
Þessi nýja bók Burgess er
undirtitluð Entertainment, eða
skemmtisaga, en þá skilgreiningu hefur
kunningi hans og nágranni á
Rívíerunni, Greene, sem kunnugt er
notað um margar sínar bestu sögur.
Henni fylgir formáli eftir John B.
Wilson, BA í bókmenntum, þar sem
hann tilkynnir að þessi bók sé hið
fyrsta sem út sé gefið af óprentuðu
efni er látinn höfundur(Burgess) skildi
eftir sig. Kveðst Wilson (Burgess) hafa
fundið þetta handrit í síðasta íverustað
heitins höfundar, nánar tiltekið á
klósettinu (aðdáendur Enderbys,
sperrið eyrun!). Þar fannst einnig
dálítið af minnisblöðum, meðal annars
eitt þar sem rithöfundurinn minnir
sjálfan sig á Ijósmynd af Jimmy
Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseta,
og frú hans að éta hamborgara og
horfa á þrjá sjónvarpsskerma
samtímis. Enn má nefna bréf til
amerískrar skóiastúlku sem hefði
greinilega verið að safna efni í
háskólablaðið: Hverjir eru, herra
höfundur, þrír merkustu atburðir
sögunnar? Burgess/Wilson/Burgess
eiga nú ekki í vandræðum með að
svara því. „Segjum það sé sú stund
þegar dýrsheilinn var í fyrsta sinn
afhjúpaður sem mannsheili, endanleg
uppfinning skriflistarinnar, og (ekki
hlægja, ég meina þetta) afnám
þrælahalds á Vesturlöndum.“
Eftirþánkar: „Ég á auðvelt með að
telja upp þá atburði sem ég tel að
séu mikilvægastir á þessari öld -
uppgötvun undirmeðvitundarinnar af
Sigmund Freud, kenning Trotskys
um alheimssósíalismann, og uppfinning
geimskipsins." Burgess lifandi virðist
sömú skoðunar og Burgess dauður;
báðir hafa skrifað þessa bók.
Hún skiptist sem sé í þrennt. Það
er sagt frá Freud, Trotsky og
geimskipum. Grunnur sögunnar, eða
réttara sagt bókarinnar, er sá að árið
1999 birtist ókunnur hnöttur í sólkerfi
okkar; það er reikistjarna sem hefur
villst burt frá sólu sinni og stefnir, að
því er virðist, beint á jörðina.
Heimsendir í nánd! Það er vitanlega
óhugnanleg vitneskja og maðurinn
heimtar að fá að halda áfram að vera
með; aðeins gáfaðir, fallegir og vel
vaxnir vísindamenn. Úbermensch.
Hafist er handa, tíminn að renna út.
Þessi saga er sögð rétt eins og vanaleg
vísindaskáldsaga (Paródía, paródía!
myndi Burgess hrópa), en inn á milli
er skotið köflum um þá félaga, Freud
og Trotsky. Kaflarnir um Freud eru,
segir John B. Wilson, BA, sennilega
uppkast að sjónvarpsþáttum um ævi
Sigmundar Fróða (Sigmundar Glaða?
Já, en maðurinn var fýlupoki), en
þáttur Trotskys er aftur á móti
söngleikur um vist hans í New York
árið 1917. Hvernig þetta tengist
vísindaþrillernum um hugsanleg
endalok jarðarinnar kemur svo í ljós
á síðustu blaðsíðunum.
Upphaf Ödipusar
Núnú - þessi b ók var víst
áreiðanlega skrifuð. Burgess vildi hafa
hana svona og þá er að taka því. Á
kápunni segir höfundurinn að í
rauninni sé í öllum þremur tilvikum
um að ræða sömu söguna; endalok
Sögunnar eins og við þekkjum hana.
Þegar hefur verið nóg sagt um
vísindasöguna, en sjónvarpshandritið
um Freud snýst einkum um upphaf
kenninga hans um Ödipusar-komplexinn
og það hvernig hann reyndi,
árangurslítið, að halda árunni hreinni
er sálgreiningin tók að þróast í aðrar
áttir en meistarinn hafði fyrirlagt.
Efnilegasti lærisveinn hans, Jung, tók
að dufla við mystík og drauga;
Ferenczi var sífellt að blaðra eitthvað
um ástina; Adler og Stekel fóru á bak
við hann; jafnvel Otto Rank þóttist
eiga erindi upp á dekk, og á endanum
var meira að segja Anna dóttir hans
farin að efast svolítið í trúnni á hinn
alltumlykjandi Ödipus. Þetta er vel
gerð og athyglisverð saga; ég hef grun
um að hún hafi orðið til fyrst og
fremst vegna þess að Burgess hafi átt
afgang af því materíali sem hann
viðaði að sér fyrir Earthly Powers.
Það er sá keimur af þessu. Á hinn
bóginn verður söngleikurinn um
Trotsky næstum utanveltu milli
Ödipusar og heimsendis. Þar skiptast
á vísur og hið talaða orð og eins og
oft er raunin um söngleiki, þá verður
lítið úr góðu efni. Áhorfandi/lesari
fær ekki beinlínis á tilfinninguna að
Leon þessi Trotsky hafi lagt mikið af
mörkum til sósíalismans; hann er
aðallega að eltast við kvenfólk! En
þetta eru snaggaralegar vísur, það
vantar ekki, og sjálfsagt hefði verið
gaman að sjá þetta á sviði.
Entertainment segja þeir
þremenningar, Burgessarnir tveir og
Wilson, BA, og því ekki að taka þá
á orðinu? Skemmtisaga og bara býsna
skemmtileg.
-•j-
■ ...og yfirvofandi heimsendi árið
1999.
SLÁ TTUORFIÐ
LEYSIR VANDANN
Þú slærð blettinn með blaðinu,
og í kringumtré, | l
runna og fl.með
spottanum.
A SHTNGI)
HOMELITE
Í>ISEKI
Ójarðnesk öfl
„The End of fhe World News” eftir Anthony Burgess