Tíminn - 26.06.1983, Blaðsíða 22
22
SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ1983
nútíminn
Umsjón: FriArtk Indriðason og Bragi ÓlafMon
Baraflokkurinn
kominn heim
■ Fclagarnir í Baraflokknum cru
nú koninir hciiri frá I.ondon fiarsem
þcir hafa nýlokiö við upptökur á
nýrri Ip-plötu sinni. Segja kunnugir
aö þcir hafi aklrei vcriö í hctra formi
en nú cn platan cr væntanleg á
markaö í sumar.
Upphaflega áttu þcir aö taka hana
upp í Jacobs stúdíóinu í Surrey en
þaö hreyttist víst á síöustu stundu og
var hún tckin upp í Bray stúdíóinu í
útjaöri London.
- FRI
t
Iss-videó
■ A tónlcikum Classix Nouvcaux í
Möllinni var gcrö vídeómynd af
hljómsveitinni Iss og cr ætlunin aö
gcfa hana út ásamt tónlist þcirra
þctta kvöld. liægt cr aö fá þcssa
vídcóspólu með þvt' aö panta hana
hjá Gramminu á Hverfisgötu.
Afangar hætta
■ Útvarpsþátturinn Áíangar mun
vcröa lagður niöur á næstunni, cftir
því scnt Nútfminn kcmst na-st cru
aöcins 3 þættir eftir. hcssi þáttur
hcfur vcrið í gangi nú í ein 10 ár og
gegnum hann hcfur hlustcndum gcf-
ist kostur a aö fylgjast ntcö þcirri
tóniist scm ckki hcrst um sætin á
topp 10-20-30-40 o.sv.fr. cn cr hins-
vcgar oftar cn ckki sá hrunnur scm
dæg'urlagatónlistin hcfur sótt hug-
myndir sínar í. Óhætt cr að scgja aö
þarna vcröur skarö fyrir skildi cn
hugmyndir cru uppí um annan þátt i
þessum dúr mcö haustinu.
- FRI
KLASSIX
■ Það var frekar þunnskipaður salur-
inn í I.augardalshöll á tónleikum Classix
Nouveaux í fyrri viku, en þeir sem hcima
sátu geta nagað á sér handarbökin fyrir
að mæta ekki því hljómsveit þessi var
frábxr, hrcint út sagt, tvímælalaust einir
bestu tónleikar sem hér hafa veriö
haldnir í langan tíma.
átti hvað bestan dag þeirra félaga,
gítarhljómur hans „lak“ um alla Höllina
og er hann tók eitt magnaö „Hendrix-
sóló" lá við að áhorfendur trylltust af
fögnuöi cnda lck hann þetta af mikilli
tilfinningu og fimi.
Prógramm þeirra félaga í Classix var
mikið til byggt upp af þekktum lögum
þeirra frá fyrri tíð, en einnig tóku þeir
nokkur lög af óútkominni plötu sinni,
sem Cnn hefur ekki hlotið nafn að mér
skilst, en þau lofa mjög góðu og víst að
meö plötunni koma þeir til með að halda
fyrri vinsældum sínum hérlendis. — FRI
Það voru hljómsveitirnar Iss og Q4u
sem komu fram á undan Classix og
skörtuðu báðar nokkrum nýjum lögum.
Hinsvegar komst cfni þeirra ekki nándar
nærri cins vcl til skila og hjá aðalnúmer-
inu þar scm hljómburðurinn var eins og
svart og hvítt hjá þcim íslensku og þeim
crlcndu, ef finna á hcntuga samlíkingu
voru þær íslensku eins og tvær gaggandi
hænur á móti „nautsöskri" Classix.
Bæði Iss og Q4U eru í grcinilcgri
framför ef mið cr tekið af þcssum
tónlcikum, Isskomnirmcðnokkur „létt-
ari“ lög í prógrammiö og Q4U búnir að
hvíla trommuheilann í bili, Kommi barði
húðirnar á ný af miklu öryggi.
Frábær hljómburöur
Það cr óhætt aö segja að Classix hafi
komiö, séö og sigrað á þcssum tónleikum
meö pottþctt prógramm scm kom miklu
stuði í áhorfcndur. Hljómburöurinn
frábær, fyllti vcl út í Hcillina án þcss aö
skcra í eyrun.
Sal Solo söngvari hljómsveitarinnar cr
alt í öllu hjá þeim, hcfur skcmmtilega
sviðsframkomu og gcrir mikiö í því aö fá
áhorfcndur til að klappa og stappa í takt
viö lögin scm cru hress nýrómantík að
mcgninu til.
Af öörum hljómsveitarmeðlimum ó-
löstuðum vil ég sérstaklega geta hins
finnska gítarleikara, Jimi Sumen sem
IKARUS
■ Eins og grcint var frá hér í Nútíman-
um hafa þeir Þorlákur Kristinsson (Tolli)
og Megas sungið saman inn á Ip-plötu og
var hún væntanlega á markað í þessum
mánuði. Hljómsveit þeirra hefur hlotið
nafniö IKARUS en hinsvegar mun út-
koma plötunnar frestast fram í næsta
— platan
kemnr 10. jnlí
mánuö og hcfur útgáfudagurinn verið
ákveðinn 10. júlí. Grammið gefur plöt-
una út.
Hljómsveitina skipa þeir Kormákur á
trommur, Megas, Bergþór á gítar, Tolli
og fimmta manninn ættu lesendur vorir
að kannast við Bragi á bassa. - FRI
Tappað af
■ Skemmtistaðurinn Safari hefur
skipt um eigcndur og er, að manni
skilst, ætlunin að hafa þar lifandi
tónlist flest þau kvöld sem staðurinn
hefur opið i framtíðinni. Hið fyrsta
slíka var á miðvikudagskvöldið cr
Tappi tíkarrass tróð þar upp, nýkom-
inn frá Engiandi þar sem þau tóku
upp efni á nýja Ip-plötu i Southern
Studio’s.
Ekki er hægt að segja að marg-
menni haft verið á staðnum þetta
kvöld, svona ca 30 hræður létu sjá sig
og spurningín er hvort svona mikil
þreyta sé komin í tónleikahald hér-
lendis eða þá að miðvikudagskvöld
séu vonlaus tími fyrir þetta. Þeir sem
mættu hinsvegar fcngu út úr því
alveg þrumugóða tónleika og hefur
undirritaður sjaldan séð Tappann í
jafngoðu formi og nú en þetta cru
síðustu tónleikar þeirra um nokkurt
skeið þar sern Björg ntun vcra farin
erlendis í nokkrar vikur.
Tappi tíkarrass hóf tónleikana á-að
spila þrjú ný lög, scm væntanlega
verða á nýju piötunni þeirra en síðan
kom gamalt og nýtt í bland út allt
prógrammið, lög eins og Heiðar,
London.o.fl. sem aðdáendum þeirra
cru að góðu kunn.
Það hefur löngum vcrið sköðun
undirritaðs að varla fyrirfinnist hér-
lcndis hljómsveit sem er skemmti-
legri og líflegri á sviði cn Tappinn og
ckkert hcfur sú skoðun breytst við
þessa tónleika. Sem fyrr er tónlistin
gott og hratt nýbylgjurokk af bestu
gerð cn rúsínan í pylsuendanum á
þessum tónleikum var síðasta lag
þeirra þetta kvöld, þá brá Björg sér
af sviðipu en Jakob tók við söngnum
í mjög keyrsiumiklu pönklagi og
voru þeir félagar á þeytingi um allt
sviðið og utan þess meðan tónlistin
barði á eyrum áhorfenda, maður átti
allt eins von á þvf að hljóðfærunum
yrði dúndrað í gólfið í hamagangn-
um, svo mikil voru lætin. - FRI
Tónleikar Echo and the Bunnymen 1 Laugardalshöll:
EINN MERKASTl POPPTðN-
LISTARVIÐBURÐUR ÁRSINS
■ Tónleikar bresku hljómsveitarinnar
Echo and the Bunnyinen í Höllinni þann
2. júlí u.k. eru einn merkasti popptón-
listarviðburður þessa árs en með þeiin
konia fram tvær af þekktustu rokksveit-
uni okkar, Egó og Grýlurnar auk þess
sem Deild 1 niun einnig troða upp.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Echo...
kemur hingað því í nóvembcr s.l. komu
þeir upp á „klakann" til að skoða sig um
og til að taka myndir utan á umslag
nýjustu plótu sinnar Porcupinc. Sú plata
var gefin út af Steinar hf. hérlendis og
seldist vcl cn áður hafði svcitin vcrið
tiltölulega lítti þekkt hérlcndis.
Echo... hcfur hinsvegar notið mikilla
vinsælda í hcimalandi sínu Englandi og
á vaxandi vinsældum aö fagna í Banda-
ríkjunum en þaðan eru þeir að koma
hingað. Héðan munu þeir svo halda
beint til Kaupmannahafnar þar sem þcir
verða aðalnúmerið á Roskilde-Festi-
val, sunnudaginn 3. júlí
Tronunuheili í byrjun
Echo and the Bunnymen er stofnuð
fyrir um fjórum og hálfu ári síðan.
Upphaflcga voru í sveitinni þcir Ian
McCuloch, Les Pattinson, Will Sergcánt
ög trommuheilinn Echo. Fyrstu tónleik-
ar Echo... voru svo haldnir í Eric's
klúbbnum í Liverpool skömmu eftir að
sveitin var stofnuð en það var ekki fyrr
en 1979 að fyrsta smáskífan kom út hjá
Zoo Rekords, voru það lögin Pictures
On My Wall og Read It In Books.
Tæpu ári eftir að sveitin var stofnuð
■ Echo and the Bunnymen á Islandi.
var svo trommuheilinn lagður niður en í
hans stað fenginn Trinidadbúinn Pete dc
Freitas á trommur. Skömmu eftir að það
gerðist gekk svo sveitin í samning við
Korova Rekords og hálfu ári síðar kom
út fyrsta smáskífa þeirra á því merki
Krókudílar
Fyrsta stóra platan með Echo...
Crocodiles kom út í júlímánuði 1980 og
hlaut hún rnikið iof breskra gagnrýn-
enda. Komst hún á Topp 20 listann yfir
breiðskífur og í kjölfarið fór Echo... í
tónleikaför um Bretland, eftir aðra smá-
skífu fylgdi svo önnur tónleikaför um
Bretland og þá höfðu þeir fullkomnað
ímynd sína á sviði, allir klæddir í
hermannabúninga og sviðið skreytt í stíl
við Víctnam stríðið. Aðdáendur áttu það
til að nræta með hjálma á höfði á
tónleika þeirra eftir það.
Önnur breiðskífan „Heaven Up There
kom út í júní 1981 og fór hún beina leið
á Topp-10 listann. í kjölfar hennar
efndu þeir félagar svo til tónleikaferðar
um Norðurlönd og meginland Evrópu
en síðar á árinu ferðuðust þeir til
Bandaríkjanna, Nýja Sjálands og
Ástralíu auk annarra staða.
Á síðasta ári var sveitin einnig á
linnulausum ferðalögum, m.a. um Ev-
rópu þar sem þeir komu fram á ýmsum
popphátíðum, þannig léku þeir fyrir um
20 þús. manns í Sefton Park í Liverpool
skömmu áður en þeir komu hingað til
lands.
Eftir að þeir hafa leikið hér og í
Hróarskeldu munu þeir halda í tónleika-
för um Bretlandseyjar og er þegar nær
uppselt eða uppsejt á alla tónleika þeirra
í þeirri för.
Miðar á tónleikana í Laugardalshöll
verða til sölu í öllum hljómplötuverslun-
um höfuðborgarinnar og er verð miða
kr. 390. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00.
- FRI