Tíminn - 26.06.1983, Blaðsíða 26

Tíminn - 26.06.1983, Blaðsíða 26
T' ■ Upphaf bandarísku kvennahreyfing- anna má rekja til öndverðrar nítjándu aldar, ef ekki lengra, því búast má við að hugmyndir frönsku- og bandarísku byltinganna á átjándu öldinni hafi gerj- ast með fólki. Hugmyndir um almenn mannréttindi og jafnan rétt allra í samfélaginu ruddu sér mjög til rúms á þessum tíma auk þess sem efnahagskerf- ið breyttist í kjölfar iðnbyltingarinnar. Henni fylgdi einnig breytt fjölskyldugerð og varð heimilið alfarið einkamál kvenna. f>á var og fundið upp sérstakt „eðli“ konum til handa: konur áttu að vera guðræknar, skírlífar og heimilisleg- ar. Líkast til hefur upphaf kvennahreyf- inganna verið að einhverjum hluta andsvar kvenna við fjötrun kjarnafjöl- skyldunnar og aukin menntun þeirra og vinna utan heimilisins jók óánægju þeirra með það hlutverk sem karlasam- félagið ætlaði þeim. Sú grein er hér fer á eftir er byggð á ritgcrðinni Kvennahreyfingar í Banda- ríkjunum sem Kristín Guðmundsdóttir reit við sagnfræðideild Háskóla íslands. Á nítjándu öld breyttust atvinnuhættir Bandaríkjamanna og urðu fjölbreyttari. Efnahagslífið byggðist fyrst og fremst á iðnaði og bandaríska þjóðin varð ein fremsta iðnaðarþjóð í heimi. Á þessum árum óx þjóðarauðurinn gífurlega þótt fáir nytu góðs af því. Stéttaskiptingin var mikil og geysilegur munur á lífskjörum ríkra og fátækra. Innflytjendum fjölgaði ört. Flestir þeirra settust að í þeim hverfum stór- borganna þar sem fyrir var fólk af sama þjóðerni. Stór hluti innflytjendanna fékk atvinnu í iönaðinum. Árið 1900 vann meirihluti bandarísks verkafólks við iðnað eða 30 milljónir, þar af 8 milljón konur eða 27%. Meirihluti verkafólks lifði við sult og seyru og börn þeirrar stéttar áttu ekki langa skólagöngu að baki þegar þræl- dómurinn í vcrksmiðjunum hófst. Slysa- tíðnin í verksmiðjunum var há, vinnu- skilyrðin hættuleg heilsunni ogoft hættu- leg lífi og limum verkafólksins. Þá voru engar slysatryggingar, veikindafrí, elli- lífeyrir eða atvinnuleysisbætur. Gatan var eina athvarfið sem börn verkakvcnn- anna áttu, því engin voru barnahcimilin. Hýbýli og umhverfi verkafólks var Félagsmiðstöðvarnar urðu að uppeldisstöðv- úm kvenréttindakvenna og sósíalista Félagsmiðstöðvarnar urðu smám sam- an að nokkurs konar uppeldisstöðvum fyrir verðandi kvenréttindakonur ogsós- íalista. Margar upprennandi baráttukon- ur fengu þar Ieiðsögn og kennslu, t.d. Lillian Wald stofnandi Henry Street Settlement íNew York, Florence Kelley leiðtogi The National Consumers League og Frances Perkins. Eins og fram hefur komið létu konur sig vandamál verkamanna mikils varða en aðalbaráttumál þeirra var á hinn bóginn staða kvenna í karlasamfélaginu. Fyriraldamótin 1900 fjölgaði heimilis- tækjum mikið og urðu þau jafnframt betri, þannig að konur voru ekki eins bundnar við heimilisstörfin og áður. Miðstéttarkarlmenn leyfðu konum sín- um að líta út fyrir veggi heimilisins, en ekki máttu þær líta lengra en til kirkj- unnar þó hugurinn stefndi ef til vill í aðra átt. Miðstéttarkonur störfuðu í kirkju- söfnuðum og unnu að líknarmálum og annarri góðgerðarstarfsemi. Upp úr 1880 voru all mörg samtök kvenna stofnuð, má þar nefna The Associaton of Collegiate Alumnae, sem menntakonur stofnuðu með sér árið 1882. Pau samtök voru lengi fámenn því innganga í félagsskapinn var bundin við háskólamenntun, en markmið samtak- anna var að stuðla að andlegum þroska meðlima sinna og efla menntun til handa konum. Nokkrum árum áöur, eða 1874, höfðu dreifbýliskonur stofnað samtökin The Woman’s Christian Temperance Union og beittu félagskonur sér fyrir banni á bruggi og áfengissölu. Árið 1890 voru samtökin The General Federation of Women’s Clubs stofnuð. Pað ár voru 150 þúsund konur í samtök- unum cn árið 1900 voru þær orðnar 1 milljón svo aðsjámáaðfjölguninvarör. Fyrstu árin fólst starfsemi samtakanna í skemmtunum og annarri dægrastytt- ingu fyrir konur sem voru það vel settar í samfélaginu að þær áttu tómstundir. Félagskonur voru flcstar íhaldssamar miðaldra miðstéttarkonur. Forystukon- ur samtakanna voru hlynntar kosninga- rétti kvenna en hinar almennu félags- KafH úr kvennasögunni unu ■ Árið 1909 fóru verkakonur í fataiðnaði í verkfall til að mótmæla brottrekstri leiðtoga þeirra og ennfremur til að mótmæla lágum launum og slæmum vinnuskilyrðum. Þrátt fyrir víðtækt og langt verkfall fengust engar úrbætur. Upphaf bandarí^tra kvennahreyfínga heilsuspillandi og varla mönnum bjóð- andi. Á þessum árum sóttu verkalýðssam- .tökin mjög í sig veðrið. Árið 1900 voru 548 þúsund félagsmenn í samtökunum en 1904 voru þeir orðnir 1 milljón 676 þúsund. Árið 1920varfélagatalankomin upp í 2 milljónir. Samtökin létu sig lítt varða réttindi kvenna, barna, ncgra og hinna nýju innflytjenda. Þó að hinir velstæðu þegnar þjóðfél- agsins væru flestir ánægðir með ríkjandi þjöðfélagsskipulag - sem fólst í sem minnstum afskiptum ríkisins af mönnum og málefnum - voru ekki allir jafn ánægðir. Reyndu þeir að setja plástra á stærstu samfélagsmeinin með því að stofna líknarfélög til hjálpar fátækl- ingum stórborganna. Eitt þeirra -Char- ity Organizations Society - sendi félags- ráðgjafa út, í fátækrahverfin í því skyni að kanna þar allar aðstæður. Flestir félagsráðgjafanna voru ungar konur. Þegar þær höfðu starfað á meðal verka- fólks um nokkurt skeið kröfðust þær þess að eitthvað yrði gert í málum þess - sérstaklega barna og kvenna. Kvenréttindakonan Jane Adams fékk því framgengt að stofnuð var félagsmið- stöð í fátækrahverfi Chicagoborgar árið 1889. En árið 1886 hafði félagsmiðstöð með svipuðu sniði verið stofnsett í New York. Á um það bil 10 árum voru 50' slíkar stofnanir starfandi í stórborgunum í norður- og austurríkjum Bandaríkj- anna. Starfsemin fólst m.a. íbarnagæslu, hjúkrun, bókaútlánum og kennslu fyrir börn og fullorðna. í þessum félagsmið- stöðvum kynntust starfskonurnaráþreif- anlega vandamálum verkafólks. konur voru mótfallnar honum. Viðhorf þeirra átti cftir að breytast síðar. Kvennahreyfingin styrktist mjög mik- ið þegar tvær kvennahreyfingar samein- uðust í American Woman Suffrage Ass- ociation. Aðalbaráttumál þeirra var kosningaréttur kvenna. Árið 1893 gáfu félagskonurútyfirlýsingu. 1 henni kemur fram að þeim þótti skjóta skökku við að þeim væri neitað um kosningarétt þegar ólæsir svertingjar og innflytjendur af karlkyni fengju slíkan rétt. Þær sögðu að fleiri bandarískar konur væru læsar og skrifandi en allir þeir svertingjar og innflytjendur af karlkyni sem hefðu kosningarétt. Þótti þeim að lestrar- og skriftarkunnátta ætti fremuren kynferð- ið að ráða því hverjir fengju kosninga- rétt. Árið 1890 var the National Consu- mers’League stofnað. Samtökin voru fámenn en vel skipulögð. Þau voru stofnuð eftir fjölmennan fund í Ncw York þar sem verkakonur mótmæltu lágum launum, löngum vinnutíma og slæmum aðbúnaði á vinnustað. Laust fyrir 1900 höfðu verið stofnuð mörg smá samtök í helstu stórborgum Bandaríkj- anna, en þau sameinuðust síðar The National Consumers'League. Þessi sam- tök rannsökuðu markvisst ólík iðnfyrir- tæki og gáfu út skýrslur um aðbúnað verkafólks, laun þess og starfsskilyrði. Eftir 1907 beittu þau sér fyrir lögum um hámarks fjölda vinnustunda og lágmarks laun til handa konum. \ Karlmenn fara að styðja konur í baráttunni Árið. 1903 var The National Women’s Trade Union League stofnað. Stofnend- urnir voru sósíalistar, félagsráðgjafar, verkalýðssinnar og aðrar framfarasinn- aðar konur. Atkvæðamestu kvennasamtökin í Bandaríkjunum voru stofnuð fyrir 1900. Eftir aldamótin 1900 útskrifuðust konur í auknu mæli úr háskólúm. Fleiri konur fóru út á vinnumarkaðinn en áður og breyttust hefðir og venjur samfara því. Konur unnu yfirleitt verst launuðu störf þjóðfélagsins, jafnvel þótt þær hefðu menntun til annarra starfa. Eftir 1900 fóru karlmenn fyrst að styðja konur í jafnréttisbaráttunni - eða þegar þeir sáu sér hag í því. Þeir karlmenn sem studdu jafnréttisbarátt- una gerðu það oft vegna þess að þeir álitu að með fengnu jafnrétti yrðu þær betri manneskjur eða betri mæður eða betri félagar. Framfaraskeiðið 1890-1914 var blómatímabil kvennahreyfingarinnar, hvað varðar samstöðu og áhrif. Konur fóru ekki varhluta af þeim hræringum og síðar umbótum sem áttu sér stað í samfélaginu. Árið 1904 var Sarah Platt Decker kosin forseti The General Federation of Women’s Clubs. Með kosningu hcnnar breyttust samtökin. Þau voru ekki lengur dægrastytting óánægðra húsmæðra held- ur urðu þau atkvæðamikil í baráttunni fyrir bættum kjörum og aðbúnaði verka- kvenna og barna. Árið 1900 voru 5 milljónir verka- kvenna utan verkalýðssamtaka. Laun þeirra voru helmingi lægri en laun verkamanna, vinnutíminn var langur og allur aðbúnaður afar slæmur. Ástæða þess að svo mikill fjöldi verkakvenna var utan verkalýðssamtaka var almennt áhugaleysi þeirra. Þær vildu komast sem fyrst út úr verksmiðjunum, giftast og eignast börn. Þessa afstöðu þeirra má rekja til æsku þeirra og reynsluleysis en oft gerði erlendur uppruni þeim erfitt fyrir. Verkakonur fara í verkfall Árið 1909 fóru verkakonur hjáTriang- le Shirtwaist Company (verksmiðja í fataiðnaði) í New York í verkfall til að mótmæla brottrekstri leiðtoga þeirra og ennfremur til að mótmæla lágum launum og slæmum vinnuskilyrðum. The Intern- ational Ladies Garment Workers Union (samtök kvenna í fataiðnaði) skipulagði verkfallið og studdi verkfallskonur á allan hátt. Þrátt fyrir víðtækt og langt verkfall fengust engar úrbætur. Vinnu- aðstæður og laun voru óbreytt eftir verkfallið. Árið 1911 braust út mikil! eldur í þessu sama fyrirtæki og brunnu þá 146 konur inni. Opinber rannsókn fór fram og leiddi hún til þess að ný lög um aðbúnað í verksmiðjum voru sett. Eftir verkfallið jókst stuðningurinn við The International Ladies Garment Workers Union og voru samtökin orðin þau þriðju stærstu í AFL (sambandi bandarískra verkalýðsfélaga) árið 1914. Árið 1910 fóru verkakonur í Chicago í verkfall Mun meiri þátttaka var í því verkfalli en verið hafði í New York 1909. The National Trade Union League tók virkan þátt í verkfallinu, jafnframt því sem þær útbýttu matföngum og fatnaði til verkfallskvenna. Utanaðkomandi stuðningur var meiri en í verkfallinu 1909. Þetta verkfall hafði mikil áhrif á þær konur sem áður höfðu látið þjóðfél- agsmálin lítið til sín taka. Þátttaka í kvennasamtökunum jókst mikið. Konur úr öllum stéttum stóðu þéttar að baki kvennasamtakanna en áður og tóku nú virkan þátt í þjóðfélagsbaráttunni, jafn- framt því sem þær börðust fyrir auknu jafnrétti. Ýmsar róttækar hugmyndir voru á lofti á þessum tíma. Til marks um það má nefna að Charlotte Perkins Cilman vildi frelsa konur frá heimilisstörfum og barnauppeldi með því að stofna barna- heimili. Emma Goldman og Margaret Sanger vildu fræða konur um getnaðar- varnir og takmörkun barneigna. Rök- stuðningur þeirra var sá að með tak- mörkun barneigna myndi verkamönnum smám saman fækka og yrði þá auðveld- ara að semja við kapitalistana. Hugmyndir Goldmans og Sangers þóttu klúrar og var fræðslurit þeirra um getnaðarvarnir bannað í nokkrum fylkjum. En um 1915 voru stofnuð samtökin The National Birth Control League og beittu þau sér fyrir fræðslu um getnaðarvarnir. Þau höfðu ekki áhrif fyrr en mörgum árum seinna. í byrjun tuttugustu aldarinnar voru samtök sósíalískra kvenna mjög at- kvæðamikil. Þær börðust fyrir bættum kjörum verkakvenna og umbótum á mörgum sviðum þjóðfélagsins. Samtök- in, sem voru sterk og vel skipulögð töldu að fremur bæri að einbeita sér að því að breyta þjóðfélaginu en hjónabandinu og fjölskyldunni. Konur fá kosningarétt Hugmyndir róttæklinga fengu lítinn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.