Tíminn - 26.06.1983, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 26. JUNI1983
lega einir þrír, og voru hinir vinaleg-
ustu, og jafnframt einn hundur en hann
var í bandi á kvöldin. Þessi upptalning
á dýralífi eyjarinnar er ekki alveg út í
hött. Ég hef hana meö eingöngu vegna
þess að ég sá ekki betur en Karl Gustafa
- nei, Gustaf - konungur Svía og Gota
lýsti því yfir í blaði meðan ég var þarna
úti, að hann væri ekki aðeins æðsti höfð-
ingi manna í landinu, heldur væri hann
einnig konungur dýranna. Jahá, hugsaði
ég, svo Ijónin hefur sett af, sisona, þegj-
andi og hljóðalaust. Hafi konungurinn
ekki gefið þessa merku yfirlýsingu biðst
ég velvirðingar og vona að ég verði
leiðréttur en ég sá sem sagt ekki betur.
Framferði lægstu þegna dýrakonungs-
ins, nefnilega skordýra, þótti mér auk
þess benda ótvírætt til þess að þau teldu
sig njóta konunglegrar verndar. Vana-
legar húsflugur, sem á íslandi eru sem
kunnugt er bæði penar og meinlausar,
gengu bókstaflega berserksgang eftir að
viðtalið birtist við konung í blöðum. A
nóttunni unnu þær saman tvær og tvær,
gerðu steypiárásir og skutust svo í felur
- önnur þóttist vera hin þegar að þeim
var sótt og þannig (?) komust báðar
undan. Færi svo ólíklega að önnur væri
drepin birtist hin von bráðar, reyndist
vera sú sem álitin hafði verið dauð... og
þannig áfram. (Þetta var smákennslu-
stund í lógtk.) Að lokum fannst þó leyni-
vopn sem ekki verður fjölyrt um á þessu
stigi málsins - mér er sagt Ameríkanar
myndu kaupa svoleiðis í massavís. Og
þetta allt saman var sem sé svolítill
fróðleikur um dýrin í Svíþjóð og konung
þeirra...
Sumarbúðir
En nú leyfi ég mér að upplýsa nokkuð
um það hvernig ráðstefna þessi fór fram.
I bréfi til íslenska rithöfundasambands-
ins hafði verið talað um námskeið en það
var síðar leiðrétt, enda fjarri öllum sanni
að unnt sé að tala um námskeið í ritlist.
Sköpun og lærdómur eru sem kunnugt
er andstæður í eðli sínu. En dagskrá var
býsna ströng - það var talað um að þetta
líktist mest sumarbúðum, nema hvað
það var hvorki fánahylling né lúðrablást-
ur á morgnanna. Þess í stað var tekið til
við árbít (það var sífellt verið að borða
í Biskups-Arnö) og því næst skipti allur
hópurinn sér niður í einar fjórar grúppur
sem fóru hver í sitt horn. Umræður. Það
var farið yfir sýnishorn sem skáldin og
rithöfundarnir höfðu komið með að
heiman frá sér, spurt í þaula, ansað
aftur, gagnrýnt, farið í saumana, spjallað
og skipst á skoðunum. Eftir hádegi (og
hádegisverð, vitanlega) var ýmislegt á;
dagskránni sem ég nefni máske síðar, en
á kvöldin komu allir saman í gamalli
kirkju eyjarinnar; þar höfðu biskuparnir
messað áður en nú las hver úr verkum
sínum og óljósar umræður á eftir. Þetta
var svona planið; það voru ýmsir útúr-
dúrar. Alls tók þessi ráðstefna fimm
daga, frá mánudegi til föstudags en þá
var almennt fyilerí...
Örfá orð um skandinavísma. Eitt
meginmarkmið þessarar ráðstefnu var
að ungir rithöfundar allra Norðurland-
anna kynntust innbyrðis. Það tókst með
ágætum. íslendingar hafa á hinn bóginn
oftastnær verið hálf utanveltu, að því er
okkur var sagt, vegna þess að þeir tala
ekki tungumál sem hinar þjóðirnar
skilja. Dönskukennsla í skólum hér á
landi virðist ekki mikils virði, þegar til
kastanna kemur; fslendingar hafa sjald-
an verið í hópi ræðnustu manna í
Biskups-Arnö. (Ekki svo að skilja að
það komi í sjálfu sér að sök.) En yfirleitt
kemst það til skila sem þarf að komast
til skila, og það er heldur ekki alltaf
öruggt að hinar Norðurlandaþjóðirnar
skilji hver aðra. Þegar Danirnir tala
dönsku, Norðmennirnir norsku, Svíarn-
ir sænsku og Finnar finnsk-sænsku, þá
verður úr dálítið undarlegur hrærigraut-
ur. Ég hélt þarna svolítið erindi eitt
kvöldið, talaði fremur stuttaralega um
íslenskar bókmenntir og hvað er þar á
seyði, og talaði dönsku með norskum
og/eða sænskum framburði. Eftir á
sögðu mér fulltrúar allra þjóðanna að
þeir hefðu átt mun auðveldara með að
skilja þessa „Broken Danish" úr mér
heldur en það sem annarra þjóða menn
sögðu. Það var og.
Ljóð eftir pöntun
En um skandinavismann. Þær eru
fjarska samrýmdar þjóðimar á Norður-
löndunum, er það ekki? Víst, víst - en
þó ekki skilyrðislaust. Ég komst til að
mynda að því, mér til þó nokkurrar
undrunar, að hjá að minnsta kosti
sumum Norðmannanna var ákaflega
grunnt á andúð í garð Svía. Aftur á móti
elskuðu þeir íslendinga; - og allt sem ís-
lenskt var. Ekki svo að skilja að þjóð-
ernisrígur eða neitt í þá áttina hefði á-
þar er nú safn með alls konar munum og
minjum um hana og aðra íbúa þessa
fyrrum klausturs, og ekki sýndist allt
vera jafn inspírerandi. En menn létu sig
hafa það, og degi síðar voru afurðirnar
fjölritaðar. Þær voru af ýmsum toga,
enda skáldin og rithöfundarnir að fást
við ólíka hluti; sumir textarnir fjölluðu
um hverfi staðarins, jafnvel í léttum
dúr, flestir reyndu að setja sig í spor
Charles Gustaf Wrangel, kunnasta
greifans af þessari ætt. Altént þótti
mörgum þátttakendanna þetta ansi erf-
itt verkefni - að yrkja eftir pöntun - en
flestum varð nóg um daginn eftir. Þá
kom í Ijós að nú var farið fram á „and-
texta“ hins fyrri! Það tókst flestum -
einhvern veginn.
Og bókmenntirnar sem þetta fólk
skrifar? Sjálfur hafði ég talið, áður en
þangað var komið, að norrænar bók-
menntir væru alveg óvenjulega lítið
spennandi og merkilegar. Sú mynd
hefur, með einum eða öðrum hætti, sí-
ast inn gegnum árin. En þarna úti á
Biskups-Arnö varð ég að skipta um
skoðun. Eftir fyrirspurnir meðal leið-
beinenda og fleiri var niðurstaðan sú að
þessir ungu rithöfundar væru býsna vel
dæmigerðir fyrir það sem jafnaldrar
þeirra í viðkomandi löndum eru svona
almennt að gera og margt í þessum
skáldskap er bæði ákaflega vel gert og -
sem er kannski enn mikilvægara - líf og
fjör í því; ímyndunar-
aflið hefur verið endurvakið, lifi skáld-
skapurinn! Sósíalrealismi og svoleiðis
fyrirbæri, sem ég hafði talið mér trú um
að væru altumlykjandi í norrænum
skáldskap, virðast á hröðu undanhaldi -
miklu hraðari en hér á íslandi, þar sem
þó virðist ögn að lifna yfir mönnum. Eitt
dálítið merkilegt dæmi í þessa veru eru
skyndilegar vinsældir James Joyce, en í
Biskups-Arnö var enginn maður með
mönnum nema hann væri giska vel að
sér í þeim fræðum öllum sem búið er að
mynda um Joyce. Jörgen Christian
Hansen hafði, skildist mér, þýtt hann á
dönsku, nokkrir ræddu um hann í verk-
um sínum, og aðrir nefndu hann sem
helstan áhrifavald í bókmenntaiðkunum
sínum. Þar hlýt ég að nefna Jón Fosse
en skáldsaga hans - sem fjallar um ung-
ling sem fremur að lokum sjálfsmorð -
er skrifuð undir áhrifum frá Ulysses,
sagði Jón sjálfur. (Annars olli nafnið á
bókinni, Raudt, svart, fjörugum getgát-<
um. Jón tók undir að það væri komið
KKA RIGNDE
— Af ungum
norrænum
á ráðstefnu.
• •
hrif ú móralinn í Biskups-Arnö, langt í
frá. Þar undu allir glaðir...
Eitt svolítið undarlegt verkefni fengu
þátttakendurnir og skyggði um tíma
dálítið á gleði sumra þeirra. Það var sem
sé farið með allan hópinn í skoðunar-
ferð í kastala einn í grenndinni - Skokl-
oster - og síðan átti hver og einn að
yrkja ljóð, eða setja saman texta, um
eitthvað sem viðkomandi hafði séð eða
upplifað í kastalanum! I þessum kastala
hafði lengst af búið Wrangel-ættin- og
frá Stendahl og Rolling Stones, hvort
sem það var af kurteisi eða ekki, en
þvertók fyrir að um væri að ræða litina í
anarkistaflagginu, eins og ein uppá-
■stungan var. Fleiri komu fram.) Ég skildi
aldrei hverju þessi Joyce-áhugi sætti.
Flugur í Svíþjóð; norrænar bókmenntir.
Eftir á sögðu þeir þátttakendur sem ég
talaði við að þeim hefði fundist gaman,
og þeir jafnvel lært sitt af hverju. í Bisk-
ups-Arnö.
Hundurinn sem ekki tók þátt í ráðstefnunni...
■ Agneta Enkell, Ijóðskáld frá sænsku-mælandi hluta Finnlands
■ Mary-Ann Bácksbacka úr Finnlandi.
■ Finn Ögland, norskt Ijóðskáld...