Tíminn - 07.09.1983, Blaðsíða 1
U-21 árs larsdsliðið gerði jafntefli við Hollendinga — Sjá fþróttir
FJOLBREYTTARA
OG BETRA BLAÐ!
Miðvikudagur 7. september 1983
206. tölublað - 67. árgangur
Síðumúla 15-Postholf 370 Reykjavik-Ritstjorn86300-Auglysingar 18300- Afgreiðsla og askrift 86300 - Kvötdsimar 86387 og 86306
Gengið frá bráðabirgðasamkomulagi í áldeilunni í dag:
SAMKOMULAG UM HÆKKUN ORKU-
VERÐS OG STÆKKUN ALVERSINS
— Líkur á að Alusuisse selji Norsk Hydro 50% fyrirtækisins
■ Fullvíst má telja að frá
bráðabirgðasamkomulagi á milli
Alusuisse og islenskra stjórn-
valda verður gengið í Zurich í
Sviss á hádegi í dag, þar sem
Alusuisse fellst á að greiða 10
mills fyrir kílóvattstundina, og
að setjast að samingum við ís-
lensk stjómvöld um heildarend-
urskoðun álsaminganna, þar sem
m.a. nýtt orkuverð, og nýjar
skattareglur verða samningsatriði,
gegn því að íslendingar fallist á
að Svisslendingum sé heimilt að
taka inn nýjan eignaraðila allt að
50%, auk þess sem íslendingar
samþykkja í prinsipinu að álver-
ið verði stækkað um 50%, enda
náist samningar um endanlegt
raforkuverð. Petta hefurTíminn
eftir áreiðanlegum heimildum,
og fullyrti heimildarmaður
blaðsins að þessi málalok í fyrstu
samningalotu þessarar nýju álvið-
ræðunefndar og Alusuisse væru
99% örugg.
Heimildir Tímans herma að
samningamennirnir íslensku
muni koma hingað til lands á
morgun, með samninginn til
endanlegrar skoðunar í ríkis-
stjórn og undirritunar, og að
samkomulag sé um að setjast að
samningaborði strax í haust og að
endanlegt samkomulag aðila
liggi fyrir með vorinu.
Er talið líklegast að Alusuisse
muni selja Norsk Hydro 50%
fyrirtækisins, ef af sölu verður,
og munu margir íslenskra
ráðamanna vera slíkri tilhögun
hlynntir, þar sem þeir telja að ef
um jafna skiptingu yrði að ræða,
þá myndi hvor aðili um sig veita
hinum visst, nauðsynlegt aðhald.
Er Tíminn hafði samband við
Steingrím Hermannsson, for-
sætisráðherra í gærkveldi og
spurði hann álits á þróun mála í
álviðræðunum sagði hann: Ég
vona eindregið að það verði
gengið frá bráðabirgðasam-
komulagi á morgun og það fáist
fram viðunandi hækkun á raf-
orkuverði. Auk þess vona ég að
samkomulag náist um að hefja af
fullum krafti viðræður um samn-
inga um endanlegt raforkuverð
og ýmsar aðrar mikilvægar breyt-
ingar á álsamningunum." - AB
■ Allundarlegur hópur „vera“ var á sveimi um Hringbrautina, til móts við Umgverðarmiðstöðina í gær,
en höfuðborgarbúum til hugarhægðar má geta þess að þarna voru ekki marsbúar á ferðinni heldur...
Sjá nánar bls.3 Tímamynd: Ámi Sæberg.
Enginn skurðlæknir á sjúkrahúsinu á
Patreksfirði en öll aðstaða til staðar:
„SHJNDUM HÆTTUSPIL
EF EKKIER HÆGT AD
BÍEKA EFTIR FUIGF’
segir Bolli
Ólafsson
■ „Þetta er stundum hættuspil
því stundum er ekki tími til að
bíða eftir sjúkrafluginu og þótt
það verði að gera er annað mál
að sjúklingurinn er kannski í
verra ástandi eftir biðina og
flugferðina en ef hann gæti geng-
ið undir aðgerðina hér á
staðnum" sagði Boilli Ólafsson
framkvæmdastjóri sjúkrahússins
á Patreksfirði í samtali við
Tímann. Á sjúkrahúsinu er til
staðar öll aðstaða til skurðað-
gerða en hvorki skurðlæknir né
svæfingarlæknir eins og nú er
krafist að sé viðstaddur upp-
skurði.
Af þessum sökum verður að
fljúga sjúkraflug með alla þá
sjúklinga til Reykjavíkur sem
þarfnast skurðaðgerða og eru
þetta um 2-3 sjúkraflug í hverj-
um mánuði en sjúkrahúsið á
Patreksfirði þjónar allri Vestur-
Barðastrandasýslu og telur svæð-
ið sem það þjónar tæplega 2200
manns.
Vegna þess hve oft eru erfiðar
samgöngur á Vestfirði yfir
vetrarmánuðina er sjúkraflugið
oft flogið við mjög erfiðar að-
stæður og sagði Bolli í því
sambandi að eitt sinn á s.l. vetri
hefðu þeir þurft að fá aðstoð
þyrlu landhelgisgæslunnar því
ólendandi var á flugvellinum.
- FRI
- sjá nánar á bls.2
Óvenjuleg uppskera:
Fundu pen-
ingapoka í
garðinum!
■ íbúar húss í Smáíbúða-
hverfinu . fundu nokkuð
óvenjulega uppskcru í garðin-
um sínum á sunnudag. Það
reyndist vera poki sem innihélt
um 10.000 krónur í peningum.
Pokinn var merktur matvöru-
verslun í Grímsbæ við
Efstaland og þegar málið var
athugað nánar kom í ijós að
þar hafði verið framið innbrot
fyrr um helgina og stolið skipti-
mynt.
Að sögn Rannsóknarlög-
reglunnar er talið að um 14-
15.000 krónur hafi verið í
pokanum þegar honunt var
stolið.f seðlumog skiptimynt.
Ekki var í gær búið að hafa upp
á þeim sem valdi þessa óvenju-
legu aðfcrð við að ávaxta pen-
inga.
AREKSTRAALDA
SOUNNI
í
■ Óvenju mikið annríki var í
gær hjá lögreglunni í Reykjavík
vegna smáárekstra en þeir voru
orðnir um 20 talsins um kl.
19.00. í gærvarveðrið íborginni
með besta móti, en að sögn
lögreglunnar hefur aldrei verið
meira að gera vegna umferðar-
óhappa en einmitt þá fáu sólar-
daga sem komið hafa hér í
sumar. Þetta er eftirtektarvert
þar sem akstursskilyrði ættu þá
að vera góð en að sögn lögregl-
unnar virðist sem ökumenn
vandi sig meira við aksturinn
þegar ekkert sést til vegna rign-
ingar og slagveðurs, og sletti
síðan úr klaufunum þegar akst-
ursskilyrðin batna.
- GSH