Tíminn - 07.09.1983, Síða 12

Tíminn - 07.09.1983, Síða 12
•'i'' MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1983 Að lokinni iðnsýningu: Þar gaf að líta fjölbreyti leika íslensks iðnaðar og nú ættum við öll að KAUPA ISLENSKAR VORUR ■ Á þessu fati er „bananasíld" undirstaðan, og góð ein og sér með brauði eða kexi, en hér er matreitt fyrir mikla síldaraðdáendur, svo nokkrum síldarflökum er rúllað upp og fest saman með tannstönglum, rúllurnar eru skreyttar með sýrðum asíum. Herramannsmatur og fallcgt fat á matborði. ■ Sl. sunnudagskvöld lauk hinni miklu Iðnsýningu, sem hafði þá staðið rúma viku. 120 islensk iðnfyrirtæki stóðu að sýningunni og sýnir það fjölbreytni þá sem er í framleiðslunni. Sýningin var haldin í tilefni af 50 ára afmæli Félags íslenskra iðnrekcnda, og var kjörorð sýningarinnar „Islensk framtíð á iðnaði byggð.“ Sigurjón Jóhannsson, blaðafulitrúi, sagði aðstandendur sýningarinnar mjög ánægða með framkvæmd hennar, og einnig virtist ánægja ríkja hjá sýningar- gestum, - sem voru hvorki meira nc minna en 78.487! Blaðamaður Heimilistímans lagði leið sína í skoðunarferð einn síðasta dag sýningarinnar, og lenti í hálfgcrðu tíma- hraki, því að svo margt og mikið var að sjá og skoða. Athugið uppskriftir í auglýsingabæklingunum Það sem við vildum gera hcr að umtalsefni í dag er í sambandi við bæklinga, sem voru víða á boðstólum. Því miður hafa margir hent þeim sem hverju öðru pappírsrusli, þegar hcim var komið, en þarna var um margháttaðar upplýsingar og skemmtilegar uppskriftir að ræða. Við ætlum t.d. að benda á síldar- uppskriftir frá SÍLDARRÉTTUM. í fyrsta lagi ýmsar hagnýtar upplýsingar, svo sem þessar tillögur: BERIÐ marineraða síld fram með rúgbrauði, harðsoðnu eggi og/eða heit- um kartöflum. BERIÐ kryddsíld fram með t.d. grófu hrauði og harðsoðnum, spældum eða hrærðum eggjum ásamt eplabitum og smátt söxuðum graslauk. BERIÐ síldarrúllur fram á sama hátt og marincraða síld, eða til dæmis með kartöflusalati og rauðrófunt. EF síld er notuð í salöt má reikna með einu flaki fyrir 2-3. Sé hún borðuð sem aðalréttur með kartöflum má reikna með 1 flaki á mann. Á kynningarblaði frá Síldarréttum er fullt af góðum uppskriftum að síldarrétt- um. Hérna verða aðeins nefndar tvær tegundir: KARRÝSÍLD og BANANA- SÍLD: Karrýsíld 3 flök inarineruð síld 100 g olíusósa (mayonnaise) Vi bolli sýrður rjómi 1 tsk sinncp Vi laukur, fínt saxaður 1 epli saxað 1 tsk karrý kurlaður ananas og ananassafi. Brytjið síldina og blandið öllu varlega saman. Látið þetta bíða á köldum stað í nokkra klukkutíma áður en það er borið fram. Bananasíld 2-4 kryddsíldarflök eða marineruð síld- arflök 100 g olíusósa Vi dl rjómi eða sýrður rjómi 1-2 tsk sinncp Vi tsk paprikuduft 1-2 bananar. Hrærið saman olíusósu, rjóma, sinn- epi og kryddi, brytjið síldina og banan- ana í litla bita og blandið varlega saman við. Gcymist á köldum stað. Hafið þið smakkað „Sjolaxpasta“? Síldarréttir h.f. framleiðasjólax-mauk í dósum, sem þeir ncfna „sjólaxpasta‘\ Majonesi er hrært saman við sjólax- maukið og einnig smásöxuðum eggjum. Þetta er gott að nota í brauðsamlokur sem nesti, eöa í brauðrúllutertu, sem hægt að búa til Sjóiaxsalat, en það er þannig: 100 g sjólax 1 msk olíusósa 1 msk sýrður rjómi I lítil dós inaís 1 harðsoðiö egg sýrð paprika Saxið eggið og paprikuna og blandið öllum hráefnum vel saman. ORA kynningar- bæklingurinn er glæsilegur —með myndum f rá starfsemi fyrirtækisins og af framleiðsluvörum Kynningarbæklingur sá, sem sýning- argesti fengu hjá starfsfólki í sýningar- bási ORA, var sérlega glæsilegur, með litmyndum frá starfseminni og góðum smágreinum um niðursuðu, en upphaf þess iðnaðar segir þar að megi rekja allt til þess að Napoleon keisari var að berjast í Rússlandi og hafði áhyggjur af löngum flutningaleiðum vegna birgða- flutninga hersins. Hann efndi til sam- keppni til þess að finna bestu aðferð við geymslu matvæla, og varð það upphaf niðursuðuiðnaðar. Hér á íslandi hófst fyrsta niðursuða í Borgarnesi á laxi um miðja 19. öldina. í ORA-bæklingnum má finna töflu um geymsluþol niðursoðinna og niður- lagðra matvæla. Þar segir að niðursoðin vara þurfi ekki að geymast í kæli- geymslu, og að geymsluþol hennar sé a.m.k. 3 ár. Aftur á móti þarf niðurlögð vara kæligeymslu, og er geymsluþol hennar 1 ár. Vakin er athygli neytenda á því, að niðursuðuvörur mega ekki frjósa. Niðursuðuverksmiðjan ORA hf var stofnsett 1952, og er því orðin meira en 30 ára. Fyrirtækið hefursína eigin rann- sóknarstofu, þarsem strangt gæðaeftirlit fer fram. Um 20 tegundir koma nú frá ORA af niðursoðnum matvælum, svo sem fisk- bollur. fiskbúðingur, grænar bauriir, rauðkál o.fl. o.fl. Niðurlögð vara er t.d. agúrkusalat og asíur. Heimilistíminn prófaði eina uppskriftina í bækling ORA, cn hún var nefnd ORA-panna Vi ds ORA fískbúðingur 1 stk laukur 50 gr smjöriíki 'A ds ORA grænar baunir Vi ds ORA maískorn Vi dl tómatsósa ‘A tsk basil eða Vi tsk marjoram-krydd salt - pipar Vi dl rjómi Skcrið fiskbúðinginn í litla teninga, afhýðið og saxið laukinn. Sjóðið laukinn glæran í smjörlíkinu á pönnu. Bætið fiskbúðingi í og brúnið. Grænum baun- um, maískorni, tómatsósu og rjóma bætt út í. Hitið við vægan hita í 2-3 mín. Kryddið og hrærið gætilega í, svo bitar fari ekki í mauk á pönnunni. Berið fram með grænmetissalati. Þetta reyndist hinn ljúffengasti réttur. Þrír góðir ferðafélagar Á bakhlið ORA-bæklingsins er aug- lýsing um 3 góða ferðaféiaga. Þar eru auglýstir niðursoðnir „Skyndiréttir", sem eru tilvaldir fyrir fó.lk á ferðalögum, eða þá sem ekki hafa aðgang að eldhúsi. Allir eða flestir hfjóta að hafa aðgang að heitu vatni, en til þess að framreiða þessa rétti þarf ekki annað en að láta dósina standa í nokkrar mínútur í heitu vatni áöur en hún er opnuð. Lykkjulok er á dósinni, svo dósahnífur er óþarfur. Þessir réttir eru Hamborgari í ítalskri pottréttarsósu, 2 pylsur í ítalskri sósu og svo Ýsa sælkerans, sem er eini fiskréttur- inn. Hvers vegna ekki Þingvallamurtu í salatið í stað þess að kaupa útlendan túnfisk? Þarna var líka á boðstólum niðursoðin murta úr Þingavallavatni. Hún er algjört sælgæti í salat og forrétti. Það þarf ekki að óttast beinin, því þau eru svo meyr, að þau finnast ekki. Aftan á hverjum pakka af murtu eru fjórar uppskriftir, sem sagðar eru hver annarri betri. Heim- ilistíminn hefur þegar prófað eina og stóðst hún ströngustu sælkeraprófun. ■ Framleiðslan hjá ORA eykst ár frá ári og tegundum fjöldar sí og æ. síðan má skreyta eftir vild. Einnig er ^fldorréifo' H.K £m\tyuvegi 36 í nestis-samlokur er gott að nota sjólaxpasta og sömuleiðis í brauðrúllutertu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.